Þjóðviljinn - 20.07.1973, Síða 5
Föstudagur 20. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Mikil aðsókn er að tjaldsvæðinu í Laugardal,
mest er þar um
útlendinga, en íslendingum fjölgar heldur
Svisslendingar I Laugardal: Munaöur aö hafa ótakmarkaöan aögang aö heitu vatni.
TJALDBÚAR
í LAUGARDAL
er hópafsláttur, og eins geta fé-
litlir námsmenn fengið einhvern
afslátt.
Við höfðum ekki langa dvöl hjá
Arna, þvi að hann var að aðstoða
irska stúlku við að ná sambandi
við samferðamann sinn, sem
hafði allar matarbirgðir í sinni
vörzlu, og virtist ganga eitthvað
illa að fá úr þvi skorið hvort
maturinn væri kominn i gegnum
islenzka tollskoðun.
Hjólaði til Isafjarðar
Við litið tjald rákumst við á
mann nokkurn, sem var að binda
farangur sinn upp á reiðhjól.
Þetta var Tony Oliver, frá
Bristol.
Hann sagðist vera á leið til
Fagurhólsmýrar. Hann hafði
aðeins dvalið á tjaldsvæðinu tvær
nætur i þetta sinn, en hann lá þar i
tjaldi fyrir hálfum mánuði eða
svo og kunni þvi ágætlega. I milli-
tiðinni brá hann sér á hjólinu sinu
til tsafjarðar. Hann var ekki
nema 4 daga á leiðinni þangað, en
á heimleiðinni varð hann fyrir þvi
óhappi að snúa á sér öklann og
varð þvi að fara i flugvél frá
Þingeyri,
Hann var mjög ánægður með
tjaldsvæðið. Það eina, sem að
mætti finna, væri ef til vill um-
ferðarniðurinn, en við þeim
vanda væri vist litið unnt að gera
inni i miðri borg.
Tony virðist sækjast eftir
kyrrð, hann hjólar einn um
landið, og segist kunna þeim
ferðamáta ágætlega. Hann
vinnur i rannsóknastofu og fær
þarþriggja vikna sumarleyfi, en
það nægir honum ekki til að skoða
Island. Þess vegna tók hann sér
fjögurra vikna kauplaust fri.
Þegar við vorum að fara út af
svæðinu kom Tony hlaupandi til
okkar, og bað okkur fyrir alla
muni að geta þess, að mjög
margir Bretar vonuðust til að
tslendingar fengju 50 milna fisk-
veiðilögsögu viðurkennda.
Sakna trjánna
Næst rákumst við á fjóra Sviss-
lendinga. Þau höfðu verið i
nokkrar nætur á svæðinu og
kunnu þvi mjög vel. Þau sögöust
hafa verið á tjaldsvæðum viöa I
Evrópu, og þetta væri fyllilega
sambærilegt við það/sem annars
staðar gerðist. Fyllsta hreinlætis
væri gætt á klósettunum, og
; \ s v- a.v
Anne og Cathrin nýkomnar frá trlandi.
liMbB
Um nokkurra ára
bil hefur verið opið tjald-
stæði inni í Laugardal í
Reykjavík. AAjög mikið
hef ur verið urh tjöld þarna í
sumar. Búið er að setja upp
girðingu kringum svæðið,
og þar er ágætis snyrtiað-
staða. Blaðamaður Þjóð-
viljans og Gunnar Steinn
Ijósmyndari brugðu sér inn
í Laugardal til að líta á
mannlífið í tjaldbúðunum.
Árni Pétursson, kennari, er
eftirlitsmaður tjaldsvæðisins i
sumar. Hann hefur bækistöðvar i
öðrum enda byggingar, sem
stendur við innganginn að
svæðinu. 1 hinum enda
byggingarinnar er snyrtiaðstaða;
klósett, vaskar og speglar og
reyndar rafmagn fyrir rakvélar.
Tjaldbúðagestir geta svo skolað
af sér svitann i sundlaugunum,
sem eru rétt við svæðið.
Arni sagði, að undanfarið hefðu
verið á svæðinu um 100 til 130
tjöld. Langflestir gestanna væru
útlendingar, en þó væri alltaf eitt-
hvert slangur af íslendingum.
Talsvert kæmi af Norðlingum og
Vestfirðingum.
Við bárum það undir hann,
hvort mikil brögð væru að þvi, að
islenzkir unglingar trufluðu ró
t j a 1 d g e s t a með
drykkjulátum, en við höföum
heyrt, að nokkuð hefði kveðið að
þvi á undan förnum árum. Arni
sagðist ekki hafa orðið var við
það, en hinu væriekki að neita, að
þó nokkuð bæri á, að Reyk-
vikingar væru i einhverju sam-
bandi við útlenda tjaldbúa. Ekki
þyrfti að amast við þvi, ef settum
reglum væri hlýtt, en samkvæmt
þeim á að rikja ró á svæðinu eftir
klukkan 11 á kvöldin.
Fram til þessa hafa menn getað
tjaldað i Laugardal án þess að
borga fyrir það. Nú i sumar var
ákveðið að taka 100 króna gjald
fyrir nóttina á hvert tjald. Gefinn
Rafn Vatnsdal frá Akureyri. Fjöl-
skylda hans eltir bliöviöriö.
Tony Oliver: Margir Bretar
styöja tslendinga i landhelgisbar-
áttunni.
hvergi hefðu þau komiö, þar sem
unnt er að fá heitt vatn ómælt
nema hér. Það væri einnig mikill
kostur að hafa sundlaug svo til i
seilingarfjarlægð.
Það eina sem vantaði til að
gera lifið i tjaldbúðunum alfull-
komið væri verzlun og trjágróður.
þó vildu stúlkurnar meina, að tré
væru ekki nauðsynleg. Island
væri gróðursnautt land og þvi
væri eðlilegt, að trjágróður væri
með minnsta móti i Laugardal.
Við spurðum þau, hvaða staði á
Islandi þau hefðu heimsótt, en
þau sögðust ekki vita það. Þau
litu aldrei á kort, ækju bara eitt-
hvað út i buskann og hirtu aldrei
um, hvert förinni væri heitið.
Anna og Katrín
Ann’e Coleman og Cathrin
Doyle höfðu verið einn sólarhring
á Islandi. Þær komu ásamt 23
manna hópi i för með Gerritt van
Gelderen. Hann var hér i fyrra-
sumar og gerði þá þátt um lsland
fyrir irska sjónvarpið. Hann varð
svo hrifinn af landinu að hann
safnaði um sig hópi vina og
kunningja og hélt til Islands á ný.
önnu og Katrinu leizt ágætlega
á tjaldsvæðið. Ekki sögðu þær að
mikið væri af slikum svæðum á
Irlandi og án efa fá, sem væru i
grennd við slikan ágætis baðstað
og sundlaugin i Laugardal er.
Ekki sögðust þær vita, hvort
van Gelderen hefði frekari
myndatökur i huga, en án efa
myndi hann taka einhverjar
myndir.
Fylgir góða veðrinu
Rafn Vatnsdal kom ásamt fjöl-
skyldu sinni til Reykjavikur frá
Akureyri á sunnudagskvöldið og
tjaldaði þá i Laugardal. Hann
sagði, að hann kynni ágætlega við
sig. Það væri i alla staði mjög
þægilegt að hafa næturstað i
Laugardal, þegar komið væri til
Reykjavikur, að minnsta kosti ef
vel viðraði.
Ekki sagðist hann vita, hve
lengi fjölskyldan dveldi i Reykja-
vik. Það færi allt eftir veðri. Þau
vildu vera i sólskini, og þvi væri
ekkertannað að gera en elta góða
veðrið.
Ibúar
íslands
210.775
1. des. sl.
Samkvæmt ibúaskrá sem Hag-
stofan vinnur og miðuð er við 1.
des. 1972, voru ibúar landsins þá
samtals 210.775. A sama tima 1971
var ibúatalan 207.174, og er
fjölgunin á árinu 1,74%.
íbúar i kaupstöðum landsins
voru sem hér segir:
Reykjavik . . . . 83.977
Kópavogur
Akureyri ....11.182
Ilafnarfjöröur
Keflavik
Vcstm .cyjar
Akranes
tsafjörður
Húsavik
Siglufjörður
Sauöárkrókur
Neskaupstaður
Ólafsfjörður
Seyöisfjöröur
Fjölmennustu sýslur landsins
eru Gullbringusýsla meö 8.952
ibúa, Arnessýsla 8.559 og Suður-
Múlasýsla með 5.115.
Eftirtalin hreppsfélög
(kauptún) hafa yfir 1000 ibúa:
Garðahrcppur 3.373
Selfoss 2.506
Njarðvik 1.644
Grindavík 1.353
Borgarnes 1.243
Dalvik 1.093
Ólafsvik 1.057
Stykkishólmur 1.045
Höfn i Hornaf 1.013
Bolungarvik
Flateyjarhreppur i S- Þing-
eyjarsýslu var sameinaöur Háls-
hreppi 1972, en hafði 5 ibúa 1971.
Framhald á bls. 15.