Þjóðviljinn - 09.09.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
INGIBERG MAGNÚSSON:
„Manneskjulegt umhverfi”
í kranakjöftum
Síðustu misseri hefur það
verið mikil tiska meðal stjórn-
málamanna og annarra, sem
á lýðhylli þurfa að halda, að
tala um „manneskjulegt um-
hverfi”.
1 ljósi siðustu atburða verð-
ur þó ekki annað sýnna en
valdhafarog almenningur hafi
talsvert frábrugðnar hug-
myndir um „manneskjulegt
umhverfi”. Maíbikuð húsa-
sund verða ekki imynd
„manneskjulegt umhverfis” i
augum islensks almennings,
jafnvel þótt þar sé komið fyrir
blómapottum. A sama tima og
Borgarstjórn Reykjavikur
innréttar malbikuðu stofueft-
irlikinguna sina i Austur-
stræti, lætur hún það viðgang-
ast að Seðlabanki Islands
breyti. gróöurhól nokkrum
skrefum frá.i steinsteypt pen-
ingahylki. Það er ef til vill
engin tilviljun að hvort
tveggja gerist á sama tima.
Það má að ósekju minna
þessa menn á að nóg er til af
„manneskjulegu umhverfi” á
islandi, það þarf ekki að búa
til. Einn af þeim stöðum er
Arnarhóllinn.
Breyting Austurstrætis i
göngugötu er svo sjálfsagður
hlutur, að þar ætti engum að
þurfa fyrir að þakka sérstak-
lega, þótt svo muni til ætlast.
En jafnvel þetta framtak frir
ekki borgarstjórn Reykjavik-
ur þeirri ábyrgð að taka á sig
glæpinn á Arnarhóli. Þvert á
móti sýnir það okkur enn einu
sinni þversögnina i tali og
gerðum valdhafanna. Um
„manneskjulegt umhverfi”
mun enginn standa vörð ef al-
menningur gerir þaö ekki
sjálfur.
Byggingarsaga Seðlabanka
tslands hófst ekki á þeirri
stundu er kranakjaftarnir
byrjuðu aö eta upp Arnarhól-
inn. Fyrir nokkrum árum átti
að hefja byggingu hans aö Fri-
kirkjuvegi 11 og fórna fyrir
peningahylkið Thor Jensens
húsinu sem þar stendur einu
fegursta húsi i Reykjavik.
Vegna sterkrar andstöðu
Reykvikinga var hætt við þá
fyrirætlun, góðu heilli, og frá
þvi skýrt að borgin hefði skipt
á lóð við Seðlabankann.
Ekki minnist ég þess hvort
það var upplýst þá, hvaða lóð
Seðlabankinn hefði fengið i
skiptum. Það veit aftur á móti
hvert mannsbarn i dag að það
var hvorki meira né minna en
Arnarhóllinn.
Hvað skyldi nú ráða gerðum
þeirra manna, sem úthluta
Seðlabankanum byggingarlóð
fyrir trektarskripið sitt á
þessum stað, eftir að hafa far-
ið eítirminnilegar hrakfarir
fyrir almenningsálitinu á Fri-
kirkjuvegi 11?
Trúir þvi nokkur að það sé
umhyggja fyrir „manneskju-
legu umhverfi”? Trúir þvi yf-
irleitt nokkur að mennirnir
sem skipulega sneiða niður
siðustu grastoppana i mið-
bænum, undir steinkassa og
malbik, viti hvaö „mann-
eskjulegt umhverfi” er? A
kannski ekki að taka væna
sneið af Austurvelli undir
hraðbraut? Þvi miður verður
sennilega ekki rúm fyrir
Seðlabankann þar, þegar búið
verður að hrekja hann af Arn-
arhóli.
1 þessu máli má ekki bregð-
ast að Reykvikingar taki
höndum saman og efni til
þeirra aögerða er duga til að
stöðva ósómann og það áöur
en búið verður að vinna óbæt-
anleg náttúruspjöll á Arnar-
hólnum. Við skulum hvorki
treysta þvi að borgarstjórn né
rikisstjórn sjái að sér og taki
frumkvæðið, það er og verður
i okkar höndum, uns fullnað-
arsigur er unninn. Sýnum
valdhöfunum að umhverfið er
okkur einhvers virði, en ekki
einskis verður hlutur, sem
þeir geta farið með að vild, án
umboðs frá okkur. Við höfum
aldrei úthlutað Seðlabanka ts-
lands lóð á Arnarhóli og eng-
um gefið umboð til þess.
Seðlabanki skal þar aldrei
risa.
Ingiberg Magnússon.
Verður myndlistarskóli
stofnaður á Akureyri?
A Akureyri er starfandi ungt fé-
lag áhugafólks um myndlist,
Myndlistafélag Akureyrar. Fé-
lagið er byggt upp af fristunda-
málurum, sem hafa aðra vinnu
sér til framfæris en að mála
myndir. I fristundunum hafa fé-
lagsmenn unnið að miklum áhuga
að myndgerð af ýmsu tagi. Fé-
lagið hefur staðið að sex mynd-
listasýningum á Akureyri siðan
það var stofnað fyrir ári siðan.
Fljótlega varð félagsmönnum
ljóst að mikil þörf var á að stofna
til myndlistafræðslu hér á Akur-
eyri og félagið beitti sér fyrir að
norður var fenginn menntaður
myndlistakennari, Guðmundur
Armann Sigurjónsson, og kenndi
hann á fjölmennum námskeiðum
á siðastliðnum vetri i fulloröins,
unglinga og barnaflokkum, sem
féllu undir starfsemi Námsflokka
Akureyrar. Nemendur voru um
150 og er það mjög gott i ekki
stærra bæjarfélagi en Akureyri ec,
Aöstaða sú sem Námsflokkarnir
veittu var ekki viðunandi og
Námsflokkarnir ekki heppilegir
fyrir eölilega framvindu og þróun
myndlistakennslu á Akureyri.
Nú er ætlunin að stofna Mynd-
listaskóla á vetri komanda og
ráða til hans tvo kennara. Sterkar
likur eru fyrir að húsnæði fáist, en
enn vantar uppá að peningahliðin
sé trygg, en vonandi mun bæjar-
félagið hlaupa undir bagga að
einhverju leyti svo og riki. öll rök
falla i þá átt að nauösynlegt sé
fyrir Akureyrarbæ, að hér sé
starfandi Myndlistaskóli og raun-
ar er furðulegt að svo er ekki i bæ
sem talinn er mesti skólabær á Is-
landi. Vilji einhver hér norðan
heiða sækja um inngöngu i Mynd-
lista- og handiðaskóla tslnads
verður hann eða hún að fara suð-
ur til Reykjavikur uppá von og
óvon og þreyta inntökupróf i hálf-
an mánuð. Mikil og hörð sam-
keppni er um að komast inn i
skólann og getur þvi viðkomandi
alveg eins átt von á að snúa heim
aftur og þá búin aö missa af að
komast i aðra skóla svo ekki sé
talað um vinnutap, fjárútlát og
fyrirhöfn. Skóli sem þessi sem
fyrirhugað er aö stofna myndi
veita fólki staðgóða þekkingu og
auka möguleika nemenda á að ná
árangri i inntökuprófi i Mynd-
lista- og handiðaskóla tslands.
Auk þess myndu fristundamálar-
ar fá kennslu i málun og teikn-
ingu. t ráði er að kenna málun,
teikningu, barnakennslu á
aldrinum 5-13 ára i tveimur flokk-
um, ljósmyndun, höggmyndagerö
auk námskeiðs fyrir inntöku i
skólann fyrir sunnan sem áöur er
getið um.
1 vaxandi iðnaðarþjóðfélagi og
iðnaöarbæ er stöðugt meiri þörf
fyrir ýmsa teiknara t.d. auglýs-
ingateiknara, hönnuði af ýmsu
tagi, mynsturteiknara fyrir vefn-
aðinn og fl. og fl. Aö sjálfsögðu
FRIÐUR í
VIENTIANE 7/9 — Pathet Lao-
hreyfingin kunngerði i dag tólf
atriöa uppkast aö friðarsamningi,
sem hreyfingin og rikisstjórn La-
os hafa oröiö sammála um, að
sögn Pathet Lao. Tilkynnti for-
maöur samninganefndar Pathet
l.ao blaðamönnum að samnings-
aðilar hefðu komiö sér saman um
myndun samsteypustjórnar, þar
sem hvor aðilinn um sig hefði
fimm ráöherra og einn varafor-
sætisráðherra.
geturþessi skóliekki fullmenntað
fólk i fyrstu, en hann myndi
leggja grunninn og veita betri
möguleika á að komast á skóla
sem útskrifa fólk með ýmis rétt-
indi innan teiknisviðsins auk þess
sem hann myndi ýta undir mynd-
listarmenn hér i bæ til stærri
átaka og vonandi auka hróður
bæjarins á myndlistarsviðinu.
Það er von okkar að hinn al-
menni borgari Akureyrar veiti
þessu áhugamáli okkar Mynd-
listarfélagsmanna áhuga og
skilning og veiti þvi brautar-
gengi.
(Frá Myndlistafélagi Akureyr-
ar.)
LAOS
Formælandinn sagði að útilok-
að væri að Pathet Lao slægi frek-
ar af kröfum sinum en orðið væri.
Samkvæmt samningnum skal
stofnað til ráðgefandi þings, þar
sem sitja skulu fulltrúar frá
Pathet Lao, Vientiane-stjórninni
og friðar- og hlutleysissinnum.
Vietniane-stjórnin hefur enn ekki
neitt látið frá sér heyra um samn-
ing þennan, en samningaumleit-
anir milli hennar og Pathet Lao
hafa staðið yfir siðan i febrúar.
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
KROSSGÁTA
(Nr. eitt þúsund níu hundruð sjötíu og þrfr.)
„Nei, guð hefur alls ekki gleymt hinum aumari og smærri
þó gæfi hann þér annað hlutverk en mér, sem er stærri,
þvi þú átt þess kost, þó vist sértu vesæll og feiminn,
að vera með i að berjast og frelsa heiminn.
Og þvi hef ég, snáði, valið þér dýrlegan vanda:
á varðbergi, fremstur af öllum, þar skalt þú standa,
sem hetjunnar imynd gegn óvinum frelsis og friðar,
sem færa sig nú upp á skaftið svo himinninn riðar
og smiða nú vélar sem illvigum andsvörum hóta,
þeir eiga flaugar og sprengjur og þeir kunna að skjóta,
og vel mátt þú skilja að þetta er f jandlegur flokkur
þvi Fjandinn kenndi þeim það sem Guð kenndi okkur.
Og það vil ég segja, að þó að ég kunni til verka,
þá þykir mér betra að nálgast með varúð þann sterka;
— nú, hitt hef ég þrautreynt og það kann ég vel að meta,
að þeim er óhætt að kála sem ekkert geta.
En ef að ég skyldi nú skjóta (til reynslu) á svinin
og skálkarnir bregða við hart og fitja upp á trýnin
og drápsskeyti senda sem draga yfir höf og álfur,
þá dugar sko ekki að Ég lendi i þvi alversta sjálfur.
Þvi eins og þú veist þá er enginn i heiminum slikur,
— það er ábyrgðarhluti að vera frægur og rikur.
Já, fest þér i huga, svo þú losnir við hræðsluna og hikið,
að þú hefur svo litið i vösum, en ég aftur mikið.
Ef allt fer að vonum að sjálfsögðu fellur þú fyrstur,
en færð svo þann stein sem er skrautlegast höggvinn og ristur
og kemst loks á blað þar sem kappatal mitt verður ritið,
þá kætist i guði þin sál eftir varðmennskustritið.
Svo biðum við þess að byrji seinasta lotan
og boð komi til vor að ofan: nú skaltu rot’ann.
Styðjum hvor annan. Stöndum saman.
Statt þú fyrir framan.”