Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hér er veriö að hefja byggingaframkvæmdir við stórhýsi Aöalverktaka við Höfðabakka, en Aðalverktakar eiga lika húsið i baksýn. Þessi nýja bygging getur hentað Tækniskólanum mjög vel, að áliti arkitekta, og húsnæðið getur verið fullbúiö næsta haust. Hér er lausnin á húsnæðisvandræðum skólans, segja Tækniskólamenn. (Ljósm. AK) ILLA BUIÐ AÐ TÆKNISKÓLANUM Nemendur og kennarar fjölmenntu til ráðherra Tækniskóli islands var sett- ur i gær, Bjarni Kristjánsson rektor setti skólann, en aðsókn er mikil að skólanum. Hins vegar er húsnæði skólans gjörsamlega óviðunandi, og hefur enn ekki rætzt úr þvi vandamáli. Við skólasetninguna flutti á- varp Sigurður Hlöðversson, form. nemendaráðs skólans, og fjallaði hann eihnig um þaö hversu illa er búið að skólan- , um varðandi húsnæði. Kennsla fer fram á fjórum stöðum, sums staðar við mjög slæmar aðstæður. Nú býöst skólanum hins vegar gott leiguhúsnæði i nýbyggingu Aðalverktaka við Höfða- bakka. Nú vilja Tækniskóla- menn skora á menntamála- ráðherra að hlutast til um að húsnæðið við Höfðabakka fá- ist, og kynnti Sigurður tillögu þar að lútandi og hvatti menn til að fylk’ja liði til ráðherra og' sýna honum að hann hefði góðan liðstyrk i baráttunni við fjárveitingavaldið. Að lokinni ræðu Sigurðar talaði Ólafur Jens Pétursson form Tækni- kennarafélagsins, og lýsti yfir stuðningi kennara við fram- tak nemenda. Að lokinni setningarathöfn skólans gengu svo nemendur og kennarar niður á Hverfis- götu, og var menntamálaráð- herra þar afhent ályktun nem- endaráðs svohljóðandi: ,,Svo sem yður er kunnugt, hefur Tækniskóli Islands búið um árabil við ófullnægjandi aðstæður i húsnæðismálum. Eftir nýstaðfesta reglugerð fyrir skólann, þar sem gert er ráð fyrir fjölþættri starfsemi, vex húsnæðisþörfin verulega. Nemendum skólans er kunnugt um eina raunhæfa til- lögu um lausn þessa vanda, þ.e. leiguhúsnæði við Höfða- bakka hér i borg. Ef þér hafiö ekki tekið á- kvörðun um aðra fullnægjandi lausn, skorum vér á yður, að þér hlutizt nú þegar til um samþykkt umræddrar tillögu, svo að skólinn fái einn sama- staö haustið 1974”. Húsnœðisskorturinn i Eyjum: Ætla Eyjabúar að okra á Eyjabúum? keypt að kaupa þau hús „fyrir meiri peninga en þá sem það fær I bætur fyrir nýju húsin sem það missti”, eins og segir orðrétt i bréfinu. Hópurinn skorar á ráðamenn i Viðlagasjóði að flýta sem mest uppbyggingu og gera hana sem glæsilegasta. sj. Sigurður Magnússon forstjóri Feröaskrifstofu rikisins. Nýr forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins: Ríkisstofnun skömmtuð óarðbærustu yerkefnin Þjóðviljanum hefur borizt afrit af bréfi sem er stílað til Eyjapistils. Undir bréfið skrifa 72 Vestmannaeyingar, en tilefni skrifanna er sam- tal við Hafstein Stefáns- son, bæjarfulltrúa i Eyj- um, er fjallaði um endurkomu fólks til Eyja og erfiðleika sam- fara þvi. Þessi hópur mótmælir öllum úrtöl- um i sambandi við flutn- ing fólks til Eyja. 1 bréfinu segir m .a.: „Hin sorg- lega staðreynd er sú, að það sem gerir búsetu hér i vetur erfiða, eða jafnvel ómögulega, fyrir margt fólk sem vill snúa heim Tilnefndir menn á stjórnlagaþing KAIRÓ 3/9 — Rlkisstjórnir Libýu og Egyptalands birtu í gær nöfn hundrað stjórnmálamanna, sem eiga að semja stjórnarskrá rikja- sambands þessara landa. aftur strax, er húsnæðisskortur”. Ástæðan fyrir húsnæðisskortin- um er i bréfinu talin meöal ann- ars sú, að sumt af nothæfu hús- næði sé I eigu fólks sem ætlar ekki heim i bráð, vill ekki leigja öðrum og að mikið af eldra húsnæði er ekki til leigu, heldur til sölu fyrir mikinn pening, og fólk ekki gin- A laugardaginn var tók Sigurður Magnús- son, blaðafulltrúi Loft- leiða i um það bil aldar- fjórðung, við starfi for- stjóra Ferðaskrifstofu rikisins af Þorleifi Þórð- arsyni, sem hafði stjórn- að stofnuninni frá þvi 1945. A blaðamannafundi I gær kom það greinilega fram, að margt hefur lagzt á sveif gegn þessari rikisstofnun: önnur fyrirtæki og einkaaöilar hafa sölsað undir sig þau viðfangsefni hennar sem á- batasömust hafa verið og vildu enn kippa undan henni arðvæn- legustu Edduhótelunum. ,,Ef menn kjósa”, sagði Sigurður, „að rikið haldi uppi samkeppni við einkarekstur, þá verður að búa svo um hnúta, að rikisskrif- stofan fái fullt frelsi til harörar samkeppni i þeim greinum sem arðvænlegastar eru, i staö þess að takmarka starfsemina við þá þætti sem varla eru vænlegir til mikillar fjáröflunar”. A fund- inum kom það m.a. fram, að stofnunin er aö flytja i nvtt hús- næði um næstu mánaðamót. Er það i húsi Sölufélags garðyrkju- manna viö Reykjanesbraut. — Nánar verður sagt frá fund- inum i næsta blaði. liminn stækkar Timinn kom út i gær, en þaö er i annaö sinn sem hann kemur út á mánudegi. Þjóöviljinn haföi tal af Kristni Finnbogasy ni, fram- kvæmdastjóra Tiinans og spurði hann hvort ákveöiö væri aö halda áfram mánudagsútgáfu Timans. — Það er ekkert ákveðið i þeim efnum, sagði Kristinn. Við höfum ákveðna löngun til að leysa úr blaðaleysi kaupenda Timans á mánudögum, en það eru ýmis ljón i veginum, til dæmis samningar við blaðamenn og prentara, og aldeilis óvist hvernig þeim mál- um reiðir af. Hins vegar er ákveöið að stækka blaðið enn frá þvi sem verið hefur og verður það 20 siður þrjá daga vikunnar, 24—32 siður einn dag og 40 siður tvo daga, sagði Kristinn og er ekki að finna á þeim framsóknarmönnum neinn uppgjafatón. —úþ Úrsögn úr NATO og brezka sendiherrann til Bretlands Fischer hugsar sér til hreyfings: Boðið upp á nýtt einvigi við Spasskí? WASHINGTON — New York Times skýrir frá þvi, að Bobby Fischer ætii að koma fram i Evrópu opinberlega á næsta ári, leika fjöltefli og jafnvel skora Spasskiaftur á hóim. Er þetta haft eftir málafærslu- manni Fischers, Stanley Rad- er. Rader segir, að Fischer sé hress og við beztu heilsu, hvað sem orðrómi liði. Rader er að fara til Evrópu n.k. sunnudag til að semja um tvö fjöltefli sem Fischer efnir til og keppni, þar sem hann á i höggi við samanlagða olympiusveit Hollendinga. Rader sagði aö Fischer hefði einnug hug á að fara I skákferöalag um Austur- Evrópu. Fischer hefur beint mörgum skeytum að sovézk- um skákmönnum fyrir að þeir hjálpi hver öðrum á mótum og fengið stundum skammahrin- ur I staöinn. Engu aö síöur er Fischer mjög vinsæll þar eystra. Rader hefur hug á aö stinga upp á einvigi milli Spasskís og Fischers og fengi sigurvegarinn miljón dali i verölaun en sá sem tapar um 2C0þúsund. Þeir mundu skipta með sér jafnt tekjum af sjón- varpsefni o.þ.l. Eftirfarandi samþykkt hefur stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik gert og sent hana forsætisráðherra: Fundur i stjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna i Reykjavik haldinn 31. ágúst 1973 skorar á rikisstj. Islands að visa sendiherra Breta þegar í stað úr landi vegna þeirra atburða sem gerzt hafa á tslandsmiðum nú undanfariö og leitt hafa til mann- tjóns sem Bretar bera fulla ábyrgð á. Einnig skorar stjórn Samtak- anna á rikisstjórnina að hefja nú þegar undirbúning að úrsögn úr NATO.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.