Þjóðviljinn - 13.04.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Qupperneq 13
Föstudagur 13. aprn. 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Eftir Whit Masterson Andy mótmælti þvi ekki, en Bonner var i skapi til að rökræða. Hann fór að rifast við Bake um meðferð málsins. Bonner kom með nokkrar mjög nærgöngular spurningar i sambandi við kunn- ingsskap Bakes við látnu konuna. Bakeásakaði hann um að vera að leita að forsiðufrétt, og áður en samtalinu lauk, sagði Bonner Bake að gæta tungu sinnar, ef hann vildi ekki lenda i fangelsi — hann minntist þó ekki á hver hin hugsanlega ákæra yrði. Litla gula hœnan sagði: Glöggar löggur. íslenzkir rannsóknarlögreglu- menn voru að leita að þýfi, meðal annars rúmfatnaði og klæðum nokkurra stúlkna, en svo segir i annálum: ,,Þá fór að gruna konu eina. . . Hún neitaði lengi vel öllum ásök- unum, en þegar lögreglumenn bentu henni á að hún væri i fötum einnar stúlkunnar, brustu allar varnir og hún játaði allt”. Forsiðufrétt i Alþýðublaðinu 11. april 1973. Skákþraut No. 25. Þessi staða kom upp i skák þeirra Réti og Tartakower i Wien 1910. Hvitur leikur og mátar i 3 leikj- um. Lausn á dæmi 24. 1. DxR HxD 2. He8 Hd8 3. HxH mát. Eða.l. DxR Kb8 2. DxH Ka7 3. DxH og vinnur. I rifrildmu miöju hringdi sim- inn. Enginn sinnti þvi. Það virtist ekki liklegt að ræningjarnir settu sig svo fljótt i samband við þá. Þeim skjátlaðist. Hub tók simann og sagði i skyndi: — Herra Paxton það er til yöar. Western Union. — Ég skal, sagði Bonner og teygði út handlegginn. Hub gekk til hliðar og stóð af tilviljun i veg 17 fyrir Bonner — eða þannig leit það að minnsta kosti út. Hvað sem þvi leið varð Andy á undan i simann. — Herra Paxton? Andy þekkti rödd Moss ritsimastjóra. — Ég hef hérna annað skeyti til yðar. Ég er búinn að hringja á hótelið og þeir gáfu mér upp þetta núm- er... — Sáuð þér hver afhenti skeyt- ið núna? greip Andy fram i. — Þaö afhenti það enginn. Það var hringt inn fyrir fáeinum min- utum. — Moss hikaði. — Satt að segja er það á reikning viötak- anda. — Það skiptir ekki máli. Hvað stendur i þvi? Moss las skeytið. Andy sá bein- linis fyrir sér hvernig það leit út með gamalkunnu upphafsstöfun- um: VEL GERT KANARIFUGL KOMIÐ MEÐ PENINGANA 1 HORTON STRÆTI MARANJA STRÖND BIÐIÐ A STtFLU- GARÐINUM - KOMIÐ EINN ENGAR LÖGGUR. Það var engin undirskrift fremur en fyrri dag- inn. Þegar Andy lagði frá sér tólið og var búinn að þakka Moss fyrir skjóta afgreiðslu, sá hann að þeir hinir horfðu á hann i ofvæni. — Jæja hvað sögðu þeir? spurði Bonner. — Þetta tókst. Þeir vita að ég er með peningana. Hann sá ekki lengur eftir þvi að hafa sungið vögguvísuna. Það hafði þjónað tilgangi sinum, þótt áhrifin hefðu veriðóhagstæð fyrir sjálfan hann. Hann stóð ögn nær þvi að geta bjargað syni sinum. — Jæja. Hvernig og hvenær á afhendingin að fara fram? — Þér eruð ekki boðinn, full- trúi. Ég á að koma einn. Bonner sprakk ekki af reiði. Augnaráð hans varð ihugult. — Gerið það sem yður sýnist. Þér vitið ef til vill hvað þér eruð að gera. En kennið mér ekki um það sem kann að gerast. Aður en hann fór, leit hann hyggnum aug- um á Hug. — Þakka yður fyrir að ganga i veg fyrir mig. Ég skal muna það seinna. — Afsakið, sagði Hub. — Ég er vist fæddur klunni. Andy tók frakkann sinn. — Ég ætla að fara á hótelið og sækja pehingana. Heldurðu að Bonner ætli að elta mig? — Hann er vist með einhverja hugmynd, sagði Hub. — En hvað segirðu um að aka til baka i Kádilljáknum og leggja honum við aðaldyrnar. Bake getur svo komið i hinum bilnum og stöövað hann hjá eldhúsinnganginum. Þá sloppið út bakdyramegin eins og einu sinni. Þetta virtist skynsamlegt og Bake bjóst til að gera það sem honum bar. Hub var sarrit ekkert að flýta sér. Hann beið þar til þeir voru einir eftir i búningsherberg- inu. — Mig langar til að tala ögn við þig, herra Paxton. Ég veit ekki hvað stóð i skeytinu nema að þér áttuð að koma einn. En ég get næstum getið mér til um hitt. Þeirhafa valið eyðilegan stað, er ekki svo? Andy kinkaöi kolli. — Mér datt það i hug.Herra Paxton, má ég ekki fara i þinn stað. — Hub, það er ekki hægt. Ég þori það ekki. — Kannski hefurðu meiri ástæðu til að vera hræddur en þig grunar. Ég hef hugboð um að hér sé um meira en peningana eina að ræða. Það er einhver sem hatar þig. Þú ferð einn i eitthvert skuggalegt skúmaskot, og hver veit hvað getur gerzt? Þyngsla- legt andlitið á Hub var mjög alvarlegt. — Þessir náuhgar eru búnir að fremja eitt morð. Annað til skiptir kannski ekki öllu máli. — Þetta á lika við um Drew. Þess vegna er enn meiri ástæða til að fylgja fyrirmælum þeirra. Andy tók um þreklegar herðarnar á lifverði sinum. — Þakka þér fyrir, Hub. En ég held ekki að ég sé i lifshættu. En ef ég er það — tja, þá verð ég að taka áhættuna. — Þú ert húsbóndinn. En gerðu sjálfur þér einn greiða. Svo að .ú sért ekki alveg eins einn. . . Andy horfði á framrétta hönd- ina. Hub var að bjóða honum skammbyssu sina. 6 Veccio hafði komið lausnar- gjaldinu fyrir i peningaskáp gisti- hússins. Nú sat hann i anddyrinu og beið eftir frekari fyrirmælum, en Andy sendi hann i rúmið. Hann var búinn að gera sittj nú var röð- in komin að Andy. Og þó ekki að honum einum. Hann náði i ferðatöskuna og hélt á henni upp i herbergi Lissu. Hann var feginn að sjá, að hún virtist hafá fulla stjórn á sér, þótt hún væri óvenju föl. Hún heilsaði hon- um rólega. — Ég var að vona að þú kæmir. — Ég vil að þú fylgist með þvi sem gerist. Það er bezt fyrir alla. — Ég er með á nótunum. Ed Thornburg leit inn. Lissa hikaði. — Mig tekur þetta sárt með söng- skemmtunina i kvöld. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt. — Þessa stundina finnst mér það ekki skipta nokkru máli. Hann opnaði ferðatöskuna á rúminu. Þau stóðu sarrian og horfðu á snyrtileg seðlabúntin. Lissa tautaði: — Allir þessir pen- ingar. Þetta er næstum óraun- verulegt. — Við megum vist prisa okkur sæl fyrir, að ég skyldi geta fengið þá i hendur. — Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að ef við ættum ekki alla þessa peninga, hefði Drew legið öruggur i rúmi sinu núna, sagði hún bitur i bragði. — Það rænir enginn barni fátæks manns. — Hub hefur bugboð um að það sé meira saman við þetta en pen- ingarnir. Hann heldur að einhver hati mig. — Þaðheldégekki. Ég get ekki imyndað mér, að neinn hati þig, Andy. — Þetta var fallega sagt. Mér hefur stundum dottið i hug að þú gerðir það. — Það er ekkert hatur okkar i milli. Það hefur komið fyrir, að ég bæri ekki sérlega mikla virð- ingu fyrir þér, en sökin er ef til vill ekki siður min en þin. Nú skiptir það engu máli. — Það er rétt hjá þér. Andy leit á úrið sitt. Klukkan var næstum tvö. — Ég verð vist að fara að koma mér. FÖSTUDAGUR 13. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 1010. Morgunbæn kl. 7.45. Morg- unleikfimi kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Benedikt Arnkelsson les sögur úr Bibliunni (5). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Til um- hugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál I umsjá Arna Gunnarssonar. Morg- unpopp kl. 10.40: Lög eftir Woody Guthrie. Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsaga (endurt. þáttur A.H.S.) Tónleikar kl. 11.35: Josef Suk yngri og Tékkneska fil- harmoniusveitin leika Fantasiu I g-moll fyrir fiðlu og hljómsveit op. 24 eftir Josef Suk; Karel Ancerl stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sinu lagi, Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: ,,LIfs- orrustan” eftir óskar Aðal- stein.GunnarStefansson les (12). 15.00 Miödegistónleikar: Dönsk tónlist. Bodil Göbel, Lone Koppel, Claus Lembek og Kurt Westi syngja lög eftir Peter Heise. Telmányi- kvartettinn leikur Strengja- kvartétt i G-dúr op. 60 eftir Carl Nielsen. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Sigriður Pálmadóttir stjórn- ar þættinum. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. “ Tónleikar. Tilkynning- ar.18.45 Veðurfregnir. Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Krist- jánsson sér um þáttinn. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. „Leonora”, forleikur nr. 2 op. 79 eftir Ludwig van Beethoven. Filharmóniu- sveit Berlinar leikuri Her- bert von Karajan stj. b. Pianókonsert i f-moll op. 114 eftir Max Reger. Robert Szidon og ,útvarpshljóm- sveitin I Frankfurt am Main leika; Hermann Michael stj. c. Sinfónia nr. 29 i A-dúr (K201) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Hátiðar- hljómsveitin i Bath leikur: Yehudi Menuhin stj. 21.25 Éndurheimt týndrar hjónabandshamingju. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stj. þýðir og flytur erindi eftir dr. John R. Rice. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passlusálma (45). 22.25 Utvarpssagan: „Ofvit- inn“ eftir Þórberg Þórðar- son. Þorsteinn Hannesson les (27). 22.55 Létt músik á siðkvöldi. Flytjendur: Kirstie Spar- boe, Los Indios Tabaj- aras og Ray Conniff og félagar hans. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 13. apríl 1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30. Norrænt skemmtikvöld i Háskólabió. Siðari hl. 21.40 Sjónaukinn.Umræöu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.45 Kátir söngvasveinar. Bandariskur skemmtiþátt- ur. Kenny Rogers og „Frumútgáfan” leika og syngja. Gestur þáttarins er B.B.King. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.50 Dagskrárlok. “i&£csicir> ht C/ ivnvriíSK nvnn avi.’dai r» ' INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borð, vegghillur, vegg- stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykelsiskerin I miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér I JASMÍN Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg) FÉLAG mim HLJÓllSIHRMMi útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.