Þjóðviljinn - 28.06.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Page 5
Fimmtudagur 28. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Birgir borgarstjóri mælti hin fleygu orö: Birgir borgarstjóri bauð fréttamönnum um daginn i hringferð um borg- ina til að sýna þeim helztu framkvæmdir sem i henni færu fram. Litið var á hraðbrautarframkvæmdir við Kringlumýrarbraut. Þar var verið að vinna við gerð götueyju, verið var að keyra að mold og sá grasi. Hróðugur sneri Birgir sér þá að blaðamönnum og mælti: ,,Hér sjáum við hvernig gróðurinn fylgir malbikinu. Um leið og við losn- um við rykið, er hægt að hefjast handa við ræktunina”. „Gróðurinn eltir malbikið” Innantóm slagorð borgar- stjóra eiga sér enga stoð 'V'- Lundur, sveitabýliö gamla I Kópavogi, gæti hugsanlega þurft aö láta f minni pokann fyrir hraöbrautarframkvæmdum. Neöar á myndinni sést landssvæði úr skógræktarstööinni. Annaö og öilu athyglisverðara mál en sáning i götueyjar er nú uppi á teningnum hjá borgar- stjóra. Nú hyggst hann fjarlægja skógræktarstööina I Fossvogi, gjöreyða öllum gróöri i dalnum, kaupa land af Kópavogsbæ og leggja siöan heljarmikla hraö- braut inneftir Fossvogsdal. Birgir sagði i viötali viö frétta- mann Sjónvarpsins, aö sú ákvörðun hefði veriö tekin, að vernda Elliöaardalinn, en leggja i stað þess hraðbraut um Fossbog- inn. Erfitt er að gera sér grein fyrir forsendum þessarar ákvöröunar. Reykjavikurborg hefur þegar byggt alveg niöuraö landamörkum Kópavogs, og til aö unnt sé aö leggja hraðbrautina verður borgin að kaupa land af Kópavogskaupstað. Birgir hefur einnig lofað að Skógræktarstööin fái að standa, en sllk loforö eru út í hött og ógjörningur fyrir borgarstjóra aö efna þau ncma meö þvi einu að falla frá öllum framkvæmdum i dalnum. Að visu væri þetta mögu- leiki með þvi aö kaupa, allt land Kópavogs og smella hraðbraut- inni inni bæjrdyr kaupstaðarbúa, en útilokaö er að þeir gangi aö slikuni afarkostum. Bæjarstjórn Kópavogs hefur þó i skipulagi sinu miðað byggingar- framkvæmdir i dalnum við það, að hraðbraut fari i gegnum hann, og nú standa yfir viðræður milli Kópavogs og Reykjavikur um eignaskipti á löndum, þannig að Reykjavikurborg fái Fossvogs- dalinn, en Kópavogskaupstaður aukið land i suðurátt. tbúar i Kópavogi hafa myndað með sér öflug samtök til baráttu gegn framkvæmdum i dainum og hafa þau þegar leitt til þess aö bæjarstjórn hefur lofaö að flana ekki að neinu i samningunum við borgina og reyna að koma i veg fyrir eyðilegginguna. Kópavogs- bær get'ur þvi hindrað þessar framkvæmdir með þvi að neita að selja land sitt. Myndir og texti: Gunnar Steinn Furðuleg ummæli borgarstjóra Borgarstjóri sýndi það greini- lega i viðtali við fréttamann Sjónvarpsins nú fyrir skömmu að þekking hans á þessu máli er afar takmörkuð og að hann er greinilega alls ekki dómbær á rétlmæti eða möguleika þessara framkvæmda i Fossvogsdal. Aðspurður sagði hann, að þrátt fyrir að borgin hefði byggt niður að bæjarmörkum Kópavogs væri möguleiki á að hraöbrautin gæti komið þarna án mikilla landa- kaupa af Kópavogskaupstað. Skógræktarstöðin mundi einnig ta að standa. Af meðfylgjandi myndum sést, að þetta er ekki möguleiki. Með þvi að sneiða framhjá skógræktinni yröi óhjákvæmilegt að fjarlægja Lund, sem er landbúnaöarbýli i landi Kópavogs við Fossvoginn, og einnig að böggla þessari bless- uðu hraðbraut alveg upp i bæjar- dyr Kópavogsbúa. Ekki er möguleiki að leggja veginn Reykjavikurmegin við skógræktina, þvi þá yrði að fjarlægja allar nýbyggingar þar við dalinn. Birgir sagði einnig, að til- gangurinn með eignaskiptunum i Fossvogsdal væri aðallega sá, að hraðbrautin lægi eingöngu I öðru sveitarfélaginu, til dæmis vegna viðhalds o.fl. þ.h. Brautin mundi siöan liggja um botn dalsins og tryggt yrði, aö 90 metra bil yrði milli byggðar og brautar. Verndum Fossvogs- dalinn t áöurnefndu ferðalagi Birgis um borgina með fréttamönnum voru skoðaðir margir staðir þar sem verið var að aka gróðurmold i stór svæði, og á að gera þar hina fegurstu garða og útivistarsvæði. 1 Fossvogsdal er hinsvegar um 6 metra þykkt lag af gróöurmold, og er þvl upplagt að gera þar eitt stórt útivistarsvæði fyrir borgar- búa og Kópavogsbúa. Slíkt þyrfti ekki að verða mjög dýrt. Grasið og gróðurmoldin eru næstum ótakmörkuð. Það yrði einnig mun ánægjulegra aö sjá yfir friðsælan dalinn með skógræktarstöð, skemmtigarða, sparkvelli fyrir strákana og útivistarsvæði fyrir börnin, heldur en aö þurfa að horfa upp á öskrandi biikkbeljuna geysast þarna um og valda öllum og öllu leiðindum og óþægindum. Borgarbúar ættu sem flestir að slást i lið með Kópavogsbúum og leggjast allir á eitt um að vernda dalinn fyrir þessum eyðilegg- ingareiginleikum ,tækniframfai> anna. tlr Skógræktarstöðinni. Þar sem dráttarvélin ekur nú,mun siðar koma geysimikil hraðbraut, sem liggur niðurfyrir húsaþyrpinguna og siðan inneftir dalnum. Friðsældin innan um trén verður að vikja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.