Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 4. september 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 In memoriam Skúli Thoroddsen læknir Það veit vissulega enginn hvar og hvenær punkturinn verður settur aftan við ævisögur vorar og lifshlaupinu er lokið. Engu að siður kom það nokkuð á óvart, að þú kvaddir okkur svona fljótt, okkur, sem stöndum og horfum á eftir þér þangað, sem við vitum ekki hvar er. Þú varst enn svo kornungur þrátt fyrir 54 ár, þú virtist eiga svo ótalmarga mögu- leika ónotaða, þú, sem varst hinn eldlegi æskumaður með meira en hálfa öld að baki. Ég ætla ekki að rekja ævisögu þina, ég get það ekki, og ugglaust gera það mér færari menn. Mig langaði aðeins til að færa þér þakkir fyrir stutt en ánægjuleg kynni. Þau voru ánægjuleg vegna þess, að hjá þér voru góðar gáfur sameinaðar óvenjulegri hjarta- hlýju og einlægni. Þú áttir hina léttu og leikandi en veiku lund hins siunga manns, sem er jafn vakandi fyrir öllu sem er að ger- ast umhverfis hann, er lifandi i orðsins fyllstu merkingu. Kynni okkar voru stutt, og á þau bar þann skugga, að heilsu þinni fór hnignandi. Alltaf fannst mér þó, að þú værir veitandinn i umræðum okkar um lifið og til- veruna og þú lézt enga fjötra hamla hugsun þinni. En þrátt fyrir skamma viðkynning, kynnt- ist ég þér betur, en þig óraði fyrir. Ég kynntist þér hjá sjúklingunum þinum,sem égstundaði um skeið, meðan þú dvaldist þér til heilsu- bótar erlendis. Þeir elskuðu þig allir og spurðu: „Hvenær kemur Skúli heim?”, og ég man gömul andlit, og af þeim mátti lesa meira um þig en hægt væri að setja á heila bók: ,,Ja, það er nú bara hann Skúli, sem veit allt um mig og mina hagi og alla þá kvilla, sem að mér ganga”. Það var liklega æskan i fasi þinu, sem veldur þvi, að mér finnst alltaf eðlilegast að hugsa um þig sem forsprakka i kátum og fjörugum stúdentahópi, þótt þú værir búinn að vera starfandi læknir i áratugi, þegar við sáumst fyrst. Ég sé þig fyrir mér sem mesta æringjann, leiftrandi af lifsfjöri, hrók alls fagnaðar, pott- inn og pönnuna i öllum fyrirætl- unum félaganna, fremstan á mannamótum. En ég veit, að á öllum þinum vegum varstu ávallt Dvínandi borgaralegur meirihluti í Svíþjóð STOKKHÓLMI 1/9 — Hídfum öðrum mánuði fyrir kosningar benda skoðanakannanir til þess að borgaraflokkarnir hafi meiri- hluta meðal kjósenda, en hann fer minnkandi. Samkvæmt þeim hafa borgaraflokkarnir 50,5% kjósenda á bak við sig, sósial- demókratar 41 og Vinstri flokkur- inn — kommúnistar, 5,5. Að undanförnu hefur fylgi sósialdemókrata staðið i stað, fylgi kommúnista aukizt um hálft prósent og einnig hins litla Kommúnistaflokks Sviþjóðar, sem hefur nú stuðning eins hundraðshluta kjósenda. Nægir það ekki til að fá þingsæti. VOPN BARATTU VINNANDI FÓLKS á einni og sömu leiðinni — til þinnar heittelskuðu, hennar, sem siðar bjó með þér hús og heimili, hennar, sem var þér lifið sjálft. Það var hreint engin tilviljun að hitta þig fyrst ásamt konu þinni i hópi baráttumanna, sem vildu land sitt hreint og óflekkað, vildu hreinsa af þvi öll hervirki og allar menjar um garpskap erlendra bardagamanna. Það var engin tilviljun, að þig var ávallt þar að finna, sem reynt var að rétta hlut litilmagna og smælingja, þar sem barizt var fyrir jöfnun auðs og réttar. 011 þin skaphöfn, hugur og hjarta, var forsenda þess að svo yrði. Að lokum viljum við, fjölskylda min og ég, þakka þér ógleyman- leg kynni. Þau mælast ekki við þann stutta tima, sem þau stóðu, heldur verða þau mikil af ágæti sinu. Okkur er söknuður i huga og við sendum öllum ástvinum þinum hlýjar samúðarkveðjur. Við rýnum á eftir þér út i mósk- una, en vitum þó ekki ljóst, hvert horfa skal. Við vitum aðeins eitt; við komum öll á eftir þér, sömu leið — innnan tiðar. Guðsteinn Þengilsson ln memoriam Hann var kallaður Skúli boy og alla ævi var strákurinn i honum. Einhver mesti sérfræðingur var hann á augnlækningar, en þótt hann væri mikill læknir, ekki að- eins á sérgrein sina, þá var hon- um gefin sú guðs gjöf læknisins að vera ekki aðeins læknir, heldur einnig likn þeirri manneskju sem hann stundaði. Skúli Thoroddsen var heimilis- læknir minn um margra ára skeið. Hann tók i rauninni við af frænku sinni Katrinu Thoroddsen og öll þau mörgu ár sem ég átti bágast tók hann að sér það erfiða hlutverk að hjúkra konu minni sjúkri. Mér eru minnisstæðar heimsóknirnar hans á hverjum morgni i húsið á Viðimel 70. Ég sagði einu sinni við Binu konu mina: „Thoroddsensbrosið er komið”. Skúli átti bros Guðmund- ar prófessors föður sins. Um leið og ég vil votta börnum hans samúð mina get ég ekki látið hjá liða að minnast konu hans. Drifu Viðar, sem hins trúa og ein- læga förunautar hans. Fáum eiginmönnum auðnast að eignast slikan vin og félaga og hún var honum, bæði aflið og ljósið, þegar hún hvarf honum i hylinn svarta. Sverrir Kristjánsson Þegar undan eru skildir nánir ættingjar og venzlamenn þá er mér óhætt að fullyrða að andláts- fregnhefur ekki snert okkur hjón- in ónotalegar, en þegar við lásum fréttina um andlátSkúla Thorodd- sens. 1 tuttugu ár var hann búinn að vera tengdur fjölskyldu okkar svo sterkum böndum, að maður áttar sig fyrst á þvi þegar þau slitna, hve sterk þau voru. 1 tuttugu ár hafði hann verið sá maður, sem alltaf var leitað til þegar einhver heilsufarsvand- kvæði bar að höndum og alltaf i fullvissu þess, að þar yrðu ráðin þau ráð, sem vænlegust væru. Það kom nokkuð af sjálfu sér, þegar við fluttumst hingað suður, að við veldum Skúla sem heimilislækni. Konan min hafði unnið með honum á sjúkrahúsum á námsárum hans.og það var svo um alla, sem með honum unnu, að þeir uröu vinir hans upp frá þvi. Og slikur sem hann hafði ver- ið sem samstarfsmaður, varð hann henni sem læknir. 1 marg- háttuðu heilsuleysi, sem hún hef- ur átt við að striða, hefur hún alltaf fundið mest traust i þvi að leita til hans. Sjálfur hef ég verið það lánsamur, að þurfa ekki mik- ið að leita læknis, utan einu sinni, og þá brást hann mér heldur ekki. Það hefur stundum verið sagt um lækna, að þeir hugsi fyrst og fremst um peninga. Hvað sem kann að vera um aðra, þá er það vist, að það átti ekki við um Skúla Thoroddsen. Honum var læknis- hlutverkið, i þess orðs fyllstu og beztu merkingu, eitt og allt. Þvi helgaði hann krafta sina af slikri ósérplægni og elju, að hann var orðinn slitinn af erfiði langt um aldur fram. Og hann hafði einnig það skarpa sjón, að hann sá ekki aðeins þau mein, sem hrjá mannslikamann, heldur einnig þau, sem hrjá þjóðarlikamann. Hann sá vandkvæði fólks i félags- legu samhengi. Með skoðanir sin- ar á þeim málum fór hann aldrei 1 launkofa. Ég get ekki sleppt þvi, i þessum fátæklegu orðum, að minnast konu hans, Drifu Viðar, sem hann missti fyrir rúmum tveim árum. Ég veit, að ljúft og uppörvandi viðmót hennar og næmur skiln- ingur á kjörum þeirra, sem viö sjúkleika og vandræði áttu að striða, hefur i mörgum tilfellum aukið drjúgum lækningamátt þeirra lyfja, sem maður hennar lét af hendi. Svipleg brottför þeirra hjóna langt um aldur fram er vinum þeirra meira harmsefni en orð fái lýst. Og nú er ekki annað eftir en að þakka. Ég er að visu einn þeirra, sem ekki er gefin fullvissa um að látinn lifi, öðruvisi en i verkum sinum og minningum samferða- manna, en ég vil að ástvinir þeirra, sem við hjónin vottum okkar dýpstu samúð, viti um þá miklu þakkarskuld, sem við telj- um okkur i. Oft er sagt, að i þvi sé huggun, að hafa átt gott fólk að vinum og að visu er það satt, en þeirra er lika sárt að sakna. Asgrimur Albertsson ALLT í EINUM FRAMSÓKNAR- KALFI! Hverjir stóðu að ,Jaugardagsbyltingunni” í Framsóknarflokknum? Hvernig var hún framkvæmd? Af hverju varð „Möðruvallahreyfingin’1 til? Framsóknarmaðurinn Einar Björgvin, fyrr- verandi þingfréttaritari Timans, skýrir klofn- ingsþróunina i Framsóknarflokknum. Einnig rekur hann samskipti frammámanna flokksins innbyrðis og segir opinskátt álit sitt á nokkrum þeirra. Þetta er efni 4 siðna kálfs, sem fylgir Alþýðu- blaðinu á miðvikudag. Mikið úrval af skólafatnaði Terylenebuxur barna nr. 4 kr. 975. —, nr. 6—8 kr. 1175.-, nr. 10—12 kr. 1275.-, nr. 14, kr. 1450.-, Buxur og skyrtusett nr. 4—10. Verð kr. 2000,- til kr. 2375,- Terylenebuxur og flauelsbuxur unglinga. Verð kr. 1850,- til 2020,- Blússur og peysur i miklu úrvali. Verzlunin SIF, 24PT Laugavegi 44. Sími 12980. FERSKIR AVEXTIR Nútimafólk borðar meira og meira af ferskum á- vöxtum. Holl og góð fæða, fyrir börnin, fyrir alla. Ferskir ávextir eru mjög viðkvæmir, en nútimatækni í flutningum og SAMVINNA í innkaupum tryggja mestu mögulega fjölbreytni og gæði, hjá okkur. f f %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.