Þjóðviljinn - 03.11.1973, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1973. J. DJÚÐVIUm MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. HVER VAR AÐ BULLA? I dag, 3. október, er réttur mánuður lið- inn frá þeim tima er slit stjórnmálasam- skipta við bresku ofbeldisstjórnina áttu að taka gildi eftir ákeyrslu Lincolns á varð- skipið Ægi út af Austfjörðum. Daginn áður en til slitanna kom buðust Bretar til þess að draga herskip sin út fyrir 50 milna mörkin. Um leið var forsætisráðherra boðið að koma til London til viðræðna við forsætisráðherra bresku ihaldsstjórnar- innar Edward Heath. Yfirlýsing bresku stjórnarinnar um að kveðja herskipin út fyrir 50 milna mörkin var gefin án beinna skilyrða, en Bretar hótuðu þó að senda herskipin inn fyrir aftur ef hreyft yrði við veiðiþjófum þeirra. í bréfi Heaths til Ólafs Jóhannessonar, dagsett 2. október sl., komst breski forsætisráðherrann svo að orði: „Brottkvaðningin er gerð i þeirri trú, að islensk stjórnvöld muni ekki gera neinar ráðstafanir gegn breskum togurum við veiðar, eða sem hafa verið við veiðar, á hinu umdeilda svæði”. Hér er þess með öðrum orðum krafist i bréfi Heaths, að islendingar felli útfærslu landhelginnar úr 12 milum i 50 úr gildi að þvi er bresku veiðiþjófana varðar! Hér er auðvitað um dæmalaust ósvifna og hneykslanlega kröfu að ræða og islenska rikisstjórnin neitaði að verða við henni. í svarbréfi ólafs Jóhannessonar til Heaths, dagsettu 22. okt. sl., segir um þetta atriði sérstaklega: ,, ,,ekki er annað mögulegt en að islensk lög gildi áfram á fiskimiðun- um” og á þetta verð ég að leggja áherslu”. Á blaðamannafundi, sem forsætisráð- herra efndi til sama daginn og þessi bréfa- skipti fóru fram, svaraði hann spurning- unni um, hvort fyrirmælum til landhelgis- gæslunnar yrði i nokkru breytt, mjög af- dráttarlaust neitandi. En eftir þvi sem leið á siðasta mánuð tóku að berast iskyggilegar fréttir af mið- unum fyrir Vestfjörðum. Skipstjórar héldu þvi fram að breskir togarar stund- uðu veiðar tugum saman, ekki aðeins á almenna veiðisvæðinu frá 12 að 50 milum, heldur jafnvel á svæðum sem eru friðuð fyrir veiðum erlendra sem innlendra skipa og jafnvel innan 12 milna mark- anna. Blaðafulltrúi landhelgisgæslunnar neitaði að kannast við þessar upplýsingar skipstjóranna, sem sögðu, að landhelgis- gæsian væri einfaldlega að reyna að ,,gera okkur að lygurum”, eins og skipstjórarnir komust að orði. Jóhann Simonarson á tog- aranum Bessa frá Súðavik sagði: ,,Okkur finnst furðuleg yfirlýsingin frá Landhelgisgæslunni; það er eins og hér séu einhverjir stáklingar, sem gangi ljúg- andi um”. Hermann Geirmundsson, skip- stjóri á togaranum Júliusi Geirmunds- syni, komst svo að orði um framkomu landhelgisgæslunnar: „Þetta er orðin al- veg óskiljanleg framkoma, og maður botnar ekkert i þessu”. Þannig hafa gjörsamlega stangast á ummæli ráðamanna annars vegar og skipstjóranna á Vestfjarðamiðum hins vegar. 5. október var þegar tekið að bera á þeim grun meðal sjómanna að ekki væri allt með felldu að þvi er landhelgisgæsl- una varðaði. Þjóðviljinn spurði forsætis- ráðherra þann dag hvort nokkuð væri hæft i þeim orðrómi, að hann, sem æðsti yfir- maður gæslunnar, hafi fyrirskipað mild- ari aðgerðir gegn breskum landhelgis- brjótum að breyttum viðhorfum. ólafur Jóhannesson svaraði skýrt og skorinort: ,,Þáð er bara bull”. En yfirlýsingar ráðherrans frá 2. og 5. október sýna svo sem hér hefur verið rak- ið að langur er húsavegur ráðherrans til landhelgisgæslunnar. í lok mánaðarins ágerist óþolinmæðin svo sem hér hefur einnig verið rakið á undan, og Þjóðviljinn telur enn ástæðu til þess að ræða við ráðherrann og spyrja hvernig á þvi standi að ekkert hafi verið aðhafst og hvort ekki sé ástæða til að rannsaka sérstaklega hvernig standi á mismunandi fullyrðingum vestfirsku skipstjóranna og landhelgisgæslunnar. Og ráðherra svarar enn: ,,Satt best að segja vil ég sem minnst tala um þetta. Það er ekki skemmtilegt fyrir íslendinga sem fram hefur komið i sambandi við þessi mál”. — Svo mörg voru þau orð. Er ekki kominn timi til að ýta við herra Pétri Sig- urðssyni, sjóliðsforingja, yfirmanni land- helgisgæslunnar, en undirmanni Ólafs Jóhannessonar? Er ekki rétt að það komi i dagsljósið, hver það er sem bullar? skólarnir Fervaxandi, en geta lítið gert Við höfum haft spurnir af því að nýlega hafi á skóla- skemmtunum i Hagaskóla og Vogaskóla borið á meiri ölvun meðal nemenda en áður hefur verið, og höfðum við af þessu tilefni samband við Björn Jónsson skólastjóra Hagaskóla og Þorstein Eiriksson yfir- kennara i Vogaskóla. Björn sagði i upphafi, að þaö væri ekki rétt að stöðva hefði þurft skemmtun i Hagaskóla eins og okkur hafði borist til eyrna. Aftur á móti væri áfengisvanda- málið fyrir hendi, og það væri orðiö almennara að nemendur smökkuðu vin en áður. Þetta er ekki neitt vandamál i 1. og 2. bekk, en talsvert vandamál i 3. bekk. 4. bekkursækir aftur á móti litið skemmtanir i skólanum. Bœkur frá Kvöldvökuútgáfan sendir frá sér eftirtaldar bækur nú i liaust. Af lífi og sál. Andrés Kristjánsson ræðir við Asgeir Bjarnþórsson. Asgeir Bjarnþórsson, list- málari, er ekki aðeins þjóðkunnur fyrir myndir sinar, heldur einnig afstöðu sina til listarinnar, manna og málefna. Allir, sem hann þekkja,vita lika, að hann er hinn snjallasti frásögumaður og hefur margt söguefnið rekið á Meðan unglingarnir drekka óhindraðá skemmtistöðum Björn sagði, að skólinn gæti ekki ykjamikið gert i slikum málum og hann liti svo á, að meðan unglingar geta óhindrað drukkið vin á skemmtistöðum borgarinnar sé ekki annað fyrir hendi en að þeir hætti að sækja skemmtanir i skólunum. t>að er ekkert leyndarmál, að það er ekkert gert við unglinga, sem eru undir áhrilum i Tónabæ, og þeir a'tlast þá til að þeir geti haft sama hátt á i skólunum. Skólar geta ekki litið þetta sömu augum og opinberir skemmtistaðir. Þess- vegna verðum við einfaldlega að draga i land með skemmtanir nemenda sem eru komnir á þennan aldur. Við verðum þá að taka upp einhverja aðra mynd á félagslifi þessa hóps sem ekki hefur drykkjuskap i för með sér. Þetta reynum við að gera. fjörur hans á litrikum æviferli. Alit sitt segir hann jafnan af fullri einurð og tæpitungulaust. Nú fyrir jólin kernur út bók, sem nefnist ,,Af lifi og sál", me.ð frásögnum hans af ýmsu tagi. og kennir þar margra grasa. Hann segir frá æsku sinni á Mýrum vestur og ýmsu gömlu og merki- legu fólki. Hann segir frá dvöl sinni i Kaupmannahöfn, Munchén, Róm og fleiri borgum við nám, listastarf og sýningar. Og hann segir siðast en ekki sist Þetta er þá mjög ofsögum sagt að þið séuð i einhverjum stórvandræðum? — Það er algjörlega úr lausu lofti gripið. Foreldrar eða biaða- menn mega koma hvenær sem er á þessar skemmmtanir til að sjá með eigin augum hvernig þær fara fram. Þurfið þið að kaupa hljóm- sveitir fyrir unglingana? — Já, dýrum dómum, þau láta sér ekki nægja tónlist af plötum. Þá hringdum við i Þorstein Eiriksson yfirkennara i Voga- skóla og hann sagði. að ekki væri hægt að neita þvi; að áfengis- neysla væri vandamál, sem þeir könnuðust við. en þó miklu frekar utan veggja skólans en innan. Ef við bara hefðum frið fyrir utanaðkomandi — Við höfum t.d. haft mjög mikil óþægindi af dreng frá Kópa- frá fjölda þjóðkunnra Islendinga, sem hann hefur kynnst heima og erlendis, og einnig nafnkunnum erlendum mönnum. Af þessum samferðamönnum sinum kann Asgeir margt sagna og bregður upp af þeim skýrum og oft gamansömum myndum. Þarna kemur ljóslega fram. hve ágætur sögumaður Asgeir er, glöggur á menn og málefni og fróður um hræringar i samtið sinni. — Andrés Kristjánsson hefur skráð frásagnir Asgeirs. vogshæli, en það er algengt aö óreiðuunglingar sæki að húsinu, stelist hér inn og jafnvel brjóti rúður. Þá hefur það komið fyrir að þeir hafa rétt bekkjarfélögum eða kunningjum pela inn um glugga og þvi er ákaflega erfitt að verjast. Við kynnum að eiga aðeins um tvennt að velja i fram- tiðinni, hætta þessum dans- leikjum eða fá lögreglu til að verja húsiö. Við yrðum ekki i neinum vandræðum með ungling- ana, ef við bara hefðum frið með húsið. Hér koma kannski 20-30 unglingar, sem hvergi eru i skólum. en eiga nóg af vini, jafn- vel keypt af einhverjum skip- verjum, og eru hér fyrir utan og reyna oft aö komast inn með þvi að skriða inn um glugga eða upp á þakið. Við höfum aldrei haft lögreglu til staðar en höfUm oft orðið að kalla á lögregluna til að fjarlægja svona fólk. — Finnst þér drykkjuskapur vera að aukast i skólanum? — Þetta vex i hlutfalli við annað frelsi unglinga. 14 ára ung- lingur i dag er meira sjálfráður A meðan fæturnir bera mig Þetta er sönn saga þýsks liðsfor- ingja, sem særðist i lok striðsins, var tekinn til fanga og sendur til Austur-Siberiu. Þaðan tókst honum að flýja með aðstoð læknis búðanna og hefst þá þriggja ára ganga hans um hið harðbýla land, þar sem hann lendir f óvenju- legum mannraunum og ævin- týrum. Þórunn Jónsdóttir þýddi. en 18 ára unglingur var fyrir strið, og unglingarnir eru ekkert annaö en spegilmynd af þeim eldri og við lifum ekki i neinu bindindisþjóðfélagi. Þorsteinn sagði ennfremur, að það væri hjá þeim eins og i Haga- skóla, að fjórðubekkingar sæktu mjög litið skemmtanir skólans, enda ættu þeir sina kunningja og jafnvel maka utan skólans. Að lokum var Þorsteinn spurður um námsárangur almennt. — Það virðist sem stærðfræði- kunnáttu hafi áberandi hrakað. Hér hafa komið meðaltöl i bekkjum, sérstaklega á gagn- fræöastiginu, sem eru óhæfilega lág. Þetta virðist eins i flestum skólum og þessvegna dettur mér i hug, að einhver mistök hafi átt sér stað varðandi námsefnið, eða sjálf prófin. Það hefur haft ein- hver áhrif hér, að i hverfinu i kring hefur fækkað börnum há- skólamenntaðs fólks. — Er þá ekki sömu sögu að segja um efna- og eðlisfræði? — Nei, námsárangur er nú betri i þeim, enda hefur kennsluaðstaða i þeim fögum batnað mikið. — Eru ekki stúlkurnar kapps- fyllri við námið en piltarnir? — Það er áberandi i barna- skóla. en i gagnfræðaskólunum dregur saman með þeim aftur. Það er þó áberandi, að stúlkurnar telja tungumálin vera sina grein, en piltarnir stærðfræði, efna- og eðlisfræði sina grein. I val- greinum ber mikið á þvi á haustin. að piltarnir velja eins litið og þeir komast af með, en stúlkurnar vilja helst vera i öllu, virðast hafa mikið meiri áhuga á haustin en piltarnir. En það veltur nú á ýmsu með úthaldið hjá stúlkunum. SJ Kvöldvökuútgáfunni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.