Þjóðviljinn - 25.05.1973, Side 15

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Side 15
Föstudagur 25. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Fréttabréf Framhald af 4. siðu. aldrei beitt, og þar vir&ast trillu- bátar byrja þegar þá lystir. Sum- ir smábátar stunda þar róðra all- an veturinn með góðum árangri, sbr. i vetur. Þetta er atriði sem allir vestfirzkir stórútgerðar- menn og fiskkaupmenn ættu að semja um í bróðerni áður en til vandræða horfir og úlfúð vex. Það skara auðvitað allir eld að eigin köku, og það er bara mannlegt. M/s Ólafur Friðbertsson, eig- andi Voninh.f.,hætti róðrum með linu 24. marz. Hann fór strax á netaveiðar og landaði hér heima frá og með timabilinu 28. marz til 21. april samtals 121.2 tonnum. Dagana 23. eða 24. april landaði hann svo i Rifshöfn 16.3 tonnum og hélt þaðan á fjarlægari mið sunnan lands, þar sem frétzt hafði um betri afla þar suður frá. Að koma hingaö norður með afl- ann hefði að sjálfsögðu tafið hann um sólarhring. 9. mai kom hann svo aftur hingað í heimahöfn úr lokatúr. Aflanum sem hann var með þá, var af einhverjum ástæð- um ekki iandað hér. Hann sigldi þvi morguninn eftir til Hnifsdals og landaði aflanum þar, 6.3 tonn- um. Hefur hann þvi landað sam- tals 55.5 tonnum annars staðar á vetrarvertiðinni. Sagt er, að i Austurlöndum nær sé talsvert um skæruhernað og kenni hver aðil- inn öðrum um. Á meðan Ólafur stundaði hér róðra með linu tók Voninh.f. af afla bátsins 86.1 tonn iherzlu. Meðaltalið var þvi 1.435 kg. i róðri. 26. april byrjaði svo m/b Jón Jónsson róðra með linu. Það er 6 brúttósmálesta bátur. Eigandinn fór fram á löndun hjá Fiskiðjunni Freyju, en fékk þar neitun um alla fyrirgreiðslu. Von- inh.f. keypti þá afhonum fiskinn um tima og sá honum fyrir beitu og beitingarplássi i fiskmóttöku sinni. Sennilegt er að beitan hafi verið vetrareftirstöðvar frá ólafi. Þar eðFiskiðjan neitaði um fyrir- greiðslu varð að senda beittu bal- ana eitt sinn til Flateyrar með póstbát, til þess að verja beituna skemmdum. öðrum sinni tók f Báran h.f. þá til geymslu. Aftur á móti keypti Fiskiðjan Freyja beinin af Voninni, svo ekki þurfti að senda þau á aðra staði. En frá 16. mai hefur hann svo landað á Flateyri. Suðeyrarhreppur er 100 þúsund króna hluthafi i Fiskiðj- unni Freyjuh.f. Hvað skyldi hann hafa meint með þvi? Kaupfélagið er lika 100 þúsund króna hluthafi i sama félagi. Ekki veit ég hvaða veiðar Ólafur ætlar sér að stunda isumar. Heyzthefur, aðhann ætli að stunda landróðra með linu. Trausti, Kristján og Sigurvon munu sennilega stunda grálúðu- veiðar, en Guðrún Guðleifsdóttir er vist ákveðið að fari á troll. Einnig mun Gullfaxi 1S fara á troll. í uppsiglingu mun nú vera hér á Suðureyri mikill skæru- hernaður, sem ekki er enn séð fyrir endann á. M/s Ólafur fór ný- verið til Keflavikur eftir 100 tonn- um af salti, auk þess kom hann með stórar braggahurðir fyrir Báruna h.f. Haustið 1960 setti Freyja h.f., sem hét þá þvi nafni, á fót frystihús Fiskiðjunnar Freyjuh.f. 1968 voru bæði hún og Isver h.f. sem hafði rekið frysti- hús fyrir, komin á hausinn. Fisk- iðjan var endurreist og eignaðist húsakynni Isvers á svo nefndu Flateyrarverði. Min hugsun er sú, að i svo smáu byggöarlagi þrifist ekki mörg fyrirtæki með hliðstæðan rekstur. Er máski annað hrun i uppsiglingu, hver veit? Timinn sker úr þvi á sinum tima. Hér er mikil mannfæð, og fólkið flytur burt. Eitthvað kemur þó i staðinn. Undanfarið hefur orðið að flyt ja hér að margt fólk á öllum árstfmum, til að vinna úr hráefninu. Er sá mannflutningur skiljanlega með ærnum kostnaði. Kaupfélag Súgfirðinga hélt aðalfund sinn fyrir árið 1972 13. mai sl. Mættir voru 26 félags- menn auk stjórnarinnar, en fé- lagsmenn eru nú fast að 100. Kaupfélagsstjórinn Guðvarður Kjartansson, sem senn er á förum frá félaginu, las upp reikningana og útskýrði þá. Brúttóvörusala ársins nam 19.6 miljónum. Kaupgreiðslur ársins námu 2.117 miljónum og höfðu hækkað veru- lega frá s.l. ári, eða um 1 miljón frá árinu 1970. Vörurýrnun nam á árinu 251 þúsund krónum þ.e. 1.4% og er talið of hátt. Afskriftir af vörubirgðum voru nú 28%. Eignir félagsins voru afskrifaðar skv. lögum. Reksturshallinn á ár- inu varð 303 þúsund krónur, en hagnaður i fyrra 76 þúsund. Skuldir viðskiptamanna voru á áramótum 764 þúsund; af þeirri upphæð voru tveir, sem skulduðu 587 þúsund, þar af annar þeirra 500 þúsund, enda hefur hann verið i stjórn félagsins um árabil. Reiknaðir voru vextir af skuldum viðskiptamanna, einnig fá þeir vexti, sem eiga innistæður. Þetta er jú spor i rétta átt. Guðvarður Kjartansson hættir nú senn störf- um, sem fyrr var sagt. Hann fer að eigin ósk eftir 2 1/2 árs starf. Nú hugsar hann helzt um hand- færaveiðar. Við tekur ungur mað- ur úr Kópavogi, sem útskrifaðist úr Samvinnuskólanum i vor. Heitir hann Jörundur Ragnars- son, 23 ára, ókvæntur. Sturla Jónsson hreppstjóri, sem verið hefur i stjórn félagsins frá stofn- un þess eða 33 ár, þar af stjórnar- formaður i 25 ár, baðst nú undan endurkjöri, enda er hann nú 70 ára gamall. Hugsanlegt er þó, að ástæðan sé sú, eftir þvi sem kom fram á fundinum, að á stjórnar- fundi, sem haldinn var fyrir skömmu var Sturla sá eini, sem andmælti þvi að félagið keypti ibúðarhús Barða Theódórssonar rafvirkja staðarins. Kaupsamn- ingar voru þá gerðir og kaupverð- ið 2.5 miljónir. Barði er á förum héðan, og þar fer 5 manna fjöl- skylda, og þar fer lika ómissandi fagmaður á staðnum. Það eru lika á förum héðan tvær fjöl- skyldur til viðbótar. Einnig fer sá hinn sami og keypti húsið af Giss- uri Guðmundssyni. Hugir súg- firzkra fjölskyldna hafa verið,eru og verða órannsakanlegir. Byggingarframkvæmdir munu, ef allt fer að óskum um lán og þessháttar, verða hér með mesta móti i sumar. Atta menn hafa sótt um lóð undir hús, og er þeim nú öllum úthlutað. Suðureyrar- hreppur er lika búinn að fit ja upp á prjóna sina miklar og fjárfrek- ar framkvæmdir, og svo að eitthvað sé nefnt á að reisa stórt og mikið áhaldahús fyrir hrepp- inn. Húsið verður 15x30 metrar. Aætlað verð þess er 5 til 6 miljónir króna. Búið er lika að panta jarð- ýtu, sem er rétt ókomin til lands- ins. Verðhennar er 6 til 6 1/2 milj- ón króna. Vinna á lika að vatns- og holræsalögnum, það sem eftir var frá i fyrra og talið er bráðnauðsynlegt. í bigerð er lika að leggja varanlegt slitlag á aðal- götu þorpsins. Vinna á við haf- skipabryggjuna fyrir 7-8 miljónir til þess að verja hana falli. Þetta er það sem efst er á baugi nú, og virðist aðkallandi. Heimildar- maður að þessu er oddvitinn Ösk- ar Kristjánsson. Ég er nú kominn áþá skoðun, að negldu hjólbarð- arnir stóreyðileggi bæði steyptar og malbikaðar götur, sbr. Reykjavikurgötur og sum gólfin i Fiskiðjunni Freyju h.f. hér i bæ. Svo að lokum vottum við sam- starfsmönnum og flokksbræðrum samgöngumálaráðherra innilega samúð við fráfall og pólitiska jarðarför hans. Ennfremur væri það heiður fyrir Islenzku þjóðina að láta þá algjörlega afskipta- lausa bæði Nixon og Pompidú á meðan þeir dvelja hér. Það mundi áreiðanlega ekki skaða málstað þjóðarinnar út i frá. Ekki til Nato Framhald af bls. 16. fiskveiðilögsögu sina i meira en 12 milur hefur engin þeirra þjóða, sem hafa talið sig eiga hagsmuna að gæta, gripið til vopnaðrar ihlutunar. Hern- aðarofbeldi Breta nú gegn ts- lendingum, vopnlausri smá- þjóð, á sér enga hliðstæðu i heiminum og er algerlega ein- stætt i samskiptum þjóða varð- andi fiskveiðilögsögu. Fundurinn skorar á rikisstjórn Islands, að hún hlutist til um að lögð verði þegar i stað tillaga fyrir Allsher jarþing og öryggisráð S.þ. um fordæm- ingu á þessari ofbeldisárás Breta. Vér krefjumst þess að Fastaráð NATO fordæmi aðgerðir Breta og fyrirskipi þeim að afturkalla flota sinn. Með árás Breta hafa þeir lokað öllum samningaleiðum. Aðeins með afturköllun flotans getur skapazt grundvöllur til fram- haldsviðræðna um bráða- birgðasamkomulag. tslenzka Haraldur Kröyer.sendiherra islands i Washington, afhenti landsstjóranum i Kanada trúnaðarbréf sitt 10. april sl. Myndin er tekin við það tækifæri — frá vinstri: Ilaraldur Kröycr, landsstjórinn. skrifstofu- stjóri landsstjóra. þjóðin mun aldrei semja undir valdbeitingu. A fundinn bárust skeyti frá nokkrum aðilum, meðal ann- arra frá Sambandi ungra jafn- aðarmanna, sem hvatti til úr- sagnar úr NATO og burtrekst- urs bandariska hersins. t fundarlok tilkynnti fundar- stjóri að ályktun sú er að lokum var samþykkt yrði afhent i berzka sendiráðinu i dag fyrir hádegi og hélt þá allmikill f jöldi fundarmanna upp á Lauf- ásveg. Er sagt frá þeim atburð- um er þar gerðust á 2. siðu blaðsins i dag. Greinilegt var af undirtektum á fundinum að fundarmenn voru eindregið þeirrar skoðunar að ekki ætti að skjóta landhelgis- málinu til NATO. Það kom bezt I ljós er sjávarútvegsráðherra sagði: Skjótum ekki land- helgismálinu til NATO. Hneyksli Framhald af bls. 2. var flotamálaráðherra og yfir- aðmiráll sagöi svo af sér i dag. I bréfi til Heaths segir hannaðþvi miður sé nokkur fótur fyrir þeim sögusögnum sem gengið hafa um samband hans við simavændis- hring. Lögfræðingur hans hefur lýst þvi yfir að hann hafi ekki aðhafzt neitt ólöglegt né nokkuð það sem skert geti öryggi rikisins. Það er þvi einungis af siöferðilegum ástæðum sem lávarðurinn segir af sér. Heath forsætisráðherra lýsti þvi yfir i þinginu i dag að hann myndi ekki liða neinar tilraunir til að þagga niður mál þetta. Brezk blöð segja að þetta sé mesta hneykslismál sem upp hefur komið i tiu ár eða siðan Profumo-málið svonefnda skók undirstöður hins fallandi heims- veldis. Þingmaður Framhald af bls. 2. innar áður en útnefning hans var samþykkt. Lögðu nefndarmenn mikið upp úr þvi að kanna tengsl hans við Pentagonmálið svo- nefnda og komst að þeirri niður- stöð.u að honum hafi verið allsendis ókunnugt um innbrotið hjá sálfræðingi Ellsbergs. í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir sjónvarpsræðu þá sem Nixon hélt um Watergate-málið kemur fram að fylgi hans hefur minnkað um 23% siðan i lok janú- ar. 45% aðspurðra kváðust fylgja Nixon að málum, 42% kváðust vera andvigir og 13% höfðu enga skoðun á afrekum forsetans. Sundknattleiks meistaramót Islands fer fram i Laugardalslauginni i júnimánuði og er úrslitaleikurinn ákveðinn sunnudaginn 24. júni. Þátttaka tilkynnist Siggeir Sig- geirssyni fyrir 1. júni. Bókauppboð á hjá Knúti á mánudag Bókauppboð Knúts Bruuns verður nk. mánudag, 28. mai,kl. 17,00 i Atthagasal Hótel Sögu. Verða að venju boðin upp 100 númer og bækurnar til sýnis að Grettisgötu 8 laugardaginn 26. mai kl. 14-18 og i Atthagasalnum á mánudag kl. 10-16. Ýmsar bækur, sem eftirsóttar Brandt til Egyptalands hafa reynzt að undanförnu, eru meðal númeranna, eins og td. Menn og menntir Páls Eggerts Ólasonar I.-IV., Bréfabók Guð- brands Þorlákssonar I.-VII. og Orðabók Fritzners útg. 1867. Af ferðabókum má nefna Lord Dufferin 1913 og Ferðabók Þor- valds Thoroddsens I.-IV. og af skáldsögum Barn náttúrunnar eftir Laxness og Mann og konu Jóns Thoroddsens útg. 1876. Meðal fornrita eru Kristnisaga útg. i Khöfn 1773 og Sorö-útgáfa Konungsskuggsjár frá 1768 og i timaritaflokknum ma. Iðunn I.- 20., Minnisverð tiðindi I.III. og Islandica Vol I.-XXXVII. að ári KAIRÓ 22/5. — Utanrikisráð- herra Vestur-Þýzkalands, Walter Scheel, lauk i dag opinberri heim- sókn sinni til Egyptalands en þar átti hann viðræður við helztu valdamenn, þeirra á meðal Anwar Sadat forseta. Scheel sagði á blaðamanna- fundi i lok heimsðknarinnar að Willy Brandt kanslari myndi fara i heimsókn til Egyptalands á ári komanda. Hann kvað Vestur- Þjóðverja hafa mikinn áhuga á að skapa réttláta lausn á deilunni við Miðjarðarhafsbotn. Einnig kvað hann þá hafa áhuga á að gera oliusamninga við Egypta til langs tima. Scheel fór frá Egyptalandi i dag áleiðis til Jórdaniu en þaðan mun hann fara til Libanon I þessari hringferð sinni um Austurlönd nær. Góður árang* ur í París PARtS 24/5 — Henry Kissinger flaug i gær áleiðis til Washington frá Paris þar sem hann hefur að undanförnu átt viðræður við helzta samningamann Norður- Vietnama, Le Duc Tho um brot á vopnahléssamningunum. Hann lýsti þvi yfir við brottför- ina að góður árangur hefði orðið af viðræðuj þeirra i þetta skiptið og að þeir myndu hittast aftur til viðræðna þann 6. júni n.k. Sagði hann það ætlun þeirra að ljúka viðræðum i þeirri lotu. Kissinger fór til Washington til að gefa hús- bónda sinum skýrslu en að sögn Norður-Vietnama mun Tho biöa endurkomu hans i Paris. Kvenfélag Hallgrims- kirkju heldur kaffisölu I félags- heimili kirkjunnar sunnudag- inn 3. júni. Félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunnar eru beðnir að senda kökur f.h. sama dag og hjálpa til við af- greiðslu. Kaffisalan verður i fyrsta skipti i stóra salnum i suðurálmu kirkjubyggingar- innar. MINUSUK ÁN CYCLAMATS! Enginn megrunarkúr. Notið heldur nýtt MinuSuk, sætt án hitaeininga Nýtt MinuSuk erframleitt úr hinum góðkunnu sætefnum sorbitol og saccdrin, sem leysast upp á stundinrll. Nýtt MinuSuk er laust við aukabragð og auka verkanir. Glas m. 1000 stk. Vasaaskja m.100 stk Byrjið í dag og grennlst án tára! minusuk í kaffi, te og matreiðslu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.