Þjóðviljinn - 01.07.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. júli 1973 ÞJ6ÐVILJ1NN — SÍÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
Ibúðinni, fremur en athafna sig i
þröngum bílnum, þar sem for-
vitinn vegfarandi kynni að sjá til
hans. Nú settist hann i framsætið
við hliðina á Pham Chinh og lagði
skjalatöskuna varlega á hnén.
Hann leit á úrið sitt og beit saman
tönnum; klukkuna vantaði tiu
minútur i eitt. Pham Chinh
smitaðist af taugaóstyrk hans og
óþolinmæði og ræsti bilinn orða-
laust, ók fram fyrir rauða Mini-
Minorinn sem stóð fyrir framan
hann og út i umferðarstrauminn.
Það var asi á beim báðum og
hvorugur hafði séð Malone koma,
útúr blokkinni á eftir þeim, stika
yfir götuna og inn i Roll-Roycinn
sem beið hans. Þeir sáu ekki
heldur þegar Rollsinn leið virðu-
lega burí frá gangstéttinni og hóf
eftirförina.
Hádegisumferðin var mikil og
þeim miðaði hægt. A móts við
Hyde Park urðu þeir að stanza
fyrir umferðarljósum. Báðir
mennirnir störðu á rauöa ljósið,
bölvuðu þvi og óskuðu þess að það
yrði grænt, og enn tóku þeir ekki
eftir þvi sem gerðist bakvið þá;
Molone stökk út úr Rollsinum og
inn i lausan leigubil næst fyrir
aftan Hillmaninn. Þegar ljósið
var loks grænt óku Hillmaninn og
leigubillinn samtimis af stað,
beygðu inn i garðinn og framhiá
bröggunum og upp i átt að Hyde
Park Corner.
— Yið náum, sagði Pham
Chinh og glaðnaði yfir honum,
þegar þeir voru aftur komnir af
stað.
— Það er eins gott, sagði
Truong Tho og horfði út i garðinn,
þennan mikla græna beð hús-
næðislausra elskenda i London.
Hann hafði gengið þarna um fyrir
nokkrum kvöldum og hrist
höfuðið af undrun og viðbjóði yfir
þvi sem hann sá; hann hafði alltaf
haldið að Englendingar væru
kaldlyndir og hófsamir, sem
stunduðu aðeins ástalif til að
viðhalda heimsveldinu. Hann var
siðsamur maður og hafði aldrei
svo mikið sem kysst stúlku fyrir
annarra augum; jafnvel á
vændishúsunum i Cholon hafði
hann alltaf heimtað að dyrnar
væru læstar. Nú leit hann út og sá
par vera að eðla sig undir tré; i
matarhléinu. Ungur vörður i
Þann 19/4 voru gefin saman i
hjónaband i Mosfellskirkju af
séra Bjarna Sigurðssyni, ungfrú
Diana Smith og Sigurður Hauks-
son. Heimili þeirra er að Hliðar-
vegi 55 Kóp. Og ungfrú Guðrún
rauðum jakka og glóandi i andliti
stóð við braggadyrnar og horfði á
elskendurna. Hann minnti
Truong Tho á hana sem var i
þann veginn að ráðast á sigur-
sælan keppinaut.
Allt i einu urðu ljósin
framundan rauð, og billinn fyrir
framan þá, hemlaði snögglega.
Pham Chinh steig á hemilinn og
Tho hentist fram i sætinu. Likami
hans lagðist fram á töskuna, og
hann fann hvernig rifin skullu á
henni. Hann hélt niðri i sér
22
andanum, beið þess að springa i
tætlur, svo slakaði hann á og
varpaði öndinni feginsamlega.
Hann leit á Pham Chinh, en hann
gerði ekki annað en hrista
höfuðið.
— Ekki mér að kenna.
Englendingar eru afleitir bil-
stjórar.
Truong Tho sagði ekkert,
minntist ökufantanna i Saigon.
Ljósin urðu aftur græn og þeir
komust upp á Hyde Park Corner
og leigubillinn fast á eftir eins og
tviburabróðir svarta Hillmans-
ins. Strætisvagnstjóri ógnaði
þeim frá vinstri og enn varð
Pham Chinh að hemla i skyndi,
strætisvagninn ók framúr þeim,
farþegarnir störðu niður á þessa
útlendinga sem voru að leggja
undir sig enskar götur. Truong
Tho starði upp til þeirra á móti og
langaði mest til að fleygja skjala-
töskunni upp i þessi yfirlætisfullu,
sjálfumglöðu andlit. Kona frá
Maida Vale fitjaði upp á nefið að
honum og bauð heim morði; litill
strákur ullaði á skritna kina-
karlinn með alltof stóra hattinn.
Þá skildu leiðir með strætisvagni
og bil.
Hillmaninn með leigubilinn á
ha^lunum ók niður Constitution
Hill, framhjá höllinni, framhjá
styttunni af Viktoriu drottningu
undir dritandi dúfnageri, niður
Mall, meðfram gosbrunnunum á
Trafalgartorgi og inn i örtröðina
á Strand. Truong Tho leit aftur á
úrið sitt; i umferðardyninum gat
hann bæði heyrt tifið i þvi og i
sprengjunni. Klukkan var kortér
Hauksdóttir og Liljar Sveinn
Hreiðarsson. Heimili þeirra er að
Suðureyri, Súgandafirði.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2.
Systkinabrúðkaup
yfir eitt. Timinn var orðinn
naumur.
Loks stöðvaði Pham Chinh
Hillmaninn við gangstétt i
Aldwych. Rillinn hafði stanzað
nærri leikhúsi; á auglýsingamið-
um stóð að dálitið skrýtið hefði
gerztáleið til Forum. Tho fór út,
héltá skjalatöskunni eins og hann
byggist við að hún brotnaöi í
höndum hans. Hann hagræddi
hattinum sinum óskaði þess að
hann væri ekki svona rúmur og
hneppti allar tölurnar á svarta
jakkanum. Hann kinkaði kolli til
Pham Chinh, gekk til baka niður
Aldwych, beið eftir að umferðin
færi hjá, gekk siðan yfir götuna
og hélt áfram eftir Strand I átt að
Astralíuhúsinu. Hann gekk var-
færnislega eins og maður á jarð-
sprengjusvæði, hélt töskunni út
frá sér, og hann leit út eins og það
sem hann ætlaðist til: uppburðar-
laus minniháttar skrifstofumaður
i erlendu sendiráði. Hann leit
aftur á úrið sitt; tiu minútur þar
til sprengjan átti að springa.
Hann gekk hratt fyrir hús-
hornið, nam snögglega staðar og
tók andann á lofti, þegar þrjár
ungar stúlkur komu æðandi útum
hliðarinngang með miklum pilsa-
þyt. Ein þeirra straukst við
skjalatöskuna, brosti afsakandi
til hans og hélt áfram, án þess að
vita hve dauðinn hafði verið nærri
henni. Hann stanzaði, fann
svitann spretta út á sér, og leit i
áttina sem stúlkurnar höfðu
gengið i. Og sá ástralska öryggis-
vörðinn, náungann sem fyrstur
haföi komið út úr Rollsinum
kvöldið áður, á hlum sér.
Hann deplaði augunum,
blindaður af svita og skelfingu.
Nokkrir tónlistarmenn gengu hjá,
þokuðust meðfram gangstéttinni,
þeir voru að leika „When the
Saints go Marching In.” Hann sá
nafnið á trumbunni sem einn
mannanna hélt á: Glöðu göngu-
mennirnir, og velti fyrir sér
hvaða ástæðu þeir hefðu til að
vera glaðir. Vegfarendur
stönzuðu til að hlýða á leik þeirra,
stöppuðu niður fæti I takt við
músíkina. Einn tónlistar-
mannanna gekk i áttina að
Truong Tho, hélt fram kassa og
bros lék um veðurbitið andlitið:
— Gangi yður allt i haginn, herra
minn. Tho starði á hann, tor-
tryggnin uppmáluð: það var eins
og tónlistarmennirnir flykktust
að honum, og hávaðinn varð æ
meiri og uggvænlegri.
Allt i einu danglaði hann i
manninn með kassann, ýtti hon-
um til hliðar. Hann fann manninn
gripa i sig, en hann var kominn
framhjá, ýtti við manninum með
trompetinn; fölsk nóta hljómaði
eins og neyðaróp. Hann hljóp yfir
götuna, vék sér undan æðandi,
flautandi bilunum og hélt enn á
skjalatöskunni. Hánn komst yfir
götuna, leit I skyndi um öxl og sá
Malone á hlaupum gegnum um-
ferðarstrauminn á eftir honum.
Hann hljóp niður hliðargötu.
Fyrir framan sig sá hann ána og
há möstur á skipi, hann velti fyrir
sér hvort það væri Discovery og
hvort Pham Chinh væri kominn
alla leið þangað. Hann missti
hattinn og maður kallaði til hans,
en hann hélt áfram að hlaupa.Mjó
gangstéttin var troðfull af fólki á
leiö frá árbakkanum, hann þaut
út á milli tveggja kyrrstæða bila
og hljóp eftir miðri götunni. Ein-
hvers staðar heyrði hann klukku
slá,og dúfur flugu yfir húsaþökin
eins og reykur frá sprengju. Hann
var lafmóður, svarti jakkinn
þrengdi að brjóstinu sem gekk
upp og niður,og hann fann hvernig
svitinn lak niður andlitið. Skjala-
taskan var niðþung, hún var að
slita af honum höndina, en hann
þorði ekki að sleppa henni. Hann
átti ekki eftir nema hundrað
metra að ánni, hann ætlaði að
fleygja henni langt út i á, láta
hana springa þar engum til
meins. Hann leit I skyndi um öxl,
sá að Malone dró á hann, og hann
herti hlaupin.
Hann hljóp niður miðja götuna
milli tveggja strauma af
gangandi fólki, eins og maraþon-
hlaupari á endasprettinum, ein-
hverjir strákar kölluðu til hans að
herða sig, kölluðu siðan sams-
konar hvatningarorð til Malones
sem nálgaðist. Þetta var eins og
atriði úr grínmynd; áhorfendur
svipuðust eftir földum myndavél-
um. En það voru engar mynda-
vélar og þetta var ekkert grin.
Truong Tho beygði til hægri við
endann á götunni, niður dálitinn
halla. Skipið handan við bakkann
var Discovery, Pham Chinh varð
BRIDGE
Tromphónorar
veiddir
Þessi gjöf sem bandaríska
bridgekonan Betty Kennedy spil-
aði til vinnings og rúmlega það er
einkum athyglisverð fyrir þá sök,
að þótt annar andstæðingurinn
ætti trompdrottninguna aðra, en
hinn trompgosann þriðja, missti
sagnhafi engan slag á tromp.
Bandarisku spilakonunni Betty
Kennedy tókst á „blönduðu” móti
fyrir nokkrum árum að fá vinning
úr þessu óvenjulega spili.
Norður
S. D10842
H. A1073
T. K973
L.
Austur:
S. AK
H. G854
T. G54
L. A1072
Suður:
S. 53
H. KD
T. Á1062
L. KG984
Vestur Norður Austur Suður
1 L. pass
pass dobl pass 3 T.
Vestur lét út laufaþrist og sagn-
hafi kastaði spaða frá blindum.
Austur tók á ásinn, siðan á ás og
kóng i spaða og lét loks út hjarta
fjarka.
Hvernig spilaði Betty Kennedy
úr þessu, til þess að vinna þriggja
tigla sögn sina og fá reyndar einn
yfirslag, hvernig svo sem vörn-
inni hefði verið hagað?
Svar: Suður tók með hjarta-
drottningu, tók á laufakónginn
(kastaði i hann hjartaþrist úr
blindum) og trompaði siðan lauf.
Siðan lét Betty Kennedy út
hjartaásinn, sem hjartakóngur
hennar sjálfrar féll i. Hún tromp-
aði siðan hjarta, til að stytta
tromplit sinn og enn var lauf
trompað með tigulsjöu blinds, til
þess að upp kæmi slik staða, að
andstæðingarnir gætu engan slag
fengið á tromp, enda þótt annar
þeirra ætti trompdrottninguna
aðra oghinn trompgosann þribja!
S. D10 T.K9
S.G9T.D8 H.G T.G54
T. A106 L.G
Hún lét út spaðadrottninguna
úr borði, Austur kastaði hjarta-
gosanum og Suður laufagosa. Sið-
an trompaði Austur spaðatiuna
Vestur:
S. G976
H. 962
T. D8
L. D653
með tigulfjarkanum. Suður yfir-
trompaði og fær þannig báða
trompslagina sem eftir eru!
Hefði Austur trompað með gos-
anum, hefði Suður yfirtrompað
með ásnum og siðan svinaö fram-
hjá drottningu Vesturs.
Þetta er sérstaklega vel spilað
við spilaborðið, þvi að flestir
myndu fremur kjósa að reyna að
fara einfaldari leið með þvi að
gera ráð fyrir að annar andstæð-
ingurinn eigi drottningu og gosa
blönk i trompi.
Slemma í spilinu
1 þessari gjöf, sem kom á móti i
Marbella, töpuðu margir sagn-
hafanna leiksögn i tigli. Italski
heimsmeistarinn d’Alelio tókst
hins vegar að vinna sögn sina
með frábærri spilamennsku, en
við nánari athugun kom i ljós að
hægt hefði verið að vinna hálf-
slemmu.
S. 1096
H. G54
T. A98
L. K875
S. A742
H. 8
T. 1065
L. AG10432
S. K3
H. K1087
T. KDG742
L. 9
S. DG85
H. AD95327
T. 3
L. D6
Sagnir: Norður gefur. Báðir á
hættunni.
Vestur Norður
Ticci
pass
2 H. 3 L.
pass 5 T.
Austur Suður
d’Alelio
1 H. 2 T.
3 H. 4 T.
pass pass
Athugasemdir um
sagnirnar
Sagnirnar eru alveg eðlilegar.
En við sum borðin opnaði Norður
á einu laufi. 1 rauninni eru spil
hans of veik til þess að hann geti
opnað sagnirnar. Hefði sexlitur-
inn verið i öðrum hvorum hálitn-
um, hefði Norður þó getað opnað.
Við sum önnur borð fengu
Austur-Vestur lokasögnina,
stundum fjögur hjörtu, sem lykt-
aði með a.m.k. einum tapslag.
eins og við mátti búast. Suður-
-Norður eiga að geta fengið þrjá
slagi i spaða með einni trompun
og tvo i laufi, einnig með einni
trompun og ekki er hægt að kom-
ast hjá þvi að Suður fái á tromp-
kónginn i hjarta.