Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júnl 1973. Fimmtudagur 7. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Horn / í síðu Voru Benedikt á Auðnum og Sigurður í Yzta-Felli frímúrarar? Litil börn gera sér það gjarnan til dundurs aö stofna með sér leynifélög. Það sem gerist innan félagsins er þá algjört leyndar- mál, og sá sem kjaftar frá er al- gjörlega útskúfaður úr félags- skapnum og hlýtur fyrirlitningu fyrrverandi félaga sinna aö laun- um. En barnaskapur tilheyrir ekki einvörðungu óvöxnum manneskj- um. Sumir hinna fuliorðnu sýna af- sér sams konar vanþroska- merki, sveipa sig leynihjúp og starfsemi sina, svo samborgar- arnir haldi að starfsemin sé merkilegri en hún i reyndinni er. Leyndardómsfyllstu samtök fyrir fullvaxta börn eru frimúr- arasamtökin, og eru þeir ófá- ir sem þangað vilja komast og til þess reiðubúnir að fórna sam- vizkunni fái þeir aðeins að taka hana, hann á þaðan ekki aftur- kvæmt. Og fyrirlitning félags- manna dugar þeim ekki sem hefnd til þess manns, sem talar af sér og segir of mikiö um hreyfing- una, eins og er hjá jafnöldrum þeirra, smábörnunum, heldur koma til strangar refsiaðgerðir með fjárhagslegum þrengingum og ofsókn f ýmissi mynd. Frimúrarareglan hérlendis hefur hýst flesta fyrirmenn þjóð- arinnar. Þannig er vitað að einn af forsetum lýöveldisins, Asgeir Ásgeirsson, var æðstitemplar hreyfingarinnar þar til hann tók við forsetaembætti. Vilhjálmur Þór, sem um of langan tima var mikill ráðamaður i stjórnmálum hérlendis, peningamálum og kaupsýslumálum, var einnig einn af forvigismönnum frimúrara, og talið er að fyrir þá sök meðal ann- ars hafi frægt sakamál, sem fjall- aði um einkennilega oliusölu og hann var flæktur i, fallið þannig, að hann ásamt öörum frimúrara til fékk sýknudóm, en aðrir menn minna virði á mælistiku slikrar hreyfingar hlutu ýmist fjársektir eða tukthús. Þjóðviljinn skýrði frá þvi i for- siðufrétt á dögunum að nýr æðsti- templar hefði tekið við innan fri- múrarahreyfingarinnar, Ásgeir Magnússon, forstjóri Samvinnu- trygginga. Nú er i sjálfu sér ekkert at- hugavert við það, að Asgeir þessi Magnússon taki við sliku emb- ætti. Hitt er athugavert að æðsti- templarinn er starfsmaður sam- vinnuhreyfingarinnar. Og það er ef til vill enn eftirtektarverðara, að stór hópur starfsmanna sam- vinnuhreyfingarinnar er félags- menn þessarar hreyfingar. Og Þctta er hús frimúrara og jafnframt eina húsið i Reykjavík sem fast- eignamatsnefnd Kcykjavikur fékk ekki að fara inn i til að meta til skaltsins. (l.jósm. Ari Kárason). þátt i hinum óttalega leyndar- dómi. En sú reglan er lokuð og takmörkuðum fjölda hleypt inn. Þvi var það, að borgarar, sem ekki komust i þessa reglu,stofn- uðu aðra, sem að visu hefur aldrei tekizt að gera sig eins leyndar- dómsfulla og frimúrararegluna, en það er regla sem kennd er við Rotary. En þangað komust held- ur ekki allir, og enn voru eftir smáborgarar, sem vildu fá að vera finir og leyndardómsfullir menn, vildu að minnsta kosti get- að borðað saman og drukkið sam- an og duddað sér svona eitt og annað, konulausir. Þvi var stofn- uð hreyfing sem kennd er við Li- on. Þetta dugði þó skammt.Smá- börnunum fullvöxnu fjölgaði með bættum efnahag, og fleiri og fleiri vildu sýna sig menn að meiri og hafa eitthvað dularfullt á sveimi i kring um persónu sina, undir þvi yfirskini að gera góða hluti af og til á opinberum vettvangi. En nú voru hin finu féiög full. Þrautar- ráðið var að stofna enn eitt félag- ið, Kivanis. Innan skamms mun það einnig verða of litill vettvang- ur fyrir alla þá sem eru tilkvaddir þvi aðeins fáir útveljast, og þá verður stofnað svo sem eitt til. Það er ósköp ljótt að gera grin að athöfnum barna, ekki siður fullvaxinna en þeirra óvöxnu. Þeim mönnum, sem telja sér á- vinning i þvi fyrir persónu sina að starfa þannig á laun að einu og öðru og halda sig íyrir vikið meiri menn að, er að sjálfsögðu heimilt að gera það, en hinum verður þá jafnframt að vera leyfilegt að hlæja sem þá lystir að slikum stórmennum. Þó er einn sá félagsskapur, sem ástæða er til að gefa nánari gæt- ur. Það er hreyfing frimúrara. Það er ekki á almanna vitorði hvernig sá félagsskapur er byggður upp. Þó er eitt vitað, að sá sem eitt sinn gengur i þá hreyf- ingu, eða réttara sagt er tekinn i hvað kemur það málinu við? spyrja menn. Er ekki mönnum heimilt að föndra við þann barna- skap sem þeim er eiginlegur og gæla dulitið við sjálfið I sér, hald- andi eitt og annaö merkilegt um sjálfa sig fyrir vikið? Skyldi það nú vera! Hins vegar ættu velunnarar samvinnuhreyfingarinnar að velta fyrir sér þeim tengslum sem þannig skapast með framá- mönnum þeirra hreyfinga sem samvinnuhreyfingin var stofnuð til höfuðs. Er það til að mynda trú margra, að engin tengsl séu á milli einokunarstefnu trygging- arfélaganna og þess, að starfs- menn samvinnuhreyfingarinnar skipa öndvegi I frimúrararegl- unni? Að engin tengsl sé á milli mannvalsins i frimúrarareglunni og samstöðu oliufélaganna, þar á meðal oliufélags samvinnuhreyf- ingarinnar? Að engin tengsl séu á milli þessara tveggja hreyfinga, frimúrara og samvinnuhreyfinga sem hafa áhrif á samlyndið, sem rikir i rekstri hermangarafyrir- tækisins tslenzkir aðalverktakar, sem er samansett af fulltrúum samvinnuhreyfingarinnar og full- trúum þeirra gróðasjónarmiða, sem samvinnuhreyfingin átti eitt sinn að erkifjanda? Þannig væri hægt að halda á- fram og flétta saman þræöina sem liggja inn i viðskiptalifið, stjórnmálin og dómskerfið. Hér er þó ekki vettvangur til þess að sinni, þó full ástæða sé til. En samvinnumönnum, þeim sem það eru ennþá, skal þó eftirlátið litið umhugsunarefni til viðbótar. Til léttist við úrlausnina, skal þess getið að tilnefndir voru ekki ó- vaxnar manneskjur. Ætli það sé satt að Benedikt á Auðnum og Sigurður i Yzta-Felli hafi verið frímúrarar? — úþ. ÚRKLIPPUR UR ERLENDUM BLÖÐUM UM „ÞORSKASTRÍÐIÐ Heimur fullur af þorski... ★ MorninffStar INCOR’ORATING THl DAILT WORKCR ^ MONDAY MAT It 1»71 11»! :«•* *p * Anti-tests marchers aim to beat entry ban 'More violations—more shelling' warning GET OUT AND WE’LL TALK—ICELAND We say WAlTiNG ALL DAY »jle:* -»in shrlí* jir Jiflrn 11111111111111111111111111111111111111111111 '4>*> " Ihr' A BID FOR YOUR SMALL HOLE Guyana election Forsiða Morgunstjörnunnar, máigagns Kommúnistaflokksins, 28. mai. Efnið i fyrirsögnunum er þetta: „Viðvörun : frekara ofbeldi — meiri skothrið. Farið út og viö skulum setjast að samningaborði,segja ts- i lcndingar”. Stríöshetjan og sonur hans í Daily Mirror talar faöir við spurulan son og minnist afreka sinna frá æskudögum þegar hann hélt i strið til varnar drottning- unni og þorskinum: — Þetta voru sannarlega dimmir dagar, sonur sæll, þegar okkar litla og vanmegnuga landi var ógnað af öllu veldi tslands. — Þú hefur þó ekki hlaupizt undan merkjum, pabbi? — Auðvitað ekki. Allir föður- haldsvinir fundu að þeir urðu að gera skyldu sina. Ég fór beint til FINDUS-verksmiðjunnar (F. er fjölþjóðlegur matvælahringur, atkvæðamikill i Bretlandi og mjög sterkur i fiskiönaöi Noregs — ÞJV) hérna úti og lét skrá mig sjálfboðaliða. — Fékkstu einkennisbúning og byssu? — Nei, sonur sæll. Fyrst buðu þeir mér vinnu við aö búa frystar ertur til geymslu. Svo sögðu þeir að þorskastriðið kæmi þeim ekk- ert við og ráðlögðu mér að reyna fyrir mér i hermálaráðuneytinu. — Hvaö sögðu þeir i ráöuneyt- inu? — Þeir þökkuðu mér fyrir að hafa gefið mig fram, en sögðu aö allur flotinn væri farinn á ts- landsmið. Þeir stungu upp á þvi aö ég færi i heimavarnarliðið, þar sem þeir hefðu nú meiri mann- skap en kojur. — Það var ljótt af þeim. En úr þvi þú fórst ekki i bardagann, hvernig fékkstu þá örið á enninu? Þú hefur alltaf sagt að það stafaði af sári i þorskastriðinu. óbeinlinis. — Það var það lika, óbeinlinis. Sko! — eftir þvi sem þorskastrið- Kona min er Ijóti bján- inn. Hún heldur að þorskastriðið sé háð vegna öryggis’rokkar. iö stóö lengur varð þorskur meiri hörgulvara. Svo var það á föstu- degi að mér varð gengið fram hjá Mac Fisheries (útgerðarfyrirt. i eigu Unilever-hringsins — ÞJV. ) og ég lenti I þvögu sem barðist upp á lif og dauða um eina stirtlu. Þá var mér hrint i götuna og af þvi fékk ég skrámuna. — Ó, pabbi, ég vissi ekki að þú værir striðshetja. Fékkstu heið- ursmerki? — Auðvitað ekki, sonur minn. Það voru þúsundir á heimavig- stöðvunum sem sýndu meiri hreysti en ég. Verðið á þorski fór úr 20 pens pundið upp i 30, 40, 50 og jafnvel 60 pens, en samheldni þjóðarinnar brást ekki að-heldur. — Var það ekki einhver Heath sem sagði: „Fram skal stauta fiska brautu . . .”? — Það var vissulega hann. Þetta var reynslutimi, og þú mátt vera feginn að hafa ekki þurft aö lifa hann. Kvöld eftir kvöld ruddu allar þrjár sjónvarpsstöðvarnar úr sé efni um þetta sama mis- kunnarlaust, heimildarmyndum og fréttamyndum frá sjálfum vigstöðvunum. En við hvikuðum hvergi. Við vildum að börnin okk- ar fengju að alast upp i heimi full- um af þorski. — Hvað var þitt mesta hreysti- verk i þorskastriðinu, pabbi? — Biddu hægur . . . , jú það var þegar ég og móðir þin afpöntuð- um orlof i Reykjavik og fórum til Blackpool i staðinn. Þeir lærðu ýmislegt af þvi, þessir andskotar. — Hvernig byrjaði þorska- striöið, pabbi? — Það byrjaði með þvi að striðsóðir tsiendingar gráir fyrir járnum rengdu rétt okkar Breta til að neyta fiskstauta til morgun- verðar. En við sýndum þeim fljótlega að það er Britannia sem ræður öldunum. Nú held ég það sé kominn háttatimi fyrir þig. — Bara eitt enn,pabbi. Hvað er þorskur? — Þetta er nóg i kvöld, segi ég. Ljúktu við kjötbitann þinn og farðu svo i rúmiö. (Þáttur Christopher Ward i Daily Mirror 23ja mai.) Einhliða réttur er iíka réttur lhaldsmaður i neðri deild brezka þingsins, Laurence Reed, skrifar I bréfadálk Daily Tele- graph: Aðferðir okkar eru ekki aðeins svivirðileg valdbeiting, heldur er þeim einnig ætlað að efla kenningu i þjóðarétti sem er óréttlát i eðli sinu. Frelsi á hafinu litur svo sem nógu vel út i orði, en á borði tryggir það auðuga landinu yfir- burða-aðstöðu til að lemja öll höf i leit aö einhverju æti-eða nýtilegu. Þegar búið er að dauðhreinsa eitthvert ákveðið svæði er farið i það næsta, og svo koll af kolli. Fátæk lönd geta ekki leikið þetta eftir. Þaö mesta sem þau geta gert er að nýta þær auðlindir sjávarins sem næstar þeim eru. Eggjahvituskortur er höfuðvandi þeirra, en fiskveiðar I sjó eru bezti eggjahvitugjafinn. Það er þvi ekkert furðulegt að þróunar- lönd skipa sér öll við hlið Islands i viðleitni til að færa út lögsögu sina. Nú er tsland að visu hvorki fátækt land né vanþróað. En það er svo háð fiski, að ég þekki ekkert annað land svo einskorðað við auðlind sem hiö opinbera brezka viðhorf telur að það eigi ekkert tilkall til, enga lögsögu yfir. Þegar við börðumst fyrir frelsi okkar og afkomu fyrir 30 árum tókum við Island sjálft á okkar vald einhliða og réttlættum verknaðinn með þvi.að um sjálfs- vörn væri að tefla. Segir það ekki eitthvað um hinn einhliða rétt? Flotadýrö og sjórán I sama blaði eru birt nokkur önnur bréf um landhelgisdeiluna. Benwell i Southampton minnir á að brezki sjóherinn hafi að baki dýrðarrika fortið, og þvi hljóti þaö að vera mjög litillækkandi fyrir hann aö vera sendur til að lumbra á Islandi litla. Annað hljóð er i strokknum hjá Menhinick frá Cowes sem segir: Það er ómótmælanlegt að islenzkir fallbyssubátar hafa stundað sjóran á rúmsjó. Það þarf þvi að taka þá og jafnvel — með eftirsjá — að sökkva þeim. Þetta er hlutverk brezka flotans. Þorskurinn ellidauður? Formælandi samtaka þeirra sjómanna i Vestur-Þýzkalandi sem veiða á fjarlægum miðum lýsti nýlega skoðunum sinum á þýðingu Islandsmiða fyrir brezka og vestur-þýzka togara og sjó- menn. Hann sagði að togarar þessa tveggja landa veiddu þarna mjög mikið af verðmætum fiski og þaö mundi skapast neyðarástand varðandi framboö og verölag á fiski, ef þessum veiðum yrði hætt. Allt mundi þaö koma niður á neytendum. Sjálfir gætu Islendingar ekki bætt fyrir þann fiskskort sem yrði. Islenzki veiðiflotinn er of litill og landiö gæti ekki mannaö umtalsvert stærri flota. Auk þess hefðu íslendingar ekki efni á þvi að fjölga fiskiskipum. Formælandi þessi sagði að aflinn við Island sé um 700 þúsund tonn á ári. Ef Bretum og Vestur- Þjóðverjum yrði meinað aö veiða þar mundu ósköp einfaldlega á að gizka 350 þúsund tonn af fiski deyja ,,úr elli” árlega. Islending- um væri um megn að fiska meira en i kringum 400 þúsund tonn á ári. Rogers á hringferð um Suður-Ameríku Nixon ætlar til Suður-Ameríku eftir fjögur ár „velviljaðs afskiptaleysis.” Bandariski utanrikisráð- herran, William Rogers, er nú á sautján daga ferðalagi um átta lönd I Suður- Ameriku. Ferð hans er hugsuð sem undirbúningur að heimsókn Nixons forseta til álfunnar seinna á þessu ári. Auk þriggja stærstu þjóða álfunnar — Brasiliu, Mexikó og Argentinu — heimsækir Rogers þrú suðuramerisk lýðveldi af millistærð, eitt i Mið-Ameriku og eitt i Karibahafinu. I höfuðborg Mexikó sem var fyrsti viðkomustaður Rogers lýsti hann þvi yfir, að Bandarikin óskuðu eftir „nýjum tengslum (við Suður-Ameriku) byggöum á raunsæi, jafnrétti og rétt- læti”. Hann bætti þvi við að fyrirhuguð heimsókn Nixons yrði sönnun þess að hvað Bandarikin snerti væri nú „að renna upp ný öld áhuga á og samvinnu við Suður- Ameriku”. Ummæli utanrikisráö- herrans eiga efalaust eftir að mæta töluveröri tortryggni i Suður-Ameriku. Þessi heimshluti hefur meira en nokkur annar fengiö að kenna á þvi, að Bandarikin hafa ekki getað einbeitt sér að stefnunni i málefnum Suðaustur-Asiu, en hafa samtimis haldið uppi sama hætti stjórnmálaafskipta um allan heim. útkoman var álitshnekkir fyrir Nixon og það sem Suður-Amerikanar kalla gjarnan „velviljað afskiptaleysi” (benign negligence) Bandarikjanna. Luis Echeverria, forseti Mexikó sem hitti Rogers að málisunnudaginn 13. mai sl., gagnrýndi stefnu Bandaríkjamanna er hann var i opinberri heimsókn i Washington i fyrra. Frammi fyrir Bandarikjaþingi lýsti hannþvi yfirað Bandarikin væru önnum kafin við að leysa „flókin vandamál sem snerta fjandmenn þeirra” i stað þess að leysa „viðráð- anlegri vandamál sem þeir ættu viðaðglimaivið vini sina”. Nixon forseti hefur margoft siðan hann komst til valda árið 1969 útbásúnað það að Bandarikin ættu „sérlega náinna hagsmuna” að gæta i Suður-Ameriku, en hann hefur ekki séð ástæðu til að sýna fram áþað með þvi t.d. að veita fé til þróunarhjálpar i Suður- Ameriku. „Alliance for Progress” (Framfara- bandalagið) er dautt. Það má með nokkrum sanni segja að Nixon hafi enga stefnu haft i málefnum Suður-Ameriku. Þaö hefur til allrar lukku haft það i för með sér að Nixon er fyrsti forsetinn um mjög langt skeið sem ekki hefur beitt hernaðarihlutun i eitthvert það riki álfunnar sem rekiö hefur aðra pólitlk en þá sem valdhöfum i Washington likar. Það má mas. hrósa Nixon fyrir að hafa umborið hinar mikilvægu pólitisku breytingar sem orðið hafa i ýmsum rikjum Suður- Halldór Sigurösson skrifar Ameriku, td. Perú og Chile. Eitt þeirra landa sem Rogers heimsækir er einmitt Perú. Perúönsku herforingjarnir sem hafa veriðviö völd i næstum 5 ár hafa rekið þjóðernislega pólitik sem hefur einkum bitnað á Bandarikjunum. A siöasta . ársfundi Samtaka Amerikurikja (OAS) sat Rogers við hlið utanrikisráöherra Perú, Miguel Angel de la Flor Valle hershöfðingja, er hann lýsti þvi y f i r :, „Heimsvaldastetnan hefur veriö og er enn til staðar á meginlandi Ameriku, og við þekkjum bæði fyrrverandi og núverandi birtingarform hennar.” Rogers utanrikis- ráöherra sem ekki gat veriö i vafa um hvaða heimsvalda- stefnu við var átt flýtti sér að gripa vatnsglas og tæmdi það i einum teyg. Bandarikin hafa enn mjög mikilla efnahagslegra og pólitiskra hagsmuna að gæta i Suður-Ameriku. Bandariskar einkafjár- festingar i álfunni nema 14 miljörðum dollara. I kjölfar stefnu — eða stefnuleysis — Nixons i málefnum álfunnar hefurskapazt pólitiskt tóma- rúm þar. Bandarikjaforseti hefur augsýnilea ákveðið aö það sé orðiö timabært aö Bandarikin reyni að endur- lifga áhrif sin i álfunni áöur en önnur stórveldi fara að hasla sér völl þar. ART BUCHWALD London. — Trúlega hefur enginn tekið út aðrar eins þjáningar vegna Watergate- málsins og hinn óbreytti bandariski feröamaöur. 1 hvert sinn þegar nýjar uppljóstranir birtast, ráðast Evrópuspekúlantar að dollar- anum, og að kvöldi er hann ekki i jafn háu verði og hann var að morgni. Fyrir skömmu var ég stadd- ur I banka i London og ætlaöi að reyna aö skipta 50 dollara feröaávisun. Fyrir framan mig var arabiskur sjeik sem hafði meðferðis stóra flutn- ingagrind með 10 stórum stöfl- um af bandarikjadölum, sam- tals 10 miljónir dala. „Það litur út fy.rir að þú ætlir að skemmta þér vel um helgina.” „O, sei sei nei”, svaraði hann. „Þetta er bara litilræði sem ég fann heima og ég er hræddur um að losna ekki við. Segðu mér, heldurðu að þetta Watergate mál sé nokkuð al- varlegt”. ykkur i röðinni? Ég verð að kaupa 20 miljón ensk pund fyrir hádegi, eða forseti fé- lagsins gerir mig höfðinu styttri”. „Ætlarðu að kaupa þau með bandarikjadölum ? ” „Eg ætla ekki að kaupa þau með rúblum”, sagði hann fremur fýlulega. Maðurinn fyrir aftan hann, sem var heldur lágur til hnés- ins, sagöi með svissneskum hreim: „Hvað þið talið mikið! Færa sig fljótt!” „Hver er hann?” spurði ég gjaldkerann. Vesalings feröamaöurinn „Maður veit aldrei”, svar- aði ég varkár. „Af hverju spyrðu?” „Ég á 30 miljón dali i Rolls- inum úti,og ég er að velta þvi fyrir mér, hvort þetta sé rétti timinn, til þess að selja þá. Ég hafði reyndar ekki hugsað mér að fara i bankann i dag, en svo las ég i dagblöðunum að John Mitchell segði að hann ætlaði sér ekki að láta gera sig að aðalsökudólg. Ég held að ef hann neitar að vera blóra- böggull, þá verði Nixon forseti aö vera þaö, og ef það kæmi til þá veit hamingjan hvað yröi um bandaríkjadalinn.” „Ég er alveg viss að Nixon forseti er ekkert viðriðinn þetta mál”, sagði ég til þess að reyna að vernda 50 dala ávis- unina mina. „Ég er nú ekki svo viss um það”, svaraði sjeikinn. „Ég hefi fylgzt með yfirheyrslun- um i BBC, og vitnisburður McCords hafði mikil áhrif á mig. Ein eiginkvenna minna sagði við mig i gærkvöld: „Abdul, mér finnst að þú ættir að fara úr dölunum i eitthvað þægilegra.” „Það er bjánalegt”, sagði ég. „Watergate er brátt úr sögunni og þá kemuröu til með að sjá eftir að hafa selt alla þessa dali”. „Mér fannst þetta eiginlega lika, þar til ég las 3. viðtalið við John Dean i Newsweek. Ef hann getur gert alvöru úr kröfum sinum gæti farið svo að dollarinn færi alveg i vask- inn. Ég á 100 miljónir dollara úti i bilskúr og mér þætti súrt i broti að láta þetta vandamál vera að þvælast fyrir mér núna þegar ég er að fara i sumarfri”. „Kæri Sjeik”, sagði ég og hélt fast i ferðaávisunina mina, „ég bý i Washington og ég get fullvissað þig um að bandarikjadalur hefur aldrei staðið á sterkari grunni. Ef ég ætti nægilegt gull, keypti ég samstundis af þér alla þina dali”. „Það gæti svo sem vel ver- ið”, sagði sjeikinn, „en ég á rikan vin, sem er sjeik i Quait, og hann ráðlagði mér að losa mig við alla bandarisku seðl- ana mina á meðan það væri hægt. Við litlu sjeikarnir get- um ekki tekið neina áhættu með þessa fáu dali sem við eigum”. Maðurinn sem stóð næstur i röðinni sagði okkur nú, að hann væri gjaldkeri hjá stóru alþjóðafyrirtæki, og spurði: „Væri ykkur ekki sama þótt þið hleyptuð mér fram fyrir „Hann er svissneskur dvergur. I hvert skipti sem nýjar fréttir koma af Water- gate-málinu flýgur hann hing- að til þess að kaupa þýzk mörk. Fyrir bandarikjadali”. „Af hverju kaupir hann þau ekki i Sviss”, spurði ég. „Hann er hræddur um að þá komist þeir i Sviss að þvi að bandarikjadalurinn er i hættu”. „Viltu passa fvrir mig plássið mitt i röðinni?” spurði sjeikinn. „Ég held að ég fari út i bil og sæki afganginn, þrjátiu miljónir.” „Vissulega”, svaraði ég, „en ég ætla að biðja þig bónar íika. Eg er bandariskur ferða- maður og mér dettur i hug að fá að skipta 50 dala ávisuninni minni áður en þú selur dalina þina. Ég er svo hræddur um að ef þú selur þina fyrst þá gæti farið svo að ég gæti ekki borg- að fyrir hótelherbergið mitt i kvöld”. Sjeikinn sagði þá: „Ertu vitlaus orðinn? Hvað gerist nú ef þeir fella gengi dalsins áður en ég kemst að gjaldkeran- um”. „Nixon gerir það örugglega ekki”, sagði ég. „Þú segir það, en hvað segiröu um Agnew forseta?” (TXIIIM KLAUR A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.