Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Tékkarnir tefldu i Hafnarfirði: Urslit 34:16 Dómur kveðinn upp yfir Jakir og Krasín Tékknesku skákmennirnir sem hér hafa keppt að undanförnu háðu lokakeppni sina á hraðskák- móti i Hafnarfirði i gær. Keppt var á fimm borðum og tefldar alls 50 skákir. Tékkarnir unnu keppn- ina með 34 vinningum gegn 16. Bezta útkomu hlaut Hlousek, 9 vinninga, þá Tichy 8.5 og siðan Boukal 7,5, Petras 5, Sigurgeir Gislason 4,5, Haspl 4, Sigurður Herlufsen 3,5. Asgeir Asbjörnsson og Freysteinn Þorbergsson 3 og Stigur Herlufsen 2. A sunnudag sigraði Hlousek á hraðskákmóti Taflfélags Reykja- vikur, hlaut 15,5 vinninga, en næstur varð Sævar Bjarnason með 14,5 vinninga, en i þriðja sæti varð Petrás með 13,5 vinning. Reykvikingar sigruðu i borgar- keppninni með 11,5 gegn 4,5 og hlýtur það að teljast mjög góð út- koma. Tékkarnir halda heimleið- is i dag. sj. MOSKVU 3/9 — A laugardaginn var kveðinn upp dómur i málinu gegn sovezku andófsmönnuiium tveimur, sagnfræðingnum Pjotr Jakir og hagfræðingnum Viktor Krasin. Þeir fengu báðir þriggja ára fangelsisdóm og þriggja ára útlegð að honum loknum. Þessir dómar voru taldir fremur inildir og stafar það af þvi að mennirnir höfðu játað á sig allar sakir. Þessir dómar hafa vakið á- hyggjur manna um að fleiri að- gerða sé að vænta gegn helztu andófsmönnum og beinist athygl- in þá að eðlisfræðingnum Sakhar- of og skáldinu Solsénitsin. 1 dag birti málagagn sovézka kommúnistaflokksins, Pravda,yf- irlýsingu frá 12 sovézkum tón- skáldum, m.a. Dmitri Sjostakov- its og Aram Katsaturian, þar sem þeir fordæmdu þau orð, sem Sak- harof hefur látið falla við erlenda fréttamenn i Moskvu. Þeir sögðu að þau væru nið um hinn sovézka veruleika. Aður höfðu 40 visinda- menn fordæmt Sakharof, og var yfirlýsing tónskáldanna hin sjötta af þessu tagi. Handknattleiksfélag Kópavogs Piltar i 2., 3. og 4. flokki, sem ætla að æfa handknattleik hjá Handknattleiksfélagi Kópavogs i vetur, eru beðnir að koma i I- þróttahús Kársnesskóla i dag, þriðjudaginn 4. sept. kl. 8.15. AÐALFUNDUR Aðalfundur vináttufélags tslands og Kúbu verður hald- inn miðvikudaginn 5. septem- ber kl. 8.30 i Mirsalnum Þing- holtsstræti 27. Kúbönsk plaköt og bækur til sölu á fundinum. Stjórnin. Fylkir — Hörkuspennandi úrslitaleik I A- riðli 3. deildarinnar lauk með jafntefli, en leikurinn fór fram i gærkvöldi. Það voru Fylkir og IBt sem þarna léku og urðu lokatölurnar 2-2, Isfirðingar jöfnuðu á 45. min. siöari hálfleiks, aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Það var Gunnar Pétursson sem tók forystuna fyrir tsfiröinga á 23. min. og var staðan i hálfleik 1-0. RÓM 3/9 — Fjórtán menn hafa nú látið lifið i kólerufaraldrinum sem nú geisar i ttaliu, og hefur drepsóttin breiðzt frá Napóli og Bari til Rómar og Sardiniu. Háaldraður maður lézt úr kóleru i Róm á sunnudagskvöldið, en búiö er að bólusetja alla ætt- ingja hans og alla sem hafa um- gengizt hann. Fiskkaupmaður i Cagliari á Sardiniu hefur fengið einkenni sjúkdómsins. t Napóli og Bari dóu tveir menn úr kóleru i dag. Flestir þeir sem látizt hafa MOSKVU 2/9 — Shirali Mislim- ov, sem talinn var elzti maður heims, andaðist á sunnudaginn i hcimaþorpi sinu i Kákasusfjöll- um. Hann var talinn 168 ára gam- all. Ekki eru til neinar kirkjubækur né fæðingarvottorð sem sanna aldur Mislimovs, en samkvæmt upplýsingum sem hann hafði áður lagt fram varð hann 168 ára 19. maf i vor. t fyrra vetur fékk hann lungnabólgu, og var það i fyrsta skipti á ævinni sem honum varð misdægurt. Siðan hefur hann átt Nýlega er komin út hjá Rikisút- gáfu námsbóka lesbók eftir Þor- vald Sæmundsson kennara, er nefnist Bernskunnar strönd. 1 bókinni segir frá æskuárum drengs, sem elst upp i sjávar- þorpi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Lýst er lifi og starfi fólks- ins og þeim veigamiklu breyting- um á atvinnuháttum, sem verða á þessum tima. Náttúrulýsingar byggöarlagsins eru mikill þáttur ÍBÍ 2:2 A 16. min. siðari hálfleiks jafn- aði Jón Sigurðsson með fallegu skoti, beint úr hornspyrnu. 25. min. færði Fylki annað mark og var Guðmundur Bjarna- son þar að verki með fallegt skot eftir fyrigjöf frá vinstri. A 45. min. jöfnuðu tsfirðingar og var það Albert Guðmundsson sem þá potaöi boltanum inn eftir mikla þvögu. Annar leikur milli liöanna verö- ur að fara fram siðar. — gsp úr sjúkdómnum siðan faraldurinn hófst fyrir tiu dögum eru gamlir menn. Heilbrigðisyfirvöld ttaliu telja sig nú hafa fundið ástæðuna fyrir kólerufaraldrinum, þvi að flestir þeir, sem sýkzt hafa, höfðu borö- að skelfisk, sem hafði verið smyglað til Italiu frá Noröur- Afriku, e.t.v. frá Túnis, án þess að fara i gegnum venjulegt eftirlit. Yfirvöldin hafa nú hert eftirlit með mörkuðum, veitingahúsum og vöruhúsum, þar sem skelfisk- ur er seldur eða geymdur. við veikindi að striða, að sögn Tass-fréttastofunnar, en hún skýrði þó ekki frá þvi hvert varð banamein gamla mannsins. Það er ekki einsdæmi að ibúar Kákasusfjalla verði öðrum mönn- um eldri. Mislimov sagði sovézka blaðinu Trud að langlifi hans st'af- aði sennilega af hinu góða fjalla- lofti, stöðugri vinnu og reglusömu lifi. Hann reykti einu sinni fyrir 150 árum, en varð veikur af þvi. Brennivin hafði hann ekki drukk- iðsiðan 1831. Mislimov átti sæg af afkomendum, og lifir þriðja kona hans. bókarinnar. Þess er aö vænta, að við lestur bókarinnar verði börn og ungling- ar nokkurs visari um lifskjör almennings i upphafi þessarar aldar og þann mun, sem þar er á orðinn, auk þeirrar ánægju, sem þau hafa af lestrinum. Halldór Pétursson mynd- skreytti bókina, sem er 172 bls. að stærð og prentuö i Prentsmiðju Hafnarfjaröar. W aldheim ræðir við Hussein AMMAN 3/9 — Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi I dag við ltussein Jórdaniukonung og Zeid al-Rifai forsætisráðherra landsins eftir að hann hafði flogiö i þyrlu meðfram mörkum Jórdans og tsraels. Jórdania var siðasti áfanga- staðurinn á ferð Waldheims i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, en hann hefur ferðast þar um og rætt við helztu ráðmenn til aö reyna að finna málamiðlunar- leiðir i deilum Israels og Araba. t Jórdaniu heimsótti Waldheim flóttamannabúðir Palestinu- araba, þar sem honum voru af- hentar þrjár áskoranir til Sam- einuðu -þjóðanna um aö leysa deilumálin fyrir botni Miðjarðar- hafs á réttlátan hátt. t áskorun- unum stóð að lsraelsmenn ættu aö láta af hendi öll svæðin, sem þeir hernámu i sex daga striöinu, og i einni þeirra, sem 60 af helztu leiðtogum palestinuaraba höfðu undirritaö, var lögðð áherzla á að allir Palestinumenn væru þvi andvigir að tsraelsmenn settust að á vesturbakka Jórdanár, sem þeir hafa nú á valdi sinu. Þjóðnýtum Framhald af bls. 7. skikka oliufurstana islenzku til að leggja miljónir og miljónatugi i þaö aö endur- nýja oliugeymslu- og dreif- ingarkerfi sitt. Þvi ber nú að vitna i hið ágæta ólafskver, og byrja þegar á að hagræða oliu- dreifingarkerfinu með þvi að rikið yfirtaki þaö og byggi upp að nýju. Það hafa verið gefin út bráðabirgðalög aö minna til- efni en þvi, að þjóðnýta þarf oliufélögin islenzku til að forð- ast frekari spjöll á lifriki landsins. Nú er tækifæri til.—úþ Kaupmaöurinn mælir með Jurta! Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður ÁRSÆLS SIGURÐSSONAR, trésmiðs Hringbraut 97 Margrét Ottósdóttir Már Arsælsson IJlja Kristjánsdóttir Hrafnkell Arsælsson Svava Agústsdóttir Snorri Arsælsson Hjördis Iljörleifsdóttir Kólerufaraldurinn breiðist út á ítaliu ELZTI MAÐUR í HEIMI LÁTINN Lestrarbók frá rikisútgáfunni Bernskudagar á Strönd Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Blaðburðarfólk! Þjóðviljann vantar fólk til að annast dreifingu og innheimtu fyrir blaðið viðs- vegar um borgina. Fólk á ýmsum aldri kemur til greina, en ekki sizt er óskað eftir rosknu fólki eða húsmæðrum. Vert er að vekja athygli á, að blaðburður er sérlega heppilegt morguntrimm fyrir skrifstofufólk og aðra kyrrsetumenn. Upplýsingar i simum 17500 og 17512. PIPULAGNIR Nýlagnir-breytingar II,.1. simi 36929. FÉLAG ÍSLENZKRA HLJIIHM útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.