Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. nóvember 1973. \ ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 af eiiendum vettvangi f TILEFNIÁFORMA UM TÍTANVINNSLU Hvar og hvað er Gambía? Þetta kort af Senegal sýnir vel stöftu Gambiu; mjór dalur upp meö því fljóti sem einna lengst er skipgengt I Vestur-Afriku. Fyrir skemmstu var frá þvi skýrt að ráðagerð væri uppi um að tsland og Gambia hefðu sam- vinnu um vinnslu á titan — kæmi hráefnið frá Gambiu en orkan frá Islandi. Það hefur vakið athygli viðar en á Islandi, að Islendingar gera, eins og Magnús Kjartans- son iðnaðarráðherra hefur frá skýrt, tillögur um sameiginlegt eignarhald þessara tveggja smá- þjóða bæði á námufyrirtæki og málmvinnslu, og þykir þetta eins- dæmi um samvinnu við þróunar- Smábátaeigendur og sjómenn i Neskaupstað hafa sent frá sér svofellda áskorun: Við undirritaðir smábáta- cigendur og sjómenn i Neskaup- stað skorum á sjávarútvegs- ráðherra að friða svæðið frá N'orðfjarðarhorni suður að Seley fyrir veiðum togbáta og togara, en þeim verði ekki heimilað að vciöa innan 12 niílna á þessu svæði, eins og þeim á að vera heimilt eftir 1. nóvember. Tcð svæði er aðalveiðisvæði smábáta frá N'orðfirði svo og frá Eskifirði, cn vcrði togskipum heimiluð veiði þar, eru smá- land. Enda hefur Morgunblaðið þegar komist að þvi, með tilstilli bresks timarits sem er svo göfugt að það má ekki nefna það, að öll sé þessi áætlun runnin undan rifj- um Rússa. En hvað er annars um Gambiu að segja? Forsagan Hvorki er landið stórt né sögu- frægt, svo mikið er vist. Það er aðeins um 6800 ferkilómetrar, bátarnir um leið útilokaðir frá frekari veiðum. Neskaupstað, 31. október 1973. Undir áskorunina rita eftir- taldir 14 menn: Sófus Gjöveraa, Friðjón Þor- leifsson, Steingrimur Kol- beinsson, Karl Þorst. Guð- mundsson, Þorleifur Friðjónsson, Ólafur Baldursson, Jóhann Hjálmarsson, Þorvaldur Einars- son, Halldór Þorsteinsson, Ásmundur Þorsteinsson, Gunn- laugur Þorgilsson, Gunnar Jósepsson, Ármann Herbertsson, Einar Sólheim, og Sigfús Einars- son. mjó landræma sitt hvorum megin við ána Gambiu. Er landið um 320 km að lengd og varla meira en um 30km á breidd. Landið er eins og kortið sýnir á allar hliöar um- kringt af Senegal, og hefur reyndar við það riki nána sam- vinnu, til dæmis á sviði utanrikis- mála. Ibúar eru tæplega 400 þúsund, um helmingur þeirra eru af Mandingoþjóö, en hinir eru af ættum Fúla eða Wolloff. Þessar þjóðir búa einnig i Senegal. Gambia er skipgeng alllangt upp i land, og þvi slógust nýlendu- veldin á miðöldum mikiö um að- stöðu og virkjagerð fyrir mynni hennar — Portúgalar, Bretar, Frakkar. Var þrælum skipað út á. þessum slóðum. Bretar urðu hlut- skarpastir i þessum átökum, en Frakkar eignuðust landið allt i kring, Senegal. Stundum var Gambiu slegið saman við Sierra Leone i nýlendustjórnssýslu Breta, en siðan 1888 var land þetta sérstök eining i þvi kerfi. Landið þróaðist i átt til sjálf- stjórnar i takti við önnur nýlendu- svæði Afriku. Arið 1962 var gengið til kosninga samkvæmt nýrri stjórnarskrá og eftir þær varð foringi Framfaraflokks alþýðu, PPP, Dawda K. Jawara, forsæt- isráðherra. Landið hlaut póli- tæiskt sjálfstæði 1965 og gerðist lýðveldi 1970. Er Jawara fyrsti forseti landsins. Hefur flokkur hans nú 28 menn á þingi, Samein- ingarflokkurinn þrjá og einn ó- háður. Bendir þessi skipting til þess, að i rikinu sé kosið i einmenningskjördæmum og hafi sá flokkur þá mikið forskot sem stóð i þvi aö landið fengi pólitiskt sjálfstæði. Það er best að geta þess að Gambia hefur engan her sem þvi nafni má kallast — frekar en við hér á Islandi. En i lögreglunni hafa Gambiumenn um 600 manns. Einhæft efnahagslif Landið er sem fyrr Gambiudal- MÁLUM FRESTAÐ Löngum hafa borgarstjórnar- menn verið málglaðir. cn þó sjaldan sem nú er hver fundurinn eftir annan stcndur framá nótt án þess þó að dagskráin sé tæmd og er borgarstjórnin nú orðin hcilum fundi á eftir afgreiðslu mála. Þannig var á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag (eða öllu heldur aðfaranótt föstudagsins) frestað öllum nýjum málum, sem fyrir fundinum lágu, og aðeins af- greiddar fundargerðir nefnda og ráða og þau mál, sem frestað hafði verið frá siðasta fundi á undan! Er ekki orðið óalgengt að um- ræður standi allt uppi 3 og 4 tima um hvern málaflokk; þannig var td. fjallað um málefni aldraðra i amk. 4 tima fyrir hálfum mánuði, en um tillögu skipulagsmála i rúma 3 á siðasta fundi. Og hvað skyldi svo valda hinum mikla áhuga? Jú, það ku nefnin- lega verða kosningar i vor...vh ur, sem er harla nálægt miðbaug. 1 fljótinu, sem er lifæð landsins, svamla krókódilar og flóðhestar og votlendið við fljótið er mikil paradis fuglaskorðurum — finn- ast þar um 400 fuglategundir. Gambia er fyrst og fremst land- búnaðarland, með mjög einhæf- um búskap eins og margar fyrr- verandi nýlendur. Meira en 90% af útflutningi Gambiu eru jarð- hnetur og hnetuolia — sem skipa sama sess og fiskafurðir hjá okk- Og að sjálfsögðu eru Gambiu- menn þá mjög háðir sveiflum á heimsmarkaði. Auk þessa fluttu þeir i fyrra út um 22 þúsund tonn af fiski. Arið 1968 var talið að 15% þjóð- arinnar væri læs á ensku og 20% á arabisku, en flestir landsmenn eru reyndar múhameðstrúar. Um 100 skóiar eru i landinu með 22 þúsund nemendum og þar af um helmingur i höfuðborginni, sem áður hét Bathurst en nú Banjul. tbúar höfuðborgarinnar eru tæp- lega 40 þúsund. Þar i borg er skóli sem undirbýr menn til háskóla- náms, sem verður að sækja til annarra landa. 1 höfuðborginni er kennaraskóli. Stærsta blaðið i landinu, _ Gambia New Bulletin, kemur út þrisvar i viku i 2000 ein- tökum. Útvarpsstöð landsins i\t- varpar á ensku og á landsmálum til um 50 þúsund viðtækja. Gambia er eitt þeirra rikja sem hafa til orðið upp úr átökum evrópskra stórvelda um þræla- sölur, hráefni og nýlendur, og tekur i arf vanþróun og einhæft efnahagslif. Það væri ekki ó- skemmtilegt ef að samvinna við annað smáriki og fyrrverandi ný- lendu, lsland, gæti að nokkru breytt hlutskipti þessa landa á já- kvæðan hátt. (áb. tók saman) Timarit um sjávarútveg Sjávarfréttir heitir nýtt timarit, sem hefur göngu sina um þessi mánaðarmót. Það er útg- a f u f y r i r t æ k i ð Frjálst framtak hf., sem gefur blaðið út, en sem kunnugt er stendur það nú þegar að útgáfu Frjálsrar verslunar og Iþróttablaðsins. Eins og nafnið gefur til kynna mun efni hins nýja timarits aðal- lega fjalla um sjávarútvegsmál, fiskiðnað og þær þýðingarmiklu þjónustugreinar, sem gegna þvi þýðingarmikla hlutverki aö gera aðalatvinnuvcg landsmanna starfhæfan. 1 bréfi frá útgefanda 1. tbl. Sjávarfrétta segir m.a.: „Tilgangur blaðsins er að flytja lesendum fréttir og fróðleik af vettvangi sjávarútvegsins og vera upplýsingarit um þau mál- efni, sem að þessari atvinnugrein lúta. Stefna biaðsins markast af þeim hagsmuna málum, sem sjávarútvegnum er nauðsynlegt að halda fram hverju sinni. Blaðið mun stefna að þvi að eiga sem best samstarf við þá aðila sem að útgerð og fiskiðnaöi starfa og þjónustuaðila”. Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: Uaó kemur aldrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er,hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARI Pósthússtræti 9, sími 17700 Þessi madonna er af Mandingoþjóö. Vilja takmarka veiðar togskipa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.