Þjóðviljinn - 01.07.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. júli 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hitler Framhald af bls. .6. verið um að villast, frumsýn- ingardagurinn er ekki nein tilvilj- un. Leikur Guinness bjargar myndinni Myndin hefur fengið heldur lé- lega dóma i Þýzkalandi, og ef það hefði ekki verið fyrir þátttöku Alecs Guinness hefðu gagnrýn- endur varla tekið myndina alvar- lega. Þvi er haldið fram að mynd- in sýni Hitler eins og venjulegan óbrotinn mann með vandamál sem vaxa honum yfir höfuð, i henni sé hvergi að finna nokkra á- deilu á nazismann, og engin pólitisk afstaða sé tekin. Myndin hefst á 5 minútna löngum kafla i svart-hvitu og sýnir ytri aðstæð- ur, eins og nokkurs konar for- máli; svo er afgangurinn i litum og gerist allur i neðanjarðarbyrg- inu sem Hitler dvaldi i siðustu daga ævinnar. Ahorfandinn fær að vera viðstaddur afmælisdag Hitlers, sorg hans þegar Himmler og Göring svikja hann og að lok- um brúðkaup hans og Evu Braun 29. april 1955, daginn fyrir sjálfs- morðið. Ahorfandinn fær að vita að Rússar eru i nokkur hundruð metra f jarlægð frá byrginu, en of- anjarðar. Sumir vilja halda þvi fram að auðveldara sé að fá að sjð framan i ásjónu fasismans á þessum tima með þvi að sjá hina gömlu mynd Chaplins „Einræðis- herrann”, sem nú gengur I bió- húsum hér, en með þvi að sjá þessa nýju mynd um Hitler. Chaplin-myndin „Einræðisherr- ann’ kom ekki fyrr en 1958 til Þýzkalands. Daily Mail segir um Hitlers-æðiö núna: „Þetta er bezta ár Hitlers” og Daily Mirror segir háðslega: „Adolf hlýtur að fá óskar”, og það verða örugg- lega orð að sönnu. Minjagripir nazismans Allt sem minnir á Hitler hækk- ar i verði, gamli Mercedesbillinn hans sem hann notaði við hátiðleg tækifæri og i skrúðfylkingar, var fyrir nokkru seldur i Arizona á ca. 14 miljónir kr. Það er þvi án efa dýrasti skranbill i heimi. A upp- boði i Munchen var árituð Hitlersmynd seld fyrir 800 þúsund kr. og smáhlutir frá nazistatim- unum eru lika verðmætir. Það verður bara að gæta þess að selja slika hluti eða nokkuð það annað sem sýnir einkennismerki nazis- mans. En allt annað sem minnir á Hitler, svo sem póstkort, bréf, stálhjálmar, myndir, uppkast að ræðum, er i tizku að eiga núna. Heimurinn þarf ekki lengur að - óttast að Þjóðernislegi Sðsialista- flokkurinn komist i valdaaðstöðu i bráð, þvi hann hefur minnkað svo mjög að erfitt er að koma auga á hann i stjórnmálabarátt- unni i dag. Þýzkir höfundar og sagnfræð- ingar leggja fram sinn skerf, til viðhalds Hitler-dýrkuninni. Rit- höfundurinn Walter Kempowski spurði fólk hvort það hefði hitt Hitler, og samdi bók upp úr svör- unum. Bókin gefur nokkra mynd af áliti hins almenna borgara á „foringjanum”, og álitið er mis- jafnt og jafnframt ógnvekjandi, þvi margir dáðu þennan harö- stjóra úr fjarlægð. Þessi bók er eins og spegill, og getur þýzka þjóðin ef til vill séð þar bregða fyrir sumum þeim þjóðarein- kennum sem hafa ráðið örlögum hennar og leikið hana grátt. Sagnfræðingurinn Werner Maser sem hefur mikið kynnt sér sögu Hitlers, gaf nýlega út áður óþekkt bréf og minnisblöö Hitl- ers. Þaö á einnig að koma út sem framhaldsefni i „Der Spiegel”. 1 vor kemur svo út bók Garherts Boldts sem notuð var við gerð Guinness-myndarinar um siðustu daga Hitlers, og Englendingurinn Hugh Trevor-Ropers gefur út bók sina um þetta sama efni. Bandariski sálfræðingurinn Walter Langes hefur skrifað „Sálarástand Adolfs Hitlers”. I haust kemur út ný stór bók um ævi Hitlers eftir sagnfræðinginn Joachim Fest. Ekki er allt sem kemur á prent um Hitler alvarlegs eðlis, þvi grin- og jafnvel sorpritahöfundar hafa notfært sér þessar augna- bliks vinsældir hans og bæði gert kvikmyndir og skrifað, m.a. þá um „einkalif Hitlers”, og á mark- aðinum eru einnig seglumynd- varp með „Mein Kampf” til að nota og njóta heima viö. Er það á 8 mm filmu. Ýmislegt er þvi gert til þess að fá fólk til þess að horfa á eða lesa um Hitler. Enski grinleikarinn Peter Sellers sem hefur þjálfun i að leika háttsetta hershöfðingja ætlar að gera kvikmynd um Hitler, sem á þá að vera orðinn 85 ára gamall og finnast loks i frum- skógum Suður-Ameriku og vera dreginn fyrir lög og dóm, og á dómarinn þar að vera i gervi skopleikara. Það sem er sameiginlegt með þessu öllu er að vitneskjan um, að Hitler er tizkufyrirbæri i dag, gerir framleiðendum fært að koma með til sölu nánast hvað sem er. Hitler til þess að hlæja að, til þess að gráta yfir, Hitler sem vondi maðurinn, sem góði maðurinn. Hitler sem venjuleg manneskja, sem ofurmennið. Það er vitað að allt selst sem kemur á boðstólana um sögu hans og per- sónu. Hugmyndin urn hann er fjarlæg og spennandi rétt eins og hann væri ný Frankenstein-hetja, eða endurborinn King Kong. (Þýtt úr Informafion — eftir Ann Wolfsberg) Nató Framhald af bls. 7. (en komið var upp um þessar stöðvar i vitnaleiðslum fyrir mannréttindanefndinni), og þar eru lika þjálfunarbúðir fyrir nýja útsendara. Meðal nýrra herstöðva Nato er kjarnorkukafbátahöfnin i Korfu og flotastöðin i Pireus, sem leið- ir til þess, að 10.000 Bandarikja- menn flytja til Aþenu. Kambódisku herforingjarnir, sem steyptu stjórn Sihanouks fursta, voru þjálfaðir i Grikklandi og liðsforingjar Amins Uganda- forseta hlutu góða þjálfun á sama stað. (<Jr Politisk Revy) SAM Framhald af 2 siðu spurningu til Tage Ammendr- ups i Lista- og skemmtideild is- lenzka sjónvarpsins, en eins og allir vita hafa brezku fram- haldsþættirnir, sem hér hafa verið sýndir, yfirleitt notið fá- dæma vinsælda. Tage sagði, að þeir á sjón- varpinu hefðu enn ekkert frétt af Sam, en auðvitað færu kaup á sýningarrétti eftir þvi, hvernig þáttunum yröi tekiö i heima- landinu svo og, og þá ekki sizt, eftir þvi hver kostnaðurinn yrði. — vh. Kanar Framhald af 2 siðu hverja að gruna, hvar fiskur ligg- ur undir steini? Ætli það sé alger tilviljun, að þeir, sem annast rekstur Kefla- vikursjónvarpsins, hafi valiö þætti um islenzk málefni einmitt þann tima, sem islenzka sjón- varpið byrjar útsendingar sinar, og jafnframt gætt þess, að sýna þættina einmitt á þeim dögum, sem engar útsendingar eru hjá is- lenzka sjónvarpinu? Já, þaö er margt tilviljana- kennt i lifinu, en ef maöur er van- trúaður á svona lygilega ósenni- legar tilviljanir, hlýtur maður að leiða hugann að þvi, hverjum þessir þættir séu eiginlega ætlað- ir. Eru þættirnir fræðsluþættir fyrir Amerikana á vellinum, eða eru Kanar að hlaupa i skarðiö fyrir islenzka sjónvarpið? Ef ameriski herinn vill stuöla að auknum samskiptum Islend- inga og ameriskra hermanna og láta hersetuna seytla inn i þjóðar- meðvitundina sem sjálfsagðan hlut, þá getur hann ekki rekiö á- róður fyrir þvi á heppilegri hátt, en sýna samskipti Islendinga og ameriskra hermanna i verki i sjónvarpi kl. 8 á fimmtudögum. Nú er vitaö mál, að forsvars- ' menn ameriska herveldisins vilja einmitt allt þetta. „Við munum gera allt til að halda herstööinni i Keflavik”, segja þeir núna. Það er þvi lævislegt bragð af hálfu Amerlkana, að beita sterk- asta áróðurstæki, sem til er, sjón- varpssendingum, til aö koma þvi inn hjá Islendingum, að sambýli við herinn sé sjálfsagt. Þaö er lúalegt bragð að nota til þessarar iðju einmitt þann tima, er engrar samkeppni er að vænta frá Is- lenzka sjónvarpinu. Það er út- hugsað bragð, aö notfæra sér þann vana manna, að setjast nið- ur við sjónvarpið að loknum kvöldverði kl. átta, og hafa þá á boðstólnum þátt um islenzk mál- efni með þátttöku Islendinga i stað einhvers innihaldslauss skemmtiprógramms, sem þessi sjónvarpsstöð er vön að sýna aðra daga. Við slikum læöupokaáróðri er ekki til nema eitt svar. Það verð- ur að framfylgja islenzkum lög- um og loka kanasjónvarpinu. Það er óverjandi, að islenzkir ráða- menn loki augunum fyrir lögbrot- um sem framin eru á Miðnes- heiði. óp. Húsavík Framhald af bls. 10. Ingimar Hjálmarsson læknir kr. 250.200.-, Pétur Stefánsson skipstjóri kr. 195.000.-, Arni Arsælsson læknir kr. 181,100.-, Kristbjörn Arnason skipstjóri kr. 176.200.-, Ölafur Ölafsson lyfsali kr. 170.800.-, Sigurður Sigurðsson skipstjóri kr. 133,200,- Sr. Björn H. Jónsson sóknarprestur kr. 119,700,—. Viðlagasjóðsgjöld af útsvari greiða 735 gjaldendur samtals kr. 3.680.300,00. Viðlagasjóðsgjald kr. 10.000.00 og yfir greiöa 23 gjaldendur, og eru þessir hæstir: Ingimar Hjálmarsson læknir kr. 25.900,-, Pétur Stefánsson skipstjóri kr. 20.000.-, Arni Arsælsson læknir kr. 18.900.-, Kristbjörn Árnason skipstjóri kr. 18.500,-, Ólafur Ólafsson lyfsali kr. 17.900,-, 240 býli Framhald af 1 Austurlandi, en Austurland er nokkuð i sérflokki á þessu sviði, og veldur virkjun Lagarfoss án efa nokkru þar um. Svipaða sögu er að segja um Vestfirði. Á áðurnefndu timabili jókst orkusala til húshitunar i bæjum og þorpum a öllu landinu um 38% en i sveitum um 33%. Raforkan kemur þvi i siauknum mæli I stað oliu til hitunar ibúðarhúsa. Suðurland Aætlað er aö leggja 85,3 km langa linu vegna sveitarafvæðingar á Suðurlandi, og er kostnaðurinn við það verk um 26 miljónir króna. Við þessa raflögn munu 53 býli, tvær kirkjur og eitt félagsheimili komast i samband við samveitu. Auk þessa verða lagðar stofnlinur um fjórðunginn, komið þar upp ileiri disilstöövum og gerðar lagfæringar á dreifikerfi bæjanna. Samtals mun varið á þssu ári nær 55 miljónum til rafvæðingar Suöurlands. Austurland Heildarfjárfesting Rafmagnsveitnanna á Austur- landi verður á þessu ári um 144 miljónir króna. Einn stærsti liðurinn i framkvæmdunum þar erLagarfossvirkjun. 78 miljónum kr. mun varið til hennar og fjölgun disilstööva og stofnlina. Til sveitarafvæðingar verður þar varið 52 miljónum króna. 84 býli, 3 kirkjur og 2 samkomuhús munu tengjast samveitu, og verður heildarlinulögn i þvi sambandi um 175 kilómetrar. Raforkuframleiðsla mun væntan- lega hefjast I Lagarfossvirkjun um áramótin 1974 — 75. Vestfirðir Aætluð fjárfesting Rafmagns- veitnanna á Vestfjörðum 1973 er 128 miljónir króna. Stærsti liðurinn er annar áfangi Mjólkár- virkjunar, sem nú er byrjað aö vinna við, en til hans verður i ár veitt 96 miljónum króna. Raforkuframleiðsla á Vest- fjörðum er nú um 16 milj. kWstunda, en viðbótarvirkjun Mjólkár mun geta framleitt ár- lega 35 milj. kWstunda. Samtals verða 107 km. af raf- linum lagðir i sumar til að tengja býli samveitu, og er kostnaðurinn við það 29. milj. króna. 35 býli og átta aðilar aörir munu þannig tengjast samveitunni i ár. Flestir eru þessir bæir i Barðastrandar- sýslu eða 24 býli. Vesturland 34 býli verða tengd samveitu á Vesturlandi i ár, og er kostnaður við það verk áætlaður um 27 miljónir króna. Allmiklu fé eða 25 miljónum króna verður variö til lagfærðingar á stofnlinum á Snæfellsnesi. Þetta er þó aðeins bráðabirgðalausn, en þó miðuð við, að á næsta ári tengist Snæfellsnes orkusvæði Lands- virkjunar við Andakil. Heildar- kostnaður við rafvæðingu á Vesturlandi verður i ár 59 milj. kr. Norðurland eystra Á Norðurlandi munu Raf- magnsveiturnar fjárfesta nærri 34 milj. kr. á þessu ári. Mestur kostnaður eða um 19 miljónir hlýzt af tengingu Þórshafnar við Laxárkerfi. Verður lögð há- spennulina frá Kópaskeri til Þórshafnar. 8 miljónum mun verða varið til rafvæðingar 13 býla, einnar kirkju og eins sam- komuhúss, þarf að leggja linu um samtals 32 km langa leið. Norðurland vestra Brýnasta vandamálið i raf- orkumálum i Norðurlandi vestra er orkuframleiðsla. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um, hvort auka eigi orkuframleiðslu innan héraðs eða tengja héraðiö orkusvæði Landsvirkjunar. Ef um samtengingu verður að ræöa, kemur tvennt til. Annaö hvort aö leggja háspennulinu yfir hálendið eða leggja svokallaða byggða- linu, sem i stórum dráttum lægi á sömu slóöum og þjóðvegurinn til Norðurlands. I sumar verður lok- ið við tengingu milli Akureyrar og Sauðárkróks, og verður sú lina 132 þús. kilóv. Mun hún geta flutt rafmagn á þessari leið, þó svo að sá kostur verði valinn að leggja byggðalinu suður. Alls veröur varið 68 miljónum kr. til rafvæð- ingar kjördæmisins. 19 býli verða tengd samveitu og er kostnaður viö það um 14 miljónir króna. Rikisfyrirtæki Framhald af 1., siðu. rekenda i samræmi við tilmæli rikisstjórnarinn- ar og ákvæði málefna- samnings stjórnarflokk- anna. Þau fyrirtæki rikisins, sem hér er um að ræða, og látin voru greiða vænar fúlgur i herkostnað atvinnurekenda á dögum við- reisnarstjórnarinnar, en nú hafa ýmist sagt sig úr VI, eða sam- þykkt úrsögn úr þvi, eru Sementsverksmiðja rikisins, Sildarverksmiðjur rikisins og Aburðarverksmiðja rikisins, og auk þess Kisilgúrverksmiðjan og Landsvirkjun, sem rikið er meðeigandi að ásamt öðrum aðil- um. Eitt fyrirtæki hefur ekki orðið við tilmælum rikisstjórnarinnar um úrsögn úr VI. Er það Tunnu- verksmiðja rikisins, en meirihluti stjórnar hennar mun hafa fellt að segja sig úr Vinnuveitendasam- bandinu. Starfsemi Tunnuverk- smiðjunnar er hverfandi litil, og hefur hún leigt húsnæðisaðstöðu sina á Siglufirði öðru fyrirtæki þar á staðnum. Þá hefur Þjóðviljinn fregnað, að i ráði sé að einhvers konar samstarfi verði komið á milli fyrirtækja rikisins við gerð kjara- samninga. — úþ Breyting á humar. veiðisvæðum I frétt frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir: Hinn 1. júli n.k. ganga i gildi ný ákvæði humarveiðileyfa um lok- un veiðisvæða, sem fela i sér breytingar á bannsvæðinu út af Reykjanesi og ber humarveiði- mönnum að kynna sér þau. Trúnaðarmenn Fiskifélags Is- lands i öllum verstöðum frá Þor- lákshöfn til Akraness láta i té uppdrátt af svæðinu. Þing Chile leyst upp? Eftir uppreisnartilraunina i Chile i fyrradag hefur Allende forseti nú heitið þvi að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort þing landsins skuli leyst upp. Eins og kunnugt er hafa and- stæðingar Allende og rikis- stjórnarinnar meirihluta á þinginu i Chile, og hafa þeir óspart beitt þessu valdi til að setja stjórninni stólinn fyrir dyrnar i öllum málum, sem hún vill koma fram. Þá hafa margir herforingjar i chileiska hernum verið hand- teknir eftir uppreisnartilraunina. Willy Brandt kemur til Islands Dr. Apel, aðstoðarutanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, hefur skýrt frá þvi, að Willy Brandt kanslari ætli að koma við á tslandi til að kynna sér land- helgismálið af eigin raun og eiga viðræður við islenzka ráðamenn. Willy Brandt ætlar á laxveiðar i Grænlandi i sumarleyfi sinu i ágúst, og á leiðinni þangað mun hann koma hér við og staldra við i einn dag. Afgreiða ekki franskar vörur Brezkir hafnarverkamenn og póstmenn hafa ákveðið að af- greiða engar franskar vörur né franskan póst i eina viku frá og með niðnætti i gærkvöldi. Þetta er gert til að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutilraun- um Frakka á Kyrrahafi. Sölumiðstöð bifreiða Frainboð — Eftirspurn Simatimi kl. 20—22. Simi 22767 Minningarspjöld Liknarsjóðs Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli, Verzl. Emma, Skólavörðustig 5, verzl. Oldugötu 29 og hjá prestskonunum. l Eosteignasaiai 1 Laugavegi 18a “1 simi 17374 Höfum kaupendur að einbýlishúsum i smáibúðahverfi, útborgun 2—3 millj., og ibúðum viðsvegar um borgina. Kvöldsimi 42618.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.