Þjóðviljinn - 04.11.1973, Side 1
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
Fulltrúar á flokksráftsfumli (LjósmyndAri)
Fjölmenn-
asti flokks-
ráðsfundur
Staðan í
landhelgismálinu
setti mikinn svip
á umrœður
Um 120 manns sátu tyrsta fund
flokksráðs Alþýðubandalagsins i
fyrrakviild. Kundurinn liófst að
nýju ki. 10 i j'ærmorgun cn lionum
á aö Ijúka i dag, undir kvöldið.
Vcgna þcss hve sunnudags-
blöðin fara snemma i prentun er
ekki kostur á að rekja einstök
atriði úr ræðum framsögumann-
anna Hagnars Arnalds og Lúð-
viks Jósepssonar á föstudags-
kvöldið. Verður fundinum öllum
og ræðum þeirra einnig gerð
ýtarleg skil i þriðjudagsblaðinu.
Staðan i landhelgismálinu setti
mikinn svip á ræður þeirra og
umræðurnar i gær einnig.
A fyrsta fundinum i lyrrakvöld
voru þau Svandis Skúladóttir,
Kópavogi og lleígi K. Seljan,
Framhald á bls. 14
Gengið við á
þjóðskjalasafni
©
Hvaða land
er Gambia? ©
í DAG
Hagnaður
Fríhafnar
fór yfir
áœtlun
Samtals nam velta Fri-
hafnarinnar á Keflavikurflug-
velli 202 milj.kr. á sl. ári. t fjár-
lögum hafði vcrið gert ráð fyrir
154 milj.kr. veltu. Hagnaður til
rikissjóös af Frihöfninni nam 40
milj.kr., en hagnaður á höfuöstól
7 milj.kr. Gert hafði verið ráö
fyrir 28,4 milj.kr hagnaöi til rikis-
sjóðs — sem sé fór langt fram úr
áætlunum
Magni Kristjánsson skipstjóri á Bjarti:
„Það er að skapast
slæmt ástand milli
sjómanna og Gæslu”
Fremur fátt virðist vera
um breska togara á Aust-
fjarðamiðum þessa
stundina, en mest-allur
flotinn hélt norður og
vestur þegar fréttir bárust
af því að fiskþjófar fengju
að stunda iðju sína áreitni-
lítið á friðaða svæðinu
norður af Vestfjörðum.
— Ég hef ekkert orðið
var við þá núna, sagði
Magni Kristjánsson skip-
stjóri á Bjarti frá Nes-
kaupstað þegar við
ræddum við hann í gær, þar
sem hann var að veiðum
grunnt út af Austfjörð-
unum.
— Ég varð ekki var við
nema þrjú eða fjögur
stykki i síðasta túr, svona
hist og her innan land-
helginnar, sagði Magni
ennfremur. Þeir hafa
ekkert verið hér síðan þeir
fóru vestur á dögunum,
nema þeir sem eru að koma
upp, þá hafa þeir dinglað
hér einn og einn í einu.
Varðskip eru hér ekki
heldur.
— Finnst þér að eigi að
semja við Breta á þeim
grundvelli sem boðaður
hefur verið ?
— Ekki með því tvíræða
orðalagi sem i þeim
samningsdrögum er.
Finnst þér ástæða til þess
að starfsemi Landhelgis-
gæslunnar sé rannsökuð
vegna siendurtekins mis-
ræmis í fréttaflutningi af
miðunum?
— Ég held að það væri
best fyrir alla aðila. Það er
mjög slæmt ástand að
skapast á milli sjómanna
Mugni Kristjánsson skipstjóri
og Landhelgisgæslunnar,
svo ég held að það væri best
fyrir alla aðila að kannað
yrði hver segir satt og hver
ekki. -úþ
Mannfjöldinn í nýjum
hverfum verði skráður
á þriggja mánaða fresti
„Borgarstjórn samþykkir aö
fela borgarráði og manntalsskrif-
stofu horgarinnar að beita sér
fyrir þvi að gerð verði á þriggja
mánaða fresti skrá yfir mann-
fjölda I nýbyggingah verfum
borgarinnar. t>ar skal tilgreina
sérstaklega fjölda barna á skóla-
aldri og fjölda barna undir skóla-
aldri.
Borgarráð ákveður mörk
hverfa”.
Svohljóðandi tillögu flutti
Sigurjón Pétursson borgarfltr.
Alþýðubandalagsins á borgar-
stjórnarfundi i fyrrakvöld og
minnti á, að komið hefði i ljós,
ma. við umræður i borgarstjórn
fyrir mánuði, að engin örugg vit-
neskja er fyrir hendi um mann-
fjölda eða skiptingu i nýbygg-
ingahverfum einsog td. i Breið-
holti III. A þeim fúndi hefðu talað
tveir borgarfulltrúar oj> nefnt
tvær tölur um mannfjölda, báðir
eftir heimildum, sem þeir töldu
áreiðanlegar.
A fundi i borgarráði stuttu siðar
hefðu siðan mætt borgarhagfræð-
ingur og skólafulltrúi og átt að
leiða borgarráðsmenn i allan
sannleika um, hver mannfjöldinn
i þessu hverfi væri. En þar kom
fram þriðja talan, sagði Sigurjón,
og á fundi sem borgarstjóri talaði
á I Framfarafélagi Breiðholts III
kom svo fram fjórða talan. Allar
þessar tölur voru, að þvi er sagt
var, gefnar upp eftir bestu
heimildum sem fyrir hendi voru.
Nauðsynleg forsenda skipu-
leggingar hverfis og áætlunar um
þörf fyrir þjónustustofnanir,
einsog skóla og annað slikt, er að
vita með nokkurri vissu um
mannfjölda i hverfinu og aldurs-
skiptingu hans. Fólki ber að til-
kynna aðsetursskipti til mann-
talsskrifstofu Reykjavikur-
borgar. Þeim upplýsingum ætti
manntalsskrifstofan að safna
saman og gefa út á amk. 3ja
mánaða fresti.
Slikar upplýsingar gætu gefið
mikilsverða vitneskju ma.
umaldursskiptingu þess fólks,
sem i hverfið flyst, en alltaf
verður þó að reikna með að eitt-
hvað töluvert vanti inná þá skrá.
Þessvegna sagðist Sigurjón
leggja til, að manntalsskrifstof-
unni einni væri ekki falið verk-
efnið, heldur einnig borgarráði,
sem gæti þá gert sérstakar ráð-
stafanir til að telja i hverfunum,
td. einu sinni á ári eða oftar ef
þörf gerðist, ef i ljós kæmi aö
upplýsingar manntalsskrif-
stofunnar væru ófullnægjandi.
Væri þá hægt að sannreyna,
hversu nákvæmar upplýsingar
manntalsskrifstofunnar væru og
reyna að átta sig á, hvernig hverfi
byggjast upp.
Hlaut þessi tillaga Sigurjóns
góðar undirtektir og var sam-
hljóða visaðtilborgarráðs. -vli