Þjóðviljinn - 25.09.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. september 1973 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11
„Tími er kominn til
aö hætta gagnrýni”
Gordon Banks er
ánægöur með
Sir Ramsey
,/Það er kominn timi til
að hætta þessari stöðugu
gagnrýni á Sir Alf Ramsey
og enska landsliðið", segir
Gordon Banks, einn virtasti
og dáðasti knattspyrnu-
maður í Englandi.
Gordon Bandks tekur nú
upp hanskann fyrir Rams-
ey, sem hefur verið gagn-
rýndur gífurlega mikið í
enskum blöðum undanfar-
ið. Tap Englendinga fyrir
Pólverjum í riðlakeppni
heimsmeistarakeppninnar
svíður enn, og enskir knatt-
spyrnuáhugamenn skella
skuldinni á Ramsey, sem
sjaldan hefur verið eins
mikið gagnrýndur og ein-
mitt nú.
Gordon viðurkennir að oft sé
hann ósammála Ramsey og seg-
ist til dæmis enn ekki skilja hvers
vegna hann skipti ekki um fram-
linumenn i leiknum gegn Pólverj-
um, er staðan var orðin 0-2.
Ramsey vildi þá alls ekki skipta
um menn, hann sagðist trúa á þá
sem væru inn á vellinum, og ef
einhverjir gætu bjargað heiðri
Englendinga, þá væru þaö þeir.
Margir segja þessa þrjósku
Ramseys hafa oröið afdrifarika,
heiðri Englendinga varð alls ekki
bjargað og nú er svo komið aö
ekki er öruggt að þeir komist i
sjálfa heimsmeistarakeppnina,
sem fram fer á næsta ári.
Englendingar eiga að leika við
Pólverja á Wembley nú á næst-
unni, og þann leik verða þeir aö
vinna til aö eiga möguleika á að
komast áfram.
■ Gordon Banks heldur áfram:
„Gagnrýni getur að sjálfsögðu
verið réttmæt og oft er einmitt
þörf á að ræða þaö, sem miöur
fer. Þess verður þó ætið aö gæta,
að sú sama gágnrýni hafi ekki
niöurdrepandi áhrif, að hún slævi
ekki áhugann og rifi niður sjálfs-
traustið.
Einhverra hluta vegna er gagn-
rýni á enskan fótbolta ætiö nei-
kvæö, menn verða að muna að
þaö er einnig hægt að lofa það,
sem er vel gert. Hér virðist sem
enginn nenni að dýfa niður penna,
nema til þess eins að skammast
og rifast út af dökku hliðunum.
Allt þetta neikvæða tal er til
þess eins aö skemma fyrir, þaö
þarf að hugsa meira um hvað er
gott fyrir leikmenn, þjálfara og
leikina sjálfa.
Framhald á bls. 15.
Gordon Banks — hann lenti i bílslysi og skaddaöist svo illa á auga aö
hann getur ekki leikiö knattspyrnu framar.
Liverpool marði sig-
ur á síöustu sekúndu
Isfiröingar
sigruöu
Fylki
Um helgina léku Isfirð-
ingar gegn Fylki um rétt-
inn til að leika gegn Reyni
úr Sandgerði. Sá leikur réði
úrslitum um hvaða lið
leikur í 2. deild næsta
sumar.
Reynir sigraði í sínum
riðli úrslitakeppninnar í 3.
deild, en isfirðingar og
Fylkir urðu efstir i sínum
riðli í úrslitunum.
Þaö hefur svo sannarlega ekki
gengiö átakalaust að fá þessi úr-
slit. Fyrir þremur vikum siðan
léku þessi lið i úrslitakeppninni,
en skildu þá jöfn, 2 mörk gegn
tveimur.
Aö leiknum loknum kærðu
Fylkisrhenn og töldu einn leik-
manna Isfirðinga hafa verði ólög-
legan. Hafði sá verið leikmaður
með Fylki i fyrrasumar og töldu
Fylkismenn að hann hefði aldrei
gengið aftur yfir i ÍBl.
Það gekk illa að fá knatt-
spyrnudómstólana til að taka
ákvörðun. KRR visaði málinu frá
sér, KSt visaði þvi til KRR, sem
dæmdi manninn þá ólöglegan
með Isfirðingum. Ekki undu ts-
firðingar þeim málalokum og
áfrýjuðu dómnum til KSt, sem
dæmdi manninn löglegan með ts-
firöingum.
Allt þetta málaþóf tók sinn tima
og það var fyrst nú um helgina
sem liðin gátu leikið að nýju.
tsfiröingar voru betri aðilinn i
ieiknum og undir lokin sóttu þeir
nær látlaust. Illa gekk þó að koma
boltanum i markið og þrátt fyrir
mörg ágæt tækifæri skoruðu þeir
ekki fyrr en um miðjan siðari
hálfleik. Aður höfðu þeir átt
þrumuskot frá vitateig i þver-
slána og small boltinn þaöan og
niður á marklinu.
Fylkir náði að jafna fyrir leiks-
lok og var þvi framlengt. Út-
haldið var farið aö minnka hjá
báðum aöilum, en tsfirðingar
sýndu þó öllu meiri tilþrif og á 3.
min. siðari hálfleiksins skoraði
Bjarni Alfreðsson annað mark
tBÍ. Er ein minúta var til leiks-
loka tryggði hann sigur tsfirðinga
endanlega með öðru marki og 3-1
sigur var i höfn.
t gærkvöld léku Isfirðingar
gegn Reyni úr Sandgerði og er
sagt frá þeim leik á baksiðunni.
Manchester Utd.
lék varnarleik og
náöi jafntefli
gegn Leeds
Það var svo sannarlega
líf í tuskunum á leik Liver-
pool gegn Tottenham, á
heimavelli þeirra fyrr-
nefndu. Chris Lawler, bak-
vörður, tryggði Liverpool 3-
2 sigurinn á síðustu sek-
úndu leiksins, sem var afar
skemmtilegur og spenn-
andi.
Leeds náði aldrei aö skora i
leiknum gegn Manchester Uni-
ted, sem lék afar sterkan varnar-
leik. Þrátt fyrir að Leeds væri i
sókn svo til allan timann náði liðiö
aldrei að skapa sér veruleg tæki-
færi, og hinir fjölmörgu áhang-
endur liðsisn sýndu óánægju sina
með háværu bauli.
5 mörk voru skoruð á 12 minút-
um i siöari hálfleik Manchester
City og Chelsea og lauk leiknum
meö sigri City, 3-2.
Úrslit um helgina urðu þessi:
1. deild
Arsenal—Stoke 2-1
Coventry—Newcastle 2-2
Derby—Southampton 6-2
Ipswich—Burnley 3-2
Leeds—Manch. Utd. 0-0
Liverpool—Tottenham 3-2
Manch. City—Chelsea 3-2
QPR—Birmingham 2-2
Sheff. Utd.—Norwich 1-0
West Hám—Leicester 1-1
Wolves—Everton 1-1
2. deild
Aston Villa—Orient 2-2
Blackpool—Middlesbro 0-0
Bristol City—Sheff. Wed 2-0
Cariisle—Oxford 2-1
C. Palace—Cardiff 3-3
Hull City-WBA 0-0
Nottm. For.—Preston 1-1
Portsmouth—Notts. C. 1-2
Sunderland—Luton 0-1
Swindon—Millvall 1-3
Staðan i 1. deild, að loknum 9
umferðum, er þessi:
Leeds 8 7 1 0 19 4 15
Derby 9 5 2 2 14 8 12
Coventry 9 5 2 2 11 7 12
Newcastle 8 4 3 1 14 8 11
Leicester 8 3 5 0 10 6 11
Burnley 8 4 3 1 15 10 11
Manch. City 8 4 2 2 12 9 10
Liverpool 8 4 2 2 10 8 10
Sheff.Utd. 8 4 1 3 11 8 9
Arsenal 8 4 1 3 12 11 9
Everton 8 2 4 2 9 8 8
Q.P.R. 8 1 5 2 10 11 7
Manch. Utd. 8 3 1 4 8 10 7
Ipswich 8 2 3 3 12 17 7
.Chelsea 8 3 0 5 11 11 6
Southampton 8 2 2 4 9 16 6
Stoke 8 0 5 3 7 10 5
Tottenham 8 2 1 5 10 15 5
Norwich 8 1 3 4 8 14 5
Wolves 8 2 1 5 8 14 5
West Ham 8 0 4 4 10 15 4
Birmingham 8 0 3 5 8 18 3
George Best — er hann enn á ný byrjaður með Manch. Utd?