Þjóðviljinn - 25.05.1973, Qupperneq 7
Föstudagur 25. mai 19731 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Avarp til Islendinga vegna
komu Nixons og Pompidous
Þessa dagana beinist athygli
heimsins að landi voru vegna við-
ræðna, sem forseti Bandarikja
Norður-Ameriku, R.M. Nixon, og
forseti Frakklands, G. Pompidou,
munu eiga með sér i Reykjavík
um næstu mánaðamót.
Vissulega væri ánægjulegt, ef
ættjörð vor væri friðlýst land,
sem af þeim sökum væri eftirsótt
sem mótstaður til umræðna um
margvíslegustu hagsmunamál
mannkyns. Hitt fær Islendingum
engrar gleði, að lands þeirra sé
getið hvarvetna um hedm sem
gististaðar tveggja af kunnustu
fulltrúum hernaðarl. misgerða
við mannkynið, auðdrottnunar og
félagslegs ranglætis. Bætir þá
ekki úr skák, að þeir eru hingað
komnir til að ræða efnahags- og
hernaðarmál og eru hvor i sinni
álfu forvigismenn þeirra afla,
sem fslendingar eiga i höggi við
um brýnustu lifshagsmuni sina og
Sjálfstæði.
Þegar Islenzk stjórnvöld féllust
á að hleypa bandarisku herliði inn
i landið 1941, hét þáverandi for-
seti Bandarikjanna þvi, að þetta
lið skyldi allt á brott við lok styrj
aldarinnar. 1 28 ár hafa
fslendingar átt nær samfeildum
svikum að mæta af hálfu banda-
riskra valdhafa i þessu efni. Gegn
hörðum mótmælum mikils hluta
islenzku þjóðarinnar gerðist
Islandi aðili að Atlanzhafsbanda-
laginu 1949, með þvi fororði, að
eigi skyldi erlendur her dveljast
hér á friðartimum. Aðeins
tveimur árum siðar var þó ódul-
búinn bandariskur her setztur hér
upp með þeirri höfuðröksemd, að
skyldur fslands við NATO
krefðust þess.
Rikisstjórn tslands hefur
ákveðið, að hersetunni skuli
loksins aflétt á þessu kjörtima-
bili. En skylt er að minnast þess
nú, þegar Nixon forseti sækir laod
vort heim, að hann og Watergate-
mennirnir i kring um hann róa að
þvi öllum árum að knýja islenzku
stjórnina til vanefnda á þessu
stærsta atriði stjórnarsátt-
málans.
Enn heldur Bandarikjastjórn
uppi árásarstriði sinu i Indókina.
Nixon forseti er persónulega
ábyrgur fyrir loftarásunum, sem
dynja á þéttbýlum svæðum Kam-
bódiu, og hann heldur þeim áfram
þvert gegn samþykktum beggja
deilda Bandarikjaþings.
Brýnasta lifshagsmunamál
tslendinga nú um stundir er land-
helgismálið. 011 riki hafa i raun
viðurkennt lifsþörf vora á
verndun landgrunnsins — nema
tvö af aðalrikjum NATO i
Evrópu. Bretland hefur gert
vopnaða innrás á islenzkt yfir-
ráðasvæði með vitund NATO, og i
ljósi þessa er aðild tslands að
bandalaginu fráleit. Vestur-
Þýzkaland neitar einnig að viður-
kenna umráð Islands yfir hinni
nýju fiskveiðilögsögu. Efnahags-
bandalagið hefur snúizt á sveif
með andstæöingum vorum og
reynt að þvinga tslendinga til
undanhalds með þvi að neita
þeim um eðlilega viðskipta-
samninga, nema þeir lúti
brezkum og vestur-þýzkum
ofrikisöflum. Pompidou forseti er
fulltrúi þessa kúgunarvalds, sem
vér eigum nú i harðri baráttu við.
En Pompidou hefur fleira og
ekki fegurra á samvizkunni.
Einmitt um þessar mundir eru
Frakkar undir forystu hans að
búast til kjarnasprengjutilrauna
á Suður-Kyrrahafi. Astraliubúar
og aðrar nálægar þjóðir hafa
gripið til öflugra mótmæla-
aðgerða gegn þessu ódæði, og
njóta stuðnings verkalýðs um
allanheim. Það er skylda fslend-
inga að taka kröftuglega undir
þessi mótmæli, ekki sizt vegna
þess að enginn veit, hvar næst
verður niður borið, ef stórveldun-
um liðst, ,,að lita á úthöfin eins og
almenning, sem þau megi losa i
að vild eiturefni og úrgang eða
gera að tilraunasvæðum fyrir
gereyðingatæki sin, án þess að
skeyta hót um afleiðingarnar i
nútið og framtið”, eins og segir i
mótmælaályktun ASI.
Forsetarnir Nixon og
Pompidou eru ekki til Islands
komnir i göfugum tilgangi og eru
þvi engir aufúsugestir. Erindi
þeirra er að ráðgast um skiptingu
Bandarikjanna og Efnahags-
bandalags Evrópu á þeim ráns-
feng, sem iðnþróuð riki slá eign
sinni á, meðán tvéir þriðjungar
mannkyns svelta. Islendingar
eiga enga samleið með þessum
herrum. Islendingar eiga i
þessum efnum samleið með
undirokuðum þjóðum þriðja
heimsins, og þeim eigum vér hina
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Viet-nam nefndin á Islandi.
Æskulýðssamband islands.
stærstu skuld að gjalda. Þær hafa
staðið með oss, þegar mest hefur
legið við, en erkifjendur vorir eru
einmitt þeir menn tveir, sem hér
eru að setjast á rökstóla, og þjóð-
félagsöflin að baki þeim.
Við komu forsetanna og meðan
á dvöl þeirra stendur munu
Islendingar þvi hafa uppi hin
öflugustu mótmæli. Hafa Samtök
herstöðvaandstæðinga, Víetnam-
nefndin á tslandi og Æskulýðs-
samband Islands ákveðið að
gangast fyrir mótmælaaðgerðum
31. mai n.k. þar sem m.a. verða
bornar fram kröfur.
Gegn hersetu Bandarikjanna á íslandi
Gegn innrás Breta og yfirgangi tveggja NATO-rikja
á íslandsmiðum
Gegn liðveizlu Efnahagsbandalagsins við andstæð-
inga íslands og tilraunum til að kúga íslendinga til
hlýðni
Gegn kjarnorkutilraunum Frakka og hvers konar
mengun úthafa eða eitrun á umhverfi mannsins
Gegn striðsrekstri Bandarikjanna i Indókina
Gegn heimsvaldastefnu stórvelda
NATO burt frá íslandi
Ráðstefna um launajöfnuð
og jafnrétti
Rœtt við Sigurð Magnússon um
fyrirkomulag hennar og tilgang
Alþýðubandalagið í
Reykjavík efnir til ráð-
stefnu um launajöfnuð og
jafnrétti nú um helgina.
Hefst hún í kvöld og verður
fram haldið eftir hádegi á
morgun. Fundarstaðurinn
er í Þinghóli í Kópavogi.
Þjóðviljinn aflaði sér vitneskju
um ráðstefnuna, fyrirkomulag
hennar og tilgang, hjá Sigurði
Magnússyni rafvélavirkja, en
hann er varaformaður Alþýðu-
bandalagsfélagsins sem undirbýr
hana.
Sigurður sagði að Alþýðu-
bandalaginu 1 Reykjavik væri
ljóst, að launajöfnuð og jafn-
réttismál bæri mjög hátt meðal
þeirra pólitisku mála sem um
þyrfti að fjalla og taka afstöðu til
á næstu misserum. Það hefði tek-
izt fyrir öflugaframgöngu verka-
lýðshreyfingarinnar og annarra
alþýðusamtaka að fá almenningi
aðstöðu til að afla verulegra
tekna, en þetta kæmi mjög mis-
jafnt niður. I atvinnulifinu væru
stórir hópar sem væru afskiptir
og byggju við umtalsvert mis-
rétti.
Augljóst væri sagði Sigurður
að samstilla þyrfti krafta margra
aðila að þvi verki að skapa meiri
jöfnúð 1 tekjum og aðstöðu en nú
rikir i þjóðfélaginu. Alþýðu-
bandalagið vildi vinna að þvi, og
þess vegna boðaði það til ráð-
stefnu þar sem áhugafólk og þeir
sem starfa að verkalýðs- og
félagsmálum gætu borið saman
bækur sinar og skipzt á skoðun-
um.
Ekki er gert ráð fyrir þvi, að
ráðstefnan láti frá sér fara
ályktanir um viðfangsefni, heldur
miðli menn hver öðrum fróðleik
og reynslu.
A ráðstefnunni verða flutt 13 ör-
stutt erindi, stundarf jórðungur er
hámarkið hjá hverjum frum-
mælanda. Inn á milli erinda eða
að loknum nokkrum i syrpu gefst
kostur á fyrirspurnum til frum-
mælenda. Fundarstjóri veröur
Sigurjón Pétursson borgarráðs-
maður.
Sigurður Magnússon
Að lokum tók Sigurður
Magnússon fram, að ráðstefnan
væri opin öllum stuðningsmönn-
um Alþýðubandalagsins og öðru
áhugafólki sem vill veita Alþýðu-
bandalaginu lið við sósialiska
umsköpun þjóðfélagsins.
EFTIR ART
BUCHWALD
Upp hefur komizt að
Nefndin til Endurkjörs Nixons
sendi þúsundir simskeyta til
Hvita hýssins þar sem lýst var
yfir stuðningi við það að Nixon
lét loka höfninni i Haiphong
með tundurduflum. Hvita
húsið gat siðan lýst þvi yfir.að
bandariska þjóðin væri hlynnt
þessum aðförum eftir hlut-
fallinu fimm gegn einum.
— Halló, miðstöð. Mig
langar til að senda simskeyti
til forseta Bandarikjanna i
Hvita húsinu.
Símskeyti til Nixons
— Já herra minn. A það að
skrifast á reikning Nefndar til
Endurkjörs forsetans?
— Nei, fjandinn fjarri mér.
Ég vil það sé skrifað á sima-
númerið mitt.
— Augnablik. Ég er ekki
viss um að við getum gert það.
Ef að þér skrifið það á Endur-
kjörsnefndina, þá er hægt að
veita sérstakan hópafslátt.
— Ég hef engan áhuga á
hópafslætti. Ég vil borga þetta
skeyti upp i topp.
— Þar stendur einmitt
hnifurinn i kúnni, herra minn.
Ef að við rukkum það um
Nefndina þá getum við lika
tryggt að skeytið verði afhent.
En ef þér sendið það upp á
eígin spýtur, þá getur svo
farið að það verði nokkra daga
á leiðinni.
— Hvernig stendur á þvi?
— Nefndin safnar saman
þeim simskeytum sem hún
sjálf sendir og afhendir þau i
eigin bil. Auðvitað er það svo,
að ef að þér vilduð vera með í
slikri þjónustu þá þyrftuð þér
að senda skeyti sem kémur
sér vel fyrir Nixon forseta.
— En það vill nú svo til, að
skeytið er ekki hægstætt fyrir
Nixon forseta að inntaki.
— Ó, kæri vinur, það myndi
koma okkur i bobba. Hvita
húsið neitað að kvitta fyrir
móttöku skeyta sem eru óhag-
stæð forsetanum.
— Sama er mér hvort þeir
skrifa undir eða ekki. Ég vil
bara það sé afhent. Hér ég
með textann.
— Augnablik, herra minn.
Mætti ég ekki lesa fyrir yður
nokkur skeyti með tilbúnum
texta. Þér getið sent hvað sem
er af þeim fyrir aðeins 75 sent.
— Nei ég vil ekkert heilla-
óskaskeyti. Get ég ekki sagt
það blátt áfram sem ég vil?
— Nefnd til Endurkjörs
Nixons verður ekkert hrifin af
þvi.
— Mér er skitsama um
Nefnd til að Endurkjósa for-
setann
— En okkur er ekki sama.
Þeir eru okkar beztu við-
skiptavinir. Þeir senda eitt
þúsund simskeyti til Hvita
hússins á dag. Og þeir eru
mjög gramir ef að einhver
sendir svona skeyti upp á eigin
spýtur.
— Heyrið mig, skrifið
barasta niður það sem ég
segi!
— Forsetar eru háðir sinum
simskeytum. Það styrkir for-
setann að vita, að bandariska
þjóðin stendur að baki honum.
— En ef að það er Nefnd til
Endurkjörs Nixons sem sendir
honum öll þessi simskeyti,
hvernig veit forsetinn þá að
þjóðin stendur að baki hon-
um?
— Forsetinn veit ekki, að
simskeytin koma frá
nefndinni,þöngulhaus.
— Enþaðer búið að skrifa
um það i blöðin.
— Forsetinn les ekki blöðin.
Hann les bara simskeytin.
— Fáið það aldrei simskeyti
frá fólki, sem ekki styður for-
setann?
—• Jú, stundum hringir ein-
hver og andmælir einhverri
tiltekinni ákvörðun forsetans.
— Hvað gerið þið þá?
— Við skrifum niður sima-
númerið og sendum það til
Dómsmálaráðuneytisins.
— Hvað gera þeir við
númerið?
— Þeir hlera simann.
— Kannski ég ætti þá ekkert
að vera að senda þetta skeyti
— Það er yðar mál, herra
minn. Þetta er frjálst land.