Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júnl 1973.
Hiðárlega skíðamót Sigl-
firðinga — Skarðsmótið —
fer fram um hvitasunnu-
helgina að vanda. Þetta er
jafnan síðasta skíðamót
vorsins, og er svo einnig nú,
en þar sem hvitasunnan er
óvenju seint í ár, hafa
menn óttazt að allur snjór
yrði horfinn þegar að mót-
inu kæmi, en svo er þó
ekki; nægur snjór er i
Skarðsdalnum á Siglufirði,
svo ekkert ætti að verða því
til fyrirstöðu að um
skemmtilegt mót geti orðið
að ræða.
Skarösmótið
fer fraffiAim
A Skarðsmótinu er aðeins keppt
i alpagreinum, og hefst keppni i
stórsvigi karla og kvenna kl. 16 á
laugardaginn. A hvitasunnudag
verður svo keppt i svigi karla og
kvenna.
Mjög mikil þátttaka er i mót-
inu. Alls hafa 45 keppendur látið
skrá sig til leiks, 9 frá tsafirði, 13
Framhald á bis. 15.
Myndin hér að ofan er tekin
uppi f Skarðsdal þar sem
keppnin fer fram, og má
glöggt sjá hversu fagurt út-
sýni er frá keppnisstað yfir
Siglufjarðarbæ. (Ljósm. J.J.)
íþróttamiöstöö Siglfirðinga
Júdó — Júdó — Júdó — Júdó — Júdó — Júdó
íslenzkum júdómönnum
gengur vel íTékkó
Hópur átta júdómanna úr
Júdófélagi Ileykjavikur er um
þessar mundir i keppnisferða-
lagi í Tékkóslóvakiu. Júdó-
mennirnir eru að endurgjalda
heimsókn tékkneska júdóliðsins
„Slavia Prag,” sem hingað kom
i nóvembermánuði s.l. og keppti
hér við góðan orðstir.
Nú hafa fyrstu fréttir borizt af
islenzku júdómönnunum, og
hafa þeir staðið sig með hinni
mestu prýði gegn Tékkum, sem
eru meðal sterkustu júdóþjóða i
Evrópu.
t sveitakeppni við Slavia tap-
aði J.R. með 3:5. Þeir sem
fengu vinninga fyrir J.R. voru:
Sigurður Kr. Jóhannsson,
Rannver Sveinsson og Jóhannes
Haraldsson.
Þá keppti flokkurinn við lið
Landbúnaðarháskólans, og
sigruðu tslendingarnir með 5:3.
Þeir sem öfluðu vinninganna
voru: Sigurjón Kristjánsson,
Rannver Sveinsson, Stefán Þ.
Jónsson og Bjarni Björnsson.
Einnig kepptu islenzku júdó-
mennirnir á almennu móti i
Prag, þar sem keppendur voru
milli 40 og 50. Keppendum var
skipt i aðeins tvo þyngdar-
flokka, annars vegar þungavigt
og léttþungavigt og hins vegar
léttari flokkar. Sigurður Kr. Jó-
hannsson sigraði i þyngri^
flokknum, og Randver
Sveinsson varð fjórði. I léttari
flokknum varð Sigurjón
Kristjánsson þriðji á eftir tveim
tékkneskum landsliðsmönnum.
t bréfi frá fararstjóra tslend-
inganna, Siguröi J. Jóhannssyni
varaform. JSl, segir aö móttök-
ur allar og viðurgerningur sé
með miklum ágætum af hálfu
Tékka. Hópurinn er væntanleg-
ur heim hinn 14. þ.m.
Fjölgað
kvenna
A þingi IISI um siðustu helgi
var ákveðið að fjölga liðuni I I.
deild kvenna úr 6 i 8 á tveimur
árum. Þannig vcrður þvi
fjölgað um eitt næsta keppnis-
tlmabil, og veröa Breiðablik
scm féll niður, og FH, er varð
i 2. sæti i 2. dcild að leika um
það hvort liðið fær 1. deildar-
sætið næsta vetur. Þessir leik-
ir fara þó varla fram fyrr en I
haust úr þessu.
Þær hugmyndir hafa komið
fram, að þar sem bæði karla-
og kvennalið Þórs á Akureyri
eru nú komin i 1. deild veröi 1.
deild karla og kvenna og 2.
deild karla, þar cö KA leikur
enn i 2. deild, skipulögð
þannig aö þaö Reykjavikur-
félagið sem á leik gegn Þór á
Akureyri geti farið með bæöi
1. deildarlið karla og kvenna
norður og eitt 2. deildar liö fari
Sem kunnugt er hefur iþróttafélögunum á Siglufirði verið afhent jörðin Hóll innst i Siglufirði tii afnota.
A þar að risa iþróttamiðstöð fyrir bæinn, og hefur visir að henni þegar risið. Myndin hér að ofan er af
húsinu að IIóli þar scm íþróttafélögin hafa komið sér fyrir. Húsiö er miðstöð skiöamóta, og golfmenn
eru um þaö bil aö koma sér þarna fyrir, en golfvöllur þeirra verður þarna á næsta leiti. Aðrar útiiþróttir
munu svo færa sig að Hóli smátt og smátt. Eins og myndin sýnir er þetta hið giæsilegasta hús að öllu
leyti, og er mikill akkur fyrir iþróttafélögin á Siglufirði að fá svo ágæta aðstööu sem að Hóli. (Ljósm.
J.J.).
Bjarni Björnsson, einn af islenzku
júdómönnunum sem eru á
keppnisferöalagi i Tékkósló-
vakiu.
í 1. deild
með. Eins að bæði 1. deildarlið
Þórs fari saman suður og þá
um leið lið KA.Mcð þessu móti
yrði það um 40 til 50 manna
hópur sem fer i hvert skipti, og
ætti að vera hægt að ná hag-
kvæmum samningum við
flugfélög þegar um svo stóran
hóp er að ræða.
Fram
sér um
útimótið
Handknattleiksdeild Fram,
hefur tekið að sér að sjá um ts-
landsmótið i handknattleik utan-
húss sem l'ram á að fara 4. til 20.
júli n.k. Mun mótið fara fram við
Austurbæjarbarnaskólann i
Reykjavik.
Þau iið sem áhuga hafa á að
taka þátt i mótinu þurfa að hafa
skilað þátttökutilkynningum fyrir
15. júni n.k. i pósthólf 6, Reykja-
vik.