Þjóðviljinn - 13.04.1973, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. aprll. 1973.
Ljósmynda-
samkeppni
til eflingar
trimminu
Akveöið hefur verið að efna
til ljósmyndasamkeppni til að
auka skilni'ng og glæða Shuga
almennings fyrir nauðsyn
þess að huga að heilsu sinni
með hæfilegri hreyfingu og
útivist. Framkvæmdaaðili að
þessu er Trimm-nefnd ISI I
samstarfi við Ljósmyndarafé-
lags tslands.
Myndirnar eiga að vera frá
hvers kyns útilifi og iþróttum
sem höfða til ánægjunnar eða
gagnsins sem fylgir þvi að
trimma. Myndirnar mega
ekki hafa brizt áður.
öllum er heimil þátttaka, en
þó má hver og einn ekki senda
nema 10 myndir. Myndirnar
mega vera hvort heldur
svart/hvitar eða litskugga-
myndir. Stærö svart/hvitu
myndanna á að vera 13x18 crr
upp i 30x40 cm upplimdar á
pappaspjald. Litskuggamynd-
irnar i ramma 5x5 cm eða 7x7
cm ramma.
Verðlaunin eru glæsileg
myndavél. Skilafrestur er til
31. ágúst.
Borð-
tennis
Frestur til að skila þátttöku-
ilkynningum rennur út kl. 14
augardaginn 14. april. Greiða
>arf þátttökugjald um leið og
ilkynningu er skilað. Mótið
íefst 27. april, en þvi lýkur 1.
nai.
Sigurveg-
arar í
meistara-
móti
UMSK
Meistaramót UMSK i frjáls-
ím iþróttum fór fram i Baldurs-
íaga dagana 5. og 9. aprtl.
Keppt var i 8 greinum, og
/oru sigurvegarar þessir:
Langstökk kvenna.
I. Hafdis Ingimundardóttir,
Jreiðablik
5,09 m.
Langstökk karla.
1. Karl West, Breiðablik
6,32 m.
Hástökk kvenna.
L. Kristin Björnsdóttir,
Sreiöablik
1,55 m.
Hástökk karla.
L. Karl West, Breiðablik
1,80 m.
50. hlaup kvenna.
L. Hafdis Ingimarsdóttir,
3reiðablik
7.2 sek.
50 m. hlaup karla.
1. Karl West, Breiðablik
6.2 sek.
50 m. grindahlaup kvenna.
1. Kristin Björnsdóttir,
Breiðablik
8,0 sek.
Þristökk.
L. Helgi Hauksson, Breiöablik
13,44 m.
Nú kom
leikreynslan
V alsmönnum
til bjargar
Þegar taugarnar brugðust
tók leikreynslan við, og
r
Valur sigraði Armann
21:10, og hefur aftur
tekið forustuna í 1. deild.
Aldrei fyrr í vetur hefur
Vals-liðið mætt eins
taugaspennttil leiksog að
þessu sinni, og það var
heppið að Ármenningarn-
ir skyldu standa í þeirri
meiningu að þeir gætu
ekki sigrað Val: að öðrum
kosti hefði það tekið af
skarið og náð afgerandi
forustu í fyrri hálfleik
þann kafla sem verst
hefur verið leikinn hjá
Val í vetur. Það var ekki
fyrr en Valsmenn höfðu,
fyrst og fremst leikreynsl-
unnar vegna, náð forustu
6:3 og síðan 7:3 að taugar
leikmanna komust í lag
og liðið fór að leika eins
og það gerir vanaiega.
Þegar þar var komið stóð
auðvitað lítið fyrir hjá Ár-
manni, þannig að bilið
breikkaði jafnt og þétt
það sem eftir var leiksins.
Ég er anzi hræddur um að
Vals-liðið verði að leika
betur gegn IR á sunnu-
daginn kemur,ef það ætl-
aö að vinna þann leik og
þar með mótið, en það
gerði að þessu sinni. Hæp-
ið er að leikreynslan ein
dugi gegn IR eins og hún
gerði gegn Ármanni.
Ofan á það hvað Valsmenn
voru taugaslappir til að byrja
með, bættist svo það að Ar-
menningarnir léku af krafti
framan af fyrri hálfleik. Ar-
Eins gott að forða sér þegar svona stendur á. En kannski er þetta nú
ekki alveg rétt farið að við markvörzlu, þótt Ágúst sé skotfastur.
(Ljósm. Gunnar Steinn)
menningarnir jöfnuðu 1:1, 2:2,
og 3:3 þegar um 15 mlnútur voru
liönar af leik, og þegar 18 min-
útur voru liðnar náði Agúst ög-
mundsson forustu fyrir Val 4:3
og Ólafur bætti um betur 5:3, og
þar með var taugaspennan rok-
in út i veður og vind, og Vals-liö-
ið fór i gang og lék eins og mað-
ur hefur séð það gera i flestum
leikjum þess i vetur. 1 leikhléi
var staðan oröin 8:4 Val i vil.
I siðari hálfleik héldu Vals-
menn áfram að breikka bilið,
komust I 10:4 og 11:15, 14:8 og
skoruðu svo 4 mörk i röð án þess
að Armenningum tækist að
svara fyrir sig, og staðan 18:8,
og voru þá 24 minútur liönar af
siðari hálfleik. Lokatölurnar
urðu svo eins og áður segir
21:10.
Það er ekki ónýtt fyrir lið að
hafa 7 leikmenn með frá 10 til 57
landsleiki að baki og þann 8.
með nær 400 deildarleiki. Þessi
mikla leikreynsla var það sem
fyrst og fremst bjargaði Vals-
mönnum að þessu sinni. Aöeins
3 menn léku allan leikinn eins og
þeir gera bezt, þeir Agúst ög-
mundsson og Ólafarnir Jónsson
og Benediktsson I markinu,,
En er liða tók á leikinn tóku þeir
Bergur, Stefán Gunnsteinn, Jón
Karlsson og siðast en ekki sizt
Gisli Blöndal, sem átti mjög
góðan leik að þessu sinni, viö
sér, og maður kannaðist við leik
þeirra.
Hjá Armanni áttu þeir Olfert
og Höröur beztan leik, enda
leikreyndustu menn liðsins, þeir
einu sem ekki gáfust upp fyrir
Valsmönnum fyrirfram. Þá átti
Ragnar Jónsson allgóöan leik
sem nafni hans Sigurðsson I
markinu sem varði m.a. 3 vita-.
köst i leiknum og 2 þeirra tvisv-
ar, þar eð þau voru tvitekin.
Mörk Vals: Ölafur 5, Gisli 5,
Agúst4, Bergur 3, Gunnsteinn ?.
Jón K. og Stefán 1 mark hvor.
Mörk Armanns: Olfert 4, Vil-
berg 3, Ragnar, Þorsteinn og
Hörður 1 mark hver. —S.dór
Þetta fær hvert
sérsamband í
sinn hlut frá ÍSÍ
Fundur haldinn i Sambands-
ráði I.S.I., 6.-7. april 1973, sam-
þykkir eftirfarandi skiptingu á
milli sérsambandanna, svo og
utanfararstyrkjum, sem inni-
faldir eru i þeim upphæðum,
sem tillaga þessi gerir ráð fyrir
að komi i hlut hvers sérsam-
bands:
Badmintonsamband lslands
kr. 165.000,00
Blaiksamband Islands
kr. 100.000,00
Borötennissamband Islands
kr. 100.000,00
Fimleikasamband tslands
kr. 250.000,00
Frjálsiþróttasamband Islands
kr. 400.000,00
Glimusamband Islands
kr. 150.000,00
Golfsamband Islands
kr. 110.000,00
Handknattleikssamband
Islands
kr. 400.000,00
Judosamband Islands
kr. 100.000,00
Knattspyrnusamband Islands
kr. 125.000,00
Körfuknattleikssamband
Islands
kr. 180.000,00
Lyftingasamband Islands
kr. 100.000,00
Skiðasamband tslands
kr. 175.000,00
Sundsamband íslands
kr. 250.000,00
Samtals: kr. 2.605.000,00