Þjóðviljinn - 28.06.1973, Side 13

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Side 13
Fimmtudagur 28. júnl 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn — Ég vissi ekki að coolibahtré yxu i nágrenni Perth. Það eru tré sem vaxa i austurrikjunum. Hún var enn með sólgleraugun, en hún vissi að hún hafði litið hvasst á hann gegnum dökk glerin. — Hvað vitið þér um tré? — Lögregluþjónar öðlast mikið af þarflausum fróðleik. — Hvernig vissuð þér að ég væri að vestan? — Ég taldi það vist. Það var ekki mikið um yður i skýrslunni um manninn yðar, aðeins að þið hefðuð gift ykkur i Perth. — Þér hafið skýrslu um hann? — Svona þykka. , Hann mældi með fingrunum. — Má ég lesa hana? Hann hristi höfuðið. — Það myndi ekki bæta úr skák. Og ef til vill liði yður aðeins verr við það. Enda er hún trúnaðarmál. . En hann vildi fá að vita meira um hana. — Eruðþér frá Nýja Suður Wales? Eða af þeim slóðum? — Nei, ég er að vestan. Þetta coolibah-tré hafði afi minn flutt með sér. Ég býst við að hann hafi verið likur mér, tilfinningasamur gagnvart trjám. Hann stóð upp. Hann velti fyrir sér, hvað um hana yrði þegar Quentin yrði tekinn frá henni. Undir niðri virtist hún búa yfir heitum tilfinningum, ástriðu sem gæti bæði verið veikleiki og styrkur. Astriðu sem gæti leitt til örvæntingar, sjálfsmorðs i tré. Guð minn góður, ég er að tapa glórunni, hugsaði hann. Honum létti þegar Jósef kom i dyrnar, snyrtilegur og virðulegur i fasi eins og sendiherra væri á ferð. — Leigubillinn biður, herra minn. — Jæja, allt i lagi. Hann stakk hendinni i vasann til að ganga úr skugga um að hann væri með ferðatékkana á sér. — Ég kom ekki alla þessa leið til að fara i felubúning. — Þér hafið ef til vill gaman af þvi. Það getur verið skemmtilegt. Svo beit Sheila Quentin á vörina; feluleikurinn i öll þessi ár hafði naumast verið ánægjulegur fyrir manninn hennar. Malone kvaddi og fór af stað til að kaupa föt sem gerðu hann ekki eins áberandi. Flannery hafði heimtað leynd; hann velti fyrir sér hvort hægtværiaðfæra dökku fötin á kostnaðarreikninginn. II Neðst i St. James stræti hafði blaðasalinn krotað á fréttamiða: Sprengja i Saigon drepur tugi raanna. Við hliðina á spjaldinu steig salinn dansspor, glaður yfir þvi að lifa þennan fagra dag með leik i vændum klukkan hálfþrjú i Kempton Park. A Cleveland-torgi stóðu ferðamenn i regnkápum, sem þorðu ekki að treysta Lundúnaveðrinu, og horfðu tor- tryggnislega á rauðklæddu verð- ina; ferðamaður lyfti myndavél sinni og einn vörðurinn stirðnaði greinilega upp, eins og hann ótt- aðist að einhver bæði hann um að dansa. Maður úr utanrikis- þjónustunni gekk hjá með regn- hlif i hendi og blóm i hnappagat- inu sem stakk undarlega i stúf við gráa alvarlega grimuna sem hann bar i andlits stað. Malone horfði á þetta allt saman úr leigu- bilnum, drakk i sig London eins og stúkumaður sem dettur allt i einu i það. A torginu fyrir framan Lan- caster House voru svartir stór- bilar að koma og fara þegar leigubillinn nálgaðist. Risavaxinn Austin Pricess Ieið hjá eins og virðuleg heldri kona frá Viktoriu- timanum á leið til jarðarfarar; leigubillinn vék i skyndi eins og strákhvolpur. Mercedes 600 ók burt með Afrikubúa innanborðs, sem kominn var langt að heiman; hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af áliti skattgreiðendanna. Ráð- herra úr verkamannaflokknúm ók hjá i Vauxhall; hann vildi ekki að strákarnir heima héldu að 19 hann væri orðinn stór upp á sig. Röð af RollsRoycum stóðu með- fram einni stéttarbrúninni, mein- lætalegir og virðulegir eins og sæmilega greindir biskupar. Leigubillinn þokaðist meðfram þeim, stanzaði framanvið súlna- göngin og Malone steig út. Hann leit á gjaldmælinn, leitaði i vösunum og tindi fram far- gjaldið upp á eyri. Ekillinn góndi reiðilega á pen- ingana. — Guð hjálpi Vietnömunum. Þeir fá aldrei eyrisvirði frá ykkur, ha, lagsi? Og hann ók af stað með offorsi, svo að einn Rollsinn hörfaði feimnislega til baka i röðina sem hann ætlaði út úr. Malone gekk upp þrepin, sýndi dyraverðinum aðgangskortið og gekk inn i troðfullt anddyrið. Quentin hafði útvegað aðgangs- skirteinið og Malone hafði verið afhent það rétt áður en hann hafði farið burt i fylgd með Jósef. Þar var hann skráður Aðstoðar- ntaður, en Quentin hafði bent honum á að það myndi aðeins veita honum aðgang að fremri sölunum, ekki inn i ráðstefnusal- inn sjálfan. Malone nægði það; ef Quentin var ekki öruggur i fundarsalnum, þá var honum hvergi óhætt. Fyrsti maðurinn sem hann kom auga á i þvögunni, var Quentin sjálfur á leið niður breiðu þrepin andspænis innganginum. Með honum voru Edgar, Larter og nokkrir menn aðrir, en það var eins og Quentin væri algerlega einn; ekki aðeins einn,heldur ein- mana. Hann gekk niður stigann með nokkurri reisn, en það var eins og hann sæi ekki nokkurn skapaðan hlut i kringum sig. And- lit hans var lokað fyrir þessum fjöruga, masandi heimi allt i kringum hann. Hann litur út eins og maður með lost, hugsaði Malone, tilbúinn til aftöku. Þá leit Quentin yfir hópinn og kom auga á Malone. Sem snöggvast var eins og honum yrði illt við; siðan lék bros um fritt andlitið. Hann gekk niður siðustu þrepin, stakk Edgar og þá hina af sér, og kom til móts við Malone i þrönginni. — Ég ætlaði varla að þekkja þig. Hann leit á dökkbláu ullar-og mohair-fötin, bláa silkislifsið, rjómagulu silkiskyrtuna og svörtu skóna. — Þú hefur sóað aurunum þinum, Scobie. Og allt saman min vegna. Malone hristi höfuðið. — Þetta er ekki sóun. Það er alltaf verið að biðja mig að vera svaramaður við giftingar. — Þau henta lika við jarðar- farir, sagði Quentin og lokaði siðan munninum eins og hann ætlaði að bita af sér tunguna. Svo yppti hann öxlum. Malone horfði i kringum sig i rúmgóðu anddyrinu, horfði á gervimarmaraveggina, rauð teppin á stigunum sem lágu að súlnaprýddum svölum og upp i skreytt loftið. — Þeir kunnu svo sannarlega að búa i haginn fyrir sjálfa sig i gamla daga. Þetta gæti orðið stórkostleg lögreglu- stöð. Ég þarf að benda Flannery á það þegar við komum til baka. Quentin yggldi sig þegar Flannery var nefndur, en sagði ekkert um hann. Þess i stað sagði hann: — Ég er stundum að velta fyrir mér hvort þetta sé hentugt umhverfi til að ræða um örlög manna sem deyja úti á heiðum. Marmaraveggir og jarðgreni fara ekki sérlega vel saman. Hann leit á hvitu marmara- styttuna rétt hjá honum. — Ég er ekki viss um að gamli hertoginn á York sé samþvkkur þessu. Mér finnstbroshans veröa æ þurrlegra með hverjum degi sem liður. Malone leit i kringum sig á masandi þröngina; hvit, svört, brún og gul andlit i einum hræri- graut. — Við vitum ekki betur en þarna sé einn morðingi eða fleiri. Ég held þú sért ekki miklu ör- uggari en þessir piltar á heiðunum. — Orlög min eru þá þegar ráð- in, sagði Quentin, og sneri sér undan um leið og Larter gekk til þeirra. — Hvað höfum við langan tima, Phil? Larter leit á hann með áhyggjusvip. — Ertu nokkuð las- inn i dag? Quentin leit undrandi á hann. — Ég á viö, að þú virðist dálitið viðutan. Það varst þú sem stakkst upp á stundarfjórðungs hléi. Quentin beit á vörina. — Hef ég verið svona slæmur? Larter hikaði, kinkaði siðan kolli. — Þú talaðir tvivegis um Indónesiu, þegar þú áttir við Indó-kina. Ég er að velta fyrir mér hvort við ættum að segja frá þvi sem gerðist i gærkvöldi? — Af hverju? - Tja, það gæti útskýrt — Larter tók af sér gleraugun og sýndist allt i einu furðulega ungur, námsmaður sem treysti þvi ekki nema mátulega að hann næði nokkurn tima prófi. Hann fitlaði við gleraugun og sett þau siðan upp aftur, dálitið skökk; hann rétti þau og magurt, beina- bert andlitið var hálfhulið bakvið fálmkennda höndina. Hann var ungur i þjónustunni, og hafði enn ekki lært að vera diplómatiskur við húsbónda sinn. — Ég átti við • það, að þú hafðir ekki fulla stjórn á fundinum i morgun, ekki eins og hina dagana. Ef hinum full- trúunum væri sagt frá þvi sem gerðist, þá myndu þeir skilja hvers vegna þú varst...— Hann bandaði hendinni.og það var eins og hann hefði engin bein i úln- liðnum. Hann kemst aldrei á tind- inn, hugsaði Malone; hann veit ef til vill ósköpin öll um þjóðir og sögu þeirra, en hann veit ekkert um mannéskjúr. — Ég á við, þeir bundu vonir við þig i gær. — Quentin móðgaðist ekki yfir klaufalegri gagnrýni Larters. Maðurinn var næstum of góður i sér, hugsaði Malone, og enn einu sinni fór hann að reyna að hugsa sér Quentin sem morðingja. — Ég skal reyna að vinna traust þeirra aftir, Phil. Og fyrst um sinn eru atburðirnir i gærkvöldi trúnaðar- mál. Larter hikaði, kinkaði siðan kolli. Já. Hann sneri sér að Malone. — Við gerum ráð fyrir hádegisverðarhléi um eittleytið. — Ég verð til taks, sagði Malone og fann að Larter var að reyna að bæta upp glataðan virðuleik með valdsmannslegri framkomu. Hann fann til gremju rétt i svip, en bældi haná sam- stundis niður. Hann var flæktur i nógu margt; hann vildi ekki bæta við pexi við Larter. Hann brosti og kom með þvi manninum á óvart: Larter átti ennþá margt ólært. — Coburn undirforingi og ég skulum sjá um að sendi- herrann komist á siðdegisfund- inn. Hann hafði komið auga á Coburn neðan við stigann, þar sem hann stóð og starði fast á hvern þann sem gekk nærri Quentin. Hann bað Quentin að af- saka sig og þokaði sér af staö til öryggisvarðarins. Hann var kominn langleiðina til hans, þegar hönd þreif i arm hans og stöðvaði hann. Hann snerist á hæli með krepptan hnefann til að taka mannlega á móti árásar- manninum og Jamaica sagði: — Þú ert viðkvæmur náungi. Ertu alltaf svona viðskotaillur? Malone leit á dökka höndina sem hélt enn um armlegg hans. — Þú ert svei mér handsterkur. Hvar fékkstu þjálfun? Með þvi að taka i hendur á fólki i starfi? Eða FIMMTUDAGUR 28. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunieikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Armann Kr. Einarsson les ævintýri úr bók sinni „Gullroðnum skýjum” (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liöa. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Bloodstone leikur og syng- ur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: ,,Dala- skáld” eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga-Ind- riði G. Þorsteinsson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Beethoven.Búda- pest-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 10 i Es- dúr op. 74. Hermann Prey syngur ,,An die Hoffnung” op. 94. Sex lög op. 48 við ljóð eftir Gellert og tvö lög op. 75 við ljóð eftir Goethe viö pianóundirleik Geralds Moore. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál- Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 Asatrú og kristindómur. Dr. theol. Jakob Jónsson flytur synoduserindi. 19.55 Gestur I útvarpssal. Hanna-Marie Weydahl leik- ur á pianó verk eftir Fartein Valen, Oisten Sommerfeldt og Knut Nystedt. 20.20 Leikrit: „Lifsins krydd” eftir Somerset Maugham. Þýðandi Ingibjörg Stephen- sen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Persónur og leikendur: Asheneden: Þor- steinn O. Stephensen. Ashenden (yngri): Guð- mundur Magnússon. Alroy Kear: Rúrik Haraldsson. Lafði Hodmarsh: Herdis Þorvaldsdóttir. Millicent hertogafrú: Geirlaug Þor- valdsdóttir. Scallion lávarð- ur: Pétur Einarsson. Rosie Driffield: Þóra Friðriks- dóttir. Mary-Ann: Auður Guðmundsdóttir. Ellen: Guðrún Alfreðsdóttir. Presturinn: Ævar R. Kvaran. Prestfrúin: Þóra Borg. Galloway: Kjartan Ragnarsson. Frú Barton Trafford: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Allgood New- ton: Sigmundur 0. Arn- grimsson. Amy Driffield: Sigriður Hagalin. Þjónn: Klemens Jónsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.30 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.15 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Urvals hjolbaröar Flestar gerÖir ávallt fyrirliggjandi Fljótog góð þjónusta KAUPFELAG ÞINGEYINGA HÚSAVÍK Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröYu hvert á land sem er. GÚIVHVIfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.