Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1973. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tjutainrxx^ 26. júni 1973. Laust embætti er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið i Búðahéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknarfrestur er til 27. júli 1973. Embættið veitist frá 1. ágúst 1973. Aðvörun: Aðalskoðun bifreiða i Kópavogi árið 1973 er lokið. Þær bifreiðar merktar Y, sem ekki hafa verið færðar til aðalskoðunar fyrir 1. júli n.k. verða teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Sýning á 1 Hallveigarstöðum stendur nú yfir sýning á eftirprentunum ýmissa frægra myndlista- höfunda, svo frægra, að dóna- legt væri að telja upp nokkur nöfn nema nefna þá alla; og þar sem þeir eru að auki hvorki meira né minna en 57 talsins, verður það ekki gert hér. Sýningin var opnuð 26. þessa mánaðarogstendurtil lstajúli. Á sýningunni eru 76 verk i vönduðum römmum, en sýningin er fyrst og fremst sölu- sýning, og verö mynda frá 2 þúsund krónum og upp i 14 þúsund og 200 krónur. Eftirprentanir þessar eru geröar i ýmsum löndum. Meðfylgjandi mynd tók Ari Kárason og er hún af eftir- prentun af málverki eftir Edward Munch. — úþ Tollstjórar þinga 19. fundur Norræna tollasam- vinnuráðsins var settur á Hótel KEA á Akureyri i gær kl. 10 ár- degis. Fundinn sitja aöaltollstjórar Norðurlandaþjóðanna og starfs- menn þeirra, alls 28 manns. For- maður Norræna tollasamvinnu- ráðsins þetta árið er Björn Her- mannsson, tollstjóri i Reykjavik. OPNUM í DAG i dag aukum við enn þjónustuna við viðskiptavini okkar. Við opnum nýja benzínstöð við Kleppsveg — á gatnamótum Langholtsvegar. Á staðnum bjóðum við upp á þvottasvæði, auk verzlunar með margvíslegar Shell-þjónustuvörur. Við bjóðum yður velkomin og munum leitast við að veita góða þjónustu á hinni nýju stöð, eigi síður en þeim eldri. Olíufélagið Skeljungur hf eftirprentunum • 111"111 1 • - Kennarar álykta um landhelgi Fulltrúaþing Landssambands framhaldsskólakennara var haldið i Reykjavik i byrjun þcssa mánaöar, en Landssambandið er 25 ára um þessar mundir. Við birtum hér 2. myndir frá þinghaldinu og ályktun sem þing- ið gerði um landhelgismál: Ályktun um landhelgismál. Fjórtánda fulltrúaþing Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara, haldið i Reykjavik dagana 2. til 4.júni 1973, skorar á alla Is- lendinga að standa fast saman um útfærslu fiskveiðilögsögu við Island. Þingið harmar andstöðu stór- þjóða við það lifshagsmunamál islenzku þjóðarinnar, að hún megi vernda og nýta þau fiski- mið, sem eru á islenzka land- grunninu. Þingið lætur i ljós þær vonir, að þjóðir heims viðurkenni algjöra sérstöðu tslendinga til yfirráða yfir miðunum við landið og þakk- ar öllum, er styðja og kynna mál- stað okkar. Þingið átelur harðlega þær að- gerðir brezkra yfirvalda, að senda á vettvang flota herskipa, og freista þess þannig með valdi að knésetja réttlátan málstað. Þingið flytur þakkir þeim mönnum sem hafa með höndum hin þýðingarmiklu gæzlustörf á hafinu og óskar þeim velgengni i miklum vanda. Þingið lætur í ljós þá vissu, að senn muni samstillt þjóð fagna sigri. Suðurpóllinn er fundinn! —Það er ekkert sem sannar, að okkar hnöttur sé sá eini sem byggður er lifandi verum ÞEGAR DÝRIN^'K„NARh HÖFÐUMÁL EFFEL

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.