Þjóðviljinn - 04.11.1973, Qupperneq 5
Sumnidajjur I. iióvfmher l!)7.i. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Ályktanir þings Alþýðusambands Vestfjarða:
Enga samninga
við Breta
Þjóðviljinn hefur áður
birt kjaramálaályktun
21. þings Alþýðusam-
bands Vestfjarða, sem
haldið var dagana 20. og
21. október s.l.
Hér koma svo nokkrar
ályktanir um ýmis efni,
sem þingið samþykkti.
Fleiri sjúkraflugvelli
21. þing A.S.V. telur að ástand
þaö, sem rikir i heilbrigðismálum
á Vestfjörðum sé algjörlega óvið-
unandi. Þvi til staðfestingar má
benda á, að mörg læknishéruð eru
læknislaus.
Þingið leggur áherslu á, að úr
þessu verði bætt tafarlaust og
skorar á þingmenn aö gera allt,
sem i þeirra valdi stendur til að
ráða bóta á þessu vandamáli.
Þá skorar þingið á þingmenn
Vestfjarða að vinna að þvi, að
sjúkraflugvellir verði sem fyrst
byggðir á þeim stöðum, sem nú
eru án flugvalla, en þarfnast
þeirra mjög og bendir þingið sér-
staklega á Súgandafjörð i þvi
sambandi.
Jöfnun námsaðstöðu
21. þing A.S.V. skorar á þing-
menn Vestfjarða að beita sér
fyrir enn auknum fjárveitingum
úr rikissjóði til jöfnunar námsað-
stöðu þeirra nemenda, sem
stunda verða nám fjarri heimil-
um sinum.
Djúpvegur, jarðgöng
og brúun fjarða
21. þing A.S.V. metur þá á-
fanga, sem náðst hafa i vegamál-
um fjórðungsins. Þó bendir þingið
á, að enn eru mörg brýn verkefni
á þeim vettvangi óleyst, svo sem
að ljúka gerð Djúpvegar, jarð-
göngum á Breiðadalsheiði, hugs-
anlegum brúargerðum i Onund-
ar- og Dýrafirði, svo dæmi séu
nefnd.
Þingiðskorar á þingmenn Vest-
fjarða að beita sér fyrir þvi, að
hraðað verði úrlausnum þessara
verkefna svo sem frekast er kost-
ur.
IJTBOÐ
Tilboð óskast i smiði og uppsetningu 15 orlofshúsa fyrir
Sjómannadagsráð i Reykjavik og Hafnarfirði.
Húsin, sem eru út timbri skal reisa að Hraunkoti i Grims-
nesi. Útboðsgögn má fá hjá skrifstofu Hrafnistu, Das,
gegn 5000.00 kr. skilatryggingu, frá og með mánudeginum
5. nóvember.
Tilboöin verða opnuð á skrifstofu Sjómannadagsráðs að
Hrafnistu þriðjudaginn 4. des. 1973 kl. 11 f.h.
Auglýsingasíminn er 17500
Öryggi vantar i
rafmagnsmálum
21. þing A.S.V. beinir augum
stjórnvalda að þvi mikla öryggis-
leysi, sem Vestfirðingar búa við i
rafmagnsmálum og bendir sér-
staklega á það ástand, sem nú
rikir og hefur rikt að undanförnu
vegna bilunar rafstrengs i Dýra-
firði. Þingið bendir á, að vegna
þessa ástands hafa aðal fram-
leiðslufyrirtækin, hraðfrystihús-
in, verið meira og minna lömuð i
framleiðslu og er ófyrirsjáanlegt
það tjón, sem þetta kemur til með
að valda. Jafnframt skorar þingið
á viðkomandi aðila, að hlutast tii
um að lagfæring fáist, sem skjót-
ast og komið veröi i veg fyrir að
slikt endurtaki sig.
Enga samninga
viö Breta
21. þing A.S.V. skorar á rikis-
stjórn og Alþingi að vikja hvergi
frá markaðri stefnu i landhelgis-
málinu og varar við öllum samn-
ingum þar um, við þá sem hafa
beitt herskipavaldi til að torvelda
framkvæmd landhelgisgæslunnar
innan 50 milnanna á s.l. sumri.
Þingið varar við öllum yfirborðs-
tillögum i landhelgismálinu, sem
nú eru i fullum gangi, þvi tak-
markið hlýtur að vera að ná full-
um sigri i 50 milunum áður en
lengra er haldið.
Fiskverð i
upphafi vertiðar
21. þing A.S.V. skorar á Verð-
lagsráð sjávarútvegsins að sjá til
þess, að ákvörðun um fiskverð
liggi fyrir i upphafi vertiðar.
Orlofsheimili
21. þing A.S.V. leggur til að kos-
in verði framkvæmdanefnd or-
lofsheimila skipuð þrem mönn-
um. Verkefni nefndarinnar er:
1. Ganga frá i samráði við sér-
fræðinga, skipulagi svæðis þess
sem keypt hefur verið.
2. Safna tillögum um gerð or-
lofsheimila og verðtilboðum um
sama.
3. Sjá að öðru leyti um öll þau
framkvæmdaatriði er upp koma
og nefndinni berast.
Ætlast er til að- nefndin taki
strax til starfa og starli sleitu-
laust þar til orlofsheimilamálið er
komið i heila höfn.
ODYRUSTU FERDIRNAR
TIL GLASGOW
OGLONDON
í samvinnu við Flugfélag fslands og Loftleiðir getum við
nú boðið óvenju hagstæðar ferðir til Glasgow og
London.
Ferðir til London verða hvern laugardag frá og með 10.
nóvembertil 30. marz.
Verð kr 1 5 900 (Regent Palace) og kr 19.900 (Cumber-
land). Innifalið i verði. flugferðir og gisting í 7 nætur ásamt
morgunverði.
Ferðir til Glasgow verða annan hvern föstudag frá 16
nóvember. Verð kr 13.500 og innifalið er: flugferðir,
gisting i 3 nætur á Ingram Hotel i hjarta borgarinnar (öll
herbergi með baði og sjónvarpi) morgunverður og kvöld-
verður, skoðunarferð um Glasgow og nágrenni og
aðgöngumiði að knattspyrnuleik.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að heimsækja
Bretland í vetur með óvenju hagstæðum kjörum
FERÐAMH9STÖÐIN H.F.
Aðalstræti 9, simar 1 1 255 og 1 2940
Skoðið hina nýju
DEILD
á annarri
hæð
ATON-
HÚSGÖGNIN
eru
qlæsileg og
AL-ÍSLENSK
Skoðið renndu
vegghúsgögnin
skápana og skattholin
Engir víxlar — heldur mdnaðargreiðslur
með póstgíróseðlum — sem greiða mó
í næsta banka, pósthúsi eða
sparisjóði.
Opið til kl. 10 d föstudögum
— og til kl. 12 d hddegi laugardögum.
Næg bilastæði.
JES
JÓN LOFTSSON HfT
Hringbraut 121 . Sími 10-600
^|||
InnIáiiNiið«kipti leid
til láiiKvið^kipía
BIJNAÐARBANKI
ÍSLANDS