Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Þriðjudagur 4. september 1973. — 38. árg. — 201. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k Á APÓTEK OPIÐ OLL KVÖLD TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Framkvœmdastjórn Alþýðubandalagsins í ályktun: Átökin verður harðnandi að svara —Því með viðeigandi aðgerðum SKOLINN BYRJAR Krakkarnir byrjuöu i skólanum I gær. Þaö voru um 9800 börn á aldrinum 7—12 ára sem hófu þá skólagöngu vetrarins i skólum Reykjavikur. 6 ára börnin munu svo byrja skóla- námiö siöar i vikunni. Hér á myndinni eru krakkar úr Vesturbæjarskólanum viö öldugötu fyrir utan skólann sinn i gær. Skólinn er i afgömlu húsi, en þaö hefur veriö lagfært mikiö i sumar. (Ljósm. A.K.) Baráttan í dag um 50 mílur Enginn skýtur sér undan þeim vanda með tali um hvað síðar verður í hádegisfréttum út- varpsins síðastliðinn laug- ardag átti Einar Karl Har- aldsson samtal við Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra í tilefni þess, að ár var liðið frá útfærslu ís- lenzku fiskveiðilögsögunn- ar. Ráðherra sagði tæpi- tungulaust frá skoðunum sinum á landhelgisdeil- unni, og þykir Þjóðviljan- um rétt að vekja athygli á ummælum hans. Ráöherra sagöi, aö árangur af útfærslunni væri stórkostlegur, þótt fullnaöarsigur heföi enn ekki unnizt. Aflaminnkun erlendra fiskiskipa hér viö land heföi oröiö veruleg. Stór hluti þeirra væri farinn út fyrir 50 milna mörkin og gerður hefði veriö formlegur samningur viö þrjár þjóöir. Ekki væri gott að átta sig á aflamagni Breta og Vestur-Þjóö- verja. Þó væri ljóst, aö afli Þjóö- verja heföi a.m.k. minnkaö um helming og þeir sent skip sin i auknum mæli á önnur miö. Afli Breta á siöasta ári hefði án efa ekki verið meiri en 140—145 þús. tonn, en ekki 160 til 170 þús. tonn eins og haldiö hefði verið fram. Lúðvik sagði, að engin ástæða væri til aö ætla að ekki næöist samstaða um 200 milur hér á landi. Islendingar heföu alltaf skipað sér i sveit meö þeim þjóö- um, er lengt vildu ganga i þessum efnum og reyndar oft haft forystu á hendi i þeim efnum. Siðan sagði Lúövik: ,,En þaö vil ég segja, aö enginn lslendingur getur i dag skotiö sér undan þeim vanda aö taka fullan þátt i bar- áttu þjóöarinnar fyrir sigri i 50- milna átökunum meö þvi aö draga upp einhverja mynd af þvi hvaö viö eigum aö gcra eftir eitt, tvö eöa þrjú ár, cöa þá þegar ein- hver heimsráöstefna hefur loks- ins lokiö störfum. Aö sjáifsögöu munum viö taka okkur stærri rétt strax og viö getum. En i dag stendur yfir baráttan um 50 milur, og sigur i þeirri bar- áttu mun vcita okkur réttinn til 200 milna síöar”. Líbýumenn þjóðnýta BEIRUT 3/9 — Libýumenn þjóð- nýttu á laugardaginn 51 af hundr- aði af öllum eignum oliufélaga, sem starfa i landinu. Company, Mobil Oil Libya, Gelsenberg, Esso Sirte, Cali- fornia Siatic Oil og Texaco Over- seas. Á fundi framkvæmda- stjómar Alþýðubandalags- ins mánudaginn 3. sept. var gerð eftirfarandi samþykkt um landhelgismálið: Alþýðubandalagiö minnir á þann mikilvæga árangur sem þegar hefur áunnizt á þvi eina ári sem liöið er frá útfærslu land- helginnar i 50 milur. Allar þjóöir nema tvær hafa viðurkennt land- helgi Islands i reynd, en afli Breta og Vestur-Þjóöverja hefur minnkaö til muna frá þvi sem áð- ur var. tslendingar hafa með bar- áttu sinni tekið forystu og vakiö alþjóölega hreyfingu, þannig aö sifellt fleiri þjóöir aðhyllast 200 milna auölindalögsögu. Bretar hafa aukið ofbeldisað- gerðir sinar i islenzkri landhelgi. Arásin á Ægi, sem leiddi til þess hörmulega atburöar aö einn varöskipsmanna lézt viö skyldu- störf sýnir, að átökin haröna. Framkvæmdastjórn Alþýöu- bandalagsins telur timabært aö islenzk stjórnvöld geri eftirfar- andi ráöstafanir: 1. Stöðva verður þegar í stað alla fyrirgreiðslu við brezka njósnaflugvélar. 2. Þess verði krafizt af brezku ríkisstjórninni að hún kalli sendiherra sinn heim. 3. Sendiráði islands hjá Atlanzsha fsbandalaginu verði lokað og hætt þátt- töku i störfum bandalags- ins. 4. öll aðstoðarskip brezka togaraflotans verði kyrr- sett ef þau leita til lands, en tekið við sjúkum mönnum. 5. Gerðarséu ráðstafanir til að stórefla landhelgisgæzl- una svo hún sé færari um að rækja skyldustörf sin. Alþýðubandalagiö hvetur alla landsmenn til að heröa sóknina fyrir fullum sigri i baráttunni fyrir 50 milna áfanganum, sem er verkefni dagsins, jafnframt þvi sem Alþýðubandalagið itrekar fylgi við sem stærsta auölindalög- sögu, en þaö framtiöarverkefni leysir engan undan þeirri skyldu að berjast fyrir 50 milna áfangan- um. Alþýöubandalagiö hvetur landsmenn til sóknar undir kjör- orðinu: ,,Við semjum ekki viö Breta, við sigrum þá”. Það var byltingarráö Libýu, sem tók þessa ákvörðun eftir að slitnaö haföi upp úr samningaviö- ræöum milli Libýustjórnar og fimm stærstu oliufélaganna um hægfara þjóönýtingu og bætur fyrir hana. Tilkynning um þjóö- nýtinguna var svo lesin upp i út- varpinu i Tripoli meöan haldiö var upp á fjögurra ára afmæli byltingarinnar i Lfbýu. Helztu oliufélögin, sem þessi þjóðnýting nær til, eru Esso Standard Libya, Libýsk- ameriska oliufélagiö, Shell Egilsstaöir Egilsstaöir er kauptún i ör- um uppvexti, meö blómstr- andi atvinnulif, eins og raunar öll kauptún á landinu um þess- ar mundir. Viö birtum I dag nokkrar myndir frá Egilsstööum, en þessi mynd er af stærsta einkabúi á tslandi, — Egils- stööum, sem stendur rétt utan viö kauptúniö sjálft. Mynd: Gunnar Steinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.