Þjóðviljinn - 04.11.1973, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 04.11.1973, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 4. nóvember 1973. DJOWIUINN MALGAGN SÓSiALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. HLUTUR FORSÆTISRÁÐHERRANS Þann 18. október siðastliðinn var þvi haldið fram hér i Þjóðviljanum, að siðasta tilboð Breta i samningaumræðum for- sætisráðherranna i London hafi af hálfu bresku rikisstjórnarinnar verið sett fram sem úrslitakostir. Þessi frásögn um úrslitakosti var byggð á þeim ummælum ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra að hann teldi nánast engar likur á þvi, að breska rikisstjórnin fengist til að ganga skrefi lengra. En úr- slitakostir heitir það, þegar annar aðili i samningum segir afdráttarlaust: Hér er mitt siðastatilboð,— ef þið ekki samþykkið það óbreytt, höfum við ekki meira saman að tala, og oft hefur það reyndar gerst fyrr i sögunni að á slikum stundum væri látið skina i vopnin til áréttingar. Þann 23. október var samþykkt i is- lensku rikisstjórninni, að reynt skyldi ,,að fá fram æskilegar lagfæringar” á breska tilboðinu, með öðrum orðum, að á það yrði látið reyna, hvort Bretar væru fáanlegir til að fallast á markverðar breytingar á uppkasti sinu eða, hvort þeir stæðu á þvi sem úrslitakostum i reynd. Ráðherrar Alþýðubandalagsins féllust á þessa tillögu um málsferð, með þeim fyrirvara, að lögð yrði af íslands hálfu sérstök áhersla á að fá fram ákveðnar lágmarksbreytingar, varðandi lögsögu, friðunarsvæði, veiðihólf og gildistima, — en áður hafði þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkt að breska tilboðið ó- breytt væri óaðgengilegt. Á grundvelli samþykktar rikisstjórnar- innar hófust tilraunir til að knýja fram lagfæringar, og var ákveðið að utanrikis- ráðherra og embættismenn úr islenska stjórnarráðinu könnuðu til hlitar með frekari viðræðum við fulltrúa Breta, hvaða kostir væru fyrir hendi um breyt- ingar. Sú alvarlega staðreynd liggur nú fyrir, að þessum samtölum loknum, að Bretar neita algerlega að hrófla við nokkrum staf i tilboði sinu, og verður þá vart lengur um það deilt, að við stöndum frammi fyrir úrslitakostum. Það vakti furðu ærið margra, að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lýsti þvi yf- ir á blaðamannafundi með innlendum og erlendum fréttamönnum strax þann 19. október, að hann vildi fyrir sitt leyti fall- ast á þann samkomulagsgrundvöll ó- breyttan, er Bretar buðu á lokastigi við- ræðnanna i London. Sú yfirlýsing forsætisráðherra var næsta undarleg, m.a. með tilliti til þess, að samkvæmt prentaðri skýrslu um Lundúnaviðræðurnar hafði Ólafur Jóhannesson ekki sagt annað um tilboðið i London en það, að hann skyldi ,,taka til- boð þetta með sér til íslands og leggja það fyrir rikisstjórnina”. Það er full ástæða til, að menn velti þvi fyrir sér, hvers vegna Ólafur Jóhannesson gaf þá yfirlýsingu aðeins 3 dögum eftir heimkomuna og án samráðs við samráð- herra sina, að hann gæti fyrir sitt leyti fallist á breska tilboðið óbreytt, tilboð sem hann hafði tekið að sér að leggja fyrir rikisstjórn islands og lýst yfir að hann væri óbundinn af. Hitt liggur svo auðvitað i augum uppi, að eftir yfirlýsingu islenska forsætisráðherrans um sitt persónulega samþykki hlaut það að vera ærið veik von, að hægt yrði að fá Breta til að fallast á ein- hverjar lagfæringar, enda þótt sjálfsagt væri að reyna það til þrautar. Þjóðviljinn telur, að islenska rikis- stjórnin eigi nú að hafna úrslitakostum Breta, og standa á réttinum, en lýsa sig reiðubúna til frekari samninga ef Bretar sýni sig liklega til að viðurkenna vissar lágmarkskröfur okkar. Aldrei þessu vant getum við tekið undir með leiðarahöfundi Visis, sem segir i blaði sinu i gær: ,,Það hefur komið skýrar i ljós á síðustu dögum, að EINI LJÓSI PUNKTURINN i samn- ingsgrundvellinum við Breta er sá, að i honum felst friður... Efnisatriði grund- vallarins eru hins vegar ekki til þess fallin að vekja neina hrifningu hér á landi. Það hefur verið sagt, að Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra hafi sýnt mikla „dirfsku” i samningum við Breta og má það e.t.v. til sanns vegar færa, en „dirfskan” ein út af fyrir sig á ekki hrifn- ingu skilið, heldur hljóta menn að spyrja að leikslokum. Þjóðviljinn efast ekki um, að Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra telur sig gera rétt, en við erum honum ósammála i veigamiklum atriðum. Við vitum af reynslunni frá 1961 og af mörgum öðrum ástæðum, hvers þjóðin hefði átt von i skiptum við erlenda yfir- gangsmenn á Islandsmiðum, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haldið hér um stjórnvölinn. Þrátt fyrir að okkar dómi óþarft undan- hald fyrir Bretum nú, var það gæfa, að ólafur Jóhannesson gekk til samninga við bresku rikisstjórnina, en ekki Geir Hall- grimsson. Kínarlandið þarsem verðbólga er óþekkt Fyrir nákvæmlega hálfri öld lagði skæðasta verð- bólgualda í sögunni efna- hag Þýskalands í rúst. I október 1923 var hægt að kaupa 6.250.000 þýsk mörk í seðlum fyrireitt bandarískt sent. Og einmitt nú er verð- bólgan sá fjandi, sem flestar rikisstjórnir óttast um flest eða allt annað M/s Baldur fer frá Reykjavík þriðjudaginn 6. þ.m. til Snæfellsness- og Breiða- f jarðarhafna. Vörumóttaka: Mánudag og þriðjudag. M/s Esja fer frá Reykjavik föstu- daginn 9. þ.m. austur um land í hringferð. Vörumóttaka: Mánu- dag, þriðjudag, miðvikudag og til hádegisá fimmtudag til Austf jarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Húsavíkur og Akureyrar. fram. Prófessor John Vaizey skrifar í Inter- national Currency Review: „Verðbólgan núna vex svo hratt að hún nálgast óðum það stig að brjóta af sér öll bönd." Eitt riki að minnsta kosti er þó laust við þennan höfuðverk: alþýðulýðveldið Kina. bessa hamingju á fjölmennasta riki heims þvi að þakka meðal annars, að þvi hefur tekist að verða sjálfum sér nógt um flesta hluti, og myntkerfiþessstendur á eigin fótum. 1 timariti einu i Peking stóö fyrir skömmu: ,,Kina er nú skuldlaust riki, innanlands sem utan... Alþýðulýðveldið hefur alveg losað sig við verðbólguna og ringulreiðina i fjármálum, sem einkennandi var fyrir hið gamla Kina." Til þessa liggja ýmsar ástæöur og þær koma ekki hvað sist i ljós i Sjanghai, sem fyrir byltinguna var miðstöð fjármálanna i landinu. Bankar þeir i Kina er versla með erlendan gjaldeyri eru aðeins tveir, og þeirhafa haft opnar skrifstofur i borginni allt frá þvi að hernámi Japana lauk 1945. Alls hafa átta erlendir bankar leyfi hjá kinversku stjórninni fyrir þvi að skipta við Kina. Enginn þeirra er bandariskur, en þeirsex sem ekki hafa skrifstofur i Sjanghai starfa einkum frá New York. Helstu fjármálastofnanir lands- ins eru i fyrsta lagi Alþýðu- bankinn, sem hefur UtibU um allt landið. Hann tekur við spariinn- stæðum og gefur Ut ávisana- reikninga fyrir samvinnu- verslanir. t öðru lagi er það Kina- bankinn, sem einkum er á sviði verslunar og hefur UtibU i öllum helstu stórborgum Kina og þess- utan i Hongkong, LundUnum og bráðum i BeirUt. Vextir af spari- fé, sem Alþýðubankinn gefur, eru mjög lágir, eða að sögn 2.7 prósent fyrir langtimainnstæður og 1.9prósent fyrir skemmri tima innstæður. Gjaldmiðill Kina, sem nefndur er júan, hefur lengi haldist stöðugur. Verðlag á ýmsum varn- ingi, sem Utlendingar sækjast eftir, hefur hækkað verulega — kannski i þeim tilgangi að afla er- lends gjaldeyris. En verð á flest- öllum vörum, svo og kaupgjald, hefur haldist óbreytt i óratima. Enginn Utlendingur veit hve mikið af peningum er i umferð i Kina, né heldur hve digra sjóði landið á i gulli og erlendum gjald- eyri. Kinverjar sjá enga ástæðu ti'l að vera að fjasa um svoleiöis við óviðkomandi. En einhver tengsli viröast þó vera á milli jUansins og gengiskráningar efnahagsblakkar Austur-Evrópu, Comecon. Siðustu átján mánuðina hefur breska sterlings- pundið fallið gagnvart jUaninum um tuttugu af hundraði. Li Sjeng-rei, einn af fremstu hagfræðingum Kina, skýrir fjár- mál þess þannig: „Gagnstætt þvi sem er um Vesturlönd, þá er grundvöllur gjaldmiðils okkar fyrst og fremst varningur fram- leiddur af okkar eigin iðnfyrir- tækjum, og öll okkar fyrirtæki til- heyra rikinu. Þess er gætt að peningar i umferð og framboðnar vörur standist á, til þess að tryggja jafnvægi. Þessvegna þurfum við ekki að gefa Ut seðla til þess að bæta upp óhagstæðan greiðslujöfnuð.” Li upplýsir ennfremur að kin- verska rikið selji ýmsar fram- leiðsluvörur erlendis án þess aö taka nokkurt tillit til heims- markaðsverðs. Stundum hagnast Kinverjar á þeim viðskiptum en láta sér stundum lynda tap, með tilliti til viðskiptastefnu sinnar i heild. Siöan Kinverjar borguðu skuldir sinar við Sovétmenn upp i topp 1965 (að upphæð um 1.7 miljarða dollara) eru þeir skuld- lausir við erlend riki og hafa ekki tekið önnur lán erlendis en viö- skiptalán til skamms tima. t Kina á rikið allt nema kiæðnað og aðrar persónulegar eignir. Þar að auki á hver kommUnubóndi akurreit, Ut af fyrir sig. fyrir utan það akurlendi sem allir i kommUnunni eiga sameiginlega. Þetta akurlendi i einkaeign nemur sex af hundraði alls ræktanlegs lands i Kina, og komi menn svo og segi að einkafram- takið fái ekki að njóta sin i riki Maós formanns. Rikið treystir ekki á skatta til þess aö afla sér fjár. KommUnurnar borga sam- eiginlegan skatt af framleiðslu sinni, og nemur hann sex af hundraði. Verkamenn greiða engan tekjuskatt. Rikið ákveður laun þeirra og allur hagnaður af rekstri verksmiðjanna gengur til rikisins — minus framleiöslu- kostnaður, verkalaun innifalin. Þetta kerfi lætur sér i léttu rUmi liggja verðsveiflur á heims- markaðnum og sker peninga i umferð við nögl. Það hefur áorkað þvi að Kina er nU sjálfu sér nógt með matvæli og veitir auk þess vanþóuðum rikjum mikla aðstoð. Og unga fólkið veit ekki einu sinni hvað orðið „verð- bólga" merkir. (Úr grein eftir C.L. Sulzberger i Herald Tribune. dþ)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.