Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 12
DWÐVIUINN
Laugardagur 22. september 1973
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
21. - 27. september verður i Lyf ja-
búðinni Iðunni og Garðsapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Olof Palme:
„E
mun
sitja
sem
fastast
99
Stokkhólmi 21/9 — Olof
Palme, forsætisráðherra Svi-
þjóðar, lýsti þvi yfir i dag eftir
fund í miöstjórn sósialdemó-
krata að flokkur sinn myndi
reyna að halda stjórnar-
taumunum út kjörtimabiiið
sem er þrjú ár. Hann sagði
einnig að hann teldi enga þörf
fyrir að láta nýjar kosningar
fara fram.
Hann sagði á blaðamanna-
fundi að hann hefði trú á þvi að
sósialdemókratar gætu st]órn-
að áfram með svipuðum ár-
angri og verið hefur þrátt fyrir
jafna þingmannatölu borgara-
legra og verkalýðsflokka.
Palme benti á að fram að
þessu hefði stjórnin ætíð notið
stuðnings a.m.k. eins stjórn-
arandstöðuflokks i öllum
mikilvægum málum og hann
bjóst við að það myndi ekki
breytast. Hann sagði að
stjórnin myndi i hverju máli
fyrir sig taka afstöðu til þess
hvar stuðnings yröi leitað.
Gösta Bohman, formaður
Hóflega sameiningarflokks-
ins, lét i dag i ljós þá skoðun
sina að Palme bæri að segja af
sér. Forsætisráðherraefni
stjórnarandstöðunnar, Thor-
bjórn Falldin, hefur ekki enn
krafist þess að Palme segi af
sér en þó hefur hann haft það
við orð að siðferðilega séð
bæri hunum að gera það.
CHILE
Marxiskir flokkar bannaðir
Mótspyrna enn
Santiago 21/9 — Pinochet hers-
höfðingi og leiðtogi hershöfð-
ingjaklikunnar í Chile hélt i dag
blaðamannafund með erlendum
fréttariturum. Hann sagði að
marxiskir flokkar yrðu bannaðir
en önnur pólitisk réttindi yröu
innleidd að nýju „þegar fólkíð
æskir þess" eins og hann orðaði
það.
Hann visaði á bug öllum stað-
hæfingum þess efnis að banda-
riska stjórnin hefði stuttvaldarán-
ið gegnum CIA. „Ekki einu sinni
konan min vissi um þetta fyrir-
fram", sagði hann.
Pinochet vildi ekkert tjá sig um
framvindu mála á næstunni i
Chile en lagði rika áherslu á að
farin yrði „þjóðleg" leið.
Þó enn sé viða veitt mótspyrna
gegn valdaráni hershöfðingjanna
eru þeir hinir bjartsýnustu á að
lafa við völd. Segja þeir að næsta
skref verði að gera efnahagsáætl-
un og nýja stjórnarskrá og er
hvort tveggja i undirbúningi.
Augusto Pinochet Ugarte; póli-
tisk réttindi endurreist „þegar
fólkið vill það".
Pinochet kvað valdaránið hafa
verið nauðsynlegt til að binda
endi á deilurnar við leiðtoga
Alþýðufylkingarinnar. Þá endur-
tók hann klisjuna um að til hafi
veriðýtarleg áætlun um valdarán
af hálfu marxista og að i þvi
valdaráni hefði verið gert ráð
fyrir að myrða helstu leiðtoga
stjórnarandstöðunnar.
BUist er við að herforingja-
klikan muni ekki sitja við völd
lengur en henni þykir nauðsyn-
legt til að koma á „röð ug reglu".
Þá munu verða haldnar kusning-
ar þar sem eingungu „lýðræðis-
flukkar" fá að bjóða fram.
Það þykir tákna að millistéttin
setji traustsittá herforingjana að
gengi dollarans fellur dag frá
degi á svartamarkaðnum. Þá
þykir það einnig styrkja klikuna i
sessi að stjórnir PerU og Argen-
tinu hafa á ný tekið upp eðlilegt
stjórnmálasamskipti við Chile.
Aftur á móti rúfu Sovétríkin
stjórnmálasamband við landið.en
eflaust láta valdaræningjarnir
það sér i léttu rúmi iiggja.
Engan
yfirdóm
hér
Rikisstjórn Islands hefur hvað
eftir annað krafist þess að bresk
herskip verði kvödd burt af svæð-
inu, enda hafi þau engan rétt til
að sigla á Islensk varðskip eða
koma á annan hátt i veg 'fyrir að
þau framfylgi Islenskum lugum,
ug áskilur rikisstjórnin sér rétt til
að slita stjurnmálasambandi ef
slikum aðgerðum er áfram beitt.
Ákvurðun I því efni mundi tekin á
grundvelli sönnunargagna Land-
helgisgæslunnar ug hlutaðeigandi
sjódóms.
Rikisstjórnin og utanrikismála-
nefnd eru sammála um að niður-
staða islensks sjódóms sé að
sjálfsögðu lokaurðið I deilum út af
ásiglingum breskra herskipa á is-
lenzk varðskip, enda sé þar um
upin réttarhöld að ræða og að ekki
kumi þvi til greina að samþykkja
neins kunar yfirdóm yfir islensk-
um dómstólum.
Verkamenn deila við Landsvirkjun
Niu verkamenn
Landsvirkjunar sem
vinna við að setja upp
vinnuskúra vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda
við Sigölduvirkjun lögðu
niður vinnu í fyrradag,
vegna ágreinings við
Landsvirkjun um út-
skrift vinnuseðla. Unnu
þessir menn heldur ekki
i gær.
Landsvirkjun sendi i gær frá
sér eftirfarandi fréttatilkynn-
ingu:
„1 tilefni af auglýsingu I hádeg-
isUtvarpinu i dag, sem undirrituð
var „verkamenn Landsvirkjunar
við Sigöldu", óskar Landsvirkj-
un, að eftirfarandi komi fram:
Við Sigöldu er ekkert verkfall,
enda hefur það ekki verið buðað.
Hins vegar hættu niu verkamenn
úr einum starfshópi vinnu sl. mið-
vikudagskvöld vegna ágreinings
um Utskrift vinnuseðla. Er þar
sjónarmið Landsvirkjunar, að ut-
skrift verkamanna hafi ekki verið
I samræmi við gildandi kjara-
samninga. Uppsögn verkamann-
anna er I fyllsta máta I samræmi
viö gildandi kjarasamninga, þar
sem þeir höfðu unnið það stutt hjá
fyrirtækinu, að þeim bar ekki að
hafa frest á uppsögn sinni. Það
skal tekið fram til að forðast
hugsanlegan misskilning, að hér
er um starfsmenn Landavirkjun-
ar að ræða, en ekki verktaka, sem
þar vinna á vegum Landsvirkjun-
ar".
Blaðið hafði samband við Þóri
Danlelsson, framkvæmdastjóra
Verkamannasambandsins, vegna
þessa máls I gær.
Þórir sagði að efnislega hefði
auglýsing sU sem birtist I útvarp-
inu I hádeginu I gær verið A þann
veg, að þeir sem I striðinu við
Landsvirkjun uppi við Sigöldu
standa, hefðu skorað á félaga sina
innan ASl að styöja þá i barátt-
unni við Landsvirkjun, sem vill
lækka kaup þeirra.
Þórir sagði að deilan þar efra
stæði um það hvernig eigi að
skrifa vinnutlma, en þar hafa
verið skrifaðir fleiri tímar á
hvern mann en unnir hafa verið,
og fleiri en ströngustu ákvæði
samninga kveða á um. Ekki vissi
Þórir á hvaða forsendum þetta
hefði tlðkast. Ætlun Landsvirkj-
unar mun hafa verið að heimila
ekki þessa umfram-tímaskrift, en
þá lögðu þessir 9 menn niður
vinnu.
Ekki vissi Þórir hve marga
tíma hér er um að ræða, en blaðið
hefur fregnað eftir krókóttum
vegum sannleikans, að um sé að
ræöa 500 krónur eða svo til hvers
manns á viku hverri.
-úþ
Haustsýning FIM
á Kjarvalsstöðum
kennir margra grasa i stil og
túlkunarmáta, en „til-
hneigingin virðist heldur vera
i átt til þess fingúratifa,"
sagði Leifur Breiðfjörð. — 1
sýningarnefnd eru auk hans
Hringur Jóhannesson, Bragi
Asgeirsson, Svavar Guðnason,
Einar Þorláksson Hrólfur Sig-
urðsson, Guðmundur Bene-
diktsson, Magnús A. Arnason
og Sigurjón úlafsson.
116 verk eftir 55 listamenn
Félag íslenskra myndlistar-
manna opnar haustsýningu I
sýningarsalnum i Kjarvals-
stöðum i dag klukkan 18, og
stendur sýningin til sunnu-
dagsins 30. september og
verðuropinkl. 16-22 alla daga.
Sýna þar fimmtiu og fimm
listamenn, þar af þrjátiu
félagsmenn og tuttugu og
fimm utanfélagsmenn. Alls
eru hundrað og sextiu verk á
sýningunni af þrjú hundruð
tuttugu og einu, sem inn var
sent. Næsta haustsýning
félagsins áður var i Norræna
húsinu i september 1971.
Leifur Breiðfjörð, formaður
sýningarnefndar, sagði Þjóð-
viljanum að það væri félags-
mönnum óblandin ánægja að
geta nU haldið sýningu i verð-
ugum húsakynnum. Það hefði
alltaf verið stefna félágsins að
gera haustsýningarnar að ár-
vissum lið i myndlistarlifi
höfuðborgarinnar. Siðan
Listamannaskálann gamla
leið, hefði félagið verið á hrak-
hólum með húsnæði fyrir
haustsýningarnar. Ennþá
hefði félagið ekki fengið
starfsaðstöðu, sem nauð-
synleg væri til þess að hægt
„Hann heitir nú frá höfundar-
ins hálfu Karlinn I tunglinu, en
við köllum hann okkar á milli
Allsherjargoðann", sagði einn
listamannanna um þessa
höggmynd Magnúsar A. Arna-
sonar.
væri að undirbúa sýningar
sem þessar lengi og rækilega.
,, Það er þó forsenda þeirrar
reisnar, sem við viljum að
verði yfir þessu olnboga-
barni," sagði Leifur.
Málverkin eru sem fyrr
mest áberandi liður sýningar-
innar, en þar að auki eru
sýndar höggmyndir, vefn-
aður, teikningar, grafik og
vatnslitamyndir. Nitján lista-
mannanna, sem verk eiga á
sýningunni, eru nú I fyrsta
sinni með á haustsýningu hjá
félaginu.
Heildarsvipur sýningar-
innar er allfjölbreytilegur og
þó nokkuð fjurlegur, enda eru
þarna hver i bland við annan
eldri og þekktari listamenn ug
ungir ug nýir af nálinnií
þannig sagði Hringur
Juhannessun, einn úr
sýningarnefndinni, okkur að
þrir neniertda sinna Ur
Myndlistarskólanum frá þvi á
siðasta starfsari ættu þarna
verk. Þarna sýnir lika einn
Akureyringur, örn Ingi, og
mun þetta vera i fyrsta sinn að
Norðlendingur búsettur fyrir
norðan er með á haustsýningu
Félags islenskra myndlistar-
manna.
Eins og nærri má geta,
Eirikur Arni Sigtryggsson er einn ungu mannanna á sýningunni. Kven-
menn og fallosar eru mjög áberandi atriði I list hans, en hér hefur hann
aukheldur fiska með, eins og eðlilegt má kalla hjá þjóð, sem byggir allt
sitt á sjávarútvegi.