Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1973.
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
Hvernig vissiröu aö ég var eitt-
hvað flæktur i það?
— Ég lagði saman tvo og tvo.
Þú varst að elta einhvern náunga
þegar ég hleypti þér út og þú fórst
inn i leigubílinn — tuttugu minút-
um seinna varð sprenging spöl-
korn frá Astraliuhúsinu — Hann
brosti, sýndi gervitennur sem
voru of nettar og reglulegar fyrir
grófgert og breiðleitt andlitið. —
Bilstjóri hefur mikinn tima til að
lesa. Ég les kynstur af glæpareyf-
urum i hverri viku.
— Og þú hefur ekki nefnt þetta
við neinn?
— Ekki nokkur mann. Þú held-
ur svona starfi ekki lengi ef þú
getur ekki haldiö kjafti. Ef herra
Quentin vill að ég skilji ekkert, þá
skil ég ekkert.
— Þér likar vel við hann.
— Þeir gerast ekki betri. Hann
er prins, skilurðu!
Malone leit sem snöggvast aft-
ur i bilinn. Prinsinn sat og starði
út um gluggann, gráleitt og fritt
andlitið þreytulegt; tign hans var
að fjara út, það átti bráðum að
hrifsa hann burt úr virðingarstig-
anum. Hann lokaði augunum
andartak eins og hann fyndi til
sársauka; þegar hann opnaði þau
horfði hann beint á Malone. Þeir
störðu andartak hvor á annan; þá
leit Malone fram fyrir sig á ný og
hélt þvi áfram alla leiðina fram-
hjá höllinni. Ef til vill hefði kúla
tilræðismannsins verið miskunn-
samari þrátt fyrir allt; það var á-
takanlegt að horfa á mann deyja
smátt og smátt.
Þeir stönzuðu fyrir framan
Lancaster House. Malone steig
út og maður kom æðandi i áítina
til hans. Malone greip hendinni
innfyrir jakkann, greip um byss-
una; en maðurinn var forvitinn,
ekki ógnandi. — Er þetta ekki
Scobie Malone? Malone undirfor-
ingi i rannsóknarlögreglunni i
Sidney?
Malone hikaði, sleppti byss-
Kokkurinn mælir
með Jurta!
unni. Hann kinkaði kolli, vissi af
Quentin og þeim hinum fyrir aft-
an sig. Hann færði sig fjær og
teymdi manninn með sér. — Hver
ert þú?
— Jim Locke. Ég er frá Sydney
Morning Heraid. Magurt, dökk-
leitt andlitið með þykkum, svört-
um brúnum var mjög forvitni-
iegt; hann fann þef af frétt. —
37
Ertu ekki býsna langt frá vakt-
inni þinni?
Malone komst hjá þvi að stama,
vegna þess að Quentin kom aðvif-
andi — Er nokkuð að, Scobie?
Locke lyfti brúnum. — Góðan
daginn, herra minn. Ég var bara
að spyrja Malone undirforingja
hvers venga hann væri hér. —
— Hann er i leyfi, sagöi
Quentin. — Og hann býr hjá mér
meðan hann er i London. Við er-
um gamlir vinir. Ég held hann
langi til að gleyma þvi að hann er
lögreglumaður i svo sem viku-
tima. Ertu ekki sammála,
Scobie? Gleymdu þvi lika, Jim.
Við skulum leyfa honum að vera i
friði.
Locke lét sig ekki: — En þegar
ég sá hann hér. —
— Við höldum aldrei ráðstefn-
ur af þessu tagi heima i Astraliu,
það veiztu. Hann er bara að vikka
sjóndeildarhringinn hjá sér.
— Það mætti skrifa um það
smáfrétt.
— Hllfðu mér við þvi, sagði
Malone og ver nú búinn að ná sér.
— Strákarnir heima myndu
ganga af mér dauðum. Gerðu
mér greiða, og hver veit nema ég
geti einhvern tima goldið liku likt.
Locke hristi höfuðið. — Ég býst
ekki við að fara oftar að snuðra
hjá lögreglunni. Það er hvers-
dagsmatur miðað við þetta. Jæja.
— Hann tautaði eitthvað og fór
siðan burt.
Quentin horfði á eftir honum. —
Þú verður að vera fljótari að átta
þig, Scobie. Þetta hefði getað orð-
ið óþægilegt fyrir okkur báða.
— Heldurðu að hann skrifi eitt-
hvað?
— Ef hann ætlar sér það, þá
reynir hann aftur að pumpa þig.
Hann er ekki slúöurdálkahöfund-
ur. Hann er snobb, hefur aðeins á-
huga á stórmálum. Þú heyrðir
hvað hann sagði um lögreglumál-
in. Hann ætti bara að vita, ha?
Hann gekk áfram inn i stóra
húsið, kinkaði alúðlega kolli til
ljósmyndaranna, maður i full-
komnu jafnvægi, fær um að tak-
ast á við hvað sem var. Útjaskaði,
örþreytti maðurinn sem Malone
hafði horft á i bilnum fáeinum
minútum áður, var gersamlega
horfinn. Larter og Edgar fylgdu á
eftir og Coburn kom siðastur.
— Ég sá þig fálma eftir byss-
unni þegar þessi náungi æddi til
þin, sagði Coburn. — Þú getur á-
reiðanlega skotið i reiði. Þarna er
hann kunningi þinn!
Malone leit um öxl, bjóst við að
blaðamaðurinn væri að koma aft
i
SPRUNGUVIÐGERÐIR
simi 10382 auglýsa:
Framkvæmum sprunguviðgerðir I steyptum veggjum og
þökum, með hinu þrautreynda ÞAN-kitti.
Leitið upplýsinga.
SÍMI 10382 — KJARTAN HALLDÓRSSON.
ur. En Coburn greip i handlegg
hans. — Nei, þarna yfir frá. A
leiðinni inn i blaðamannasalinn.
Malone sneri til höfðinu I skyndi
og sá Pallain snúa sér við og
senda honum bros.
Coburn leit upp og sá hvar
Quentin, Larter og Edgar voru i
þann veginn að ganga inn i
fundarsalinn. — Honum vini okk-
ar er óhætt næstu tvo timana.
Eigum við að tala við pilt?
Pallain stóð enn viö dyrnar á
blaðamannasalnum og hann
brosti þegar þeir nálguðust hann.
— Herra Malone, hvernig liður
yður. Þér litið ekki sérlega vel út i
dag. Það er enska loftslagið. Það
á ekki við mig heldur.
Malone kynnti Coburn og hann
sagði: — Mér skilst að loftslagið i
Saigon sé ekki sérlega heilsusam-
legt um þessar mundir.
Pallain brosti enn breiðar.
Hann var ekki sérlega fallega
tenntur, tennurnar voru ójafnar
og dálitið gular og brosið var ekki
notalegt. — Enskir lögregluþjón-
ar eru að verða kaldhæðnir, rétt
eins og franskir. Ég tók eftir þvi
hjá yfirlögregluþjóninum yðar i
gærkvöldi. Hann leit i áttina að
fundarsalnum sem nú var verið
að loka. — Jæja, þarna sitja þeir.
Bjartsýnismennirnir.
— Þér haldið þá ekki að þeim
verði neittágengt? sagði Malone.
— Haldið þér það?
— Allt er þess virði að reyna
það. Eða finnst yður aðveldara að
skrifa um strið?
— Misskiljiö mig ekki, herra
Malone. Ég er mjög hlynntur
friði. En hann kemst sjaldan á
með málæði einu saman. Aðeins
valdbeitingu. Þér eruð með ljótan
skurð á kinninni.
— Ég vildi gjarnan ná tali af
þeim sem á sökina á honum,
sagði Malone. — Með dálitilli
valdbeitingu.
— Ég er hræddur um að ég geti
ekki aðstoðað yður I þvi. Pallain.
leit af öðrum á hinn. — Ég kemst
ekki út úr hótelinu fyrir lögreglu-
þjónum sem elta mig. Þeir ættu
fremur að hafa gætur á yður.
Hann brosti aftur, hneigði höf-
uðið litið eitt,sneri sér við og fór
inn i blaðamannasalinn.
— Mig langar til að kyrkja
þennan drjóla, sagði Coburn. — t
fjólurauða hálsbindinu minu.
Hvað er að?
Malone hafði verið að lita i
kringum sig i anddyrinu sem nú
var fámennara en áður. — Hvar
skyldi hann Jamaica kunningi
okkar vera I dag?
II.
— Ég á von á herra Jamaica á
hverri stundu, sagði madama
Cholon. — En þú ættir ekki að
hringja úr Lancaster House,
JenaPierre. Það er of áhættu-
samt.
— Ég hef allan blaðamanna-
salinn fyrir mig, sagði Pallain i
hinum enda linunnar. — Og hver
ætti að vita i hvern ég hringi?
— Það gæti verið hlerað.
— Kannski i Moskvu eða
Washington. En ekki hér. Bret-
arnir nenna ekki að standa i sliku.
Þeir eiga I nógum erfiðleikum
með að halda simakerfinu sæmi-
lega gangandi. Hún heyrði hann
hlæja illgirnislega; hann hafði
tekiöEnglendingahatur föðurins i
arf. — Ég var aö tala við hann
ástralska vin þinn, herra Malone i
morgun. Hann litur ekki vel út.
Pham Chinh hlitur að hafa komið
honum i uppnám I gærkvöldi. Er
búið að koma bilnum fyrir?
— Já. Hvað um Quentin?
— Með áhyggjusvip. Það varð
þögn; svo sagði hann: — Það er
ekki mikill timi til stefnu. Þú
hlýtur að vera áhyggjufull lika.
— Farðu ekki að reyna að sál-
greina mig, Pallain! En hún var
áhyggjufull; timinn var orðinn
naumur. Hún skellti tólinu á.
Hendur hennar skulfu og hún var
næstum sjónlaus af reiði. Jafnvel
sem barn hafði hún átt erfitt með
að þola gagnrýni; hún vissi að
þegar hún var fjórtán ára hafði
móðir hennar verið fegin að losna
við hana á hóruhúsið i Cholon.
Fyrsta árið þar hafði hún klórað
andlit allmargra viðskiptavina,
sem kvartað höfðu undan tækni
skorti hennar; aö árinu loknu bar
hún af öllum stúlkunum i tækni,
en sumir karlmennirnir voru enn
hræddir við skapofsa hennar og
völdu sér rólyndari stúlkur. Siöan
voru tuttugu ár og hún hafði for-
framast á margan hátt, hafði lært
FÖSTUDAGUR 20. júlí
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Heiðdis Norðfjörð les
söguria um „Hönnu Mariu
og villingana” eftir Magneu
frá Kleifum / Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
Spjallað við bændur kl.
10.05. Morgunpoppkl. 10.25:
Hljómsveitin. Fréttir kl.
11.00. Morguntónleikar:
Suisse Romande-hljóm-
sveitin leikur Noctúrnur
eftir Debussy / Vladimir
Askenasi leikur „Gaspard
de la nuit” eftir Ravel /
Hljómsveit Tónlistarskól-
ans i Paris leikur „La
valse” eftir Ravel.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Með sinu lagi Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Siðdegissagan: „Eigi má
sköpum renna” eftir Harry
Fergusson. Þýðandinn,
Axel Thorsteinson les (14)
15.00 Miðdegistónleikar:
Gadinger-kórinn syngur
Sigaunaljóð op. 103 eftir
Brahms, Martin Galling
leikur undir á pianó. Hel-
muth Rilling stjórnar.
Leontyne Price syngur lög
eftir Schumann, David
Garvey leikur undir á pianó.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.40 Spurt og svaraö Guðrún
Guðlaugsdóttir leitar svara
við spurningum hlustenda.
20.00 Frá alþjóðlegri hátið
léttrar tónlistar i BBC
Guðmundur Gilsson kynnir
fyrri hluta.
21.00 Bréf frá frændaeftir Jón
Pálsson frá Heiði. Höfundur
les siðara bréf.
21.30 Utvarpssagan: „Blómin
i ánni” eftir Editu Morris
Þórarinn Guðnason þýddi.
Edda Þórarinsdóttir les
sögulok (8)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Eyjapistill
22.35 Draumvisur Tónlistar-
þáttur i umsjá Sveins Arna-
sonar og Sveins Magnús-
sonar.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Lausar stöður
Við Merintaskólann i Kópavogi eru fimm kennarastööur
lausar til umsóknar sem hér segir: Ein staða i islenzku,
ein i ensku, ein i dönsku og frönsku, ein i efnafræði, eðlis-
fræði og liffræði og ein i stærðfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil
skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 11. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást I
ráðuneytinu,
Menntamálaráðuneytið,
16. júli 1973
Styrkveitingar til
norrænna gestaleikja
Af fé þvi, sem Ráðherranefnd Norðurlanda hefur til ráð-
stöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála á
árinu 1974 er ráðgert að verja um 643.000 dönskum
krónum til gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og danslist-
ar. Umsóknir um styrki til slikra gistisýninga á fyrri hluta
ársins 1974 eiga að hafa borizt Norrænu menningarmála-
skrifstofunni i Kaupmannahöfn fyrir 1. október 1973 á til-
skildum umsóknareyðublöðum, sem fást i menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið,
18. júlí 1973.
ORLOFSDVÖL
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar I samvinnu við
Hjálparstofnun kirkjunnar efnir til orlofsdvalar dagana
7.—18. ágúst að Löngumýri I Skagafiröi.
Allar nánari upplýsingar verða veittar næstkomandi
mánudag, þriðjudag og miðvikudag (23., 24., og 25. júli)
frá kl. 9—12, að Tjarnargötu 11.
Félagsstarf eldri borgara.