Þjóðviljinn - 27.04.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. aprn 1973. ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 3
Þrjár stofnanir í eina
starfsemi þeirra stofnana rikisins
er vinna að sérfræðilegum
rannsóknum og tækniaðstoð við
iðnaöinn, i eina allsherjar tækni-
stofnun.”
Nefndin hefur fyrir nokkru
skilað áliti og er i upphafi
þessarar fréttar sagt frá megin-
atriði i tillögum nefndarinnar.
Ein helzta nýjungin i tillögum
iðnþróunarmiðstöð
i nefndaráliti um tækni-
stofnanir iðnaðarins er gert
ráð fyrir, að þeim þremur
stofnunum sem nú vinna að
tæknimálum iðnaðar verði
steypt saman i eina. Hér er
um að ræða Iðnþróunar-
stofnun Islands,
Rannsóknarstofnun
iðnaðarins og Rannsóknar-
stofnun byggingar-
iðnaðarins. Er i tillögum
nefndarinnar gert ráð fyrir
að þær renni saman í eina
stofnun er beri heitið Iðn-
þróunarmiðstöð Islands.
betta kom fram á ársþingi iðn-
rekenda i Rvik i gær. Það var i
mai 1972 að Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra, skipaöi nefnd til
þess aö „vinna að þvi að samhæfa
nefndarinnar er sú að stofnuð
verði fræðsludeild, sem hafi það
verkefni að þjálfa og mennta
starfsfólk iönaöarins og sæki sú
deild kennsluliö sitt að mestu i
aðrar deildir lðnþróunarmið-
stöðvarinnar. Deildir Iðn-
þróunarmiðstöövar eiga aö
skiptast i skorir sem gert er ráð
fyrir að þjónað geti sérstökum af-
mörkuðum greinum iönaðarins.
Hekla bætir
við sig
Frá og með mánaöamótunum
verður P. Stefánsson h.f. einka-
umboðsaðili fyrir Austin, Morris,
M.G., Triumph, Jaguar, Land
Rover, Range Rover og Rover
bifreiðar. P. Stefánsson h.f. var
stofnað 1906, en 1953 keypti Sigfús
Bjarnason i Heklu fyrirtækið.
bað er British Leyland Motor
Corporation sem framleiðir ofan-
nefndar bifreiðar.
Útflutningur iðnaðarvara án
áls nam árið 1972 1.164 milj. kr.
sem er aukning um-31% frá fyrra
ári. bá nam útflutningur iðnaðar-
vara 889 milj. kr. Mest varð
aukningin i prjónavöruiðnaði og
fatnaði eða um 102 milj. kr., i
skinnavörum 79 milj. kr. og
niðursuðuvörum 53 milj. kr.
Landburður af fiski
á Suðurlandshöfnum
Huginn 2. kom með 91 lest til Þorlákshafnar
sem er mesti afli á bát yfir vertíðina
Þrjú
varðskip
í höfn
i fyrradag er við áttum leið
um höfnina voru þrjú varðskip
samtimis i höfn eins og Ijós-
myndin hér að ofan sýnir.
Margir hafa hringt eða haft
samband við okkur með
öðrum hætti hér á Þjóðviljan-
um og látiö i Ijós undrun sina
og sumir reiði yfir þvi hve oft
varðskipin eru i höfn og oft
fleiri en eitt i einu, mcðan
brezk og v-þýzk skip gera
sifelt meiri usla á miöunum
innan 50 milna markanna og
átökin á miðunum liarðna.
Það væri þvi kannski ástæða
til að spyrja hvers vegna
varðskipin eru svo oft i höfn
sem raun ber vitni og hvort
ekki væri hægt að breyta þvi.
—S.dór.
183 í FÍI
Það kom fram á ársþingi
Félags. isl. iðnrekenda i gær að
183 fyrirtæki eru nú aðilar að
félaginu.
1 gær og fyrradag var land-
burður af fiski á flestar hafnir við
suðurströndina, þótt mest bærist
til Þorlákshafnar og Grindavfkur
að venju þegar mikið veiöist. i
fyrri nótt og fram til hádegis I gær
var landað úr 55 bátum i Þorláks-
höfn og var slik örtröð við höfnina
og hafnarvogina að menn þar
eystra muna ekki annaö eins. Úr
þcssum bátum komu á land 1325
tonn og var ekkert lát á löndun i
gærdag. Þcgar við höfðum sam-
band við Þorlákshöfn um miöjan
dag i gær var verið að landa úr 5
bátum og sögðu þeir á hafnar-
voginni að stanzlaus löndun yrði
allan daginn.
„Þétta hefur verið alger örtröð
hjá okkur við höfnina dag eftir
dag. Höfnin i Þorlákshöfn þolir
þetta alls ekki og við hér i hafnar-
skúrnum erum að verða vitlausir
á öllu argaþrasinu. Skúrinn okkar
er miðstöð alls hérna þessa
dagana. Og allir vilja hafa for-
gang og verða vondir ef þeir hafa
hann ekki. Við erum bara tveir á
vigtinni og höfum ekki orðið tima
til að borða né sofa. Þetta helviti
getur ekki gengið svona til
lengur, það verður að laga að-
stöðuna hér ef stefna á öllum
flotanum hingað eins og gert
hefur verið i vetur”.
Þetta voru orð annars vigtar-
mannsins i Þorlákshöfn, og er
greinilegt á þeim að mikið hefur
gengið á þar eystra þvi að þeir
eru vist orðnir ýmsu vanir á
vigtinni i Þorlákshöfn.
Aflahæstur þeirra báta sem
lönduðu i Þorlákshöfn var Krist-
björg með 63 tonn en svo kom
Kópur með 56 tonn, nokkrir höfðu
milli 40 og 50 tonn en eins voru
margir sem fóru niðurfyrir 10
tonn. Meðalaflinn var um 20 tonn
á bát. Ekki lá nærri að undan
hefðist að vinna aflann i Þorláks-
höfn og var honum ekið þaðan til
ýmsra staða m.a. uppá Akranes.
En það sem gerir þessa fisk-
flutninga mjög erfiða er að um
þessar mundir eru i gildi öxul-
þungatakmarkanir á vegum viða
og tefja þær mjög mikið fyrir
þessum fiskflutningi.
1 Grindavik var einnig mikið
um að vera i gær og fyrrakvöld
við löndun úr bátum. Þar gerðist
það að Huginn 2. kom að landi
með 91 lest af fiski eftir tvær
lagnirog þess má raunar geta að
allur þessi afli, sem bátar hafa
verið að koma með til Þorláks-
hafnar og viðar, er afli eftir tvær
lagnir þannig að helmingur
aflans er 2ja nátta fiskur. Annars
sögðu þeir i Grindavik að aflinn
þar i gær og fyrradag hefði ekki
verið neitt sérstaklega mikill
utan hjá þeim bátum sem komu
af Eyjamiðum. Hinir voru bara
með sæmilegan afla. Flestir
þeirra báta sem komu af Eyja-
miðunum voru með 40 til 60 tonn
af góðum fiski.
Þess má að lokum geta að jafn
mikill afli er nú kominn á land i
Grindavik og á allri vertiðinni i
fyrra og i Þorlákshöfn er hann
nær tvisvar sinnum meiri en þess
bera að geta að Eyjaflotinn
landar nú i þessum verstöðvum i
stað heimahafnar eins og var i
fyrra. —S.dór.
SAGA — nýtt skip
í íslenzka flotann
I gær kom til Reykjavfkur
flutningaskipið SAGA, sem fyrir-
tækið Sjólciðir hf. keypti nýlega I
Finnlandi. Skipið, sem er smfðað
i Sviþjóð árið 1963, er 1856 lestir
og kostaði um 50 miljónir króna.
Skipstjórinn, Sigurður Markús-
son, sagði fréttamanni blaðsins
að skipið hefði verið afhent i Lu-
beck i V-Þýzkalandi 21. marz s.l.
Þaðan var siglt til Rotterdam og
teknar mjólkurvörur, sem fluttar
voru til Grikklands. Frá Grikk-
landi var haldið til Túnis og þaðan
i Sigurður Markússon,
” skipstjóri
kom skipið með saltfarm til Is-
lands, sem búiö er að losa á nær-
liggjandi höfnum. Næst siglir
skipið saltfisk til Portúgals.
Skipið, sem gengur 12 sjómilur,
reyndist i alla staði mjög vel i
ferðinni. Það er búiö öllum nýj-
ustu siglingatækjum. Ahöfnin er
11 manns og hafa allir skipverjar
eins manns klefa.
1 stjórn Sjóleiða hf. eiga sæti
Sigurður Markússon, skipstjóri.
Jóhannes A. Markússon, flug
stjóri og Halldór Jónsson, loft
skeytamaður.
SAGA við bryggju l
i Reykjavík '