Þjóðviljinn - 25.09.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.09.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. september 1973 ÞJÓÐVILJINN, — SÍÐA 13 JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN Hún otaði tánni i einn bútinn, sneri honum við. . — 1 gær. — Getur það staðið i nokkru sambandi við — ég á við það sem kom fyrir bróður yðar? — Það hefur mér ekki dottið i hug. Getur það verið? Litla gula hœnan sagði: ENDURNÝJUN Þar stóðu þeir allir og lyftu höndum sinum til himins og sungu ennþá einu sinni: „Frelsuð i faðmi Jesú, frelsuð Hans hjarta við, óhult þar önd miii hvilir, eilifan hefurfrið!” Þá kallaði undirforinginn: „Skjótið!” Og hinir sjö féllu dauðir niður. Frá þeim tima varð ég nýr maður. Ég hafði lært að þekkja Krist gegnum nokkra hinna veik- ustu og yngstu lærisveina Hans, þvi að það sem ég hafði séð og heyrt, hafði sannfært mig um þaö, að ég mætti einnig koma og finna náð. (Norðurljós, annar árgangur). Lausn á síðustu krossgátu I = V, 2 = A, 3 = L, 4 = H, 5 = ö, 6 = Á, 7 = R, 8 = B, 9 = T, 10 = U, II = E, 12 = Ð, 13 = N, 14 = 0, 15 = F, 16 = S, 17, = G, 18 = 1,19 = M, 20 = Y, 21 = K, 22 = 1, 23 = P, 24 = D, 25 = Ý, 26 = É, 27 = Ú, 28 = J , 29 = 0, 30 = Æ, 31 = Þ Laugardaginn 7. júli voru gefin saman i Akraneskirkju af séra Jóni M Guðjónssyni ungfrú Sess- elja Bjarnadóttir og Guöjón jóns- son. Heimili þeirra verður að Álf- hólsvegi 133, Kópavogi. Ljós- myndastofa Þóris, Laugavegi 178, simi 85602. — Einhver skar sundur mál- verkið yðar — sama daginn deyr bróðir yðar voveiflega. Þaö virð- ist varla geta verið tilviljun. Hún hugsaði málið. Virtist velta þvi fyrir sér sem hann hafði verið að segja. — A fulltrúinn við að einhver hati mig og vilji hefna sin á þenn- an hátt? — Eflaust er það hugsanlegt. Þér haldið væntanlega ekki...? Sanger hikaði, en augnaráð hennar neyddi hann til að halda áfram: — Þér haldið þó ekki að bróðir yðar hafi staðið fyrir þessu með málverkið? Elisabet rétti úr sér, varð enn- þá beinni i baki og i augu hennar kom sami svipurinn og þegar hann hafði spurt hana um pólsku telpuna á dögunum. — Vitaskuld ekki, sagði hún kuldalega. — Af hverju spyrjið þér? — Hann átti heima hér i hús- inu. Hann hefði getað verið úr jafnvægi, átt við einhver vanda- mál að striða. Liferni hann.... — Liferni bróður mins kemur þessu máli ekkert við, sagði Elisabet fastmælt. — Hann var enginn brjálæðingur. En sumum likaði myndin ekki. Til að mynda henni svilkonu minni. Og vinnu- konunni minni. — Svo að svilkonu yðar likaði ekki hvernig þér máluðuð hana? Elisabet gretti sig óþolinmóð- lega. — Segjum að henni hafi ekki fallið útfærlsan á mótifinu. — Ég ætla að tala um það við hana, sagði Sanger. — Meðal ann- arra orða, lesið þér Feminu, frú Tengwall? Elisabet leit undrandi upp. — Nei, aldrei. Af hverju spyrjið þér? — Mérdattþaðbara i hug. Mér skilst að margar konur geri það. — Ég er ekki i þeirra hópi. Og hvað hana svilkonu mina snertir, þá verður erfitt að ná i hana. Hún hefur ekki komið'heim til sin sið- an i gærkvöldi. Ráðskonan opnaði, hávaxin, þéttholda og snyrtileg ljóshærð kona sem styrk og trausti stafaði frá. Sanger hugsaði með sér að litla villuráfandi og skelfda franska frúin hlyti að hafa stuðn- ing hjá þessari konu — hún var eins konar hellubjarg að halla sér að. Henni veitti vist ekki af. Hvorki húsbóndinn né frúin voru heima þessa stundina, en Sanger mátti koma inn i bóka- stofuna og setjast i leðurstól. Ráðskonan, frú Aronson settist beint á móti honum, bersýnilega reiðubúin að svara spurningum. Hún svaraði öllu hreinskilnis- lega og afdráttarlaust. Nei, frúin var þvi miður ekki heima. Lækn- irinn hafði verið i Stokkhólmi undanfarna tvo daga. Hún hafði varla þekkt hinn myrta, aðeins séð honum bregða fyrir stöku sinnum. Var það alvanalegt að frú Tengwall væri að heiman svona lengi án þess að segja hvar hún væri niðurkomin? 1 fyrsta sinn var eins og frú Aronson hikaði ltið eitt. Nei, það var ekki vanalegt. Já, billinn hennar var horfinn lika. Sanger spurði ekki um nafn- lausubréfin,ekkiheldurhvort frú Aronson læsi Feminu. Enda hafði hann fengið skýringu á bréfunum. Ef hún var þá rétt? Fimmtudaginn 12. júli voru gefin saman i Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðarsyni ungfrú Asdis Halldórsdóttir og Pálmi As- mundsson. Heimili þeirra verður aö Hlaðbrekku 23, Kópavogi. Ljósmyndastofa Þóris, Lauga- vegi 178, Simi 85602. Hann var reiðubúinn að trúa þvi, að öll þessi saga væri eintóm- ur lygavefur. Allt var i samhengi, en þó var eins og ekkert raun- verulegt samband væri milli at- vikanna — það vildi bara þannig til að allt þetta kynlega beindist að eða átti upptök á sama litla blettinum, snerist um örfáar mannverur i þrem húsum; börnin bæði i lystihúsinu, hinn myrta, systur hans og svilkonu hennar. Að öðru leyti virtust atvikin ótengd. En dálitinn hluta af kotrunni hafði Sanger tekist að fylla út, og þar stóðu bútarnir heima: allt hafði byrjaö meö þvi að John- Henry faldi telpuna i lystihúsi Tengwalls tannlæknis. Tann- læknisfrúin hafði komið þangað að hitta ástvin; börnin höfðu hót- að henni með bréfum og brúðu til að hræða hana burt. Allt þetta virtist rökrétt. Siðan hafði mál- verkið verið skorið i tætlur, Lor- entz Malm myrtur og yngri frú Tengwall horfið. John-Henry hafði i skyndi játað á sig morðið og hið hugsanlega morðvopn var i góðri vörslu á lög- reglustöðinni. Samkvæmt krufn- ingarskýrslunni hefði banasárið hæglega getað verið eftir þann hnif. Fingraförin á kæliskápnum, sem sé þau sem voru nokkurn veginn ný, tilheyrðu bæði hinum myrta og annarri persónu. Auk þess voru ótal blettir og för á kæliskápnum, sem hafði staðið á hlaðinu um langt skeið. Vegfar- endur, forvitnir eða fingralangir, höfðu beint að honum athygli um árabil. Morðið hafði verið framið um það bil klukkan 21 miðvikudáginn 24. mai. Vitni hafði séð hinn myrta koma gangandi eftir Hamarsvegi i áttina að Lindar- brekku klukkan kortér fyrir niu eða svo. Hann hafði verið einn og virst vera að flýta sér. Tuttugu minútum siðar hafði sama vitni, sem verið hafði á venjulegri kvöldgöngu á ströndinni, séð bil aka burt frá staðnum i áttina til borgarinnar. Það hafði verið of dimmt til að greina bilmerkiö eða litinn Akandi morðingi, ekki fjórtán ára snáði. Sanger hafði reyndar aldrei trúað hinni fáorðu yfirlýs- ingu drengsins. Það var senni- legra að John-Henry væri að ljúga til að vernda vin. Hver var vinur Johns-Henry? Telpan að sjálfsögðu, en hún kom ekki til greina. Og svo var það fósturmóðir hans i næsta húsi. Húsahrófin við Kasinógötu voru ekki alveg ókunnug rannsóknar- lögreglunni. Sanger hafði reynd- ar verið þar tvivegis áður, fyrir missiri i sambandi við lögreglu- leit, þegar lögreglan hafði komist yfir töluvert magn af kannabis og morfinsamböndum. Þá höfðu fá- einar handtökur verið fram- kvæmdar. Hinn myrti Lorentz Malm hafði ekki verið þar þá, að minnsta kosti hafði Sanger ekki nafnið hans i plöggum sinum. Það var systirin sem bent hafði Sanger á Kasinðgötu. Hún hafði sennilega — með réttu — gert ráð fyrir að nógu margir vissu að bróðir hennar hafði oft aðsetur þar og henni hafði fundist ráðlegt að sýna samstarfsvilja með þvi að gefa upplýsingar sem hún taldi vist að Sanger fengi hvort eð væri. Óþrifin og óþefurinn og hrörn- unin voru ef til vill enn megnari en fyrir hálfu ári. Fólkið var hiö sama eða sýndist hið sama, þessi nýja tegund af manneskjum sem fóru að koma að sunnan fyrir all- mörgum árum. Sanger mundi eftir fyrstu fyrirboðunum sem gert höfðu vart viö sig i Kaup- mannahöfn á sjöunda áratugnum — eftirkomendur beatnikkanna, friðarfólkið, ástarfólkið, blóma- fólkið. Hassfólkið mátti lika segja. Sanger hafði i alvöru reynt að skilja þetta fólk, en ekki tekist það. Það hafði ekki reynt að skilja Paul Sanger. Það var múr milli þess og annars fólks og það var á sinn hátt jafnlaust við umburðar- lyndi, upptekið af sjálfu sér og á- hugalaust um aðra og fólkiö í hin- um herbúðunum. Sanger barði létt á eldhúsdyrnar og gekk inn. Tvær stúlkur sem minntu á indi- ánakonur, sátu á gólfinu og Þriðjudagur 25. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl.7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson les framhald „Sögunnar af Tóta” eftir Berit Brænne (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Viö sjó inn kl. 10.25: Sturlaugur Daðason verkfr. talar um lagfæringar i hraðfrystihús- um og athuganir á hafnar- sjó og vatni i hraðfrystiiðn- aði. Morgunpopp kl. 10.40: The Sweet leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siödegissagan: „Hin gullna framtfö” eftir Þor- stein Stefánsson.Kristmann Guðmundsson les (7). 15.00 Miödegistónleikar: Pianóleikur. Vladimir Ashkenazý ieikur Sinfónisk- ar etýður op. 13 eftir Schu- mann og „Myndir á sýn- ingu” eftir Mússorgský. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegiil. 19.35 Umhverfismál. Hrafn- kell Eiriksson fiskifræðing- ur talar um sjávarlíf Breiðafjarðar. 19.50 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynn- ir. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Trió i Es-dúr (K 498) eft- ir Mozart. Gervase de Peyer leikur á klarinettu, Cecil Aronowitz á viólu og Lamar Crowson á pianó. 21.30 Skúmaskot. Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir.. Eyjapist- ill. 22.35 Ilarmonikulög . Arnt Haugen og félagar hans leika. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 25. september 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Iieima og heiman. Nýr, brezkur framhaldsmynda- flokkur. 1. þáttur. Svalir vindar. Þýðandi Dóra Haf- 2 steinsdóttir. Aðalpersónan er rúmlega fertug hús- móöir. Eiginmaður hennar hefur komið sér vel áfram i lifinu og er stöðugt önnum kafinn. Börnin fjögur eru að 2 verða fullorðin, og samband þeirra við heimilið verður sifellt lauslegra. Húsmoður- hlutverkið verður æ ein- manalegra og loks ákveður hún að finna sér verkefni utan veggja heimilisins. 21.20 Hver á að ráöa? Umræðuþáttur i sjónvarps- sal um nýja löggjöf varð- andi fóstureyðingar. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. 22.00 Iþróttir. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveöin. MALASKOLINN MIMIR BRAUTARHOLTI4 - SÍMI10004 ENSKAN Talæfingar fyrir fulloröna. Byrjendaflokkar. Framhaldsflokkar. Samtalsflokkar hjá Englendingum. Smásögur. Ferðalög. Daglegt mál. Bygging málsins. Lestur leikrita. Verzlunarenska. Síðdegistímar og kvöldtímar. Dragið ekki að innrita yður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.