Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 7
Ftistudagur 13. apríl, 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Viðreisnarstjórn var kramin eins og í lús undir nögl samskiptum við Breta Margt er enn ókunnugt og óbirt varðandi samningagerð við- reisnarstjórnarinnar við Breta um landhelgismálið á árunum 1960-61, en með þeim samningum seldi þáv. ríkisstjórn erlendum dómstól i hendur allt vald i fisk- veiðilögsögu okkar Islendinga. Dómstóllinn hefur nú birt for- sendur sinar varðandi lögsögu sina i landhelgisdeilunni — þar kemur ýmislegt i ljós, sem stangast algerlega á viö ýmsar fullyrðingar forustumanna Sjálf- stæðisflokksins um samningana og tilgang þeirra. Hv. þingmaður Gunnar Thoroddsen hefur haldið þvi fram að fullur skilningur hafi rikt milli aðila um það að Bretar ættu að halda sig utan við 50 milur meðan Alþjóðadómstóllinn fjallaði um málið. Hann og aðrir forustu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa áfellzt núverandi rikisstjórn fyrir að krefjast þess ekki af Bretum, að þeir fari út fyrir á þessum for- sendum. Mbl. segir t.d. i leiðara þann 29 marz s.l., að það beri vott um algert gæfuleysi núverandi rikisstjórnar, að hún skuli ekki gera þá kröfu til Breta, að þeir standi við þetta samkomulag um að halda sig utan 50 milna meðan dómstóllinn fjalli um málið. islenzka stjómin bauð 6 mánuði Dómstóllinn sjálfur og Bretar hafa hins vegar aðra sögu að segja. Dómstóllinn skýrir svo frá: Þann 2. desember 1960 fóru fulltrúar Breta i samninga- nefndinni fram á tryggingu fyrir því að hugsanleg útfærsla islendinga mundi á engan hátt taka til brezkra veiðiskipa meðan dómstóllinn fjallaði um málið. Þáverandi utanrikisráöherra tslendinga er sagður hafa svarað þvi til, að þetta gæti orðið al- erfiðasti þáttur málsins,að gefa Bretum tryggingu fyrir þvi aö engin útfærsla ætti sér stað meðan beðið væri dómsúr- skurðar, en daginn eftir þann 3. desember er í tillögu frá Islenzku rikisstjórninni komin klausa um 6 mánaða tilkynningarskyldu Islendinga — að Bretum skuli til- kynnt með 6 mánaða fyrirvara, ef Islendingar hugsi til hreyfings i landhelgismálinu. Dómstóllinn segir, að 6 mánaða fyrirvarinn sem isl. rikisstjórnin bauð hafi þvi að öllum likindum verið hugsaður i þvi skyni að gefa aðilum ráðrúm til að semja á þessu tímabili eða til að leggja málið fyrir dómstólinn i Haag, og þar með einnig þvi atriði hvort út- færslan ætti að ná til Breta meðan dómstóllinn fjallaði um máliö. Meö öðrum orðum: Bretar báðu um tryggingu fyrir þvi að útfærslan næði ekki til þeirra meðan dómurinn fjallaði um málið og 6 mánaöa tilkynningar- skyldan var boðin fram af hálfu viöreisnarstjórnarinnar til þess að veita Bretum þessa tryggingu — tryggingu fyrir þvi að þeir þyrftu ekki að hverfa af isl. fiski- miðum einn einasta dag — fyrr en þá dómur félli þeim i óhag. Staðleysur þeirra Þau orð Bjarna Benediktssonar sem stjórnarandstaðan vitnar svo oft i þessa dagana, styðja lika fullkomlega þennan skilning Breta og alþjóðadómstólsins. Bjarni Benediktsson sagði: „Það sem ákveðið er skv. samkömu- laginu, er hitt, að viö tilkynnum Bretum og þar með öðrum þjóð- um um okkar einhliða útfærslu, sem tekur gildi að þeim 6 mánuð- um liönum, ef ekki áðurer búið að hnekkja henni með úrskuröi al- þjóðadómstóls”. Hér fer ekki milli mála, að Bjarni Bene- diktsson hefur gert ráð fyrir þeim möguleika, að alþjóðadóm- stóllinn væri búinn að kveða upp úrskurð áður en 6 mánuðir voru liðnir. Enda geröi dómstóllinn þar einmitt um þetta atriði. Hann kvað upp úrskurð um rétt Breta til veiða innan isl. landhelgi áður en 6 mánuðir voru liönir af til- kynningarskyldunni. Þann dóm kvað hann upp i ágúst 1972, þegar hann ákvaröaði aflamagn Breta og þar með rétt þeirra innan isl. fiskveiðilögsögu. Forusta Sjálf- stæðisflokksins fer þvi með stað- leysur einar. Hvað þeim gengur til, vita þeir einir. er nú útlit fyrir, að við sendum málflytjanda til Haag”. Þarna kemur Mbl. óskum brezka dómarans á framfæri. Bretar og Mbl. tala einum munni. Forsendur dómstólsins i Haág er raunalestur svo ekki sé meira sagt. Þar kemur greinilega i ljós, hvernig viöreisnarstjórnin lét hrekja sig til baka með hvert einasta atriði sem varðaði rétt isl. þjóðarinnar, unz ekkert var eftir. Islenzka rikisstjórnin var kramin i þessum samskiptum við Breta hæðnislegt að leyfa mönnum að byggja sundlaug sem þeir verða svo til samdægurs reknir upp úr — og vist hefur dregizt úr hömlu að loka ameriska sjónvarpinu. Það er engin ástæða til að láta mönnum haldast uppi lögbrot á islenzkri grund jafnvel þótt þeir séu á förum. En þótt stjórnar- flokkana kunni að greina á um atriði sem þessi, þá eru þeir sam- mála um að efna loforð stjórnar- sáttmálans — að tryggja brottför hersins fyrir lok kjörtimabilsins. Það loforð er einn af hornsteinum stjórnarsamstarfsins og Alþýöu- bandalagið leggur rika áherzlu á, að formlegar viöræður við Bandarikjastjórn hef jist hið allra fyrsta. Stórfelld félagsleg uppbygging Samtimis gerbreyttri utan- rikisstefnu hefur átt sér stað stór- felld félagsleg unnbygging i Kæða Svövu Jakobsdóttur, alþin»isnianns, við ntvarpsuniræðiir frá alþinjíi í gærkvöld Tala einum munni Og enn krefst forusta ihaldsins að við göngum til móts við óskir Breta og sendum málflytjanda til Haag. Ekkert væri Bretum kærara. Brezki dómarinn i alþj.dóms'tólnum kvartar sáran undan þvi 1 sérstakri greinargerð sinni, að Islendingar skuli ekki reka mál sitt i Haag, en þeir noti hins vegar hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum sinum á framfæri, bæði viö dóminn og hjá Sameinuðu þjóðunum. Maður gæti freistazt til að halda, segir þessi brezki dómari, að Islendingar gerðu þetta til að geta notið nánast jafngóðrar aðstöðu og ef þeir heföu raunverulega mætt fyrir dómnum en jafnframt haldið þeim möguleika opnum, ef þörf krefur, að neita aö viður- kenna lögmæti málsmeðferðar og dómsúrskurðar. Þessi brezki dómari við alþj.dómstólinn segir, að það sé enn timi fyrir Islendinga að bæta úr þessu og það er einlæg von hans að við gerum það. , Það var þessi ósk brezka dóm- arans, sem Geir Hallgrimsson var að koma á framfæri hér áðan og gerði hana að sinni. Og hvað segir ekki Mbl. þ. 29. marz? Þaö segir: „Sem betur fer eins og lús undir nögl. Þar þurfti engar ljónsklær. Formlegar viðræður hefjist hið fyrsta Sams konar þýlyndi ræður i af- stöðu þessara manna til hersetu á tslandi. Gagnrýnislaust gera þeir hagsmuni erlendra herforingja að sinum og reyna að telja þjóðinni trú um, að án erlends hers geti hún ekki lifaö i landinu. Hvarvetna um Vesturálfu — eru nú birtar skýrslur og sagnfræðirit sem afhjúpa þann blekkinga- og lygaáróður sem talsmenn banda- riskrar utanrikisstefnu hafa notaö til að gera smáþjóðir sér háðar. Þessar uppljóstranir koma frá þeirra eigin mönnum — mönnum sem með engu móti veröa sakaðir um að vera hallir undir Rússa. En þessar upp- lýsingar koma ekki I Mbl. Þar er enn alið á ótta og hatri milli þjóða. Stjórnarandstaðan treystir þvi að rikisstjórnin muni bregðast i herstöövarmálinu og reynir að læða að tortryggni hvar sem hún getur þvi við komið. — Vist er þaö furöulegt að leyfa sundlaugar- byggingu á herstööinni einmitt núna — það virðist nokkuð kald- stjórnartið núverandi rikisstjórn- ar. Stjórnin hét þvi að tryggja jafnrétti þegnanna og stjórna i anda félagshyggju. Stórmerkir lagabálkar hafa verið afgreiddir á þessu þingi til efnda á þessu lof- oröi. Jafnlaunaráð, sem á að tryggja jafnrétti kynjanna i at- vinnulifinu, er orðið að lögum. Lögfest er hlutdeild rikisins i byggingu elliheimila og i byggingu og rekstri dagvistunar- heimila. Þar hefur eitt stærsta og merkasta baráttumál kvenna náö fram að ganga. Lögö voru fram frumvörp um Lyfjaverzlun rikisins og Lyfjastofnun rikisins til efnda á þvi loforði rikis- stjórnarinnar að koma lyfja- verzluninni undir félagslega stjórn. Unnið er áfram að endur- bótum trygginganna, þar sýna tölur bezt, hversu myndarlega hefur verið að staðið. A fjárlögum 1971 i tlð viðreisnarstjórnar, var veitt 1254.800 kr. til trygginga- mála — ári siðar, á fyrsta ári núv. stjórnar.var þessi upphæö meiri en tvöfölduð. Ef við færum upphæðina á fjárlögum 1972 og 1973 til verðgildis krónu 1971, þá er upphæðin 1972 2816.395 og árið 1973 3016.881. Stjórnarandstaðan kvartar undan hækkandi fjárlögum og Svava Jakobsdóttir vist hækka þau. En þau hækka meðfram af þessari ástæðu — að til þeirra,sem minnst mega sin, fer nú meira fé en nokkru sinni fyrr. Sú stefna rikisstjórnarinnar að verja fé til félagslegra umbóta og aukinnar samneyzlu, á sér áreiðanlega meiri hljómgrunn en sérhagsmunastefna hægrimanna. Við skulum hafa það i huga, þegar stjórnin er gagnrýnd fyrir hækkandi fjárlög,að þá er jafn- framt verið að gagnrýna þær stórfelldu félagslegu umbætur sem nú eiga sér stað. Þrjár þings- ályktunartillögur A fundi Sameinaðs þings á þriðjud. voru 3 þingsálykt- unartillögur samþykktar. Fjalla þær um Verðjöfn- unarsjóð vöruf lutninga, könnun á samkeppnisað- stöðu íslenzks skipasmíða- iðnaðar og samstarf íslend- inga, Norðmanna og Fær- eyinga að fiskveiðum og fisksölu. Verðjöfnunarsjóður Þessi ályktun fjallar um það, að Alþingi skuli kjósa 5manna milli- þinganefnd, sem kanna á þátt flutningskostnaðar i mismunandi vöruverði á landinu og athuga, hvort unnt sé að jafna kostnað við vöruflutninga með stofnun verð- jöfnunarsjóðs. Einnig skal nefnd- Frh. á bls. 15 Sérstætt „ réttlætismál ” Skattamál aldraðra til umrœðu Nokkrar umræður urðu i neöri deild alþingis i fyrradag, er til umræðu var frumvarp rikis- stjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögum um skattfríð- indi aldraðra, en þau voru gefin út I sumar. Vilhjálmur Hjálmarsson mælti fyrir nefndaráliti, en hann flytur sem formaður fjárhags- og viðskiptanefndar nokkrar breyt- ingatillögur, t.d. um að gera það alveg skýrt i lögum að skattafrá- dráttur sjómanna nái einnig til Viðskiptahallinn verður helmingi kegri en spáð var Halldór Sigurösson fjármála- ráðherrra gaf ýmsar tölulegar upplýsingar i umræöum á alþingi i fyrradag, þegar verið var að ræða i efri deild um heimildir til handa rfkisstjórninni til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar. Hann sagði að afkoma þjóðar- búsins á siðasta ári hefði reynzt mun betri en spáð var af sérfræð- ingum um tima. Spáð var viðskiptahalla er næmi 4300 miljónum, en hann varð 1770 miljónir. Gjaldeyris- varasjóðurinn hækkaði um 700 miljónir kr. Innflutningur varð minni og út- flutningur meiri en spáð haföi verið. Skuldaaukning varð um 2 miljarðar. Þaö er vissulega nokkuð mikið, sagði fjármálaráð- herra, en þessar lántökur eru fyrst og fremst vegna gjaldeyris- sparandi eða gjaldeyrisaukandi framkvæmda. Þarna er fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu fiskiskipaflotans og svo lán til Landsvirkjunar. Slikar lántökur þurfa ekki að bera vott um slæma fjármálastjórn, heldur er verið að búa i haginn fyrir framtiðina. „landmanna” séu þeir hluta- ráðnir á fiskiskip og einnig um þá sem starfa á eigin fiskiskipum. önnur atriöi voru m.a. um að kveða skýrar á um að ekki sé hægt að krefja gjaldanda um greiðslu skatts, sé sannað að atvinnurekandi hans hafi dregið skattinn frá launum viðkomandi, en vanrækt að standa skil á honum til skattyfirvalda. Einnig er lagt til, að heimiluð veröi sérstök lækkun tekjuskatts, þegar gjaldþol skerðist verulega vegna þess aö skattþegn lætur af störfum. Hins vegar sagði Vilhjálmúr að meirihluti nefndarinnar hefði ekki viljað fallast á tillögu frá Matthiasi Mathiesen um að allur ellilifeyrir yrði undanþeginn skattgjaldi. Þarna væri ekki réttlætismál á ferðinni. Mjög verulegur hluti aldraðs fólks greiddi engan tekju- skatt, eins og lögum væri nú háttað. Hins vegar yrðu þeir úr hópi aldraðra, sem færu yfir ákveðið tekjumark, að greiða skatt eins og aðrir þjóðfélags- þegnar. Yrði tillaga Matthiasar sam- þykkt væri þar með verið að auka kjarabilið milli lágtekjufólksins i hópi aldraðra og hinna sem hærri tekjur hafa. Tillagan gerði ráð fyrr þvi að ivilna sérstaklega þeim, sem betur megaAn þess að þeir lakar settu fengju neina kjarabót i sinn hlut. Slika tillögu ætti alþingi ekki að samþykkja. Matthías Mathiesen hvatti þingmenn óspart til að sam- þykkja tillögu sina um skattfrelsi aldraðra. Mátti skilja á máli hans, að helzta baráttumál Sjálf- stæðisflokksins væri nú það, að t.d. hálauna embættismenn, sem notið hafa fullra launa, þó að þeir hafi látið af störfum, og þar að auki fullra eftirlauna, fái nú elli- lifeyrisaurana, sem enn bætast ofan á skattfrjálsa, svo að öllu réttlæti sé fullnægt. Þessi endemistillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli. Tillaga Lúðviks: Skattafrádráttur vegna hlifðarfatakaupa Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra hefur lagt fram á alþ. breytingatillögu við frum- varp um breytingar á skatta- lögunum. Tillaga Lúðviks er á þessa leið: „Frá tekjum sjómanna lög- skráðra á islenzk skip skal draga kostnað vegna hlifðarfata. Frá- drátturinn ákveðst 800 kr. á mánuði og miðast við þann viku- fjölda, sem þeir eru háðir greiðslu slysatryggingariðgjalda hjá útgerðinni, enda ráðnir sem sjómenn.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.