Þjóðviljinn - 27.04.1973, Page 5
Föstudagur 27. apríl 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Úr skjalasöfnum stríðsáranna:
Trygve Lie
vildi leggja
Fœreyjar
undir Noreg
Bauð Bretum og USA
herstöðvar til langframa
Trygve Lie: hann lofaöi herstöövum I Noregi til iangframa.
Trygve Lie, utanríkis-
ráöherra norsku útlaga-
stjórnarinnar i London á
stríðsárunum, virðist hafa
verið einn af þeim fyrstu,
a.m.k. á Norðurlöndum,
sem hafði bug á þvi að
stofna eins konar NATO.
Þegarárið 1941 bjó hann til
áætlun um varnarsáttmála
á Norður-Atlanzhafi milli
Bretlands, Bandaríkjanna
og Noregs. í áætluninni var
gert ráð fyrir þvi að Dan-
mörku yrði haldið utan við
slíkt samstarf, að island
yrði sjálfstætt ríki og að
Færeyjaryrðu norskt land.
Um leið áttu Bretar og
Bandarikjamenn að fá her-
stöðvar í Noregi til lang-
frama.
Frá þessu segir i nýlegri grein
eftir Jan Tystad i norska Dag-
bladet.
Tystad segir aö á þessum tima
hafi verið útbreiddur á Bretlandi
fiandskapur i garð Dana og hafi
Trygve Lie leikið á þá strengi.
Andúðin á Dönum stafaði af þvi
að þeir hefðu ekki snúizt til varn-
ar er Þjóðverjar gerðu innrás i
Við þorum
þegar
hinir þegja
Aðeins 11 dönsk blöð fengu
heimild prentarasambandsins
danska til þess að koma út meðan
verkfalliö stóð yfir i Danmörku.
Þessi blöð eru: Aktueit, Land og
Folk, Information, Börsen, Mini-
avisen, Folkebladet, Randers,
Sönderjyden, Bornholmeren og
Ny dag i Nakskov.
Það er alsiða á Norður-
löndunum að þau blöð sem styðja
verkalyðshreyfinguna i kjarabar-
áttu hennar fá að koma út enda
þótt prentarar séu i verkfaHi.
Þetta á þó ekki við um lsland.
Bidstrup skopteiknarinn snjalli
teiknaði meðfylgjandi mynd þar
sem hann gerir grin að blöðunum
sem bannað er að koma út. t text-
anum undir myndinni segir Bid-
strup: „Lesendur siðdegisblað-
anna sem nú fá ekki að koma út
vegna verkfallsins, sakna
áreiðanlega nakins sannleikans.
Til þess að auðvelda þeim að fara
að lesa Land og Folk birtum við
til huggunar þessa mynd”- og
auðvitað er fyrirsögnin með
myndinni „Við þorum þegar hinir
þegja’,en það er slagorð Extra-
blaðsins danska.
landið og afhent þeim árið 1941
sex tundurskeytabáta i stað þess
að sökkva þeim. Það er sagt að
Trygve Lie hafi búið til það
orðatiltæki sem siðan fór viða i
klúbbunum i London um þetta
leyti: „Danmörk á ekki að fá leyfi
til að ferðast á fyrsta farrými i
lest bandamanna út á annars
flokks farmiða. Danmörk verður
að vera á öðru farrými þar til
landið hefur greitt mismuninn á
miðaverði.”
Vandamálið Færeyjar
Fyrstu viðbrögð Breta við áætl-
un Lies má finna i athugasemd-
um Johns Dashwoods, deildar-
stjóra i utanrikisráðuneytinu, frá
5. april 1941. Skýrslan byggir á
samtali milli Cecil Dormers
(fyrrum sendiherra Breta i Osló)
og Trygve Lie. Þar er það m.a.
haft eftir Trygve Lie að það „réði
úrslitum um frið á Atlanzhafi að
Stóra-Bretland, Bandarikin og
Noregur bæru i sameiningu
ábyrgð á loft- og sjóvörnum
Grænlands, Islands og Færeyja
með þvi að koma upp herbæki-
stöðvum i löndum þessum. Island
mundi óska eftir sjálfstæði, Nor-
egur vildi gjarna eignast Færeyj-
ar og bæði Bretland og Bandarik-
in áttu að fá herstöðvar i Noregi.”
Flotamálaráðuneytið var beðið
um að láta i ljós álit sitt á þessum
málum. Um leið vakti brezka ut-
anrikisráðuneytið athygli á þvi að
það yrði erfitt að ráðstafa Fær-
eyjum með þessum hætti, nema
þá að ibúarnir bæðu um samein-
ingu við Noreg, sem óliklegt var
talið. Flotamálaráðuneytið svar-
ar þvi til, að það beri að taka und-
ir hugmyndir Trygve Lies vegna
þess að „það sé enginn vafi á
hernaðarlegri þýðingu Islands,
Grænlands og Færeyja” — eins
og þar stendur. John Dashwood
mælir með þvi að Dönum sé það
gert alveg ljóst að hvaða banda-
maður sem væri eigi að hafa rétt
til að koma á til langframa her-
stöðvum i Færeyjum. Hann er
mjög harðorður um slælegt fram-
lag Dana til styrjaldarinnar.
Iðinn við kolann
Hvað eftir annað kemur Trygve
Lie að þessari áætlun sínni i við-
ræðum við Breta. Hitt er svo ann-
að mál,,að þegar hann síðar reit
endurminningar sinar, „Með
Englandi i eldlinunni” og „Heim á
leið,” lét hann þess ógetið, að
hann hefði lofað Bandarikja-
mönnum og Bretum herstöðvum i
Noregi gegn þvi að fá Færeyjar
og að Dönum yrði haldið utan
dyra. Hann nefnir þar aðeins þær
áætlanir, sem norska útlaga-
stjórnin lagði fram opinberlega,
en þær voru mjög almenns eðlis.
En Norðurlandadeild brezka ut-
anrikisráðuneytisins visaði þeim
reyndar á bug þann 12. nóvember
1941. Þar segir i yfirlýsingu frá
þáverandi deildarstjóra, C.F.A.
Warner: „Viðgetum ekki fallizt á
að Færeyjar verði eftir strið af-
hentar Noregi vegna þeirra lof-
orða sem við gáfum þegar við
hernámum Island. Ég efast um
að hægt sé að fylgja þessu máli
lengur eftir nú...”
En sem fyrr segir þá lét Trygve
Lie sig ekki. Hann tekur málið
upp við Eden utanrikisráöherra i
desember sama ár. Eden segir i
skýrslu, að Lie hafi heimsótt sig
og mælt með ensk-norsku varnar-
bandalagi eftir strið og megi
Bandarikin gjarna vera með.
„Samkvæmt slikri áætlun verða
norskar herstöðvar fengnar okk-
ur til umráða og yrðu löndin al-
gjörir bandamenn og hvort öðru
háð”. Eden tekur ekki illa undir
þetta og spyr um Sovétrikin. Lie
svarar þvi til, að hann hafi ein-
mitt þau i huga m.a. i sambandi
við slika áætlun.
Mál þetta kemur svo aftur upp
árið 1942. Þá ræðir norska útlaga-
stjórnin um að þörf sé á að fá
Breta og Bandarikjamenn i varn-
arsamstarf og siðar er Svium
bætt við einnig. Trygve Lie vill
fara til Bandarikjanna i nóvem-
ber það ár til þess að bjóða þeim
herstöðvar i Noregi, en aðrir ráð-
herrar i útlagastjórninni hika
við: „Við ættum ekki að ganga
lengra nú en að koma okkur sam-
an um að rannsaka allar tillög-
ur,” segja þeir.
Eftir þetta heyrist ekki meira
um tillögur Trygve Lies. Ekki er
framar gert tilkall til Færeyja,
svo mikið er vist. Hitt er svo ann-
að mál, að norskir sósialdemó-
kratar og ekki sizt Trygve Lie
urðu einhverjir hatrömmustu
Natósinnar þegar það bandalag
kom á dagskrá — og þeim var
einmitt óspart hampað þegar
freista átti tslendinga til inn-
göngu.
(áb. tók saman.)
Yiljum fullan
samningsrétt
Aðalfundur Félags Islenzkra
simamanna var haldinn laugar-
daginn 7. april s.I. i Reykjavik.
Formaður fclagsins, Agúst
Geirsson, flutti skýrslu fram-
kvæmdastjórnar félagsins fyrir
liðið starfsár, en þar kom fram
m.a.:
Á siðasta starfsári hafa launa-
mál simamanna aðallega ein-
kennzt af málarekstri vegna
ágreinings og framkvæmdar á
siðasta kjarasamningi, einkum
varðandi röðun bæði einstaklinga
og starfshópa i launaflokka.
Félagið sendi Kjaranefnd kærur
fyrir um 160 starfsmenn Pósts &
sima. Samkomulag náðist um
launaflokka um 30þessara starfs-
manna, án þess að mál þeirra
færu til dóms. Kjaranefnd hefur
fellt dóm í málum samtals 87
félagsmanna FIS, þar af fékk 51
enga úrlausn, en 36 fengu viður-
kenningu á kröfum sinum að fullu
eða að einhverju leyti. Þannig
féllst Kjaranefnd á kröfur 7
starfsmanna, en dæmdi 29 starfs-
mönnum einhverja launaflokka-
hækkun. Enn hefur Kjaranefnd
ekki fellt úrskurð i málum u.þ.b.
40 félagsmanna FIS. En BSRB og
samninganefnd rikisins hafa nú
tekið upp viðræður um þessi
óloknu mál til að reyna að ná
samkomulagi um þau á grundvelli
þeirra úrslita, sem fengizt hafa i
öðrum málum.
A siðastliðnu ári voru tekin i
notkun 4 ný orlofshús (fjölskyldu-
hús) á landi FIS. við Apavatn.
Nýlega ákvað félagið að festa
kaup á 2 orlofshúsum i Munaðar-
nesi, en þar á félagið eitt hús
fyrir.
Ályktanir fundarins
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar samhljóða á aðal-
fundi Félags isl. simamanna 7.
april s.l.:
Samningsréttur: „Aðalfundur
FIS haldinn 7. april 1973 harmar,
að ekki hefur verið staðið við
gefin fyrirheit um fullan
samningsrétt til handa opin-
berum starfsmönnum.
Telur fundurinn að frumvarp
það til laga um kjarasamninga
opinberra starfsmamna, sem nú
liggur fyrir Alþingi, verði til að
tefja enn framgang málsins um
fullan samningsrétt.
Verði frumvarpið að lögum,
telur fundurinn, að athuga beri,
hvort 3. grein þess kveði ekki á
um rétt félagsins til að fara með
allan samningsréttinn”.
Lifeyrissjóðsmál: „Aðalfundur
FIS skorar á BSRB af gefnu til-
efni að standa traustan vörð um
Frh. á bls. 15