Þjóðviljinn - 09.09.1973, Blaðsíða 1
I DAG
Kvikmyndir
Þórhallur Sigurösson
skrifar um kvikmyndirá
2. síðu. i þetta skiptið er
Fellini á dagskrá.
Uppruni
Það er ekki algengt að
ungir menn setjíst niður
og skrifi góða grein um
uppruna sinn, þjóð sína
og landið sjálft. Þetta
hefur Sigurður Guðjóns-
son gert. Greinin er birt
á 3. síðu blaðsins í dag.
Norskar kosningar
I dag fara fram kosning-
ar í Noregi. Þjóðviljínn
ræddi af því tilefni við
Jón Gunnarsson lektor
við Háskólann í Osló.
Frá því er greint á 4. síðu
blaðsins.
Ljóð eftir
Guðmund Böðvarsson
er birt á 7. siðu blaðsins.
Ljóð Guðmundar heitir
Krossgáta.
I kranakjöftum
Á morgun er útifundur
vegna bankabyggingar
á Arnarhólnum. Af því
tilefni skrifar Ingiberg
Magnússon grein er
hann nefnir „Mann-
eskjulegt umhverfi'' í
kranakjöftum. Sjá 7.
síðu.
Þetta segja kaupendur
Votmúlans
Hvaða rök skyldu þeir
menn hafa sem með
furðulegum hætti hesp-
uðu af afgreiðslu á
kaupsamningi jarðar-
innar Votmúla fyrir 30
milj. kr.? Þessar rök-
semdir þeirra kor.ia
fram á 6. síðu blaðsins í
dag.
Freigáta og
dráttar-
bátur gátu
ekkert gert.
Þór klippti
Kl. 4.17 í gærmorgun
skar varðskipið Þór á
togvíra breska togarans
Northern Isles GY 149.
Skipin voru þá um 23 sjó-
mílur innan landhelgis-
markanna norðaustur af
Bjarnarey. Breska frei-
gátan Jagúarog dráttar-
báturinn Englishman
gættu togarans — en
tókst ekki að koma í veg
fyrir klippinguna og
gátu engum „vörnum"
við komið.
Eftir togvíraskurðinn
þakkaði togaraskipstjór-
inn skipherra freigát-
unnar fyrir viðleitnina!
Á þessum slóðum eru
margir breskir togarar
og freigátur um þessar
mundir.
Þá hefur verið klippt
aftan úr 76 veiðiþjófum
— þar af 65 breskum.
Flestir eru farnir að tala
um að bögubósaháttur við
framkvæmdir ýmiss konar
heyri fortíðinni til. Þó er
ekki algjörlega svo. Eftir-
farandi framkvæmdasaga
úr Reykjavík er þessa árs
og henni er enn ekki lokið
að fullu.
Við Vesturberg i Breiðholti III
hefur risið byggð fyrir nokkru.
Þegar slikt gerist fá þeir, sem
byggja, gefna upp ýmsa hæða-
punkta, svo þeir viti hversu hátt
húsin eigi að standa. Þetta gildir
einnig um lóðaframkvæmdir, en
lóðirnar eiga þá að verða i svip-
aðri hæð meðfram allri götunni,
og reyndar sömu hæð ef veí\ er
skipulagt.
Nú gerðist það, að sá sem fyrst-
ur byggði við Vesturberg fékk
gefna upp hæðarpunkta, sem síð-
an reyndust ekki réttir. Siðan
voru öll húsin við Vesturberg
byggð samkvæmt þessum skakka
hæðarpunkti. Næst gerist það að
ibúar blokkanna, en það eru nær
eingöngu blokkir við Vesturberg,
tóku sig til hver af' öðrum og
„standsettu” lóðir sinar. Þær
voru að sjálfsögðu „standsettar”
samkvæmt áðurgefnum og röng-
um hæðarpunkti.
Siðasti framkvæmdaraðili er
svo borgin.
Framhald á bls. 15.
Votmúlagreifarnir Óli Þ. Guöbjartsson oddviti og Guðmundur A. Böövarsson sveitarstjóri á blaða-
mannafundinum sem þeir héldu á Mimisbar Hótel Sögu á föstudagskvöidiö til að skýra fyrir blaöa-
mönnum hvers vcgna þeir keyptu Votmúlann. Sá vasklegi er oddvitinn, en sá settlegier sveitarstjórinn.
(ljósm. —úþ)
Myndin sýnir giögglega, að hæð lóðanna er meiri en gangstigs þess sem verið er að leggja. Einnig sést
rask það sem borgarstarfsmenn urðu að gera tii að koma fyrir niðurföllum og aðgangi að kióaki, sem
gleymdist að taka upp úr undirlaginu fyrir malbikið þegar stigurinn var búinn undir varanlega gerð.
Niðurfölliii gleymdust
Gullfoss þjónustuskip
yið olíuborun?
Að sögn Viggo Maack
skipaverkfræðings hjá
Eimskipafélaginu hafa
þrír aðilar sýnt áhuga
fyrir kaupum á Gull-
fossi, en þó hefur ekkert
fast tilboð borist í skipið
enn sem komið er.
Ahugi manna fyrir Gullfossi
er viða að. Breskur aðili,
sænskur og italskur hafa lýst
sig fýsandi til kaupa. Tveir
fyrrnefndu aðilarnir hafa
komið og litið á skipið, en
italski aðilinn ekki. Breski
aðilinn virðist hafa áhuga
fyrir þvi að notfæra Gullfoss
við oliuboranir, og þá liklega
sem flutningaskip til og frá
oliuturnum á hafinu eða þá
sem nokkurs konar hótelskip.
Eimskipafélagið hefur sett
upp 1 miljón dollara fyrir
skipið, eða um 90 miljónir is-
lenskra króna, og þá 20 þúsund
dollara fyrir aukahluti sem
fylgja kynnu skipinu.
Gullfoss kostaði 16 miljónir
þegar hann var keyptur til
landsins og 18 miljónir þegar
búið var að búa hann upp, ef
svo má taka til orða um það að
kaupa i hann rúmfatnað, borð-
búnað og annað tilheyrandi
farþegaskipum.
Eimskip á nú 15 skip auk
öskju. Elstur skipanna er
Lagarfoss, smiðaður 1949, eða
ári fyrr en Gullfoss.
Nýja Gulifoss hafa þeir i
huga Eimskipafélagsmenn, en
slikur mundi kosta hvorki
meira né minna en 1500
miljónir ef keyptur yrði og
ætlaður væri fyrir 300—350
farþega og búinn nýjustu og
fullkomnustu þægindum sem
farþegaskip nútimans þurfa
að vera búin. — úþ