Þjóðviljinn - 28.06.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. júní 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Flugfreyjan
laus af
sjúkrahúsinu
Jytta Hjaltested, flugfreyjan
islenzka, sem lögð var á sjúkra-
hús eftir flugslysiö I Ncw York,
hefur nú fengið að halda heim
eftir tveggja daga dvöl á
spitalanum.
í gær var „svarti kassinn”
opnaður hér i Reykjavik, en
niðurstaða þeirra rannsókna sem
fram hafa farið á ástæðum flug-
slyssins liggja enn ekki fyrir. Við
athugun á svarta kassanum, sem
hcfur að geyma öll orðaskipti
áhafnarinnar siðustu 30 minútur
flugsins, er sennilegt aö
ástæðurnar komi i ljós, og ættu
þær þá að liggja fyrir seinni part-
inn i dag.
—gsp
300 norrænir barna-
læknar þinga í Rvík
Magnús Kjartansson heilbrigðis-
Danssýningar verða reglulega í sumar, bæði fyrir
íslendinga og ferðamenn
I' sumar mun fslenzki
dansflokkurinn sýna balletf
reglulega á hverjum
þriðju- og sunnudegi. Sýn-
ingarþessareru í samvinnu
við AAenntamálaráð. Þjóð-
leikhúsið og AAenningarsjóð
félagsheimila.
Stjórnandi dansanna er
Alan Carter, en ballett-
meistari er kona hans,
Julia Claire.
Islenzki dansflokkurinn er ný-
stofnaður og kemur nú fram fyrir
áhorfendur með fyrstu dagskrá
sina, en sýningar hefjast nú 1.
júli. Tilgangurinn er að halda á-
fram þar sem listdansskóla Þjóð-
leikhússins sleppir. Flokkurinn
mun efna til sýninga i Reykjavik
Dómsmáiaráðherra hefur skip-
að Egil Sigurgeirsson hæsta-
réttarlögmann formann mats-
nefndar eignarnámsbóta sam-
kvæmt 2. gr. laga nr. 11 6. april
1973 um framkvæmd eignar-
náms, og Jóhannes L.L. Helgason
hæstaréttarlögmann varafor-
mann nefndarinnar.
og einnig mun hann ferðast um
landið og sýna i bæjum, þorpum
og skólum
Dansarar i flokknum eru þess-
ir:
Auður Bjarnadóttir, Helga
Bernhard, Guðrún Pálsdóttir,
Ingibjörg Asgeirsdóttir, Margrét
Björnsdóttir, Kristin Björnsdótt-
ir, Helga Eldon, Ingibjörg Páls-
dóttir, Ólafia Bjarnleifsdóttir,
Bjargey Þ. Ingólfsdóttir.
Verkefnin sem tekin eru fyrir
eru 3.
SKÖPUNIN: Þar er sagt frá
sköpun jaröarinnar i dansi. Is-
lenzkt landslag minnir stöðugt á,
að sköpun jarðarinnar er enn ekki
lokið, og dansinn leitast við að
sýna fram á það. Persónur i
leiknum eru Adam, Eva og dans-
flokkurinn.
BOÐORÐIN: Fjölskyldan sem
þar segir frá samanstendur af
eftirtöldum aðilum:
Faðir, sonur, þjónn, hermaður,
móðir, fyrsta dóttir, önnur dóttir,
þriðja dóttir.
Fjölskyldan brýtur boðoröin og
leysist upp undir magnaðri tónlist
Mangelsdorfs. Hinir löngu vetur
þessa lands eru fullir freistinga,
engur síður en hinir stuttu vetur
fyrirheitna landsins.
JÖNAS: Jónas var maður sem
neitaði aö hlýða skipunum drott-
ins. Hann hlaut fyrir bragðið hin
grimmilegustu örlög og var
gleyptur af hval. Tónlist Ravi
Shankars hjálpar mönnum að
skilja boðskap leiksins og lýsa
upp myrkrið sem umlykur Jónas.
Persónur eru þessar: -
Jónas,þjófur,saurlifur maður,
jómfrú, skipstjóri, fyllibytta,
hommi, lesbia, morðingi.
Hvalurinn birtist meö vinsam-
legu leyfi landhelgisgæzlunnar.
ATHUGASEMD: 1 undirbún-
ingi er aö semja um islenzk efni,
sem ekki eru enn fullunnin. Þvi er
einkum um aö kenna bernsku
ballettflokksins, sem stofnaður
var 1. júni 1973.
ráðherra setti þingið i gcer
XVII. þing norrænna barna-
lækna og IX. þing norrænna
skólalækna er haldið i Reykjavik
dagana 27. - 30. júni 1973.
Slik barnalæknaþing eru haldin
3ja hvert ár á vegum Sambands
norrænna barnalækna og til
skiptis i hinum einstöku Norður-
löndum.
Þing norrænna barna- og skóla-
lækna eru nú i fyrsta skiptið
haldin hér á landi
Um það bil 300 læknar eru
virkir þátttakendur, en auk þess
um 200 gestir þeirra — konur og
börn. Ýmis fyrirtæki halda
sýningai- i tengslum við þingið á
framleiðslu sinni — tækjum,
lyfjum, barnamat o.s.fr.
Félag islenzkra barnalækna
stendur að þessy sinni fyrir þing-
haldinu, en forseti þings bana-
lækna er prófessor Kristbjörn
Tryggvason. Forseti þings skóla-
lækna er H.J. Svendsen frá Dan-
mörku.
Þingin eru haldin i Mennta-
skólanum við Hamrahlið. Er þaö i
fyrsta skipti sem slikt þing fer
þar fram.
Við setningu þingsins i Þjóðleikhúsinu i gær.
Túlka sköpunina
boðorðin í dansi
°g
Herinn
burt
A aðalfundi Alþýöubanda-
lagsins I Neskaupstað, sem
haldinn var 25. júni 1973, var
samþykkt eftirfarandi ályktun
um brottför hersins og endur-
skoöun á afstöðunni til NATÓ.
Er ályktun þessi hér með send
fjölmiðlum með ósk um, að
þeir kynni hana:
„Aðalfundur Alþýðubanda-
iagsins i Neskaupstaö, haldinn
25. júni 1973, lýsir yfir ánægju
sinni yfir, að nú skuli hafin
framkvæmd á ákvæði
stjórnarsáttmálans um brott-
för hersins. Heitir fundurinn á
rikisstjórnina aö sjá til þess,
að allur her verði á brott af
landinu fyrir árslok 1974.
Jafnframt skorar fundur-
inn á rikisstjórnina að endur-
skoða afstöðuna til Atlanz-
hafsbandalagsins og losa
þjóðina úr þvi svo fljótt sem
samningar leyfa.”
Yilja efla
varnir
gegn olíu
A stjórnarfundi Náttúru-
verndarsamtaka Austurlands,
sem haldinn var 22. júni 1973 á
Egilsstöðum, var einróma
samþykkt svofelld ályktun um
varnir og eftirlit til að koma i
veg fyrir oliumengun:
„Með tilvisun til stórfelldrar
oliumengunar, sem nýlega
hefur orðið i austfirzkum
fjörðum með stuttu millibili,
beinir stjórn Náttúruverndar-
samtaka Austurlands þeim
eindregnu tilmælum til
Siglingamálastofnunar rikis-
ins og annarra ábyrgra aðila,
að skipulegu eftirliti verði
komið á við meðferð og
geymslu brennsluoliu við
hafnir og jafnframt verði
varnir gegn oliumengun
efldar til muna. Sérstaklega
verði tryggt nægilegt fjár-
magn og tæki til skjótra að-
gerða til að hindra oliu-
mengun, og aðilar i hverjum
landsfjórðungi þjálfaðir til
slikra starfa”
Skeyti frá
Brézhnéf
I fyrrakvöld bárust forseta
Islands og forsætisráðherra
svohljóðandi simskeyti frá
Leonid Brézhnéf aðalritara
sovézka kommúnista-
flokksins:
„A leið minni nálægt
tslandsströndum sendi ég
yöur herra forseti Islands og
forsætisráðherra kveðjur
minar og beztu óskir. Ég vil
einnig nota tækifærið til þess
að tjá hinni dugmiklu islenzku
þjóð djúpa virðingu mina.”
Leið-
rétting
Vegna fréttar um laxveiðimál
i Þjóðviljanum, þann 24. þ.m.
óskar undirritaður svofelldrar
leiðréttingar:
1. Laxveiði i Laxá i Suður-
Þingeyjarsýslu mun stór-
aukast með tilkomu
laxastiga framhjá
virkjunum við Brúar, sem
samið hcfur veriö um aö
rikið byggi á næsta ári.
Veiði mun þvi ekki haldast
óbreytt i Laxá, eins og gefiö
er i skyn I fréttinni, heldur
mun hún aukast að miklum
mun við opnun 50-60 kiló-
metra fyrsta flokks lax-
veiðisvæðis, sem hingað til
hefur veriö lokað laxveiði-
land.
2. Laxveiðileyfi sagði ég, að
væru seld á svipuðu verði til
útlendinga og lslendinga i
Laxá, þegar frá væri dreg-
inn sá ferðakostnaður og
þjónusta, scm erlcndir
veiöimenn yrðu að kaupa
með veiðileyfum sinum, en
ég minntist að sjálfsögðu
ekki á, að islenzkir veiði-
menn hefðu „ævinlega með
sér tjöld, mat, hliföarföt
o.s.frv.” við veiði I Laxá.
3. Ranglega er eftir undir-
rituðum haft, að veiði
„hefur þvi ekki minnkað
meö tilkomu virkjana”. —
Enda væri frálcitt að halda
sliku fram, þar sem veiði-
félögin við Laxá og Mývatn
eiga I stórfelldum skaða-
bótamálum við Laxár-
virkjun, sem gerðardómur
á að skera úr um fyrir mcint
tjón á lax- og silungsvciöi
félagsmanna bæði fyrir ofan
og neöan Laxárvirkjun.
Hermóður Guðmundsson