Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. september 1973 T Hafnarfjörður — — Verkamenn Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verka- menn til ýmissa framkvæmda á vegum bæjarins. Upplýsingar gefa yfirverkstjóri og skrif- stofa bæjarverkfræðings. Simi á bæjar- skrifstofunni er 5-34-44. Bæjarverkfræðingur. Tilboð óskast í fólksbifreiðar og nokkrar ógangfærar bif- reiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. september kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir águst mánuð 1973, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Dráttarvextir eru 11/2% fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. sept. s.l., og verða innheimtir frá og með 26. þ.m. Fjármálaráðuneytið, 20. sept. 1973. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Starfsfólk vantar að UPPTÖKU- HEIMILI RÍKISINS i Kópavogi.StÚ- dentsmenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Starfið gæti auðveldað leið til náms við félagslega hjálp. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni, simi 41725. Skriflegar umsóknir berist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 28. þ.m. Reykjavik, 21. september 1973 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Frá námsflokkum Haf narf j arðar Innritað verður i húsi Dvergs h/f. frá 24. sept-26. sept. kl. 17-20 alla dagana. Kennt verður á mánudögum og fimmtu- dögum. Athygli skal vakin á nokkrum nýjum flokkum. Svo sem uppeldis- og barnasálarfræði, keramik, itölsku og dönsku og enskuflokk- um þar sem kennsla verður miðuð við kennslu i 5. bekk framhaldsdeilda gagn- fræðaskólanna. Námsskrá liggur frammi i bókabúðum bæjarins. Forstöðumaður SKAMMTUR Af dæmigerðri poppgagnrýni Loksins, loksins. Já ég verð að segja það, að hafi nokkurn tíman ver- ið ástæða til að segja LOKSINS, þá er það núna loksins. Loksins hafa hljómleikar ársins verið haldnir og enginn sem þarna var á laugar- dagskvöldið þarf að ef- ast um það. Ég verð að segja fyrir mig að mér hefur ekki þótt nógu mikið um að vera í popp- heiminum síðan Trúbrot flutti ,,Lifun" hérna um árið. Það var því ekki að undra, þótt mikil eftir- vænting væri í Tónabæ s.l. laugardagskvöld, þegar hvorki stóð meira né minna til en að flytja nýtt frumsamið verk, „Þungun", og fjórar vinsælustu hljómsveitir landsins, — „Satan", „Samfarir", „Heilög þrenning" og „Grjúp- án", voru mættar til samleiks. En snúum okkur að því, sem fram fór þetta kvöld. „Satan" hóf leik. Gústi var með Rex á ásláttar- hljóðfæri ýmiss konar, en „Heilög þrenning" sá um fjörið að mestu. „Heilög þrenning" er tvímælalaust lang vin- sælasta tríóið hér á landi um þessar mundir. Það vartvímælalaust sniðugt af Dagbjarfi að taka son sinn Rúmba á bassagítar en láta Sigga Júdas fara. Það var altalað um dag- inn að „Heilög þrenn- ing" væri að leysast upp og að flautuleikarinn Halli Andy hefði verið að semja við „Statan", en þetta munu hafa verið fregnir úr lausu lofti gripnar og nú er „Heilög þrenning" á hápunktin- um og á góðum vegi með að verða vinsælasta tríó í Evrópu, það er að segja ef tólf laga platan þeirra slær í gegn. Fyrsta og eina verkið, sem „Satan", „Heilög þrenning", „Samfarir" og „Grjúpán" fluttu þessu sinni, var „Þung- un". Til liðs með sér höfðu þeir fengið Rex Harfmann og Gústa Pét- urs. Söngkona var Cannon Groovie, sem núna syng- ur með „Satan". Margir höfðu búist við því að Bergþóra Lúlú yrði látin syngja í „Þungun," en hún er núna með „Grjúpán". Persónulega fannst mér Bergþóra alltaf njóta sín betur i „Samförum" en með „Grjúpán," en það er bara smekksatriði og vafalaust hefur Rex Hartmann krafist þess að Cannon Groovie yrði sett í „Þungun" frekar en Bergþóra. Annar ssögðu strákarnir í „Heilagri þrenningu" mér það í óspurðum fréttum um daginn að Hamar Steinsson segir frá hljómleikum hljóm- sveitanna „Satan” — „Samfarir” — „Heilög þrenning” og „Grjúpán”. Cannon og Begga hefðu báðar verið testaðar fyr- ir hljómleikana og Berg- þóra hefði ekki komist nógu hátt. Þegar flutningur „Þungunar" hófst, sýndu áhorfendur, því miður, fullkomið tillits- leysi og þess vegna gat' ég engan veginn notið þess sem verið var að gera á hljómleikunum. Áhorfendur ruddust á fætur með ópum og öskr- um upp á borð og stóla, fleygjandi flöskum, glösum og öskubökkum eins og um venjulegan dansleik væri að ræða. „Satan" var gersamlega umkringdurog sprautaði þá appelsíni í miðri sóló og raunar slapp „Heilög þrenning" ekki heldur og „Samfarir" gátu ekki athafnað sig fyrir skríls- látum. Hafi Dagbjartur í „Heilagri Þrenningu" einhvern tíman verið show-maður, þá fer það víst áreiðanlega ekki milli mála að sonur hans Rúmbi, skyggir full- komlega á hann í þeim efnum. Rúmbi er tvímælalaust á góðum vegi með að verða mesti show-maður okkar. Vegna þessa ti11 itsleys- iráhorfenda, sem ég var áðan að tala um, gafst mér enginn kostur á því að sjá hvað „Satan" var að gera, en þó kom greinilega í gegn að það var mjög gott. Mér tókst með naum- indum að ná því, þegar Halli Andy í „Heilagri þrenningu" fór úr sokk- unum og saug á sér tána og til að byrja með var þetta sniðugt, en full langt, þegar til lengd- ar lét enda heyrði Halli áreiðanlega ekki í sjálf- um sér fyrir áhorfend- um. Svona þumbara- háttur áhorfenda á tón- leikum er óþolandi, en fólk virðist alls ekki hafa gert sér Ijóst, að þótt laugardagur væri þá var hér ekki um dansleik að ræða. En þó að áheyrendur hafi ekki heyrt neitt af því, sem fram fór í Tónabæ á laugardaginn var, þá er mér áreiðan- lega óhætt að fullyrða að jólaplatan í ár verður „Þungun" eftir „Sam- farir", „Satan", „Heil- aga þrenningu" og „Grjúpán". Ekki má gleyma Þor- steini Erlingssyni, sem gerði textana við „Þungun", en Steini er tvímælalaust langbesti textahöfundur okkar í dag. Óðurinn til ástar- innar er snilldarverk og Steini gaf mér leyfi til að birfa hann hér, en hann verður líka á jólaplöt- unni: I love you and you love me we love him and he loves you she loves us and we love she love, love, love we three are quite a company I need you and you need me he needs she and she needshe you need she and she needs he we need he and he needs we. Oh! Oh! Oh! Oh! Oh! Ooohhhhhhh!!! What a group of heavenly company in onany. Love love love love love love love love love love love love love love Ooooooohhhhhhhhhh!!!! for me. Flosi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.