Þjóðviljinn - 20.07.1973, Qupperneq 12
Dioanum
Föstudagur 20. júll 1973.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, simi
18888.
Nætur- kvöld- og helgidaga-
varzla lyfjabúöanna vikuna
13. til 19. júli er i Háaleitisapó-
teki og Vesturbæjarapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhringinn.
Kvöld- nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstööinni. Simi
21230.
írar gagnrýna Dani:
Gefa leyfi til
að hella
úrgangi í
Atlanzhafið
KAUPM ANNAHÖFN 19/7. —
trar báru i dag fram opinber mót-
mæli viö dönsku stjórnina vegna
þess að lyfjaverksmiðja hefur
fcngið leyfi til þess að hella
úrgangsefnum I Atlanzhafið.
Norska stjórnin hafði áður snúið
sér til Dana og beöið um frekari
upplýsingar um þetta mál.
Tvöstærstu blöð trlands, „Irish
Independent” og „Irish Press”
gagnrýndu Dani mjög harðlega i
dag fyrir að gefa þetta leyfi. trski
umhverfisverndarráðherrann
James Tully, sem berst fyrir þvi
aö bannað verði að kasta úr-
gangsefnum i Atlanzhafið, sagði
við fréttamenn aðþað væri erfitt
aö skilja hvernig yfirmenn
danskrar umhverfisverndar gætu
leyft fyrirtækinu að losa 12000
lestir af úrgangsefnum við
vesturströnd Irlands eftir að þvi
hafði verið bannað að hella þeim i
Norðursjó við strönd Danmerkur.
Tully og danski starfsbróðir hans
hittust i Brussel i dag og ræddu
málið.
„Sameiningar-
ganga”
Líbýumanna er
á leið til Kairó
KAIRO 19/7 — Meir en 30 þúsund
Llbýumenn héldu áfram „sam-
einingargöngunni” til Kafró, þar
sem þeir hyggjast halda fund til
þess aö krefjast sameiningar
Kgyptalands og Llbýu. En talið er
að cgypzk yfirvöld muni stöðva
þá áður en þangað kemur.
Eins og kunnugt er ákváðu
leiðtogar beggja þjóðanna,
Kadafi og Sadat, að þær skyldu
Otago 12
mílur frá
Mururoa
WELLINGTON 19/7 —
Nýsjálenzka freigátan Otago,
sem stödd er á hættusvæðinu
við Mururoa til að mótmæla
kjarnorkutilraun Frakka þar,
tók i dag stefnuna upp að
Mururoa-rifi. Frakkar hafa
lýst yfir 72 sjómflna breiðu
hættusvæði umhverfis
eyjarnar, en sagt er að
freigátan ætli að fara alveg
upp að mörkum landhelginn-
ar, sem er þar aðeins 12 milur.
Blaðamaðurinn David
Barber, sem er um borð i
Otago, sagði að hann sæi nú
greinilega loftbelginn, sem
sprengjan verður hengd neðan
I áður en tilraunin verður
gerð. Hann sagði að veðrið
væri mjög gott og búizt væri
við þvi að tilraunin yrði gerð
innan skamms.
Norman Kirk forsætisráð-
herra Nýja Sjálands sagði i
dag, að aðförin að snekkjunni
Frjáls 1 gær hefði verið ólög-
leg. Stjórn landsins hefur
beðið franska sendiherrann i
Wellington að ganga úr
skugga um að vel sé farið með
áhöfn snekkjunnar, en i henni
voru margir Nýsjálendingar.
sameinast 1. september næst-
komandi, en eitthvað babb virðist
komið I bátinn, þvi aö samein-
ingin hefur ekkert verið undir-
búin. Svo virðist m.a. sem
Egyptar séu litt hrifnir af skoð-
unum Kadafis i menningar-
málum, þvi að hann telur að Kór-
aninn hafi að geyma lausn allra
vandamála og aðrar bækur eða
kenningaróþarfar. Aðgerðir hans
og yfirlýsingar að undanförnu,
m.a. árás hans á kvenfrelsi á
fundi i Kairó, hafa mjög
hneykslað Egypta. Seint i gær-
kvöldi skýrðu e,kypzt yfirvöld frá
þvi að Kadafi og Sadat hefðu
oröið ásáttir um þaö i gær að
fresta sameiningunni um ár, og
láta hina endanlegu þjóöarat-
kvæðagreiðslu fara fram 1. sept-
ember 1974.
Þessar fréttir hafa þó ekkert
dregið úr sameiningarvilja
Libýumanna. Eftir hádegi i dag
kom „sameiningargangan” til
hafnarborgarinnar Benghazi, og
voru þátttakendur fullir af eld-
móði og ákveðnir að halda áfram
til Egyptalands. Egypzk yfirvöld
hafa áform um að stöðva gönguna
i hafnarborginni Mersa Matruh,
um 190 km fyrir innan landamæri
Egyptalands, en i fréttatilkynn-
ingu frá Libýsku fréttastofunni
stóð að Libýumenn vissu ekki
einu sinni hvar sú borg væri. Sagt
er að 100 manna sendinefnd muni
fara á fund Sadats, forseta
Egyptalands og afhenda honum
kröfuskjal ritað með blóði.
43 farast
í bílslysi
GRENOBLE 19/7 — A.m.k. 43
menn létu lifið þegar beigiskur
hópferðablll ók út af fjallvegi i
grennd við borgina Vizille i
frönsku ölpunum i gærkvöldi.
Hrapaöi hann 25 m niður i ána
Romanche. I bilnum voru 49
belgiskir ferðamenn, og lifðu sex
þeirra af slysið.
Getur Framkvasmda
stofnun stöðvað
Seðlabankann ?
Rœtt við Ragnar Arnalds, sem er formaður
stjórnar Framkvœmdastofnunnarinnar
I tilefni af samþykkt
stjórnar Framkvæmdastofn-
unar rikisins um tilmæli til
Seðlabankans, að hann fresti
byggingu bankahúss við
Arnarhól i Reykjavik, sneri
Þjóðviljinn sér til Ragnars
Arnalds, sem er formaður
stjórnar Framkvæmda-
stofnunar og innti hann frétta
af málinu.
Við spurðum Ragnar — er
ekki óvenjulegt að Fram-
kvæmdastofnunin gripi inn i
mál með þeim hætti sem hér
hefur gerzt?
— Þetta mál er sérstaks
eðlis, sagði Ragnar, cn það er
hlutverk Framkvæmdastofn-
unarinnar að hafa heildar-
stjórn á fjárfestingarmálum.
Þó að Framkvæmdastofn-
uninni sé ekki beinlínis ætlað
það hlutverk að leyfa eða
banna einstakar fram-
kvæmdir, þá hefur hún
afskipti af miklum fjölda
framkvæmda bæði beint og
óbeint. Yfirleitt verða engar
framkvæmdir að veruleika án
mikilla lánveitinga og kemur
þar mjög til kasta Fram-
kvæmdastofnunar rikisins,
þar sem hún ræður yfir 2,mjög
stórum sjóðum og skipuleggur
fjármögnun allra helztu fjár-
festingarsjóða.
Þarsem Seðlabankinn er, er
aftur á móti um aðila að ræða,
sem ræður yfir eigin fjár-
magni og þarf þvi ekki undir
Framkvæmdastofnunina að
sækja, hvað lánveitingar
snertir.
Ég vil minna á það, að i
samþykktinni er reyndar ekki
Nixon enn í klípu
Þingið takmark-
ar vald forsetans
Ragnar Arnalds
fjallað eingöngu um Seðla-
bankann, heldur ákveðið að
kanna almennt, hvaða fram-
kvæmdum á vegum banka-
stofnana og annarra hlið-
stæðra aðila megi fresta, en
byggingaráform Seðla-
bankans eru nefnd sérstak-
lega, vegna þess að verkið er
rétt um þaö bil að hefjast.
— Vilt þú einhverju spá um
viðbrögð Seðlabankastjórnar?
— Af okkar hálfu er þarna
um eindregin tilmæli að ræða,
og i framhaldi af þeim fara
fram viðræður fulltrúa Fram-
kvæmdastofnunarinnar og
Seðlabankans og munu þær
hefjast nú þegar, Ég tel svo
ekki óliklegt, að rikisstjórnin
muni álykta eitthvað um
málið, en fram hefur komið
opinberlega, að Lúövik Jós-
epsson, bankamálaráðherra
er hlynntur frestun.
— En vilji nú stjórn Seðla-
bankans ekki fallast á tilmæli
ykkar, hefur þá ekki einhver
aðili stöðvunarvald?
— Jú, ég tel i rauninni
engan vafa á þvi, að i sam-
ræmi viö lögin um Fram-
kvæmdastofnun rikisins, þá
getum við i stjórn Fram-
kvæmdastofnunarinnar sett
almennar reglur um það,
hvers konar framkvæmdir
skuli hafa forgang umfram
aðrar, og þvi er hugsanlegt I
þvi óvenjulega ástandi, sem
nú rikir i atvinnulifi
þjóðarinnar, að kveða á um
það, að öllum bankabygg-
ingum verði slegið á frest.
— En hvað um staðsetningu
bankans, Látið þið ykkur hana
engu skipta?
— Samþykkt okkar er fyrst
og fremst gerð með hliðsjón af
þvi ástandi sem rikir I at-
vinnullfinu, þar sem mjög
miklum vandkvæðum er nú
bundið að fullnægja eftirspurn
eftir vinnuafli. Staösetning
bankans er aftur mál, sem
heyrir undir borgarstjórn
Reykjavikur og er ekki i okkar
verkahring.
Hitt er svo annað mál, að
þaö er min persónulega skoð-
un, að þessi mörgu stórhýsi
eins og stjórnarráðshús, ráð-
hús, Alþingishús og Seðla-
bankahús, sem ætlunin hefur
verið aö troða niður i gamla
miðbænum, séu miklu betur
komin á nýja miðbæjarsvæð-
inu, sem fyrirhugað er i
austurhluta borgarinnar við
Kringlumýrarbraut og þar i
nágrenni.
WASHINGTON 19/7 — Þau
merku tiðindi voru tilkynnt I dag
að Nixon forseti hefði gcfiö leyfi
til þess að seguibandsupptökur af
samtölum sinum við John Dean
og aðra ráðgjafa sina um Vatns-
gatsmáliö yrðu birtar. En
skömmu siðar bar Sam Ervin,
formaður Vatnsgatsnefndar-
innar, þessa frétt til baka: ein-
hver gárunginn hafði verið að
gera gys að honum!
Hins vegar er það ekki spaug að
enn eru horfur á alvarlegum deil-
um milli Nixons forseta og
Bandarikjaþings. 1 gærkvöldi
samþykkti fulltrúadeildin lög,
sem takmarka vald forsetans til
að heyja styrjöld fyrir utan
landamæri Bandarikjanna. Nixon
sem hefur þegar lent i deilum við
þingiö, vegna þess að það neitaði
honum um fjárveitingu til að
kasta sprengjum á Kambodju,
hótaði þvi i nótt að beita neitunar-
valdi sinu þegar öldungadeildin á
að fjalla um lagafrumvarpið I
næstu viku. 1 aðvörun sinni til
leiðtoga Repúblikana I fulltrúa-
deildinni sagði hann, að i frum-
varpinu fælist hættuleg tak-
mörkun á valdi forsetans, og væri
hún i andstöðu við stjórnar-
skrána.
Samkvæmt lagafrumvarpinu
er forsetanum gert skylt aö til-
kynna þinginu allar hernaðarað-
geröir sinar erlendis innan 72
klukkustunda. Ef þingið sam-
þykkir þær ekki verður hann að
hætta við þær innan 120 daga, og
getur hann ekki beitt neitunar-
valdi sinu i þeim málum.
P alestínuskæruliði
tekur gísla
AÞENU 19/7 — Ungur pale-
stinuarabi tók i dag 17 gisla á
hóteli i Aþenu, en lét þá lausa
fjórum stundum siðar, þegar
hann hafði fengið loforð um að fá
að yfirgefa Grikkland i friði.
Palestinumaðurinn, sem er 25
ára að aldri, hafði áður gert til-
raun til að sprengja skrifstofu
israelska flugfélagsins E1 A1 i loft
upp, en óeinkennisklæddum
lögregluþjóni, sem var á verði við
í Aþenu
skrifstofuna, tókst að koma i veg
fyrir það, Lögreglan greip
palestinumanninn meö góðri að-
stoð vegfarenda, en hann sleit sig
lausan og komst inn i hótel i
grenndinni. Þá var hann
vopnaöur handsprengju og vél-
byssu. 1 hótelinu tók hann 17 gisla
og hótaði að skjóta þá. Meðal
þeirra voru tveir lögreglu-
foringjar og bandarisk hjón, en
Framhald á bls. 11.