Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVlLJiNN Föstudagur 25. mai 1973
UOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSíALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Slmi 17500 (5 llnur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 18.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
VIÐ MUNUM SIGRA
Það var einbeitt og baráttufúst fólk,
sem streymdi á Lækjartorg i gær. Mann-
f jöldinn kom úr öllum áttum, en allra leið-
ir lágu að sama marki.
Baráttufundur Alþýðusambands ís-
lands bar einhug islenzku þjóðarinnar
glæsilegt vitni og mönnum varð ljósar en
áður, hvert afl er fólgið i órofa samstöðu
heillar þjóðar.
Fundurinn varð fjölmennari en hér
hefur áður sézt, og trúlegt að aldrei hafi
svo stór hluti nokkurrar þjóðar i veröld-
inni safnazt saman á einum fundi. Undir-
tektir mannf jöldans við kröfur um að lúta
aldrei ofbeldi stórveldisins en berjast til
sigurs voru ekki siður ótviræðar og kraft-
miklar.
Flestir ræðumenn véku að hlut NATO
varðandi herskipainnrásina og leyndi sér
ekki, að þvi grimmari sem ræðumenn
voru i orðum gagnvart hernaðarbanda-
laginu, þeim mun betri undirtektir mann-
fjöldans áttu þeir visar.
Sú staðreynd blasir við, að Bretar hafa
með heimskulegu athæfi sinu kennt þeim,
sem áður létu sig skoplega veru okkar i
hernaðarbandalagi litlu skipta, — að þátt-
taka okkar i svokölluðu varnarbandalagi,
sem lætur nota herskip sin til innrásar i is-
lenzka landhelgi, er bæði vansæmandi og
likari fjarstæðu en veruleika.
Geir Hallgrimsson sagði í ræðu sinni,
að Atlanzhafsbandalagið ætti að vera þess
megnugt að tryggja okkur gegn árás
aðildarrikis, ekki siður en gegn árás ann-
arra.
Jú, mikið rétt — auðvitað er Atlanzhafs-
bandalagið þess megnugt, máttinn vantar
ekki — en það vantar annað, það vantar
viljann til að tryggja rétt smáþjóðarinnar
gegn ránum og ofbeldi stórveldisins, hvað
sem dauðum bókstaf hins fyrirlitlega
NATO-sáttmála liður.
Það var ánægjulegt að heyra yfirlýsingu
Jóns Skaftasonar, sem talinn hefur verið
beztur vinur NATO meðal stuðnings-
manna rikisstjórnarinnar, en Jón sagði,
að ef Atlanzhafsbandalagið beiti ekki
áhrifum sinum til að reka eigin herskip út
úr landhelgi okkar hljóti menn að endur-
skoða afstöðu sina til bandalagsins. —
Auðvitað munu Islendingar hér eftir telja
þá stjórnmálamenn ekki eiga mikið
erindi, sem kynnu að halda áfram að hjala
um NATO sem verndara smáþjóða gegn
ofriki stórvelda. En stundum dugar mönn-
um ekki bara að sjá, heldur verða þeir að
þreifa á lika og finna eldinn brenna á
sjálfum sér.
En það eru ekki bara ummæli Jóns
Skaftasonar, sem sýna hvaða straum-
hvörf eru að verða á Islandi varðandi af-
stöðu manna til þátttöku okkar i hern-
aðarbandalagi með brezku rikisstjórninni
og öðrum ofbeldisforkólfum.
Úr f jölda dæma skal hér minnt á yfirlýs-
ingu, sem Samband ungra sjálfstæðis-
manna sendi frá sér i vikunni ásamt
öðrum pólitiskum samtökum ungs fólks,
en þar segir m.a. að ef NATO liði Bretum
þessar ofbeldisaðgerðir hljóti Islendingar
að endurskoða veru sina i þeim félags-
skap.
Má þvi vissulega segja að siðustu vigi
NATO á íslandi riði nú til falls. Það,sem
Nixon og stjórn Bandarikjanna tókst til
hálfs með blóðferli sinum i Indó-Kina og
sýníkennslunni i NATO-Jýðræði i Water-
gate, er brezki forsætisráðherrann nú að
reka smiðshöggið á með innrás
NATO-herskipa sinna. Þvi ef Bretar hafa
haldið að takast mætti að berja Islendinga
til ásta, þá er það misskilningur. Land-
helgismál okkar setjum við aldrei i hend-
ur NATO, sagði Lúðvik Jósepsson sjávar-
útvegsráðherra og mannfjöldinn á
Lækjartorgi og i nærliggjandi götum tók
undir.
Látum daginn i gær visa okkur leið til
sigurs, leið einingar og baráttu. Þá mun
sá dagur skammt undan að siðasti veiði-
þjófurinn hverfi úr 50 milna landhelginni
og herskipin fylgi með skömm.
Bílatryssinsar hœkka urn aðeins 15% í stað 39%
sem trrssinsafélösin kröfðust
HALDIÐ í VIÐ
TRY GGINGAFÉLÖG
Osannindum Morgunblaðsins
mótmœlt i ráðuneytistilkynningu
Skæruliðar
bcygjaFord
DETROIT 24/5 — Bandaríski
Ford-auðhringurinn mun láta
Argentinu i té ýmsan útbúnað
og þjónustu að upphæð ein
miljón dollarar á næstunni.
bessi aðstoð er til komin
vegna ógnana bæjarskæru-
liða i Argentinu við fulltrúa
hringsins i landinu.
Fyrir þrem dögum voru
tveir starfsmenn auðhringsins
skotnir til bana i Buenos Aire:
og samtimis bárust hringnum
ógnanir þess eðlis að fleiri
slikir atburðir myndu gerast
ef hann gæfi ekki 22 sjúkrablla
til hvers af sjö héruðum lands-
ins og styrkti auk þess sjúkra-
hús með fé. bá hafa skærulið-
ar hótað að nema á brott
Frank Herdman, yfirmann
Ford i landinu, greiði hringur-
inn ekki eina miljón dollara i
lausnargjald fyrir hann innan
sólarhrings.
Uppreisn
AbENU 24/5 — Uppreisnartil-
raunir voru gerðar i gær á
þremur griskum herskipum og
voru allar bældar niður. Sagði
talsmaður stjórnarinnar að tveir
fyrrverandi hershöföingjar og
nokkrir sjóliðsforingjar hefðu
verið fangelsaðir.
bjóðviljanum hefur borizt eftir-
farandi ályktun miðstjórnar
Sjálfstæðisflokksins um innrás
Breta i landhelgina:
Miðstjórn og þingflokkur sjálf-
stæðismanna álykta:
1. Að mótmæla harðlega þvi of-
beldi Breta, að senda herflotu og
flugvélar inn i fiskveiðilandhelgi
Islands til þess að hindra lög-
gæzlustörf islenzkra varðskipa.
2. Að kæra beri framferði Breta
nú þegar fyrir Norður-Atlants-
hafsbandalaginu og öryggisráði
Rikisstjórnin hefur fallizt
á að leyfa 15% hækkanir á
iðgjöldum bílatrygginga
frá næstu mánaðamótum,
og er þannig svarað hinni
ósvífnu hækkunarkröfu um
39% sem tryggingafélögin
ætluðu að þvinga i gegn
með ofbeldi. Enn hefur
ekki verið tekin afstaða til
tillögu Magnúsar Kjartans-
sonar tryggingaráðherra
um það, að ríkið tæki að sér
þessa lítt ábatasömu grein
tryggingastarfseminnar
sem trygginga félögin
kvarta svo yfir að þurfa að
annast. Frétt Morgun-
blaðsins í gær um að til-
lagan hefði verið felld í
Sameinuðu þjóðanna og krefjast
þess, að þessir aðilar hlutist til
um, að Bretar hverfi þegar á
brott með herafla sinn úr is-
lenzkri fiskveiðilandhelgi.
3. Að samningaviðræður við
Breta séu útilokaðar meðan her-
skip þeirra eru i islenzkri fisk-
veiðilandhelgi.
4. Að auka skuli af fremsta
megni kynningu á málstað Is-
lands meðal annarra þjóða og
vinna að þvi á allan hátt, að
tryggja sigur á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
5. Að efla landhelgisgæzluna
ríkisstjórn er úr lausu lofti
gripin, eins og fram kemur
í eftirfarandi fréttatil-
kynningu heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis.
Hinn 20. febrúar s.l. skrifuðu
sex tryggingafélög, sem annast
bifreiðatryggingar, verðlags-
nefnd og óskuöu staðfestingar á
hækkun iðgjalda af ábyrgðar-
tryggingum ökutækja um 39% og
á hækkun iðgjalda af
hústryggingum um 28.6% að
meðaltali.
Erindi þessu fylgdi greinargerð
um afkomu bifreiðatrygginga hjá
fimm þessara félaga á árinu 1972
ásamt fleiri athugasemdum.
Greinargerð þessi var send hag-
rannsóknadeild framkvæmda-
stofnunar rikisins til könnunar og
umsagnar.
með fjölgun varðskipa og bættum
búnaði.
6. Að leggja áherzlu á, að öllum
verði gert ljóst, að íslendingar
muni hvergi hvika frá 50 mflna
fiskveiðilandhelgi og að 50 mil-
urnar eru aðeins áfangi að þvi
markmiði islenzku þjóðarinnar,
að allt landgrunnið út að yztu
mörkum þess verði islenzk fisk-
veiðilandhelgi.
Sjálfstæðisflokkurinn telur það
þjóðarnauðsyn, að þjóðin öll hafi
samstöðu um allar þessar að-
gerðir og sýni algeran einhug sinn
út á við.
Hagrannsóknadeild taldi nauð-
synlegt, að athugaðir yrðu betur
ýmsir þættir i rekstri bifreiða-
trygginga, áður en komizt yrði að
ákveðinni niðurstöðu um hækkun
iögjalda að nokkru marki. Deildin
taldi hins vegar ljóst, að veita
þyrfti tryggingafélögunum sem
fyrst einhverja lágmarksaðlögun
iðgjalda vegna kostnaðar-
hækkana að undanförnu og fyrir-
sjáanlegra hækkana á næstu
mánuðum.
Að þessu athuguðu hefur rikis-
stjórnin á fundi sinum 22. þ.m.
fallizt á að heimila allt að 15%
hækkun á iðgjöldum af trygging-
um ökutækja hjá umræddum
tryggingafélögum og gildir sú
hækkun frá og með 1. júni n.k.
1 tilefni af frétt i Morgunblaðinu
i gær, skal það fram tekið, að
rikisstjórnin hefur hvorki fellt né
samþykkt tillögu tryggingaráð-
herra um að sérstakri rikis-
stofnun yrði falið að reka þessar
tryggingar. Hugmyndir þessar
hafa eingöngu verið fluttar til
kynningar ennþá. Frétt Morgun-
blaðsins er þvi tilhæfulaus með
öllu.
Hins vegar er nú unnið að þvi i
þessu ráðuneyti að semja frum-
varp til laga um breytt fyrir-
komulag ábyrgðartrygginga öku-
tækja i þá veru, sem fjölmiðlar
hafa áður greint frá.
Neydd til
að lenda
KAIRÓ 24/5 — Belgisk farþega-
flugvél á leið frá Paris til Nairó-
bi var i dag neydd til að lenda á
flugvellinum i Kairó. Egypzk
yfirvó'ld neyddu hana til lending-
ar þar sem flugmaðurinn hafði
ekki aflað sér leyfis til að fljúga
yfir egypzkt landsvæði.
Rœkju-
veiðar
hefjast
í dag
Rækjuveiði við Eldey hefur
verið leyfð frá 25. maí til 15.
september.
Verð á rækju var ákveðiö
um áramótin 31 króna kilóið af
stærri rækju og 18 krónur
kílóið af þeirri minni fram til
mánaðamóta maí-júni, en
fyrir þann tima mun verðlags-
ráð sjávarútvegsins ákveða
nýtt verð.
KAUPM ANNAHöFN 24/5 -
Danska þjóðþingið samþykkti i
dag ný lög sem kvæðu á um frjáls-
ar fóstureyðingar innan tólf vikna
frá getnaði. Atkvæði féllu þannig
að 95 voru samþykktir, 56 á móti,
17 sátu hjá og ellefu voru fjarver-
| andi. Sosialistisk folksparti var
eini flokkurinn sem var óklofinn i
atkvæðagreiðslunni — allir 17
þingmenn hans voru fylgjandi
frumvarpinu.
Ósæmilegt
Fréttaritari norsku frétta-
stofnunnar NTB i Reykjavík
hefur stundum sent frá sér undar-
leg fréttaskeyti. En i gær keyrði
gjörsamlega um þverbak. bar
gefur hann i skyn I frétt, að
ástæðan til þess aö rikisstjórnin
hafi ckki enn tekið endanlega
ákvörðun um aðgerðir i land-
helgismálinu vegna ofbeldisinn-
rásar Breta sé sú, að innan
stjórnarinnar sé ekki samstaða.
Hverjum þjónar slik frétta-
mennska? Bretum? Um það þarf
ekki að hafa mörg orð, en slikt er
að sjálfsögðu algerlega ósæmi-
lcgt, að ekki sé fastara að orði
kveðið.
bá er það gefið i skyn i skeyti
þessu, að Bretarnir hafi af tillits-
semi við tslendinga haldið sig á
lélegum miðum þessa siðustu
freygátu-sólarhi-inga!!
Sjálfstæðisflokkurinn:
Mótmæla harðlega ofbeldi Breta