Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 3

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 3
l/4 hluti Votmúlans seidur fyrir 100 þúsund fyrir þremur árum Hreppsnefndin samþykkti Votmúlakaupin Annar varamaður settur inn til að tryggja framgang málsins. Minnihiutinn lýsti kaupin lögleysu. Meirihluti Selfosshrepps- nefndar samþykkti í gær kaupin á Votmúlajörðun- um. Vegna fjarveru Guð- mundar Daníelssonar, sem sæti á i hreppsnefndinni, var kallaður til annar vara- maður svo að samþykktina mætti gera, en fyrsta vara- manni Guðmundar var ekki heimiluð seta á fund- inum. Fulltrúar minnihlutans lýstu kaup þessi lögleysu með öllu. Þegar klukkan var orðin 5 i gærdag var einsýnt að húsnæði hreppsnefndarinnar, sem vana- legt er að halda hreppsnefndar- fundi i, dygöi ekki til þvi ibúarnir létu sér málið svo miklu varða. Var fundurinn þvi fluttur i Sel- fossbió, og var þar ákaflega margt um manninn áður en yfir lauk. Þetta mun vera fyrsti hreppsnefndarfundur sem þar er haldinn. ÓIi Þ. Guðbjartsson setti fund- inn og gerði grein fyrir þvi, að samkvæmt sveitastjórnarlögum og með skeyti frá Guðmundi Danielssyni yrði varamaður hans á þessum fundi Guðmundur Helgason en ekki Guðmundur Kristinsson, sem þó er fyrsti varamaður. Skeyti Guðm. Dan. var dagsett 5. sept., en hrepps- nefndarfundarboðið 6. septem- ber. Þá las Óli upp tvö bréf frá sýslumanni þar sem hann skýrði frá þvi að honum hefðu borist undirskriftir samtals 965 Selfoss- búa eldri en 16 ára, sem mót- mæltu kaupunum á Votmúlajörð- unum. Af þessum hópi eru 895 20 ára eða þaðan af eldri, en 70 á aldrinum 16-20 ára Þessu næst las Óli, sem er odd- viti hreppsnefndarinnar, upp greinargerð þá sem meirihluta- menn sendufrá sér um málið, en greinargerð þessi birtist i Þjóð- viljanum sl. sunnudag. Nefndi oddvitinn máli sinu til stuðnings þrjú meginrök: Með þessu fengist ágætis iþrótta- og útivistarsvæði fyrir hestamenn og golfmenn; að mikilsvert væri fyrir Selfoss að eignast stóran hluta Miðflóans; landiö væri tilvalið til maka- skipta. Sagði Óli að allt land sem hreppurinn ætti væri metið á 123 miljónir. Þessu næst flutti Óli dagskrár- tillögu þess efnis að hreppsnefnd ákvæði að visa þvi til sýslumanns Arnessýslu hvort hreppnum yrði það fjárhagslega ofviða næstu ár- in að standa i þessum landakaup- um. Næstur tók til máls Bergþór Finnbogason. Kraföist hann stað- festingar á skeyti þvi, sem Guð- mundur Danielsson var sagður hafa sent, en ekki taka það gilt ella. Þá skýrði Bergþór frá þvi, að Guðm. Kristinsson, sem vera átti varamaður og sitja á þessum fundi, hefði sagt upp starfi þvi sem hann hefur gegnt undanfarið, það er starfi ritara hreppsnefnd- arinnar. Guðmundur Kristinsson var andvigur kaupum hreppsins á Votmúlajöröunum og þvi ekki kvaddur til að taka sæti á þessum fundi. Las Bergþór upp greinar- gerð Guðmundar Kr., en honum hafði veriö meinað að flytja hana sjálfum, en greinargerðina lagði Bergþór fram til bókunar. Grein- argerð Guðmundar Kristinssonar fer hér á eftir, orðrétt: „Vegna kaupa meirihluta hreppsnefndar Selfoss á jörð- inni Votmúla i Sandvikurhreppi vil ég 'Sem stuðningsmað-' ur og 1. varamaður nú- verandi meirihluta taka fram eftirfarandi: 1. Ég lýsi mig þessum kaupum gersamlega andvigan. Ég tel, aö með þvi að kaupa þetta 256 ha. mýrlendi hlunnindalausrar eyðijarðar i öörum hreppi fyrir 30 miljónir króna — jafnvirði nær allra útsvara Selfossbúa I ár — sé verið að hlunnfara sveitarfélagið stórlega, útiloka öll frekari landakaup á sann- virði og binda borgarana mikl- um greiðslubyröum um langan tima. Landið er óhæft sem bygg- ingarland vegna þess hve lágt það er og fjarlægt. Og i þá átt tel ég allra sist að beina ætti þróun byggöar á Selfossi. Af þessum sökum tel ég kaupin á Votmúla mikið glapræði. 2. Þá tel ég pukur og leynd i meöferö sliks stórmáls mjög ámælisvert, er 4 hreppsnefnd- armenn semja um málið á laun og leggja undirskrifaðan kaup- samning upp á 30 miljónir króna fyrir hreppsnefndarfund — án þess að getið sé i fundar- boöi og keyra hann þar i gegn i krafti meirihlutavalds án nokk- urs samráðs við nánustu stuðn- ingsmenn. 3. Þá vil ég mótmæla þvi, að mér er hafnað við boðun þessa fundar sem varamanni vegna forfalla Guðm. Danielssonar en þess i stað boðaður til fundarins maður, sem sæti á neðar á framboðslista I-listans”. Eftir að Bergþór hafði lesið yfirlýsingu Guöm. Kr. tók Sigurð- ur Ingi Sigurðsson, fyrrverandi oddviti, til máls, og skýrði frá þvi að minnihlutanum hefði verið synjað um frest til að athuga þetta landakaupmál. Þá vitnaði Sigurður til sveitarstjórnarlag- anna þar sem segir aö boða beri til funda i hreppsnefndum með dagskrá, en kaupin á Votmula voru alls ekki á boðaöri dagskrá fundarins 22. ág. þegar kaupin voru afráðin. Siöan vitnaöi Sigurður Ingi i ýmis landakaup sem hreppurinn hefði gert á undanförnum árum, og siöast 1969 þegar keypt var land það sem vatn Selfossbúa er tekiö úr og allt landiö fékkst fyrir 150 þúsund krónur eða 75 ára fer- metrinn. Þá sagði Sigurður að hann efað- ist um að sagan um fjársterka kaupendur i Reykjavik að Vot- múla væri sönn, og þótt hún væri þaö sagöi Sigurður að það rétt- lætti ekki að Selfosshreppur stæöi i samkeppni við braskara úr Rvik um landakaup. Aö lokum spuröi hann eftir þvi hvort leitaö hefði verið eftir öðrum jörðum til kaups, og sagði að sér sýndist sem svo að vextir þeir sem Sel- fosshreppur ætti að greiða næsta ár og þinglýsingargjaldið væru réttmæt greiösla fyrir allt landið, en það mun láta nærri að vera 4 milljónir, en jaröirnar eru keypt- ar á 30 miljónir. Þá las hann og upp mótmæla- bókun minnihlutans. Næstur tók til máls Guðmundur Á. Böðvarsson, sveitarstjóri. Las hann upp bá sömu yfirlýsingu og hann las yfir blaðamönnum á Miðvikudagur 12. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Hreppsnefnd Selfoss á fundi á sviði Selfossbiós í gær (Myndirnar tók AK) Mimisbar i siðustu viku þess efnis að fjársterkir aðilar hefðu lýst sig fúsa til að kaupa jarðirnar á 20 miljónir og greiða þær upp á 15 árum. 1 slikum tilvikum vilja bjóðendur ekki láta nafns sins getið, sagði GAB, og við það hlógu Selfossbúar, sem frammi i sal bióhússins sátu. Eftir að GAB hafði lýst þvi yfir að kaupin væru afar hagstæð, lét hann bóka eftir sér, að hann teldi sig ekki hafa gegnt hlutverki sinu sem sveitarstjóri hefði hann ekki gert 30 miljón króna samninginn eftir að hann hafði heyrt af 20 miljón króna samningnum. Næst talaði Arndis Þor- bjarnardóttir, en hún var ekki á fundinum 22. ágúst, en þar lýsti sveitarstjórinn sig mjög fylgjandi kaupunum, en það sýndist henni einkennilegur verslunarmaður, en það er GAB þessi, að hann hlypi eftir sögusögnum um tilboð fjarstaddra aðila án þess að kanna málin nokkuð nánar né heldur að grennslast fyrir um það hverjir það væru. Skoraði hún á GAB að upplýsa hverjir þessir fjársterku aðilar væru. Þá sagði Arndis að aldrei hefði veriö farið fram á aðra umræðu þessa máls, heldur frest á afgreiðslu þess svo að mönnum gæfist ráðrúm til að kynna sér þau betur. Sagði hún að kaupsamningurinn væri gallaður, i hann vantaði fyrirvarann um samþykki sýslunefndar og þvi Arbæjarlandi væri dáinn og þvi gæti hann ekki kallað hann til vitnis. Arnriis Þorbjarnardóttir spurði þessu næst að þvi hvers vegna hreppurinn hefði ekki beðið eftir uppboði á Votmúlajörðunum, en þær hefðu verið auglýstar á nauð- ungaruppboði i Lögbirtingablað- inu. Þá spurði hún að þvi hvernig það gæti farið heim og saman að lögrfæðingur hreppsins hefði i fyrra gert árangurslausar tilraunir til lögtaks hjá seljanda Votmúlajarðanna fyrir skuldum hans við hreppinn en nú keypti hreppurinn af honum eignir fyrir 30 miljónir. Þessu næst stóð upp Guðmundur Helgason,, varamaður Guöm. Dan, og las stutta yfirlýsingu þess efnis að hann væri þessum kaup- um algjörlega meðmæltur. Bergþór Finnbogason stóð enn upp og gerði grin að kaupum þessum og meirihlutamönnum. Stóðst þá ekki sveitarstjórinn GAB mátið öllu lengur og las upp enn einu sinni Mimisbarsyfirlýs- inguna frægu um lögmann selj- anda og tugthúsvist þeirra sem nálægt málum þessum hafa kom- ið. Þessu næst bar oddvitinn til- lögu meirihlutans um að visa málinu til umsagnar sýslunefnd- ar upp til atkvæöa og voru Sjálf- stæðismenn og I-listamenn, eða Guömundarlistamenn. henni Óli Þ. Guöbjartsson Sigurður Ingi Sigurösson samþykkir, en tveir fulltrúar Framsóknarflokksins og fulltrúi Alþýðubandalagsins henni andvigir. F'ékk hún þvi 4 atkvæöi en 3 voru i gegn. Þessu næst las Sigurður Ingi upp yfirlýsinguna frá minni- hlutanum þar sem kaupsamning- urinn var lýstur lögleysa ein og nefndi þar til tvö atriði. Fyrst það að hans hefði að engu verið getið i boðaðri dagskrá þess fundar, sem staðfesti hann, og svo að sanfi-' þykki sýslunefndar var ekki leit- að áður en ráðist var i kaupin og samningurinn gerður. Það var greinilegt af fundi þessum að meirihlutamenn áttu ekki fylgi að fagna meðal ibúa hreppsins. Eftir hverja ræðu minnihlutamanna, svo og inni i ræðum þeirra, glumdi við fagnaðarklappa áheyrenda, en engum iófa var saman skellt eftir ræður þeirra meirihlutamanna. Að lokum skal þess getið, að samkvæmt upplýsingum sem undirritaður fékk á fundinum var 1/4 hluti Votmúlajarðanna seldur Tómasi Brandssyni, þeim er seldi Þórkeli kaupmanni, sem nú selur Selfosshreppi, fyrir 100 þúsund krónur, og siðustu greiðslur ber- ast nú þessa daga. Þessi fjórðungur er nú seldur á 7 miljón krónur til hreppsins. — úþ Bergþór Finnbogason Seðlabankinn væri hann ólöglegur. Bergþór Finnbogason talaði þessu næst og skýrði frá þvi að minnihlutamenn þeir, sem voru á fundinum 22. ágúst, hefðu ekki viljað taka þátt i atkvæöagreiðslu um málið vegna þess að þeir töldu það ekki á dagskrá. Þá spurði Bergþór að þvi hvort ætlun meirihlutans væri sú að keppa við þessa fjársterku aðila hvert sinn sem þeir gerðu sig lik- lega til að kaupa lönd i nágrenni Selfoss. Þá benti hann meiri- hlutanum á að hann heföi getað fengið betra land undir golf og hestamennsku fyrir 3 krónur 35 aura fermetrann, en þaö eru Þórustaðir sem nú eru til sölu. Oddviti, Óli Þ. Guðbjartsson, tók aftur til máls og viðurkenndi að ekki heföi verið leitað eftir að kaupa aðrar jarðir i nágrenni Sel- foss, einfaldlega vegna þess að ekki hefði heyrst af þvi að þær væru til sölu. Taldi hann grund- vallaratriði fyrir þéttbýlisbyggö- ir að eiga land, en aðstaða þéttbýlisins til landakaupa væri mjög slæm. Nefndi hann nokkur dæmi þar um. Siðan skýrði oddviti frá þvi að maður sá sem sagt hefði honum frá nei-yrði Sigurðar Inga fyrir ákveðnum landakaupum úr Bankaráð og bankastjórn Seðlabankans hafa i dag fjallaö um mótmæli þau, sem fram hafa komið gegn byggingarfram - kvæmdum Seðlabankans við Sölvhólsgötu. Hefur þessi and- staða komið fram nú að undan- förnu, þrátt fyrir vandlegan undirbúning málsins fyrir opnum tjöldum um nær tveggja ára skeið. Hefur á þvi timabili verið fjallað um málið af borgaryfir- völdum og hafa hinar fyrirhuguöu teikningar hlotið einróma sam- þykkt og stuðning fulltrúa allra flokka i borgarstjórn. Það hefur frá upphafi verið stefna bankans að reisa byggingu, er bæöi hentaði starf- semi hans og orðið gæti til að prýða höfuðborg landsins. Væri þvi vissulega illa farið, ef byggingarframkvæmdir bankans yrðu til þess að koma á stað ófriði og úlfúð, sem aðeins getur skaðað bankann i mikilvægum störfum hans i þágu þjóðarinnar. Bankaráð og bankastjórn vilja þvi að þessu athuguðu gera eftir- farandi samþykkt: 1) Bankastjórninni er falið að til- kynna borgarstjórn Reykjavikur, að bankinn sé reiðubúinn til viðræðna við borgaryfirvöld um hugsanlegar breytingar á byggingarfyrirætlunum bankans, svo að þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, verði mætt og lausn fáist á húsnæðisþörfum bankans, sem menn geti sætt sig við. 2) Engar ákvarðanir verði teknar um frekari framkvæmdir á lóð Seðlabankans en þegar hefur veriðsamið við verktaka um, fyrr en niðurstaða hefur fengizt i við- ræðurri við borgaryfirvöld. Það er von bankaráðs og bankastjórnar, að þessar ákvarðanir bankans verði til þess, að menn fáist til þess aö ræða þessar byggingarfram- kvæmdir rólega og æsingarlaust, og málinu verði að lokum „borgiö með fullri vinsemd og virðuleik”, svo að notuð séu orð Tómasar Guðmundssonar, skálds.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.