Þjóðviljinn - 27.04.1973, Side 16

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Side 16
JOmiUINN Almennar upplýsingar unj læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Helgar-kvöld- og nætur- þjónusta apótekanna i Reykja- vík vikuna 13.-1« april er i Laugarnesapótekiog i Apóteki Austurbæjdi'. blysavarostofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverpijarstöðinni. Simi 21230. Hlekktist geimrann- sóknarstöð- mni ar WASHINGTON 26/4. — Bandarískir geimsér- fræðingar héldu því fram í gær, að f lest benti til þess að alvarlegt óhapp hafi hent sovézku geimrannsóknarstöðina Saljút 2. Telja sérfræðingar að stöðin hafi orðið fyrir því tjóni að ekki sé lengur mögulegt að senda á loft geimfara til að manna hana. Líklegt er talið að óhappið hafi gerzt þann 14. arpíl, elleftu dogum eftir að Saljút 2 fór á loft. STOKKHÖLMI 26/4 — Lagt hefur verið fram á sænska þinginu stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um prent- frelsi. Felur hún i sér að bann við auglýsingum á áfengi og tóbaki gangi i gildi i Sviþjóð á næsta ári. Dœmi um rányrkju Samkvæmt löndunarskýrslum Breta lönduSu eftirtaldir togarar fiski í Grimsby af íslandsmiðum dagana 9. - 13. april: Dags. Nafn. Þor skafli (Kits) Þar af ókynþroska smáþorskur(codling) (Kits) % ókynþroska smáþorsks í þorskaflanum 9/4/73 B. ROVERS 606 378 62. 37 II BARNSLEY 811 563 69.42 II ALDERSHOT 309 223 72. 16 11 N. EAGLE 410 257 62. 68 10/4/73 ROSS KHARTOUM 916 674 73. 58 II KANDAHER 659 448 67.98 11 HULL CITY 1082 489 45. 19 11/4/73 N. CHIEF 474 l?.l 68. 14 tl B. BOEING 739 398 53.85 12/4/73 C-Y. TOWN 681 548 80.46 II VIANOVA 817 560 68. 54 13/4/73 ROSS KELVIN 445 244 54.83 II PORT VALE 649 403 62. 09 Eldflaugaárás á flug- völlinn við Phnom Penh PHNOM PENH 26/4 — Sveitir Þjóðfrelsishersins í Kambodju gerðu í dag eld- flaugaárásir á stöðvarand- stæðinga sinna í nánd við flugvöll höfuðborgarinnar. Eldflaugarnar, sem draga um 12 km, grönduðu nokkr- um skotfærageymslum og olíutönkum en flugvöllinn sjálfan skaöaði ekki. Þjóðfrelsisherinn heldur höfuð- borginni i herkvi sem fyrr og virðast loftárásir Bandarikja- manna á stöðvar þeirra litt hafa stoðað her Lon Nols i við leitni til gagnsóknar. Reyndi hann i gær að endur- heimta þorp eitt um 17 km frá borginni en urðu þær sveitir aftur að snúa eftir all snarpa viöureign. Eldflaugaárásin er hin fyrsta siðan i janúar. Fréttir herma og, að Þjóð- frelsisherinn hafi gert árásir á eina af útborgum Phnom Penh og slegið hring um hana. Víða er Þjóðfrelsisherinn að- eins i þriggja kilómetra fjarlægð frá höfuðborginni og nokkur hluti hans er enn i grennd við aðalflug- völl borgarinnar. Hersveitir Lon Nols hafa fengið skipun um að búa sig undir enn eina gagnsókn. Viðræður Ákveðið hefur verið að viðræður milli fulltrúa ríkisstjórna Islands og Bretlands um land- helgismálið fari fram í Reykjavík dagana 3. og 4 maí n.k. Deilt um aðsetur Mirage- flugvéla JERÚSALEM 26/4. — Abb. Eban, utanrikisráðherra lsra- els, sagði siðastliðinn fimmtu- dag, að israeisstjórn hefði afhent frönsku rikisstjórninni óhrekjandi sannanir fyrir þvi, að Egyptar hefðu fengið Mirageorustuþotur frá Libýu- mönnum. En þotur þessar fengu Libýumenn hjá Frökkum með þvi fororði, að ekki mætti afhenda þær striðs- aðilum i Palestinu. Joseph Comiti, upplýsinga- málaráðherra frönsku ríkis- stjórnarinnar sagði, að bæði Libýumenn og Egyptar hefðu fullvissað frönsku stjórnin um að staðhæfingar ísraelsmanna væru uppspuni. Á blaðamannafundi i Jerúsalem sagði Eban, að hann hefði afhent sendiherra Frakka i Israel upplýsingar um, hvaða daga hinar ýmsu flugvélar hefðu verið afhentar Egyptum , hvaða libýskum flugvöllum þær hefðu lagt upp frá og til hvaða flugvalla i Egyptalandi þeim hefði verið flogið. Alls hafa Frakkar selt Libýumönnum 111 Mirage- þotur. Enn vex Missisippi ST. Louis 26/4. — Að minnsta kosti sex manneskjur drukknuðu i fyrrinótt, þegar flóðgarðar brustu við neðra hluta Missisippiárinnar i Bandarikjunum, og þúsundir hektara af akurlendi fóru i kaf. Þetta eru mestu flóð, sem orðið hafa i ánni i meir en tvær aldir. Rikisstjórnin i Illinois hefur beðið Nixon forseta að lýsa yfir neyðar- ástandi i rikinu. Þúsundir manna urðu að flýja allt hvað af tók, þegar flóðgarð- arnir brustu, en fjöldi manna hafði um alllangan tima unnið við að styrkja þá. Talið er að verðmætatjón af völdum fióðanna nemi nú þegar mörgum miljónum dollara. Visindamenn telja, að flóðið muni ná hápunkti laugardags- kvöld. Margir telja að þá verði yfirborð vatnsins hærra en nokkru sinni fyrr. Hermaður úr liði Lon Nols dregur fallinn félaga sinn á byssu sinni frá bardaga skammt frá höfuðborginni. Munchenarsamning- urinn endurskoðaður PRAG 26/4. — Fréttir frá Prag herma, að samningaviðræður Tékka og Vestur Þjóðverja um ( eðlileg samskipti rikjanna hefjist i Prag þann 7. mai. Akvörðun um viðræður var tekin i Bonn fyrir hálfum mánuði, en þá höfðu fulltrúar rikjanna ræðzt við nokkrum sinnum. > Bohuslav Chnoupek, utanrikis- ráðherra Tékka, sagði á blaða- mannafundi i Prag i dag, að við- ræðurnar byggðust á þvi, að kröfur beggja aðila væru sveigjanlegar. En af tillitssemi við Vestur-Þjóðverja vildi hann ekki gefa nánari upplýsingar um viðræðurnar. Undirstaða viðræðnanna, er sú yfirlýsing Bonnstjórnarinnar, aö hún sé fús til að falla frá Munchenarsamkomulaginu frá 1938. En þá fékk Þriðja rikið væna sneið af Tékkóslóvakiu með samþykki Vesturveldanna. Chnoupek sagðist meta mikils afstöðu Bonnstjórnarinnar i þessum málum og kvaðst vona, að viðræðurnar i Prag yrðu jati.-' vinsamlegar og undirbúningsvið- ræðurnar i Bonn. Karlakórinn Vísir: SÖNGSKEMMTUN í HÁSKÓLABÍÓI í KYÖLD Karlakórinn Visir frá Siglufirði sem verið hefur i söngferðalagi hér sunnan fjalla siðustu daga heldur söngskemmtun i Háskóla- biói i Reykjavik i kvöld og hefst hún kl. 19. Þetla er fyrsta söng- skemmtun kórsins i Reykjavik að þessu sinni. en á morgun mun kórin aftur halda skemmtun i Háskólabiói og hefst hún kl. 15. í gærkveldi söng kórinn i sam- komuhúsinu Borg i Grimsnesi og komust færri að en vildu en svo hefur verið á öllum þeim stöðum sem kórinn hefur haldið söng- skemmtanir á i þessari ferð. Annað kvöld heldur svo kórinn árshátið sina að Hótel Loftleiðum og verður þar mikið um dýrðir eins og vera ber. Þangað eru allir velunnarar kórsins hér syðra vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Er ekki að efa að burtfluttir Sigl- firðingar komi þangað og skemmti sér með þessum vinsæla karlakór. —S.dór. Skipti á pólitískum föngum SAIGON, 26.4. — Fulltrúar Saigonstjórnarinnar og Þjóð- frelsisfylkingarinnar upplýstu i gær, að þeir hygðust skipta á 1387 borgaralegum föngum á morgun. Samkvæmt vopnahléssáttmálan- um i Vietnam eiga allir fangar að vera lausir fyrir þennan tima. Saigonstjórnin ætlar að láta 750 pólitiska fanga lausa, en Þjóð- frelsisfylkingin 637 fanga. Báðir aðilar hafa sakað hvor annan um aðhafa miklu fleiri fanga i haldi. Og fjölmargir aðilar hafa stað- hæft, að pólitiskir fangar Saigon- stjórnarinnar skipti þúsundum. FréttirfráParis herma, að samningavið ræðum fulltrúa Saigon- stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar um pólitiska framtið Suður-Vietnam miði litt eða ekk- ert áfram. 1 Saigon er sagt, að nálægt 23 þúsundum manna hafi látið lifið i bardögum eftir að vopnahlés- samningarnir gengu i gildi þann 28. janúar siðastliðinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.