Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 1
ROl UÚÐVIUINN Laugardagur 22. september 1973. — 38. árg. — 217. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON APOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. í, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 filMI 40102 Ráðstefna Sjómanna- sambandsins I gær var haldin í Reykjavík ráðstefna Sjó- mannasambands islands þar sem fjallað var um kjaramál og uppsögn kjarasamninga. Ráðstefn- una sóttu 30 fulltrúar hinna ýmsu sjómannafélaga inn- an Sí. Leitað að einum manni á trillu Á fimmtudagsmorguninn fór lítil trilla frá Siglufirði. Um borð í trillunni var einn maður. f gærmorgun var hafin leit að trillunni, en hafði ekki borið árangur í gærkvöld. Skip og flugvél- ar tóku þátt í leitinni og f jörur voru gengnar. Átthagafjötr- ar Nixons Washington 21/9 - Llkur eru á aö Nixon forseti veröi aö hætta viö fyrirhugaöa ferð sina til Evrópu i haust er haft eftir heimildum I Hvita húsinu. Ástæöan fyrir þessari óvissu um heimshornaflakk Nixons er sú að hann er bundinn i báða skó heimafyrir vegna Watergate- málsins og annarra innanrikis- mála. Skemmtun í Sindrabæ Alþýöubandalagiö á Höfn i Hornafirði efnir til fundar i Sindrabæ klukkan niu i kvöld. Ræöumenn veröa þeir Helgi Seljan alþingismaður og ólafur G. Einarsson, menntaskólakenn- ari. Fjölbreytt skemmtiatriöi veröa siðan á fundinum, og að lokum veröur stiginn dans fram eftir nóttu. Þess er vænst, að sem flestir Alþýöubandalagsmenn og stuön- ingsmenn þeirra fjölmenni ásamt vinum og vandamönnum til þess- arar skemmtunar. Haustsýning FÍM Efri myndin, sem helst viröist sýna völvu eða norn, er eftir Harald Guðbergsson, hin eftir örn Inga frá Akureyri og heitir Agat. — Nánar er sagt frá haustsýningu Félags islenskra myndlistarmanna á bls. 12. Hefur notað svartolíu í ár: Reynslan mjög góð Sparnaður miðað við venjulega olíu 3-400 þúsund krónur á mánuði Um þessar mundir er um ár liðið frá því að fyrst var sett svartolía á vélar togar- ans Narfa í reynsluskyni. Við höfðum samband í gær við Gunnar Bjarnason, fyrrverandi skólastjóra, og spurðum hvernig svartolíu- notkun hefði reynst. Gunnar sagöi, að árangurinn væri mjög góöur og þaö kæmi ekki fram neitt óvenjulegt slit,. Gerðar voru mælingar á vélunum i gær og i fyrradag. Vélin er göm- ul meö frekar lágum meöalþrýst- ingi og þýöir að henni er ekki eins hætt og vélum meö hærri þrýst- ingi. Narfi hefur notað oliuna sam- fleytt siðan i ágúst i fyrra og sparar milli 3-400 þúsund krónur á mánuði miðaö við verð á venju- legri oliu. Gunnar sagði, að t.d. væru vél- ar togaranna Ogra og Vigra gerð- ar fyrir svartoliu, en útgerðin notaði hana ekki. Gunnar benti á, að ef fleiri út- gerðarmenn vildu reyna svart- oliuna, þá þyrfti að fara varlega I sakirnar og vélstjórarnir að vera vel fróðir um kosti svartoliunnar og hugsanlega galla miðað við vélartegundir. Útgerðarmenn ræddu þetta mál nýlega á fundi og má búast við að þeir sýni þessu máli aukinn á- huga eftir hina góðu reynslu á notkun svartoliunnar. Þá fer oliu- verð sihækkandi og breikkar bilið stöðugt milli svartoliuverðs og verðs á venjulegri oliu. sj. 14 sjúkrahús auglýsa eftir hj úkrunarliði Ekki færri en 14 sjúkrahús aug- lýsa eftir hjúkrunarkonum I dálk- inum „Lausar stöður” I Timariti Hjúkrunarfélags tslands, 3. tbl. þessa árgangs, sem nýkomiö er út. Er auglýst eftir mörgum hjúkrunarkonum á flestum stöö- unum, svo ekki viröist ástandiö vera aö skána I hjúkrunarmálun- um. Efni blaösins er annars að venju um ýmis hjúkrunarmál og fréttir af nýjungum á þvi starfs- sviði. Sagt er frá alþjóöaþingi hjúkrunarkvenna i Mexikó á þessu ári, en það sátu af tslands hálfu þær Maria Pétursdóttir, Guðrún Marteinsson og Sigriður Bachmann. Einnig er skýrsla um ráðstefnu um æðri menntun i hjúkrun, sem haldin var i Haag á vegum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO; sagt er frá 75 ára afmæli finnska hjúkrunar- félagsins og frá samvinnu hjúkr- unarkvenna á Norðurlöndunum og fréttir eru af deildum félags- ins. Frá Borðtennis- sambandi Islands Fréttamynd af ásiglingartilraun sennilega Sýnd um alla V-Evrópu Ometanlegt framlag til kynningar okkar á fiskveiðideilunni Eins og fyrr var frá skýrt voru sænskir kvikmyndatökumenn um borð i Ægi, þegar breska freigát- an Lincoln reyndi að sigla á hann 20. þ.m. Þeir kvikmynduðu itrek- aðar ásiglingartilraunir freigát- unnar vel og vandlega, og mun sú stórfróðlega fréttamynd hafa verið sýnd i danska og sænska sjónvarpinu þegar i gærkvöldi, og sennilega miklu viðar, að sögn Eiðs Guðnasonar, fréttamanns hjá sjónvarpinu. Sviarnir, sem starfa við sænska sjónvarpið, voru þrir saman um borð i Ægi, og hraðaði einn þeirra sér úr landi með filmuna eins fljótt og hann gat við komið, þar eð þetta var iitfilma og þvi ekki hægt að framkalla hana hér á landi. Fullvist mun að myndin hafi verið sýnd i danska og sænska sjónvarpinu þegar i gær- kvöldi og að öllum líkindum um öll Norðurlönd — nema hér — og miklu víðar, þar eð hún hefur trú- legast verið send út gegnum fréttamyndaskiptikerfið Eurovis- ion. Eiður sagðist telja vist að myndirnar væru góðar, þar eð Sviarnir hefðu verið mjög ánægð- ir með þær. Fréttamaðurinn, sem fyrir Sviunum er, heitir Björn Anderö og vinnur við þátt sem nefndur er Rapport og fjallar einkum um fréttaskýringar. Varla þarf aö taka fram hversu óhemju mikilvægt framlag til kynningar okkar i fiskveiðideil- unni þessi sjónvarpskvikmynd kann að verða, ef vel hefur tekist til með hana. Eins og menn vita hefur það verið fastur vani bresku stjórnarinnar að ljúga þvi blákalt, að þegar herskip hennar hafa reynt að sigla á islensku varðskipin, að það hafi verið varðskipin sem reynt hafi ásigl- ingu. Það verður erfitt fyrir bresku stjórnina að halda þeirri lygi áfram, þegar hálf eða öll Evrópa verður búin að horfa á skip hennar hátignar Lincoln gera itrekaðar tilraunir til ásigl- ingar á islenskt varðskip, Senni- lega hefur myndin verið sýnd i breska sjónvarpinu sjálfu þegar i gærkvöldi. í islenska sjónvarpinu verður hún likl. sýnd um helgina. Á vegum Borðtennissambands- ins verður kvikmyndasýning i Laugarásbiói laugardaginn 22. sept. kl. 14.00. Er hér um að ræða þrjár kvikmyndir, sem kinverska sendiráðið útvegaði frá landsleik Kiná og Japans, frá Asiu- og Afrikukeppni i borðtennis og að lokum stutt leikfimimynd. Sýningin tekur tvo klukkutima. Heimsókn kinverska landsliðs- ins verður i byrjun desember og er þvi fróðlegt að fá slikt sýnis- horn af borðtennis eins og hann gerist bestur i heiminum. í 15, sæti A Evrópumeistaramótinu i bridge töpuðu Islendingar i gær fyrir Svium 11 gegn 9. Island er nú i 15. sæti,en Italir, Frakkar og tsraelsmenn eru i efstu þremur sætunum. Islendingar spila i dag við Ungverja og Israelsmenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.