Þjóðviljinn - 20.07.1973, Page 8

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1973. Viðtal við Mario Zagallo, þjálfara landsliðs Brasilíu Við leggjum ekki öll spilin á borðið tökum sóknarfótbolta uppaftur seinna Fréttaritari austurþýzka íþróttablaðsins Sportecho náði eftir mikið stríð viðtali við Mario Zagallo, sem hefur verið þjálfari brasílíska landsliðsins síð- an i heimsmeistarakeppn- inni í Mexikó 1970. Fór það fram i Moskvu skömmu eftir að Brasilíumenn höfðu sigrað sovézka lands- liðið með 1:0. Sjálfur lék Zagallo með brasilísku landsliðunum sem urðu heimsmeistarar bæði 1958 og 1962 og hann er þjálfari Flamengo í Rio de Janeiro auk þess að vera landsliðsþjálfari. Zagallo kvaðst helzt keppa að þvi að lið hans gæti i ró og næði byggt sig upp til að verja heims- meistaratitilinn. Hann var mjög ánægður með keppnisferðina til Evrópu; þar höfum við náð betri árangri en i nokkurri ferð áður. Og mestu skiptir að við höfum haft tækifæri til að stúdera Evrópuliðin,kostiþeirra og galla. Sovétmenn voru mjög drengi- legir andstæðingar, sagði Zagallo ennfremur. Þeir eru sem fyrr sterkir i vörn og á miðjum velli. Ég get reyndar fátt sagt um markvörðinn þvi að okkar menn skutu litt á hann. Menn verða að fyrirgefa okkur það að við spilum ekki eins skemmtilega nú og skyldi. Alit verður að lúta þvi markmiði að verja titilinn. — Ætlið þið að blanda saman ungum og gömlum? Ég set sem fyrr mikið traust á reynda leikmenn, einnig þá Ger- son og Tostao, sem urðu að sitja heima nú. Ég vona að augnaað- gerðin sem gera verður á Tostao gangi vel, þvi við þurfum á hon- um að halda i sóknina eftir að Pele fór. Yngri leikmenn munu hópast um þá eldri, sem ég mun alla setja i liðið um leið og þeir verða á lausum kili. bað verður ekki um neina tilraunastarfsemi að ræða. En það þýðir ekki að ég reyni ekki eins og nú i Moskvu menn eins og Moises og Vendel. Vendel er allavega ekki lakari markvörður en Renato og Leao. En það reyndi litið á hann i Moskvu þvi að sovézka framlinan skaut ekki vel. Það er mikil sam- keppni milli yngri markvarða og engin getur verið öruggur um sitt sæti. Ég verð að segja, að það kom mér fátt á óvart i leikmáta hinna evrópsku liða.sem við mættum. Jafnt hinir hefndarfúsu ltalir, sem sigruðu vegna rangs dóms- úrskurðar, og svo Austurrikis- menn, Vestur-bjóðverjar og Sovétmenn — þeir spiluðu allir eins og við höfðum búizt við; hratt, konsentrerað, af metnaði. Má vera að vesturþýzka liðið hafi ruglazt nok"kuð i riminu yfir þeirri sterku skynsemdaráherzlu sem við lögðum á vörnina. Þessi varnarafstaða þýðir alls ekki að þróun kanttspyrnunnar gangi þá braut. Brasiliumenn munu alls ekki ganga fram hjá þeim áhuga á sóknarfótbolta sem nú gætir um heim allan. Eg legg aftur áherzlu á það að þessir leik- ir hér i Evrópu voru aðeins próf- un. bað var einmitt Brasilia sem gerði sóknarfótbolta útbrei ddan i hans beztu mynd. Við Verðum bara að koma okkur niður á skyn- samlegri grundvöll, það er allt og sumt. Þegar við komum á heims- meistaramótið þá munuð þið sjá okkur spila allt öðruvisi fótbolta. — Þið tókuð nokkuð létt á æf- ingum i ferðinni. Er það megin- regla hjá ykkur. — Við æfðum okkur minna en venjulega meðan á ferðinni stóð. Auk þess viljum við ekki sýna öll okkar spil strax. En það mun koma á daginn að Lobo — Úlfur- inn — eins og ég er kallaður, grip- ur til harkalegri þjálfunar þegar liður að heimsmeistarakeppn- inni. Margir fara hörðum orðum um núverandi leikmáta ykkar, sem þeim finnst leiðinlegur. —- Það hefur ekki minnstu áhrif hvorki á mig né strákana. Við þurftum að leika i ferðinni marga leiki á stuttum tima og þurftum þvi að fara varlega. Auk þess vilja margir gleyma þvi, að þótt við gerðum fáar árásir þá voru þær vel upp byggðar og alveg nógu hættulegar. Samt verð ég að játa að okkur vantaði áhlaupa- menn eins og Pele og Tostao. — Hvernig stendur á þvi, að leikmenn ykkar hafa svona gott vald á knettinum og um leið sjá þeir alltaf þann mann sem er frir? — Þetta læra menn frá blautu barnsbeini i Brasiliu. Brasilisk æska lifir og hrærist i knatt- spyrnu og þegar ungir menn koma til Flamengo þá geta þeir gert næstum hvað sem er við bolt- ann. Hér fara saman eðlislæg hæfni og uppeldi. — Hvað er á döfinni? — Ég veit að samið verður um ýmsa leiki i Brasiliu næsta vor. Við ætlum að koma með vel þjálf- að lið til heimsmeistarkeppni sem mun að sjálfsögðu spila skemmti- legri árásarfótbolta en nú. Meira vil ég ekki segja. Nema að við vildum gjarna hitta Hollending- ana. Þessi niynd er úr leik Brasiliu- inanna og Sovétinanna f y r i r skömmu og það er snill- ingurinn Paulo Cesar sem þarna leikur á sovézkan v a r n a r - mann. Cesar er einn af ungu mönn- unum i iið- inu. Mario Zagallo þjálfari brasilfska landsiiðsins Það er dásamleg tilfinning að vera þjálfari iiðs á heimsmæli- kvarða, sem bregst svotil blint við minnstu bendingu, eins og vel smurð vél. Eins og ég fyrr sagði, lifum við Brasiliumenn og hrær- umst i fótbolta. Það er þess vegna sem við tökum undirbúninginn undir næstu heimsmeistara- keppni svo alvarlega. Brautirnar eru bara 6 — Brautirnar eru bara 6 á vellinum, þannig að tsland getur ekki fengið að vera með i keppninni. — Eitthvað á þessa leið hijóðaði skeyti sem FRÍ fékk i fyrradag frá finnska frjálsiþróttasamband- inu, sem ætlar að sjá um keppni milli Norður-Finnlands N-Svíþjóðar og N-Noregs og islendingar áttu eins og ávallt áður að vera með i keppninni. En svo kom skeytið 5 dögum áður en keppnin átti að hefjast. Er þetta kannski hin Norræna samvinna I verki, eða hvað. S.dór Ragnhildur enn meö nýtt ísl.met Ragnhildur Pálsdóttir setti enn eitt íslandsmetið á siðasta degi Meistaramóts Islands i frjáls- iþróttum og nú var það metið i 1000 m hlaupi sem féll. Annars urðu úrslit siðasta dagsins þessi: Fimmtarþraut karla 1. Stefán Jóhanns.A 2512 st. 2. Guðlaugur Ellerts.IR 2301 ” 3. SigurðurP.Sigmunds. FH 2242 ” 4. Asgeir Þór Eiriks.lR 1807 ” Stefán Hallgrimsson KR hætti eftir 4 greinar. Helgi Hauksson UMSK hætti eftir 4 greinar. Valbjörn Þorláksson A hætti eftir 1 grein. 3000 m hindrunarhlaup 1. Halid.Guðbjörnss.KR 9:34,4 min 2. Einar óskarss. UMSK Drengjamet. 9:54,0 ” 3. Magnús Einarss.lR 11:20,0 .” 1000 hlaup kvenna, aukagrein 1. Ragnhildur Pálsdóttir UMSK 3:01,2min.Nýtt isl. met. 2. Lilja Guðmundsd. 1R 3:06,4 3. Anna Haraldsdóttir FH 3:11,3 min.Telpnamet. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.