Þjóðviljinn - 28.06.1973, Síða 16

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Síða 16
tÚDVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags’ Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgarvarzla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 22. júni — 28. júni verður i Lauga- vegsapóteki og Holtsapóteki. Slysavaröstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Fimmtudagur 28. júni 1973. Ancbtæðingar of- sóttir Dean ásakar Nixon um lygar WASHINGTON 27/6 — John Dean hélt áfram vitnisburöi sínum þriðja daginn i röð fyrir nefndinni sem rannsakar Watergate- hneykslið. I dag afhenti hann nefndinni afrit af lista sem hann kvað starfs- lið Hvíta hússins hafa gert Kínv erj ar sprengja BOMBAY 27/0 — Indversk kjarnorkurannsóknarstöð i Bom- bay tilkynnti i dag að Kinverjar hefðu sprcngt kjarnasprengju i andrúmsloftinu i morgun. Rann- sóknarstöð i Ilong Kong tilkynnti samtimis að mælzt hefðu hrær- ingar á jaröskjálftamæla hennar. Aðrar jarðskjálftarannsóknar- stöðvar urðu ekki varar við sprenginguna. Stöðin i Bombay kvað Kinverja hafa sprengt tveggja til þriggja megatonna sprengju i Sin Kiang héraðinu i norðurhluta Kina. Atti hún sér stað klukkan um 4 i morg- un að islenzkum tima. Astralski forsætisráðherrann, Gough Witlam, sagði i dag að hann hefði beðið sendiherra Astraliu i Peking að afhenda yfir- völdum þar mótmælaorðsendingu áströlsku stjórnarinnar vegna kjarnasprengingarinnar. yfir tuttugu hættulegustu andstæðinga Nixons. Áætlað var að ofsækja þá stjórnmálamenn sem voru á listanum, og áttu skatta- yfirvöld og einkaleyniþjón- usta Nixons að sjá um þær. Einnig stóð til að fram- kvæma ýmsar aðgerðir sem höfðu það markmið að eyðileggja pólitískan feril mannanna. Listi þessi var gerður i september 1971 en síðan endurnýjaður marg- sinnis. t gær kvað Dean Nixon ljúga þegar hann sagðist ekkert vita um tilraunirnar til að þagga málið niður. Einnig sagði hann að þeir John Ehrlichman og Bob Haldeman hefðu reynt að koma sökinni á innbrotinu yfir á John Mitchell. Það má draga saman vitnis- burð Deans i fjögur atriði: 1. Nixon vissi þegar 15. september siðastliðinn um tilraunir þær sem gerðar voru til að þagga málið niður og að menn úr starfsliði hans hefðu verið viðriðnir málið. 2. Yfirlysingar Nixons um Water- gate-málið eru ósannar. 3. I það minnsta 30 ráðgjafar og starfs- menn Hvita hússins tóku þátt i undirbúningi innbrotsins i Water- gate-bygginguna eða til- raununum til að þagga málið niður. 4. Starfsmenn Hvita hússins og þá sérstaklega þeir Bob Haldeman og John Ehrlich- man notuðu visvitandi lygar, fjárkúganir og pólitiska klæki til að reyna að hylja sannleikann i málinu allt fram i april i ár. Nixon neitar stöðugt að tjá sig nokkuð um framburð Deans. Repúblikani sem sæti á i rann- sóknarnefndinni sagði i dag i sjónvarpsviðtali að starfsmenn skrifstofu Nixons hafi reynt að beita meðlimi nefndarinnar þvingunum en að enginn þeirra hafi látið undan þeim. Nixon sagði nei WASHINGTON 27/6 — Nixon forseti beitti í dag neitunarvaldi til að felia ákvarðanir beggja deilda Bandaríkjaþings um að stöðva fjárveitingar til strlðs- reksturs i Indókina að þvi er á- reiöanlegar heimildir i þinginu herrna. Búizt er við opinberri til- kynningu um þetta seinna i dag. Leiðtogi demókrata i öldungar- deildinni, Mike Mansfield, hefur sagt að beiti Nixon neitunarvaldi i þessu máli séu Bandarikin komin i stjórnarskrárlega kreppu. Eftir að Nixon hefur beitt neit- unarvaldinu kemur málið aftur til kasta þingsins. Veröi það sam- þykkt þar i annað sinn verður það að lögum og getur þá forsetinn ekkert við þvi gert. Eins og við höfum skýrt frá eru i frumvarpinu ýmsar aðrar fjár- veitingar og stöðvast þvi ýmsar framkvæmdir sem stjórnin hefur ráðizt i. bað skyldi þó ekki vera að framkvæmdir þær sem ráðizt hefur verið i að undanförnu á Keflavikurflugvelli og hernáms- sinnar hafa fagnað svo mjög verði fyrir barðinu á striðsæsing- um Nixons? Þessi mynd sýnir John Dean, fyrrum ráðgjafa Nixons, við yfirheyrslur frammi fyrir þingnefndinni sem rannsakar Vatnsgatið. Frakkar vilja smíða varðskip Skipasmiðastöðin SICCNA i St. Malo i Bretagne-héraðinu i Með hverjum stendur Nató-ísland? Nató-Geir og Morgunblaðið guma af þvi að 12-13 Natóriki standi með okkur i landhelgis- málinu. Atarna var nú ágætt. En nú eru Natórikin 15 tals- ins. Ekki standa Bretar með okkur, og ekki V-Þjóðverjar, svo mikið er vist. Og þá eru eftir 13 Natóriki. Og ef við reiknum með þvi að Natórikið ísland standi með Islendingum i deilunni, þá drögum við töluna einn frá aðildarrikjatölunni 15, og eftir standa 14, sem siðan eru minusuð um Breta og V- Þjóðverja og þá eru eftir 12 riki. Hvað er þá þrettánda rikið? Eða var Nató-Geir að draga i efa að Nató-lsland stæði með íslendingum? , —úþ Frakklandi hefur sýnt mikinn á- huga á að smiða varðskip fyrir Is- lendinga. Skipasmiðastöð þessi hefur tvo skuttogara i smiðum fyrir islenzka aðila og verið er að ganga frá samningum um smiði á þeim þriðja. Framkvæmdastjóri stöðvar- innar, Jacques Couillandre, hefur verið hér á ferð, nú siðast i mai, i þeim erindagjörðum að kynna til- boð stöðvarinnar fyrir islenzkum yfirvöldum. SICCNA var stofnað árið 1954 og starfa þar nú 450 manns. Stöð- in hefur byggt 129 skip frá upp- hafi, aðallega fiskiskip. Einnig hafa verið smiöuð skip fyrir franska flotann, þar á meðal hraðgeng herskip og eftirlitsskip. Hún hefur smiðað nokkur skip til útflutnings, fiskiskip, fljóta- og dráttarbáta. Stöðin hefur sótt það allfast að fá að gera tilboð i smiði varð- skips. Hefur stööin þegar gert rannsóknir á hönnun og smiði skips af svo til nákvæmlega sömu gerð og Landhelgisgæzlan hefur hug á að eignast. Er þar um að ræða 1000 lesta skip og myndi af- greiðslutimi þess vera 18—24 mánuðir eftir þvi hve miklar breytingar yrði að gera á teikn- ingum þeim, sem stöðin hefur gert. Frá þessu var skýrt á blaða- mannafundi, sem franska sendi- ráðið i Reykjavik efndi til i gær. — ÞH. Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi: Fjármagn til varan- legrar gatnagerðar Fundur Samtaka sveitar- félaga í Vesturlandskjör- dæmi, sem haldinn var í Ólafsvík þann 18. júní s.l., samþykkti einróma álykt- un, þar sem skorað er á samgönguráðuneytið og f járveitingavaldið að veita auknu f jármagni til varan- legrar gatnagerðar í þorp- um og bæjum úti um land. Samþykktin fer hér á eft- ir: „Fundur stjórnar og fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga i Vesturlandskjördæmi með hreppsnefndum Neshrepps utan Ennis, Ólafsvikur, Eyrar- sveitar og Stykkishólms haldinn i Ólafsvik 18. júni 1973, ályktar, að ein höfuðforsenda byggðar þétt- býlisstaða út um landið sé varan- leg gatnagerð og hreinlegt um- hverfi. Hverju einstöku sveitarfélagi er ofviða að fjármagna nauðsyn- legar framkvæmdir á þessu sviði og skorar fundurinn þvi á sam- gönguráðuneytið og fjárveiting- avaldið að veita auknu fjármagni til þessara þátta byggðauppbygg- ingar. 1. Fjárframlög úr Vegasjóði og Byggðasjóði til kauptúna og kaupstaða úti á landsbyggðinni verði stóraukin, sem geri þeim kleift að ljúka varanlegri gatna- gerð á næstu árum. 1 þvi sam- bandi má benda á nauðsyn þess að auka þéttbýlisvegafé, ekki sizt i hinum mörgu sveitarfélögum, þar sem þjóðvegur myndar aðal- götu. 2. Kröfur um varanlegt slitlag umhverfis fiskvinnslustöðvar undirstrika nauðsyn þess að sveitarfélögin fái sérstakar fjár- veitingar, hagkvæm lán eða sér- staka tekjustofna til að standa undir þeim framkvæmdum. 3. bjóðvegakerfið á Snæfellsnesi verði tafarlaust endurbyggt fyrir varanlegt slitlag, enda viður- kennt að útgerðarstaðir á Snæ- fellsnesi framleiða hlutfallslega meiri útflutningsverðmæti en flestir aðrir staðir á landinu. Fundurinn leggur sérstaka á- herzlu á, að fjárveitingavaldið stuðli að fjárhagslegri lausn þess- ara vandamála”. Norðlendingar héldu landnýtingarráðst. A fundi landbúnaðarnefndar Fjórðungssambands Norðlend- inga var ákveðið i mai siðast- liðnum að halda ráðstefnu um landnýtingu i samráði við Ræktunarfélag Norðurlands og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, og voru ennfremur tilnefndir menn úr röðum áður- nefndra félagssamtaka til að standa fyrir ráðstefnunni. Ráðstefnan hófst að Hrafna- gilsskóla i Eyjafirði föstudaginn 22. júni kl. 1 e.h. með ávarpi for- manns landnýtingar og land- græðslunefndar, Eysteins Jóns- sonar. Siðan fluttu fulltrúar gróðurverndarnefnda héraðanna ávörp. Aðalbjörn Benediktsson, fyrir Vestur-Húnvetninga, Guð- mundur Þorsteinsson fyrir Austur-Húnvetninga, Haukur Hafstað fyrir Skagfirðinga, Ævar Hjartarson fyrir Eyfirðinga, Helgi Jónasson fyrir Suður-Þing- eyinga, og bórarinn Haraldsson fyrir Norður-Þingeyinga. Þá flutti Guðbrandur Magnús- son, kennari á Siglufirði ávarp frá Náttúruverndarnefnd Siglu- fjarðar. Siðan hófust almennar umræður og þátttakendur skiptu sér i umræðuhópa.Umræðustj: hópanna voru: Gestur ólafsson i hópi um skipulags- og land- nýtingarmál. Helgi Hallgrimsson i hópi um náttúruvernd, Magnús Ólafsson i hópi um landbúnað og Bjarni Guðleifsson i hópi um ræktun. Umræðuhópar störfuðu siðari hluta föstudags. Fyrir hádegi á laugardag var haldinn fulltrúa- fundur SUNN i tengslum við ráð- stefnuna. Á laugardag kl. 2 e.h. hófst al- mennur ráðstefnufundur með framsöguerindum og almennum umræðum. Fundurinn hófst með ávarpi Bjarna Einarssonar bæjarstjóra, formanns Fjórðungssambands Norðlend- inga. Framsöguerindi fluttu: Helgi Hallgrimsson safnvörður, um náttúruvernd, Guðmundur Svavarsson verkfræðingur um mannvirkjagerð og landnýtingu, Gestur Ólafsson, bóndi, um land- búnaðinn og landnýtingu, og Bjarni Guðleifsson, um ræktun og landnýtingu. Siðan voru lagðar fram ábend- ingar umræðuhópa og þá hófust almennar umræður um álit um- ræðuhópa og framsöguerindin. Ákveðið var að visa þeim til- lögum og ábendingum, sem fram komu á ráðstefnunni til Fjórðungssambands Norðlend- inga og þeirra samtaka, sem stóðu að ráðstefnunni til frekari meðferðar og umræðna. Jafn- framt skyldi leitað frekar álits sýslunefnda og sveitarstjórna um þau málefni, sem fram komu á ráðstefnunni áður en Fjórðungs- samband Norðlendinga gengur frá endanlegu áliti sinu til land- nýtingar- og landgræðslunefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.