Þjóðviljinn - 25.05.1973, Qupperneq 5
Föstudagur 25. mai 1973 1>.JÓÐVIL.HNN — SÍOA 5
Ofbeldisinnrás
Breta mótmœlt
Hér birtum við mótmælaálykt-
anir vegna ofbeidis Breta i is-
lenzku landhelginni:
INSÍ
„I framhaldi af fyrri ályktun
Iðnnemasambands Islands um
landhelgismálið, vill stjórn INSI
nti fordæma harðlega þá grófu
hernaðarihlutun Breta, þar sem
þeir hafa sent herskip inn I is-
lenzka fiskveiðilögsögu.
Þegar svo er komið, er full
ástæða fyrir islenzk stjórnvöld að
endurskoða nú þegar veru tslands
I Atlanzhafsbandalaginu, með úr-
sögn fyrir augum.
Mjög óeðlilegt hlýtur að vera að
Island sé i slíkum tengslum við
riki, sem I skjóli herstyrks reynir
að knésetja smáþjóð, sem vill
vernda náttúruauðlindir sinar.
Eins er það skoðun okkar að Is-
lenzkum stjórnvöldum beri án
tafar að kæra árás Breta fyrir
allsherjarþingi og öryggisráði
Sameinunu þjóðanna”.
Múrarar
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á félagsfundi i Múrarafé-
lagi Reykjavikur, sem haldinn
var mánudaginn 21. mai, 1973.
„Félagsfundur i Múrarafélagi
Reykjavikur, haldinn 21. mai
1973, fordæmir þær árásar- og of-
beldisaðgerðir, sem Bretar hafa
Alþýðuflokkurinn:
Staða okkar
sterkari en
nokkru sinni
Þingflokkur Alþýðu-
flokksins fordæmir innrás
brezka flotans í fiskveiði-
landhelgi (slendinga og
hvetur þjóðina til einhuga
mótmæla.
Þingf lokkurinn telur
þessar aðgerðir Breta sönn-
un fyrir þvi, hve árangurs-
rík starfsemi landhelgis-
gæzlunnar hefur verið, og
lýsir þakklæti til allra
starfsmanna hennar.
Staða íslendinga i land-
helgismálinu er nú sterkari
en nokkru sinni, og allar
aðgerðir ber að miða við að
tryggja hagstæðan árangur
af hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna.
Þingf lokkurinn telur
sjálfsagt að íslendingar
grípi til gagnaðgerða á
veftvangi Sameinuðu þjóð-
anna, Atlanzhafsbanda-
lagsins og annarra alþjóð-
legra samtaka, þar sem
Bretar verða sóttir til saka.
Jafnframt verður að
hefja nýja sókn til að
kynna málið á alþjóðlegum
vettvangi og vinna fylgi við
þann málstað, sem íslend-
ingar berjast fyrir.
(Fréttatilkynning frá Al-
þýðuf lokknum)
HÚSMÆÐRAFELAGH)
SNÝST GEGN
BREZKUM YÖRIJM
Framkvæmdanefnd Hús-
mæðrafélags Reykjavikur vill
taka fram eftirfarandi:
Það er álit nefndarinnar að
mótmælaaðgerðir húsmæðra sem
hófust 26. marz s.l. hafi borið mun
meiri árangur en haft er á orði.
Nefndin vekur athygli á þvi, að
fyrirhugaðar eru áframhaldandi
aðgerðir i verðlags- og neytenda-
málum, og minnir á sparnaðar-
vikuna 1. og 3. viku hvers mánað-
ar.
Nefndin skorar á Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins að það hlutist
til um að nautakjöt i verzlunum
sé merkt og flokkað.
Ennfremur itrekar nefndin
fyrri kröfur um betri kartöflur og
bendir á nauðsyn þess að selja
kartöflur til neytenda i þannig
umbúðum að neytandinn sjái
hvaða vöru hann kaupir. Vill
nefndin vekja athygli á netaum-
búðum.
Hvað viðkemur mjólkurum-
búðum skal bent á nauðsyn þess
að dagstimplar umbúðanna séu
greinilegir.
Ennfremur itrekar nefndin
framkomna tillögu frá fundi
Húsm. fél. Rvk. 15. marz s.l. þar
sem þess er farið á leit við Mjólk-
ursamsölu Rvk. að unnt verði að
fá keypta mjólk i 10 litra umbúð-
um. Ennfremur telur nefndin
æskilegt að neytendur fái tæki-
færi til að velja um afurðir frá
framleiðendum. Með þvi myndi
skapast eðlileg samkeppni um
gæði og vöruval milli framleið-
enda landbúnaðarafurða.
Nefndin vill vekja sérstaka at-
hygli á þvi, að verð og vörugæði
nauðsynjavara er hagsmunamál,
sem varðar öll heimili jafnt til
sjávar og sveita.
Minnugar þess að neytandinn
er bezta verðlags-og gæðaeftirlit
sem völ er á, skorar nefndin á aII-
ar húsmæður i landinu að standa
vörðum hag heimilanna og sýna i
orði og verki samstöðu um sann-
gjarnar kröfur þess efnis, að
nauðsynjavörum heimilanna sé
haldið i jþeim verðflokki að öllum
sé gert kleift að njóta þeirra.
Nefndin telur eðlilegt að á með-
an Bretar beita ofbeldisaðgerðum
innan islenzkrar fiskveiðilögsögu
þá ættu isl. neytendur að sneiða
hjá brezkum vörum.
Áskriftarsimi
Þ.ióðviljans er 18081.
nú I frammi i Islenzkri fiskveiði-
lögsögu.
Fundurinn lýsir yfir fullum
stuðningi við aðgerðir rikisstjórn-
arinnar i þessu máli, og bendir á
að hún hefur einhuga þjóð að baki
sér”.
Víetnamnefndin
Vietnamnefndin á Islandi gerði
á fundi sinum 23/5/73 eftirfarandi
ályktun:
Innrás Breta I islenzka land-
helgi er heimsvaldasinnuð árás
stórveldis á smáþjóð. Fram hefur
komið af fréttum, að það hern-
aöarástand, sem nú rikir við
strendur landsins, er til komið
með vitund NATÓ. Ljóst er, að
Bretar framkvæma þessa árás i
trausti þess, að Atlanzhafbanda-
lagið sé til þess stofnað, að
tryggja stórveldum og auðstétt-
um yfirráð yfir auðlindum heims-
ins. Af þessu sést að tslendingum
er engin vörn i bandariskum her-
stöðvum né heldur i aðild sinni að
NATÓ. Þvi krefjumst við þess, að
bandariska herstöðin á Islandi
verði lögð niður og Island gangi
tafarlaust úr NATÓ. Einnig átelj-
um við að helztu oddvitar árásar-
stefnu og efnahagslegrar yfir-
drottnunar, Nixon og Pompidou,
fái hér húsaskjól undir þessum
kringumstæðum.
Vietnamnefndin á íslandi
OPIÐ TIL
KL. 10 í KVÖLD
☆ Mjög falleg sett á drengi
úr burstuðu denim
☆ Frotteskyrtur á drengi
og fullorðna
☆ Bolir í úrvali á börn
og fullorðna
☆ Dömublússur, peysur
og vesti i úrvali
☆ Fjölbreytt úrval i
matvörudeild
☆ Munið viðskiptakortin
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD
I lsKEIFUNNI15ll
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1973 1.FL
SALA OG AFHENDING
AogB
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
HEFST MÁNUDAGINN 28.MAÍ
Skírteinin eru verðbætt í hlut-
falli við breytingar í byggingar-
vísitölu og eru skatt- og fram-
talsfrjáls eins og verið hefur.
Er nú í fyrsta sinn hægt að
velja á milli tvenns konar skír-
teina:
A SKÍRTEINI
eru lengst til 14 ára, en eftir 5
ár getur eigandi fengið þau
innleyst að fullu ásamt vöxtum
og verðbótum.
Meðaltalsvextir allan lánstím-
ann eru 5% á ári. Eru þetta
óbreytt kjör frá því sem verið
hefur.
B SKÍRTEINI
eru alveg ný af nálinni og eru
sérlega heppileg fyrir þá, sem
þurfa árlegan arð. Þau eru til
15 ára og endurgreiðast með
jöfnum árgreiðslum afborgana
og 5% ársvaxta (annuitet) auk
verðbóta. Draga má innlausn
árgreiðslumiða og fá verðbæt-
ur áfram, ef eigandi óskar.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
liggja frammi hjá söluaðilum,
sem veita allar nánari upplýs-
ingar.
Reykjavík, 23. maí 1973
SEÐLABANKI ÍSLANDS