Þjóðviljinn - 27.04.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Blaðsíða 1
MOfiS IPÓTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Framleiðsluaukning í iðnaði á 8.1. ári Niðurstöður „Hafsveifluvogar iðnaðarins” fyrir árið 1972 liggja nú fyrir. Framleiösluaukning varð talsverð i iðnaðinum á árinu 1972 miðað við árið 1971. 1 könn- uninni kom i ljós að hjá fyrirtækj- um með helming mannaflans hafði oröið framleiðsluaukning. Er hér um að ræða heldur betri útkomu en á fyrra ári, þegar fyrirtæki með liðlega 41% mann- aflans greindu frá framleiöslu- aukningu. Sölumagn iönfyrir- tækja vareinnig meira á sl. ári en árið áður. Þetta kemur fram i skýrslu stjórnar Félags isl. iðnrekenda, sem birt var á ársþingi þeirra i gær. Þar kemur ennfremur fram að nýting afkastagetu i árslok 1972 hafi verið talsvert betri en árið áður. HVER ER STAÐA IÐNAÐARINS? Þeirri spurningu er svarað í ræðu Magnúsar Kjartanssonar á opnunni Magnús Kjartansson, iðnaðar- Magnúsar er birt i heild á opnu. ráðherra, flutti á ársþingi iðnrek- Meðflygjandi mynd er frá árs- enda i gærmorgun itarlegt erindi þingi iðnrekenda. Fremst á mynd- um stöðu iðnaðarins i dag. Erindi inni nokkrir gestir þingsins. Erlendur Patursson Mjög veröur vandaö til hátiöahaldanna 1. maí að þessu sinni. Er þaö gert í tilefni þess að 50 ár eru nú liðin frá þvi aö fyrsta sinni var efnt til kröfugöngu þann 1. mai i Reykjavik. Ætla Bretar að beita kafbátum? Á þriðjudaginn var kom flugvél landhelgisgæzlunnar TF Sýr að brezku herskipi með einkennis- stafina F38 rétt utan við 50 mílna landhelgismörkin austur af Hval- bak, nánar tiltekið 52 sjómilur frá landi. Skammt austan við her- skipið var þyrla á sveimi en engin önnur skip sáust, en greinilegt kjölfar eftir skip sást um 5 sjómil- ur frá skipinu og telur landhelgis- gæzlan að um kafbát hafi verið að ræða. Herskipið er búið tækjum til kafbátaleitar. Þá varð flugvélin vör við 2 kyrrstæða togara s-a af Hvalbak um 2 sjómilur innan fiskveiðitak- markanna en skömmu áður en flugvélin kom að þeim settu þeir á fulla ferð. Þegar flogið var yfir þá kom i ljós aö þeir voru með óbúlk- uð veiðarfæri og hlerar i gálgum utanborðs. öðrum togaranum var gefið stöðvunarmerki, sem hann sinnti ekki, og sigldu báðir togar- arnir til hafs og sögðust ekki hafa verið að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarkanna. 1 þessari sömu ferð taldi TF Sýr erlendu togarana sem voru að veiðum við.landið. Kom i ljós að flestir þeirra voru s-a af Hvalbak. Einnig voru erlendir togarar á Selvogsbanka, útaf Reykjanesi og i Hornál. Samtals voru um 60 er- lendir togarar að veiðum við landið. _ s dór Guðmundur J. Guðmundsson Þjóöviljinn ræddi i gær viö Guðmund J . Guðmundsson, varafor- mann Verkamanna- Viðræðum lokið í gær lauk í Edinborg tveggja daga viðræðum milli Breta annars vegar og Dana og Færeyinga hins vegar um veiðar utan við 12 mílna land- helgi Færeyja. Náðist samkomulag um að hvetja til verndunar fiskistofna við Færeyja. Verður þeim tilmælum komið á framfæri við fund Norðaustur-Atlanz- hafsnefndarinnar sem haldinn verður í London í næsta mánuði. Báðir aðilar vildu leggja til við allar þær þjóðir sem sækja á miðin við Færeyja og Færeyinga einnig að veiðar þar verði takmarkaðar. Þó eiga Færeyingar að njóta einhverra sérrétt- inda en ekki var kveðið nánar á um þau í yfir- lýsingunni sem gefin var út í lok viðræðnanna. hátíðarhöld ltúnar Hachmann félagsins Dagsbrúnar, en hann á sæti i 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna i Reykjavík. Reykjavík Pétur Sigurðsson Guðmundur sagði: Dagurinn er mjög i merki sögunnar. Þeir sem þátt tóku i kröfugöngunum fyrstu 10 árin munu safnast saman i portinu við Mjólkurstöðina. Þaðan halda þeir i blysför niöur á Hlemm og þar verður tekið á móti þeim með ræðu sem Sigfús Bjarnas. form. Sjómannafélags Reykjavikur, flytur. Þeir munu siðan ganga fyrir kröfugöngunni niður allan Laugaveg með blys og undir kröf- um 1. mai-göngunnar 1923. Laugavegurinn verður allur skreyttur með borðum og áletrunum þar sem minnzt verður merkra áfanga i baráttu verkalýðsins. Þá verða að sjálf- sögðu bornar i göngunni kröfur dagsins og svo framtiðarkröfur einsog „Maðurinn i öndvegi”, en sú krafa verður strengd yfir Útvegsbankahúsið á Lækjartorgi þar sem útifundurinn fer fram. 1 göngunni verður talkór undir stjórn Péturs Péturssonar, út- varpsþuls, og á Lækjartorgi mun trió leikara flytja söngtexta og annað efni. Iðnnemar eru nú i fyrsta sinn aðilar að 1. mai- nefndinni og i göngunni munu þeir draga hestkerru gamla og aflóga en hún á að vera tákn um hið úrelta meistarakerfi. Frh. á bls. 15 Yegleg 1. maí í Virðisaukaskattur í stað söluskatts Meöal iðnrekenda er mikill áhugi á að komið veriö á virðisaukaskatti hérlendis. Kom þetta skýrt fram i ræðu Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Félags ísl. iðnrekenda, á ársþingi félagsins sem haldinn var i Rvík i gær- dag. Taldi Gunnar að virðisaukaskattur skapaði iðnaði betri samkeppnisað- stöðu en venjulegur sölu- skattur. Framkvæmd virðisaukaskatts er yfirleitt þannig að hann er lagður á allar vörur og alla þjónustu, en þegar fyrirtæki gerir upp sinn viröisaukaskatt fær þaö frádreginn allan þann virðis- aukaskatt sem það hefur áður greitt öðrum. Þegar iðnfyrirtæki gerir upp sinn virðisaukaskatt við rikissjóð fær það frádreginn þann skatt sem það hefur greitt öðrum af rekstrarvörum og vélum. Áhugi iðnrekenda á virðisauka- skattinum kom m.a. fram i þvi að skattrannsóknarstjóri ölafur Nílsson flutti á ársþingi iðn- rekenda erindi um virðisauka- saktt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.