Þjóðviljinn - 25.09.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.09.1973, Blaðsíða 16
MÚÐVIUINN Þriðjudagur 25. september 1973 Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta lyfjabúöanna i Reykjavik vikuna 21. - 27. september verBur i Lyfja- búBinni IBunni og GarBsapóteki. SlysavarBstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á HeilsuverndarstöBinni. Simi 21230. 1 ■ Hf- T7 -lf 1- wzr 1 i— LEIÐ ELINAR TIL ÍSLANDS Á þessu veðurkorti sjást leiðir hinna geystu vinda frá sunnudegi til mánu- dags svo og veðurhæðin á hverjum tima á hinum ýmsu stöðum við ísland og á landinu. Rafmagnsveita Reykjavíkur: Miklar og marg- víslegar skemmdir llaukur Pálmason, yfirverk- fræöingur hjá Kafmagnsveitu Rcykjavikur, sagöi I viötali viö biaöið í gærkvöld aö fyrirtækið heföi oröið fyrir miklu og marg- víslegu tjóni i ofviðrinu. Hann sagöi aö fyrst I stað heföu komiö fram minnihuttar truflanir á loft- linum, en upp úr miðnætti fór aö keyra um þverbak, og um klukk- an eitt var allt svæöiö straum- laust. Ástæðan fyrir þvi var selta sem hlóðst á einangrara i spennistöð- inni á Geithálsi og þetta endurtók sig einum fjórum fimm sinnum um nóttina, en stóð stutt, kortér til tuttugu minútur i hvert sinn. Jafnframt. þessu stórjukust skemmdir á loftlinukerfinu, sem ■^eru fyrst og fremst i nýju hverf- unum — Breiðholti, á Ártúnshöfð- anum og i Kópavoginum og úti á Seltjarnarnesinu. Þessar bráða- birgðalinu klipptust sundur af fljúgandi þakplötum, vinnuskúr- ar fuku viða og i þá flesta er tengt rafmagn og olli það miklum óþægingum. Þessi ófögnuður stóð framundir morgun. 1 Selási brotnuðu fimm staurar 1 lágspennulinu til nokkurra not- enda þar, en alvarlegri urðu bil- anir á háspennulinu sem liggur suður i Garðahreppi, þar brotnaðj * staur og fleiri staurar lögðust á hliðina. Garðahreppur varð af þessum sökum straumlaus frá klukkan tvö framundir morgun. Þá tókst loks að koma straum til þeirra eftir annarri linu sem ligg- ur i Garðahrepp. Miklar truflanir urðu á há- spennulinu sem liggur upp i Mos- fellssveit, og biluðu bæði Reykja- lina og úlfarsfellslina og varð m.a. straumlaust i rannsóknar- stofnunum að Keldum og i Keldnaholti og var ekki búið að gera við þessar bilanir fyrr en langt var liðið á daginn. Við þess- ar viðgerðir unnu 70-80 manns. — Heldurðu að nokkur hafi slasast af völdum rafmagns? — Við höfum ekki haft neinar spurnir af þvi, sem betur fer. Framhald á bls. 15. Útvarpsráð um fréttir af atburðunum í Chile: Villandi nmmæli sem unnt hefði verið að sneiða hjá, ef betur hefði verið vandað til verka A fundi útvarpsráös I gær- morgun var á dagskrá tillaga Stefáns Karlssonar, fulltrúa Alþýöubandalagsins, þar sem átalinn er fréttaflutningur út- varps- og sjónvarps vcgna at- burðanna i Chile. Uminæli útv. og sjónvarps af þessu tilefni hafa veriö rakin hér i blaðinu og veröa þau ekki endurtekin hér aö sinni. Tillaga Stefans Karlssonar var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu I útvarpsráði i gær- morgun. Þessir samþykktu til- löguna: Njöröur P. Njarðvik, Ólafur Ragnar Grimsson (F), Stefán Júliusson (A), Stefán Karlsson (Abl.) og örlygur Hálf- dánarson (F). Á móti var annar fulltrúi ihaldsins Magnús Þórðar- son, hinn fulltrúinn mætti ekki. Samþykkt útvarpsráös var á þessa leið: 1 tilefni af fréttaskýringum i hljóðvarpi og sjónvarpi vegna valdaráns herforingja i Chile beinir útv. ráð þeim eindregnu tilmælum til fréttaskýrenda stofnunarinnar að þeir varist að taka hlutsamar fullyrðingar fréttaskeyta upp i skýringar sinar og gera þær að sinum án þess að geta heimilda. Útvarpsráð telur, að i téðum fréttaskýringum hafi stjórn- málasaga Chile undanfarin ár ekki verið rakin á viðhlitandi hátt, og að i þeim sé að finna villandi ummæli, sem hægt hefði veriö að sneiða hjá, ef betur hefði veriö vandað til verka. Þjóðskáld Chile og náinn ....■■■■■-—*...............——- vinur Allendes P ablo N eruda er látinn SANTIAGO 24/9 — Frá þvi var skýrt i Santiago i gærkvöldi að Pablo Neruda, þjóðskáld Chile- búa væri látinn. Neruda var 69 ára gamall og hafði um árabil verið viðurkenndur sem höfuð- skáld Rómönsku Amerlku. og eitt af mestu skáldum þessarar aldar. Ariö 1971 fékk hann Nóbelsverð- launin fyrir ljóð sin. En Neruda var einnig meðal helstu baráttu- manna fyrir sósialisma I Chile. Var hann félagi i kommúnista- flokki landsins og sat um stund á þingi. Hann var náinn vinur Salvadors Allende forseta, sem gerði hann að sendiherra Chile I Frakklandi. Rétt eftir valdarán herforingja- klíkunnar barst sá orðrómur frá Chile að óttast væri um lif Neruda og hann kynni að hafa verið hand- tekinn, en herforingjaklikan bar það til baka, og sagði að hann væri heilsutæpur en héldi þó áfram að starfa að ritsörfum á heimili sinu. Nú hefur hins vegar lát hans verið tilkynnt og er sagt að banameinið hafi verið krabba- mein. Pablo Neruda fæddist árið 1904 i Temuco i suðurhluta Chile, og var hann sonur járnbrautar- verkamanns. Hann stundaði nám iháskóla Chile.en fór mjög ungur að yrkja. Þegar hann var rúm- lega tvitugur var hann þekkt ljóð- skáld um allan hinn spænsku- mælandi heim. Arið 1927 gekk hann i utanrfkisþjónustuna og varð siðan ræðismaður landsins i mörgum löndum, fyrst i Austur- Indium, siðar i Argentinu og loks á Spáni. Eftir það dvaldist hann um skeið I Frakklandi og i Mexikó. Meöan hann dvaldist I Mexikó (1940) byrjaði hann að yrkja Ijóðabálkinn „Canto General de Chile”, sem varð að lokum að episku ljóði um Rómönsku Ameriku. 1 ljóðabálknum eru um 250 ljóð, og komu þau út i heild árið 1950. Þetta hefur siðan verið eitt kunnasta verk hans, en einnig hefur hann gefið út mikinn fjölda ljóðabóka, sem endurspegla margþættan persónuleika hans, og ljóðræna ævisögu. Neruda sneri aftur til Chile 1944, og gekk þá i kommúnista- flokkinn. Ari seinna var hann kosinn öldungadeildarþing- maður. En árið 1947 var kommúnistaflokkurinn bannaður og neyddist hann þá til að fara huldu höfði um skeið, en siðar fór hann I útlegð. Þegar kommúnistaflokkurinn var ieyfður á ný sneri hann aftur til Chile og hélt starfi sinu áfram. Arið 1970, þegar vinur hans Allende var kjörinn forseti lands- ins, var hann gerður að sendi- ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ungir Alþýðubandalagsmenn i Reykjavik og nágrenni Fyrstu fundir starfshópa til undirbúnings að ráðstefnu ungra Alþýðu- bandalangsmanna og stuðningsmanna þeirra á Akureyri 6.-7 október verða á Grettisgötu 3 næstkomandi miðvikudagskvöld (ekki fimmtu- dagskvold, ems og áður var auglýst) kl. 20.30. Hóparnir verða brir- L Starfshættir sósialisks flokks. P 2. Sósialiskur flokkur og verkalýðshreyfing. 3. Þátttaka sósialisks flokks i rikisstjórn. Fundur er boðaður i miðst.iórn Alþýðubandalagsins föstudaginn 28. september 1973 að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: L Tekin ákvörðun um flokksráðsfund. 2. Baráttan fyrir brottför hersins. 3. Kiarasamningar launastéttanna. Ragnar Arnalds. herra Chile i Paris, en þar hafði hann dvaliö langdvölum áöur og kynnst persónulega ýmsum helstu skáldum Frakklands. Meðan hann var þar fékk hann Nóbelsverðlaunin. Neruda lét af störfum fyrir ári vegna heilsubrests og sneri þá aftur til Chile. Blaðberar óskast núþegar i eftirtalin hverfi: Breiðholt Teiga Laugarnes Sigtún Háteigsveg Hliðar Grunna Hjarðarhaga Hringbraut Hverfisgötu Rauðalæk afgreiðslu Þióðvilians i simum 17500 eða 17512.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.