Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. september 1973 FRA ÚTIFUNDI VEGNA SE THOR VILHJALMSSON, RITHOFUNDUR: Berserkjasveppur meö rennilás I skáldsögum slnum lýsir Franz Kafka umkomuleysi mannsins, sem hann nefnir stundum bara herra K. Hann er að berjast við eitthvert vald sem hann getur aldrei þekkt og hvergi mætt til að tefla við það um örlög sin. Ein bóka Kafka nefnist Höllin; þar býr valdið, þangað er ekki auösótt að komast. Og þar reynast vera endalausar flækjur og vífillengj- ur;aldrei ertu andspænis vaidinu. Enginn er ábyrgur þeirra sem þú mætir, þér er alltaf visað annað. Valdiö býr I engum manni, þaö er hvergi og ræður þvi öllu. Eða er það kannski einhvers- staðar? Hvar? Er nokkur sem ræöur? Hvernig sem menn svara þeirri spurningu, og henni má eflaust svara á ýmsa vegu, virðist enginn vera ábyrgur vegna nýbyggingar Seðlabankans gagnvart okkur, fólkinu sem býr i landinu, og héldum að við ættum það, og þennan hól, og alla þá peninga sem valdið ráðskast með. Við héldum að þessir menn sem nú eru að byggja á hólnum okkar væru okkar þjónar, og skyldugir til að virða samstilltan og ein- dreginn vilja okkar, fólksins i þessu landi. En þeir virðast lita á sig sem þjóna valdsins, ef þeir eru ekki valdiö sjálft hvað sem þetta vald er; og valdinu skal byggð höll. Og sú mikla höll skal keppa við Hallgrimskirkju um athygli þess sem kemur af hafi. Þegar veraldarsöngvarinn okk- ar Eggert Stefánsson kom ein- hverju sinni siglandi til New York á Islenzku skipi gekk hann að far- þegunum sem stóðu i hnapp viö boröstokkinn og störðu á Frelsis- styttuna, þá miklu mynd, og sagði; Hvurer þessi stóra stelpa? Hverju eigum við aö svara þeg- ar sæfarinn spyr: Hvaö er nú betta? og bendir á væntanlega klakahöll Seðlabankans þeg- ar hann er farinn að jafna sig eftir Hallgrimskirkju. Frelsisstyttan bandariska átti að vera tákn frelsis en hvað á þetta að tákna? Eitt sinn fóru kenningar Adams nokkurs Rutherfords einsog eldur um sínu. Þessi Adam hafði dregið úr launhelgum egypzkra pýramiða þá speki að Islendingar væru hin týnda ættkvisl Benjamins úr Tsraelslandi, og væru þvi uppá- haldsþjóð Guðs Almáttugs, og ætlað forystuhlutverk meðal þjóöa heims. llr þvi svona er I pottinn búið hæfir ekki að reisa pýramiðann á heiðna hefðbundna visu, heldur ber hér að hvolfa honum, og reka hann á tittinn nið- ur I klöppina. Væntanlega til þess að hann hafi alþjóðlegri skirskot- un, hefur þessi öfugi pýramiði svip af grafhýsum Indjána i Mexikó. Ennfremur virðist höfð h'liðsjón af byggingarlist eftir Niemeyer i nýrri höfuðborg sem Brasiliu- menn reistu sér i myrkviöum þarsem sólin er skæðasti óvinur mannsins þegar gróöur frum- skógarins hefur verið upprættur. Gluggar hinnar nýju hallar verða lika með sjónhlifum til hliö- anna sem minna á augnaskjól stóru hestanna hjá Carlsberg sem flytja ölið i umferð borgarinnar, og á að tryggja einsýnina. Margir muna leikrit Halldórs Laxness Prjónastofuna Sólina. Þar var allt á annan veg en sýnd- Thor Vilhjáimsson ist. Fegurðardrottningarnar voru niðurringdar renglur, og annað eftir þvi. A byggingin að vera tákn alls- nægtaborðsins; kannski verður hver hæð dulbúin skúffa sem hægt verður að draga út eöa spila út frá tölvu, full með bjargræöi handa þjóðinni, og fuglum himinsins þeim sem ekki hafa farizt i oliu- baði. Þegar vikið er frá hinni tákn- rænu merkingu hefur enginn get- aö svarað þeirri spurningu hvers- vegna húsið sé byggt, hvað þá á þessum stað. Tvö hundruð þúsund tslendingar búa I eitt hundrað þúsund ferkilómetra landi, og ætti að vera hægt að skáka þessu einhversstaðar annarsstaðar nið- ur ef endilega þarf að byggja það sem almenningur fær engan veg- inn séð að þurfi. Snið hússins er þannig að ætti að vera hægt að tylla þvi á gigbarma einsog trekt áleiðis i neðra. Nógir eru gigarn- ir. Mikið hefur verið talað um ein- földun bankakerfisins og sam- runa banka sem eiga stórar hall- ir, og ætti þá að losna þar yfrið húsnæði handa Seðlabankanum, ef hann þarf að koma svona mörgu fólki fyrir og miklum vél- um. Auk þess eru nægir bygg- ingarmöguleikar i gamla mið- bænum, hvað þá i þeim nýja, ef þá langar svona mikið til að byggja. Hver hefur leyft þessa byggingu? Meðan skólakerfi landsins er I öngþveiti vegna hús- næðisskorts, allt frystihúsakerfið þarf að endurnýja, sjúkrahús skortir ibúðarhús. Allir vita um þörfina i Vestmannaeyj- um á næstu árum vegna endur- reisnar þar. Hver hefur leyft þessum bankamönnum að byggja steinsteyptan berserkjasvepp, fyrir á að giska hálfan milljarö ef ekki meira? Meðan forstjórar sömu stofnunar prédika hófsemi fyrir þjóðinni, að hún haldi að sér höndum og dragi af sér I fram- kvæmdum og fjárfestingu. Einu sinni var þessi hóll kallað- ur Grand Hótel af útigangsmönn- um sem nú hafa flutt sig frá Ingólfi I skjól Hallgrimskirkju og þess sem fann Vinland hið góða. Kannski þeir sjái sinn vitjunar- tima á ný þegar hér hefur risið Grand Hótel islenzkra fjármála, og væri kannski hyggilegra bankamönnum að gera virkisgröf umhverfis sökkulinn svo að þeir útlegumennirnir norpi ekki undir pöldrunum með Norðurljós Ein- ars Benediktssonar á vörum og Framhald á bls. 15. GUNNAR GUNNARSSON: ÞORGEIRSBOLI Einhvern veginn finnst manni það ekki hæfa banka, sizt af öllu seðlabanka, að berast of mikið á. Mammon er að visu mikið goð, en ekki að sama skapi geðþekkt. Eg minnist þess ekki að hafa séð hann afmyndaðan sem augna- yndi. Og áhangendur hans, bústn- ir og búlduleitir aura- og maura- púkar, telja sér að jafnaði betur henta að sigla með löndum, hafa sig litt i frammi — nema þegar færi gefur að hrifsa i skyndi bita- stæða bráð. Erlendar bankabyggingar mér kunnar, skera sig yfirleitt úr um traustleik og tildursleysi, einnig hvað Ióðir og legu snertir. En um það er Seðlabankinn islenzki á annarri linu, og er það alkunna. Það virðist vart einleikið meö hvilikum fyrirgangi hann er sér úti um áberandi staðsetningar og ibúrðarmikil húsakynni. Fyrst tranaði hann sér fram við Tjörnina, hugðist reisa þar byggingarbákn, sem siður en svo hefði fegrað annars þekkilegt umhverfi. Og er hneykslisalda al- mennings hrakti hann þaðan, varö hann haldinn slikum fitons- anda, að hann hafði áður en varði tryggt sér eignarhald á öðrum af hinum örfáu gimsteinum borgar- innar, og hefur nú um skeið ham- ast þar eins og naut i flagi, nótt sem nýtan dag, stálnaut að þessu sinni, við af böðulshætti að bylta og brjóta undir sig svæðið svo greipilega og gagngert, að ekki verði unnt að stöðva óhæfuna — vel vitandi, að risin er önnur hneykslunaralda, engu minni hinni fyrri, alda, sem hefur fyllsta hug á að verða banabára hans á þessum staö. En nú skal ekki undan látið. Noröur af Arnarhólnum, sem talinn er fyrsta býli fyrsta land- nemans, ginnhelgum stað, svo minnir á Þingvelli, aldafrægum og með öllu ómissandi, það sem eftir er af honum, á nú að risa einn furðuvekjandi og ferlegur Þorgeirsboli með ógnardræsu af æ verðminni svo kölluðu „pen- inga” — seðlum (öllu má nafn gefa) um alla fjóra fætur og sumpart skyggja á, sumpart spjalla einhverja hina alfegurstu fjallasýn að baki fjarðar, sem hnötturinn hefur upp á að bjóða — vel að merkja þegar hröriö af Sænska frystihúsinu loksins hefur verið fjarlægt, en að þvi hlýtur að draga, þótt seint gangi. Gunnar Gunnarsson. Það er Þorgeirsbolaódæðið sem girða verður fyrir með öllum tiltækum eða ótiltækum ráöum. Einhver allra valdamesta stofnun islenzka þjóðveldisins gerist svó fifldjörf að ögra almenningi og það i tvigang, sér á parti Reykvikingum, en i raun réttri reka alþjóð landsins slikan roknasnoppung, að úr blæðir og tennur hrjóta. Samsek — þó meira af yfirsjón en ásetningi, og þvi vonandi vænleg til bráðrar yfirbótar — eru framar öðrum borgaryfirvöldum (sem ber aö vera á verði varðandi almennan vilja borgaranna), ráðherra sá, sem málið heyrir undir (og i raun réttri rikisstjórnin i heild), auk þess einhver hin alvesælasta rikisstofnun, sem um getur og ég hirði ekki að nefna. Þvi verður ekki trúað fyrr en á reynir, að i algert óefni sé komið. Úrslitaráðið, og raunar óyggj- andi, er að safna undirskriftum, ef aðrar tiltektir bera ekki bráðan árangur. Ætli þeir verði ekki færri, þeir Reykvikingar, sem kjósa að láta sin að engu getiö, en við hin? Að minnsta kosti mun skjaliö verða geymt, og er stundir liða þykja ekki ómerkilegt heimiidargagn. TÓMAS GUÐMUNDSSON: ORÐSENDING Mérkemur ekki til hugar, að ég sé nokkuð þjóðhollari eöa meiri ættjarðarvinur en dr. Jóhannes Nordal og þeir menn aðrir, sem sætt hafa mestu aðkasti vegna þeirra aðgerða, sem kallað hafa Reykvikinga til þessa fundar. Ég þykist lika skilja, að i landi, þar sem verðbólgan stendur með meiri og vaxandi blóma en meö nokkurri annarri siömenntaðri þjóð, þurfi Seðlabanki á riflegu húsrými að halda. Það er meira að segja ekki ósennilegt, að innan fárra ára verði seðlaútgáfa orðin hin eina útgáfustarfsemi, sem hér verður rekin með nokkrum árangri. En ekkert af þessu getur hagg- að þeirri sannfæringu minni, aö með hinum nýju aðgerðum i landi Arnarhóls, sé freklega gengiö á þann stað, sem hefur eignazt sér- stakt athvarf i hugum borgarbúa og er ekki aðeins vegsemdar veröur, vegna stöðu sinnar i um- hverfinu, heidur einnig fyrir minningargildi sitt, jafnvel langt umfram allar sagnfræðilegar heimildir. Fyrir þær sakir er þaö einnig óhagganleg sannfæring min, að hér sé i uppsiglingu ömurlegt slys, óskiljanlegt og óþolandi. En. þegar slys ber að höndum, eða þegar menn sjá fyr- ir slys, þurfa menn yfirleitt engin heilabrot eða vangaveltur til aö komast að þeirri niðurstööu, sem ein er mannsæmandi. Þvert á móti bregðast menn sjálfkrafa við, og leggja allt i sölurnar.til aö koma i veg fyrir meira slys og bjarga þvi, sem bjargað verður. Það hefur löngum verið ham- ingja þess fólks, sem heima á i Tómas Guðmundsson Reykjavik, aö þykja vænt um umhverfi sitt, borgina sina. Og ekkert getur boriö Reykjavik bet- ur söguna en þessi staðreynd. Þess vegna, kæru Reykvikingar, skal það verða heitorð okkar i dag, að standa enn einu sinni vörö um borgina okkar. Þolum engum að vinna á henni augljós spjöll, og allra sizt á þeim stööum, sem henni eru helgastir. Ég hef orðið þess áskynja, að ýmsir óttast æsingar i sambandi við þetta mál og vist væri æski- legast, að þvi yrði borgið með fullri vinsemd og virðuleik. En verði allt að einu ekki komizt hjá nokkrum æsingum, þá ætti það að veröa mönnum nokkur huggun, að það er þó alltaf skárra að skömminni til að æsa sig upp i þágu góðs málefnis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.