Þjóðviljinn - 09.09.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. september 1973
niomiuiNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
VERÐBÓLGA OG HÚSNÆÐISMÁL
Verðlagsþróunin hefur jafnan verið eitt
meginvandamál islenskra efnahagsmála
og svo er enn. Verðbólgan er aðferð auð-
manna til þess að breyta pappirsbleðlum
sinum i steinsteypukrónur. Með þessu
móti hafa þeir, sem bestan aðgang hafa að
bönkunum, getað fengið þaðan ómældar
fúlgur til fjárfestingar, sem hefur staðið
af sér öll veður verðbólgunnar en þeir
hafa endurgreitt þessar skuldir með sömu
pappirskrónunum og hafa þá fengið greitt
i steinsteypu. Þessari aðferð hefur verið
beitt um áratugaskeið af islenskum bur-
geisum. Þeim hefur tekist með þessu móti
að verða það sem kallað er rikir. Eignir
Einars rika Sigurðssonar eru gifurlegar
svo dæmi séu nefnd, en hann hefur ekki
þurft að borga háa skatta af tekjum sin-
um. Hann hefur skuldað og skuldað aftur
— hann hefur eytt áður en hann aflaði og
verðbólgan hefur siðan hjálpað honum til
þess að komast á kjöl.
Þeir peningar, sem islenska yfirstéttin
hefur á þennan hátt fengið eru sparipen-
ingar almennings i landinu. Almenningur
sem átt hefur spariféð hefur að sjálfsögðu
tapað mjög verulega á þessum skiptum og
hefur það eðlilega rýrt trú almennings á
sparnað mjög verulega. Þess vegna hafa
stjórnmálamenn, sem hafa meðvitað eða
ómeðvitað verið á mála hjá burgeisastétt-
inni leikið sér að þvi að telja almenningi
trú um að verðbólgan væri i rauninni hag-
stæð. En slikt hefur aftur haft i för með sér
að mikill fjöldi fólks á íslandi, þúsundir og
aftur þúsundir, eru stritandi skuldaþræl-
ar. Þarna er um að ræða það „þjóðfélag
eignamanna” sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur haft forustu um að skapa — aðrir
hafa svo sungið versin eða a.m.k. viðlagið.
En i þessu þjóðfélagi rikja sannarlega lög-
mál frumskógarins, þar verður sá veiki
veikari en sá sterki sterkari, sá riki rik-
ari, sá fátæki fátækari.
A íslandi kemur þessi aðstöðumunur
sérstaklega fram i húsnæðismálunum.
Nýlega hlutaðist félagsmálaráðherra til
um það að húsnæðismálastjórn fengi fé til
lánveitinga svo uppfylltar yrðu óskir
nokkurra þeirra hundraða sem i þessum
svifum eiga i byggingabaslinu. Að sjálf-
sögðu bar félagsmálaráðherranum emb-
ættisskylda til þess að veita fjármagn
þetta, en um hitt má deila hvort nokkurt
vit er i þvi að halda óbreyttu núverandi
húsnæðismálakerfi. Það er staðreynd,
sem enginn getur mælt á móti, að tals-
verður hluti þeirra lána sem húsnæðis-
málastjórn veitir fer i vasa bygginga-
braskaranna. Það er lika staðreynd, að
ekki er endilega um að ræða það fólk, sem
brýna þörf hefur fyrir húsnæði, sem fær
lán hjá húsnæðismálastjórn. Væri til
dæmis fróðlegt, að kanna hversu margir
hátekjumenn hafa bókstaflega talað geng-
ið i sjóði Húsnæðismálastofnunar rikisins,
enda þótt þeir geti i rauninni sjálfir og af
eigin rammleik komist yfir húsnæði. Það
gefur auga leið að maður sem getur á ann-
að borð búið i sex—sjö miljón króna húsi
er ekki sérstaklega þurfandi fyrir 800 þús-
undin frá húsnæðismálastjórn. En hins
vegar er þetta kerfi húsnæðislána þannig,
að það nýtist ekki almennum launamanni
með venjulegar tekjur. Þetta hefur i för
með sér annars vegar að þeir sem minnst
geta gefast hreinlega upp, en hinir sem
meira geta vinna myrkranna á milli árum
saman meðan verið er að koma ibúðinni
upp. Þannig er húsbyggingakerfið beinn
verðbólguhvati sem siðan hefur i för með
sér brenglað gildismat á flestum sviðum.
Hér er um alvarlegt mál að ræða, sem
almenningur verður að gera sér grein
fyrir.
I dag er byggt meira en nokkru sinni
fyrr og áreiðanlega mun það innan tiðar
létta nokkuð af þrýstingnum á hluta hús-
næðismarkaðarins. En þessar ibúðabygg-
ingar eru utan allra áætlana. 1 þeim eru til
dæmis ekki litlar ibúðir, sem fólk vill
gjarnan komast i á yngri eða efri árum.
Sáralitið er um leiguibúðir, þó margir
vildu heldur leigja en að kasta sér út i
hringiðu skuldasúpunnar. Hér er þvi enn
mikill skortur á húsnæði — vegna þess að
það sem byggt er hentar ekki þeim sem
ibúðir þurfa og það er vegna þess að hús-
næðisbraskið er látið viðgangast. Það er
byggt samkvæmt þörfum gróðans.
Þjóðviljinn skorar á núverandi rikis-
stjórn, sem hefur fulltingi launamanna og
vinstrimanna, að láta það ekki dragast
deginum lengur að tekið verði á húsnæðis-
vandanum með raunhæfum og róttækum
hætti.
Af jarðarkaupum Selfosshrepps
Einstök greiðslukjör
Hér fer á eftir megninkjarni
yfirlýsingar þeirrar óundirrit-
aðrar, sem þeir Óli Þ. Guðbjarts-
son oddviti Selfosshrepps og Guð-
mundur A. Böðvarsson sveitar-
stjóri og hreppsnefndarmaöur
sama staðar lögöu fram á blaða-
mannafundi þeim er þeir boðuðu
til á Hótel Sögu á föstudagseftir-
miðdag.
Þrátt fyrir þá frómu ósk odd-
vitans að skrif þessi yröu birt á
forsföu blaðsins. þar sem aðrar
fréttir af landakaupum Selfoss-
hrepps hafa birst, sér blaðið ekki
ástæðu til að lcggja þá siðu undir
slik skrif þó skemmtileg séu. úþ
1. Hvers vegna þarf Sel-
fosshreppur aukið land-
rými?
Væntanlega munu allir heil-
skyggnir menn vera um það sam-
mála þegar mál þetta er skoðaö,
aö sá timi muni koma, að Selfoss-
hreppi verði enn brýnna en þegar
i dag að eignast meira land. Það
landsvæði, sem er austan Olfusár
og innan endimarka Selfoss-
hrepps i hans eigu mun vera 210
ha. Þegar er búið að nýta af þessu
landi undir byggingar — götur og
annað þess háttar nokkuð á annað
hundrað hektara. A þessu svæði
eru þá eftir ónýttir að þessu leyti
um 100 ha.
Nú gefur það auga leið, að sam-
félag eins og þorpið á Selfossi
þarf þegar i dag og um alla fram-
tið á landrými að halda til ann-
arra nota en hér að framan
greinir.
Nægir þar að nefna til dæmis:
1. Aukið landrými til iþrótta og
útilifs ýmiskonar — hesta-
mennsku og golfiþróttar svo að
eitthvað sé nefnt sem til þarf
verulegt l'andrými. Hafa verður
einnig i huga, að Selfosshreppur
er i dag einn landminnsti
þéttbýlishreppur á landinu en
þeirra næst fjölmennastur. Þá
má heldur ekki missa sjónar á
þvi, hversu hér er um mikið við-
bótarland að ræða en jarðirnar
tvær eru samtals 256 ha að stærð
eða a.m.k. 2 1/2 sinnum stærra
land en Selfosshreppur á ónýtt af
eigin landi austan ölfusar. Eins
og fram kemur á meðfylgjandi
korti er lega lands Votmúlajarð-
anna þannig, að tiltölulega
minnsti hluti þess liggur að
mörkum Selfosshrepps.
Þrátt fyrir þaö verður að telja
þaö eitt höfuð hagsmuna atriöi
Selfosshrepps aö eiga stóran
hluta af Miöflóanum — hvar svo
sem hann þarf helst á landi að
halda næst núverandi mörkum i
náinni eða fjarlægri framtíð.
Mcö þvi skapast Selfosshreppi
sú vfgstaða, sem er aðalatriði
þessa máls og vafalitið mun færa
honum þá möguleika sem skipta,
sköpum ef af þessum kaupum
verður.”
2. Þróun landverðs og lóða
austan fjalls
Samkvæmt fasteignamatinu
nýja, sem tók gildi 1. jan. 1971 er
mat lóða á Selfossi að sjálfsögðu
næsta mismunandi eftir þvi hvar
þær eru staðsettar i þorpinu.
Fasteignamatsverð hvers fer-
metra er kr. 150.- til kr. 500.- að
auki er 20% álag notað við
ákvörðun fasteignagjalds sam-
kvæmt reglugerð fjármálaráðu-
neytisins. Heildarmat þessa
lands er 123.5 miljónir.
Ollum er að sjálfsögðu kunnur
flughraði hinnar islensku verð-
lagsþróunar — ekki sist seinustu
misserin. Engu að siður er eina
leiðin til aö átta sig á raunveru-
legu gangverði lands i nagrenni
Selfoss um þessar mundir sú að
gera grein fyrir þeim landvið-
skiptum, sem Selfosshreppur
hefur gert á seinni árum og verði
pr. fermeter i hverju tilviki fyrir
sig.
1. Arið 1971 keypti Selfoss-
hreppur landspildu úr Hellislandi
8,8 ha vestan ölfusár verð pr. fer-
meter var þar kr. 17,-.
2. Arið 1971 samdi Selfoss-
hreppur um rétt til að leggja hol-
ræsi um óbyggt land i einkaeign i
vestanveröu kauptúninu. Verð
pr. fermeter kr. 60.-
3. Arbæjarland i ölfushreppi,
liggur að mörkum Selfosshrepps
vestan ölfusár. Seinasta sala,
sem þar fór fram var kr. 1 miljón
pr. ha. verð pr. fermeter kr. 100,-.
4.1 ljósi þessara staöreynda ber
að meta verð pr. fermetra Vot-
múlajarðanna, sem er kr. 11,72
pr. fermeter.
3. Gömul saga í dagsljósið
Arið 1964 barst hreppsnefnd
Selfosshrepps tilboð um kaup 20
ha lands úr Arbæjarlandi i ölfusi
sem lá að mörkum Selfosshrepps.
Landinu fylgdi jarðhita- og lax-
veiðiréttindi. Verðtilboöið var kr.
850 þúsund eða kr. 4,25 pr. fer-
meter.
Eins og fram kemur hér að
framan er seinasta sala úr þessu
landi kr. 1 miljón pr. ha. eða kr.
100.- pr. fermeter.
Þeir sem þá héldu um stjórnvöl
Selfosshrepps mátu þetta tilboð
svo að ekki var að þvi gengið.
Menn athugi það að þessi spilda
(20 ha) er i dag að raungildi 20
miljónir kr. virði án laxveiði og
jarðhitaréttindanna og 12 sinnum
minna land en Votmúlajarðirnar
sem fyrirhugað er að kaupa á kr.
30 miljónir sem greiðist á 30
árum.
Annað atriði er ekki siður lær-
dómsrikt við þá afgreiðslu sem
máliö fékk á hreppsnefndarfundi
18. nóvember 1964 samkv.
fundargerðarbók hreppsnefndar
Selfosshrepps, þar segir i niður-
lagi bókunar um þetta mál.
„Engin endanleg ákvöröun
tekin, en ákveðið að halda athug-
unum áfram.” Þegar umboðs-
maður seljanda gekk nokkru
siöar eftir þvi við þáverandi odd-
vita Selfosshrepps Sigurö Inga
Sigurðsson hver afstaöa hrepps-
nefndar yrði til tilboðsins — stóð
ekki á svari enda þótt hrepps-
nefnd hefði enga afstöðu tekið.
Staddur á húströppunum heima
hjá sér svaraði hann þvi til að
ekki yrði að tilboöinu gengið.
Þannig stóð sá að afgreiðslu
þessa máls sem nú sækir harðast
ásamt sinum fylgisveinum að
okkur núverandi forsvars-
mönnum Selfosshrepps fyrir það
að láta eina umræðu i hrepps-
nefnd nægja i þvi máli, sem hér
um ræðir. Þess vegna er það ljóst,
aö hann ber á þvi ábyrgö fyrst og
fremst einn að Selfosshreppur
missti eitt af sinum gullnu tæki-
færum um aukið dýrmætt land-
rými. Og ekki verður annað séð
en að þeim félögum þyki ekki nóg
að gert i að hefta landaukamögu-
leika Selfosshrepps.
Staða málsins i dag og af-
greiðsla þess á fundi hrepps-
nefndar Selfosshrepps 22. ágúst
1973.
Þegar ljóst var, að Selfoss-
hreppur ætti kost á að fá jarð-
irnar Votmúla I og Votmúla II
keyptar fóru fram viðræður milli
fulltrúa Selfosshrepps og fulltrúa
seljanda um verð og greiðslukjör.
Siðan var málið lagt fyrir hrepps-
nefndarfund hinn 22. ágúst s.l.
Þess var óskað, að máliö yrði
afgreitt við eina umræðu enda
ljóst samkvæmt sveitarstjórnar-
lögum, að það var að öllu leyti
löglegt. En samkvæmt þeim ber
hreppsnefnd að hafa tvær
umræöur um eftirtalin atriði.
1. Hina árlegu fjárhagsáætlun.
2. Arsreikninga
3. Reglugeröir
4. Beiöni um aðstoð gagnvart
ráðuneyti
Þess ber að geta, að ekki kom
rökstudd dagskrártillaga fram á
fundinum um frestun á málinu.
Máliö var siöan afgreitt á eftir-
farandi hátt samkvæmt gerðabók
hreppsnefndar Selfosshrepps.
„A fundi Hreppsnefndar Sel-
fosshrepps 22. ágúst 1973 lagöi
sveitarstjóri fram tilboð frá Þór-
katli Björgvinssyni um sölu á
jörðunum Votmúla I og II i Sand-
vikurhreppi fyrir kr. 30 miljónir,
sem skal greiðast á 30 árum meö
jöfnum afborgunum og hæstu
veðmálavöxtum á hverjum tima.
Lánið er afborgunarlaust fyrsta
árið og greiðist eftirá.
Landstærö jarðanna er ekki til-
greind i fermetrum og hún er
miðuð við ýtrustu mörk og landa-
merki gagnvart öðrum I Sand-
vikurhreppi, Stokkseyrarhreppi
og Selfosshreppi samkvæmt land-
skiptabókum og veðmálabókum
Arnessýslu.” Atkvæði féllu
þannig, að með kaupunum
greiddu atkvæði Óli Þ.
Guðbjartsson, Guðmundur A.
Böðvarsson, Páll Jónsson og Guð-
mundur Danielsson. Hjá sátu:
Bergþór Finnbogason og og Haf-
steinn Þorvaldsson (en otuðu
siðan grunlausu fólki fram fyrir
skjöldu er heim var komið á
Framhald á bls. 15.