Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJóÐVILJINNMiðvikudagur 12. september 1973
Verið er að smiða fjögur 150
lesta stálskip i Slippstöðinni á
Akureyri. Er smiði tveggja
þeirra svo vel á veg komið að þau
verða væntanlega afhent i vetur.
Annað skipið er smiðað fyrir Sæ-
björgu h.f. á Þingeyri en hitt fyrir
Björn og Halldór h.f. i Ólafsvik.
Smiði hinna skipanna tveggja
er skemmra á veg komin. Annað
þeirra er fyrir Einhamar h.f. á
Bildudal en hitt fyrir Seley h.f. á
Eskifirði. Slik raðsmiði á fiski-
skipum hefur mikla hagkvæmni i
för með sér. Smiði tveggja skipa
af sömu stærð er i undirbúningi
og þvi næg verkefni framundan
fyrir Slippstöðina, en vinnuafls-
skortur hefur nokkuð háð fram-
kvæmdum i sumar.
Þó hafa verið miklar annir i
fyrirtækinu vegna viögerða á
fiskiskipum, flutningaskipum og
á varðskipunum. I viðgerö eins
varðskips þurfti t.d. að nota 11
lestir af stálplötum.
Alls staðar vantar fólk
EN 119 SKRÁÐIR
ATVINNULAUSIR
— Þar af konur um þrir fjórðu allra atvinnulausra
Á atvinnuleysisskrá um
síðustu mánaðamót voru
119 manns í landinu öllu, en
mánuði áður voru 124
skráðir atvinnulausir. At-
vinnulausir eru skráðir á
eftirtöldum stöðum (innan
(Nrjik<>uni lan«li<>
»4k>mum É'é
IBÚNAMRBANKÍ
ÍSLANDS
Laugardalsvöllur
Bikarkeppni KSÍ
Úrslit
FRAM - ÍBK
Dómari Eysteinn Guðmundsson.
Linuverðir, óli P. Olsen og Sævar Sigurðs-
son.
Mótanefnd.
Auglýsing
um sveinspróf
Sveinspróf i löggiltum iðngreinum fara
fram um land allt i október og nóvember
1973.
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að
sækja um próftöku fyrir þá nemendur
sína, sem lokið hafa námstíma og burtfar-
arprófi frá iðnskóla.
Umsóknir um próftöku sendist formanni
viðkomandi prófnefndar fyrir 1. október
n.k. ásamt venjulegum gögnum og próf-
gjaldi.
Meistarar og iðnfyrirtæki i Reykjavik fá
umsóknareyðublöð afhent í skrifstofu Iðn-
fræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsing-
ar um formenn prófnefnda.
Reykjavík 12. september 1973.
sviga atvinnuleysistala
fyrra mánaðar):
Reykjavik 11 (17)
Sauðárkrókur 1 (1)
Siglufjörður 63 (63)
Akureyri 2 (2)
Hafnarfjörður 2 (0)
Skagaströnd 9 (9)
Hofsós 31 (29)
Atvinnulausir eru semsé skrað-
ir á 5 stöðum i landinu. Af at-
vinnulausum i Reykjavik eru 3
konur, á Siglufirði eru 55 konur, á
Skagaströnd eru eingörfgu konur
á atvinnuleysisskrá, en af 31 at-
vinnulausum á Hofsósi eru 19
konur. Af öllum atvinnulausum
eru konur 88 talsins, eða rétt um
3*/4 allra atvinnulausra.
Rikisútgáfa námsbóka
Nýlega er komið út hjá Rikisút-
gáfu námsbóka safn þjóðsagna og
ævintýra. Er það i tveimbókum.
Fyrra heftið er einkum ætlað
eldri bekkjum barnaskóla, en
seinna heftið nemendum i ungl-
ingaskóla.
Uppistaðan i bókum þessum
má teljast úr safni Jóns Arnason-
ar, en jafnframt voru könnuð öll
helztu bióðsagnasöfn önnur
Pálmi Jósefsson, Gunnar Guð-
mundsson og Þorleifur Hauksson
völdu efnið, og Jóhann Briem list-
málari teiknaði myndir i bækurn-
ar.
Fyrra heftið er 160 bls. að stærð
og prentað I Prentsmiðju Jóns
Helgasonar, en siðara heftið, sem
er 192 bls., er prentað i Ingólfs-
prenti hf.
Leikfélag Akureyrar:
Don Juan er
fyrsta verk-
efnið í haust
Leikfélag Akureyrar er að
hefja starfsemi sina og hefur fé-
lagið fastráðið 8 ieikara i vetur,
en alls verða 12 manns á föstum
launum hjá féiaginu I vetur.
Fyrsta verkefnið verður Don
Juan eftir Moliére i þýðingu Jök-
uls Jakobssonar og hefur leikritið
ekki verið sýnt hér áður. Næst á
dagskrá er Haninn hárprúði eftir
Sean O’Casey i þýðingu Þorleifs
Haukssonar.
Félagið hefur auglýst eftir is-
lenskum verkum og rennur frest-
ur út um mánaðamótin.
Leikhússtjóri er Magnús Jóns-
son.
Stórhuga kvenna-
skólakvenmenn
Kvennaskólinn í Reykja-
vík hefur á prjónunum
miklar byggingarf ram-
kvæmdir bakatil á lóð
þeirri sem skólahúsið
stendur nú á. Hafa for-
stöðukonur látið teikna
stórt og veglegt hús fyrir
þennan kyngreiningarskóla
borgarinnar.
1 teikningunni er gert ráð
fyrir iþróttasal, fundarsal auk
kennslustofa. Er hús þetta svo
stórt umfangs að það fyllir út lóð-
ina, sem skólinn hefur til umráða.
Hefur þvi verið rætt um að skól-
inn byggði á öðrum stað, en þá
vantar lóð.
Kvennaskólakonur hafa nú boð-
ist til að lækka húsið um eina hæð,
en byggja samt sem áður á sama
grunnfleti. Hafa borgaryfirvöld
óskað eftir likani af húsinu svo
löguðu.
Einhverjir borgarráðsmenn
munu vera andvigir nýbygging-
um á þessum stað. Borgin greiðir
árlega fé til reksturs skólans.
—úþ
af
erlendum
vettvangí
Yfirlýsing
hlutlausra ríkja:
Hvert ríki
ráði sjálft
auðlindum
sínum
ALGEIRSBORG 9/9 — Fjórðu
ráðstefnu forystumanna hlut-
lausra rikja lauk á sunnudag,
og var samþykkt yfirlýsing
þess efnis, að hvert riki skyldi
hafa fullan rétt á að fara með
auðlindir sinar sem þvi best
likaöi. Þá urðu leiðtogarnir
sammála um að krefjast
þess, að Israel skilaði aftur
svæðum þeim, sem það heldur
hernumdúm frá þvi i sexdaga-
striðinu, að allur erlendur her
sé fjarlægður frá Indókina, að
almenn og fullkomin afvopnun
eigi sér stað og öll kjarnorku-
vopn séu eyðilögð.
Kœrleikar
með EBE-
ráðherrum
KAUPMANNAHOFN 10/9 —
Utanrikisráðherrar Efna-
hagsbandalagslandanna, sem
þinga nú i Kaupmannahöfn,
ræddu i dag mál þau, sem
EBE hyggst færa i tal er
Nixon Bandaríkjaforseti
kemur til Evrópu i haust.
Meðal mála, sem valdhafar
EBE vilja ræða við hann, eru
verslunarviðskipti Bandarikj-
anna og Evrópu, gengis- og
landbúnaðarmál. Hermál
verða hins vegar ekki rædd,
þar eð gert er ráð fyrir að um
þau sé fjallað innan Nató.
Samkomulag hefur náðst
milli utanrikisráðherranna
um hvaða mál skuli ræða við
Nixon og lýstu þeir hver af
öðrum fögnuði sínum af þvi
tilefni. Sir Alec Douglas-
Home, utanrikisráðherra
Breta og liðsoddur fjand-
manna Islands i landhelgis-
deilunni, sagði þannig að þessi
fundur EBE-rikjanna mark-
aði timamót i sögu þeirra, þar
eð þetta væri i fyrsta sinn að
þau kæmu fram sem eitt og ó-
skipt riki i viðskiptum við riki
utan bandalagsins.
Gull Perons
Peron.
LUNDÚNUM — Svissneska
iögreglan rannsakar nú hvað
hæft sé i þeim orðrómi að yfir
400 smálestir af gulli, sem
Juan Peron fyrrverandi
Argentinuforseti hafi átt, sé
nú til sölu. Það fylgir með sög-
unni að Peron sé fjárþurfi
vegna kosningabaráttu sinnar
i Argentinu og hafi þvi boðið
gull sitt falt.
Fjármálamenn um allan
heim eru skelfingu lostnir yfir
þessum tiðindum, sem gætu
þýtt verðhrun á gullmarkaðn-
um, ef sönn reyndust og salan
kæmist i framkvæmd. Breska
blaðið Sunday Telegraph
hefur giskað á að þetta sé fals-
frétt og hafi hún verið látin
spyrjast til þess eins að eyði-
leggja hinn alþjóðlega gjald-
eyrismarkað.