Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mmmtudagur 28. júní 1973. MÁLGAGN SÓSIALISMA/. VERKALÝOSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgpfandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjtjri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiósla, augiýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur). Askriftarv.eró Jtr. 300.00 A mánufti. Lausasöluveró kr. 18.00. Prentun: Blaóaprent h.f. ENGIN VERND, AÐEINS BANDARÍSKAR NJÓSNIR í umræðuþætti sjónvarpsins i fyrra- kvöld um utanrikisstefnu íslendinga reyndi málsvari Sjálfstæðisflokksins enn einu sinni að halda þvi fram, að skilningur rikti hjá Atlanzhafsbandalaginu á málstað Islendinga i landhelgismálinu. Taldi Geir Hallgrimsson sig hafa orðið þess vísari i veizluferð sinni til Briissel að 12—13 aðild- arriki Nato reyndu að beita áhrifum sin- um til að fá Breta til að kalla herskipaflot- ann heim. Berlega kom i ljós, að ekki gat þessi Natosinni lagt neinar sannanir fram með fullyrðingu sinni. En með málflutn- ingi sinum sýndi Geir Hallgrimsson öllum landsmönnum hvaða ávinning Nato hefur af slikum heimboðum og hve auðvelt virð- ist að sannfæra hina auðtrúa islenzku Natoþjóna. Geir Hallgrimsson hefði mátt hafa betur i huga þau varnaðarorð sem höfundur Hávamála gaf öllum þeim er þiggja slik gestaboð, en hann kvað svo: „Ósnotur rriaður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini”. Þegar Geir Hallgrimsson situr með þaulæfðum herforingjum og heyrir rök slikra ofbeldisseggja sem reyndir eru i þvi að kúga smáþjóðir til hlýðni, þá er þess ekki að vænta að hann hlýði þeirri lifspeki er löngum hefur dugað islenzkri þjóð hvað bezt. Þá kom fram i þessum umræðuþætti að hernámssinnar gaspra enn um að íslandi sé nauðsynlegt að hafa herstöð til að tryggja öryggi landsins. Stutt er siðan Þjóðviljinn benti á, að herstöðin á Miðnes- heiði væri nú eingöngu njósnahreiður, er veitti enga vernd. Þar kom fram, að hér væru aðeins staðsettir 100 menn sérþjálf- aðir i vopnaburði og 14 orrustuflugvélar. Það væri öll verndin. Annað lið hér á landi gegndi ‘ eingöngu þvi verkefni að fylgjast með ferðum kafbáta á N-Atlanz- hafi, svo Bandarikjamenn fengju timan- lega upplýsingar um árásina sem þeir i aldarfjórðung hafa beðið eftir. Þessa dag- ana les almenningur annars vegar um ástaratlot helztu valdamanna i austri og vestri, hins vegar um gegndarlausa spill- ingu valdhafa i Washington i sambandi við Watergate-málið og kemst að raun um að ekki er takandi mark á orðum valdhafa vestur þar. Upplýsingum Þjóðviljans um hina svo- nefndu „vernd” á Miðnesheiði hafa her- námsblöðin enn ekki treyst sér til að svara, heldur þegja þau þunnu hljóði. Þau vita upp á sig sökina i öllu öryggistalinu. Þau hafa verið dyggir lærisveinar mann- anna i Pentagon og litið hirt um stað- reyndir málsins. 100 hermenn og 14 orr- ustuflugvélar veita enga vernd. ísland er aðeins nýtt fyrir bandariska heimsveldið og þvi ber eiliflega að þjóna, að dómi þess- ara manna, glæpir þeirra siðustu ár breyta i engu afstöðu islenzku hernáms- sinnanna. En almenningur he.fur að undanförnu séð áþreifanlega að engin vörn er i þvi að hafa her á íslandi og vill að íslendingar hætti að láta land af sinu landi til að auðvelda bandariskri heimsvalda- stefnu alheimslögregluhlutverk sitt. Þvi er það fagnaðarefni að endurskoðun „her- verndarsamningsins” skuli hafin, og sú endurskoðun er samkvæmt stjórnarsátt- málanum framkvæmd i þvi skyni ein- göngu að herinn hverfi úr landi fyrir lok kjörtimabilsins. Ávarp Magnúsar Kjartanssonar heilbrigðisráðh. við setningu þings norrœnna barnalœkna Helmingur mann- kyns býr enn við ámóta bamadauða og hér var á fyrri öldum Magnús Kjartansson ráóherra. Góðir áheyrendur. Mér er það mikil ánægja að bjóða velkomna til Islands full- trúana á 15. þing norrænna barnalækna. Fyrir nokkrum dögum sýndi forseti ykkar, Kristbjörn Tryggvason prófessor, mér fyrstu bók sem kom út á tslandi um meöferð ungbarna, litiö fal — legtog einkar fróðlegt kver. Hún kom út 1846 og nefndist Hugvekja um Meðferð á úngbörnum sam- antekinhanda mæðrum og barn- fóstrum á Islandi, og höfundur hennar var Jón Thorstensen jústitsráð og landlæknir. Vafa- laust hefur þessi bók komið að miklu gagni, enda ekki vanþörf á. Barnadauði var þá hér einhver hinn mesti i heimi og komst eitt áriðuppi700afþúsundium svipað leyti og bókin kom út. Astæðurnar voru varnarleysi gegn farsóttum, mislingum, barnaveiki, skarlats- sótt og öðrum slfkum. I annan stað var ástæðan fátækt þjóðar- innar, afar slæm húsakynni, og oft beinn næringarskortur. I þriðja lagi kom til fáfræði al- mennings um hreinlæti og með- ferð ungbarna, sú dánarorsök sem landskunnur islenzkur klerk- ur kallaði „sóðadauða” þegar hann var að lýsa ástandinu i einni af sveitum Islands á fyrri hluta þessarar aldar. Siöan þessi bók kom út hafa orðið gagngerar breytingar á þessu sviði með bættum efnahag þjóðarinnar, aukinni þekkingu og skipulagðri heilsuvernd. Samt er sérhæfing á sviði barnasjúkdóma og ungbarnaverndar tiltölulega nýtilkomin hér á landi. Ég get nefnt það sem dæmi að fyrsti is- lenzki læknirinn sem varð sér- fræðingur i barnasjúkdómum, Katrin Thoroddsen, var um langt árabil heimilislæknir á heimili minu. Fyrsta ungbarnaverndar- stofnunin var sett á laggirnar 1930, og sérstakar barnastofur i sjúkrahúsi komu til 1940. Siðan hefur þróunin orðið ör; við höfum nú mjög myndarlegan barnaspit- ala og barnadeildir og sú þróun heldur áfram. Senn kemst til að mynda i gagnið mjög fullkomin fæðingardeild, þar sem m.a. verður góð aðstaða fyrir nýfædd börn. öll hefur þessi þróun leitt til þess að barnadauði á Islandi er — eins og á öðrum Noröurlöndum — einhver hinn lægsti i heimi, um 13 af þúsundi siöustu árin. Við erurn komin nálægt þeim mörkum að geta tryggt öllum börnum sem fæöast eölileg lifsskilyrði, og raunar kann sumum aö virðast að nú sé farið að leggja ofurkapp og mikla fjármuni i þá hæpnu iðju að reyna aö komast út fyrir þau mörk, tryggja svokallað lif, þótt eðlileg skilyrði skorti. Þegar við rifjum upp þessa þró- un höfum við ástæöu til ánægju, en hún má ekki snúast upp i sjálf- umgleöi. Það er hægt að bera fleira saman en ólik timaskeið i sögu okkar; okkur ber einnig að skyggnast i kringum okkur i nú- timanum. Og þá blasir sú stað- reynd viö að um helmingur mannkyns býr við svipuö lifsskil- yröi og ámóta barnadauða og ég var að lýsa að verið hefði á ts- landi um miðja 19du öld. Þriðj- ungur til helmingur mannkyns býr viö næringarskort sem bitnar ekki sizt á börnum. Dag hvern deyja um tiu þúsundir manna af næringarskorti eða hungri — fleiri en nokkru sinni fyrr i sögu mannkynsins. Á Indlandi einu saman munu um 50 miljónir barna deyja úr hungri eða far- sóttum á næsta áratug. Tveir þriðju hlutar mannkynsins hafa meðaltekjur á mann sem jafn- gilda 50—60 dollurum á ári. Að- eins litið brot mannkynsins á kost á sjúkrahúsvist i veikindum. Við Norðurlandamenn og aðrar þró- aðar þjóðir búum við mikla for- réttindaaðstöðu i heiminum. Við erum um 15% mannkynsins, en neyzla okkar er um 55% af heild- arneyzlu ibúa jarðarinnar. Og þessi ójöfnuður fer ekki minnk- andi heldur eykst hann ár frá ári. begar við litum á þróun mann- kynsins i heild höfum viö sannar- lega ekki ástæðu til sömu ánægju og ef við berum saman mismun- andi timabil i einangraðri sögu okkarsjálfra. Og við skulum gera okkur það ljóst að viö getum ekki haldið störfum okkar áfram i neinni einangrun; ef sú þróun helztsem ég hef vikið að mun hún fyrr eöa siðar leiða til sprenging- ar sem mun bitna á okkur ekki siöur en öörum. Þvi hljótið þið, eins og aðrir, að fjalla um við- fangsefni ykkar — þann stórfellda árangur sem þið hafið náö og næstu verkefni — i tengslum viö umhverfi ykkar, mannkyniö allt. Má ég svo að lokum endurtaka árnaöaróskir minar til ykkar þegar þið haldið þing ykkar á ts- landi. Við lslendingar höfum haft mikla og góða reynslu af nor- rænni samvinnu, ekki sizt á sviði heilbrigðismála og félagsmála; þekking okkar og skipulag hefur að verulegu leyti verið sótt til annarra Norðurlandaþjóða. Smæð okkar gerirþað aö verkum að við erum oftast fremur þiggj- endur en veitendur á sviöi nor- rænnar samvinnu, og þeim mun frekar kunnum við að meta vin- arhug annarra Noröurlandaþjóöa og örlæti i þeim samskiptum. í þvi sambandi langar mig einnig hér að bera íram þakkir tslend- inga fyrir þá næsta einstæðu efnahagsaðstoð sem okkur var veitt i sambandi við eldgosið i Vestmannaeyjum. Ég vil einnig þakka þann stuðning sem þjóðir Norðurlanda hafa veitt okkur i baráttu okkar fyrir stækkun fisk- , veiðilögsögunnar, þótt við hefð- um vissulega kosið að sá almenni stuðningur hefði mótað meir stefnu rikisstjórnanna. Fyrir okkur fjallar þessi barátta um framtið okkar, fiskimiðin eru grundvöllur að þjóðfélagi okkar og verði þau eydd með gegndár- lausri ofveiði er kippt stoöum undan athöfnum okkar á öðrum sviðum, einnig á vettvangi heil- brigðismála. Jafnframt þvi sem ég vona aö þing ykkar verði sem árangurs- rikast óska ég þess að gektirnir frá öðrum Norðurlöndum hafi á- nægjulega daga á tslandi og öðlist nokkur kynni af landi og þjóð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.