Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — WÖÐVIUINN ÞriHjudagur 20. nóvember 1973. Þriftjudagur 20. nóvember 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vift urftum aft fara upp aft Tjarnarhólmanum tii aft taka hópmyndina,vegna þess aft fsinn brast undan hópnum úti á Tjörninni. Og við kveður eitt óskapleg- júúúiJ og með það sama eru þær þotnar á eftir þessum óþolandi strákum, sem enginn friður er fyrir eftir að maður er orðin 12 til 13 ára. Hjá þeim minni er þetta allt öðru visi. Þar er þetta hvolpavitsáratlmabil ekki enn komið til sögunnar. — Iss, þeir eru alltaf að elta stelp- urnar, þeir eru bara stelpuflennur, sagði einn litill polli við okkur. — Eltir þú aldrei stelpurnar? — Nehei, þær eru svo leiðinlegar. — Hvað er þá mest gaman hér á Tjörninni? — Að striða stelpunum, þær verða svo reiðar. — Nú, nú, hvað ertu gamall? — Bráðum 11 ára, var svarið. Nokkrir röskir strákar geystust um svellið fram og til baka og höfðu engan áhuga á stelpunum. — Farið þið stundum á skiði lika, strákar? — Já, alltaf þegar við getum, upp i Bláfjöll. — Er það meira gaman en að renna sér á skautum? — Nú skiptist hópurinn i já og nei. — Mér finnst meira gaman á skaut- um, það er svo mikið fjör hérna þegar svellið er komið, sagði ungur herra, en annar sagði að sér fyndist ekkert jafn gaman og að renna sér á skiðum i Blá- íjöllunum, en það er lika ógurlega gaman á skautum. — Hvað er svona gaman við að vera á skautum? — Kanntu ekki á skautum? — Jú, aðeins. — Helduru a þú vitir þa þá ekkimar, var svarið og ég var ekki viss hvort orðalagið væri svona vegna þess hve kalt strákunum var orðið i andlitinu og „SKEMMTILEGAST AÐ STRÍÐA STELPUNUM” Þær máttu ekki vera aft þvf aft stoppa og segja okkur hvaft þær heita þessar tvær fallegu stúlkur. Þeir létu ekki standa á sér krakkarnir, þegar skauta- svelliövar komíö á Tjörnina sl. föstudag, aö mæta meö skaut- ana sina og skemmta sér af hjartans lyst í góöa veðrinu. Nokkrir sögöust þó hafa tekið smá forskot á sæluna daginn áður, en þá var svelliö samt svo ótryggt, aö það brast i þvi á mörgum stöðum og sprung- urnar sáust reyndar greini- lega. Skautasvell hefur alltaf sama að- dráttarafliö i sér fólgið. Ekki bara íyrir börn og unglinga, heldur og þá lullorðnu, sem enn geta orðið börn i hjartanu og létt af sér áhyggjum dag- legs lifs smá stund með barnaskaran- um niðri á Tjörn. Innan um i barna- hópnum voru nokkrir fullorðnir að renna sér. Sumir með börnum sinum, aðrir einir sins liðs, og lét fólk sig renna áhyggjulaust eftir ágætlega slétlu svellinu. Við vorum ekki fyrr mættir með ljósmyndavélina en hópurinn var kominn utan um okkur. — Taktu mynd af mér, taktu mynd af mér — og auð- Þessar ungu stúlkur voru ekki aft flýta sér meira en þaft aft þær gáfu sér tfma til aft staldra vift og leyfa myndatöku, en þær heita frá v. Sigrún Andersen, Guftiaug Steinsdóttir, Bryndfs Helgadóttir og Gréta Jóhannesdóttir. vitað reyndi maður að gera öllum til geðs og taka mynd af öllum, en það reyndist nú hægara sagt en gert. is- inn var ekki enn orðinn nógu traustur til þess að þola allan hópinn á smá bletti. Það kvað við brestur og rekið var upp óp og hópurinn tvistraðist, en ekki nema augnablik. Innan skamms var hann aftur kominn saman og aftur brast i isnum. Það var þvi ekki um annað að gera en senda hópinn upp i Tjarnarhólmann og taka myndina þar. Það var þó aldrei ætlunin að mynda krakkana á þurru landi, heldur á skautum, en við þessu varð ekkert gert. 0, þessir strákar Yngismær með fallega skotthúfu lekk litinn frið fyrir nokkrum strák- um, sem komnir eru á þann aldur að þeir eru byrjaðir að verða skotnir i stelpunum, og eins og allir vita geta þessar barnaástir brotist fram með ýmsu móti. Það eru til að mynda ekki svo litil ástarhót að rifa húfu af stelpu og láta hana elta sig eftir svellinu. Og hvað segja svo steipurnar yfir þessu? — 0, þessir strákar, þeir eru alveg óþolandi! — Ekki alveg, er það? kjálkarnir orðnir stirðir eða hvort þetta er nútimamál. Nú, en nóg um það, ég sagðist ekki muna lengur hvað væri svona skemmtilegt við að vera á skautum (kannski ekki alveg satt). — Jú, sjáðu bara maður, eltingar- leikur, kapphlaup og svo erum við stundum i isknattleik. — Eigið þið kylfur til þess? — Ég á kylfu. — ekki ég, — maöur notar bara spytu, það er alveg sama hvað maður notar, bara eitthvað. — Mynduð þið stunda skautahöll ef hún væri til i Reykjavik? Og nú glumdi við eitt allsherjar jáááá. — Lika á sumrin? — Jáhá. — Frekar en fótbolta? — Ja, ég veit ekki, en þaö væri hægt að fara þegar maður er búinn i fótbolt- anum, það er svona álika gaman að vera á skautum, skiðum og i fótbolta. Og þar sem ekki er hægt að stunda fótboíta að neinu marki yfir veturinn og krakkarnir komast ekki á skiði nema um helgar með pabba og mömmu, skulum við vona að skauta- svellið endist sem lengst á Tjörninni. Að lokum má benda borgaryfirvöldum á að alveg væri óhætt að sprauta vatni á svellið að kvöldi, slikt myndi ekki skemma það. —S.dór Litið við hjá skautafólkinu á Tjörninni Þorbjörg, Steinunn, Margrét og Guftrún sögðust þær heita þessar dömur og einnig aft ekkert væri skemmtilegra en aft vera á skautum. é ® Athugasemd frá skrif- stofu Sóknar, vegna skrifa Morgunblaðsins Morgunblaöiö gerir launamál Sóknar að umræðuefni s.l. sunnu- dag. Þar sem blaðið telur, rang- lega, mig vera forsvarsmann fé- lagsins vil ég svara þessu að nokkru. Ég vil strax taka það fram, að ég er starfsmaður á skrifstofu Sóknar, svo sem ég hef verið s.l. 10 ár, en forsvarsmaður Sóknar er að sjálfsögðu formað- ur, Guðmunda Helgadóttir, og ber að þakka henni, en ekki mér það sem gert hefur verið i launa- málum félagsins. Forsaga máls þess, er Morgun- blaðið fjallar um, er sú að árið 1961 hófst launajöfnun kvenna og karla á tslandi samkv. landslög- um. Skyldi hún framkvæmd i á- föngum og fullu launajafnrétti náð 1. jan. 1967. Þrir menn áttu sæti i launajafnaðarnefnd. Voru það Barði Friðriksson frá Vinnu- veitendasambandi tslands, Hannibal Valdimarsson frá Al- þýöusambandi tslands og Hjálm- ar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri i félagsmálaráðuneytinu, og var hann formaður nefndarinnar. Launajafnaðarnefndin skipaði Sóknarkonum i launaflokk með pakkhúsmönnum hjá heildsölum og verkamönnum á oliustöðvum sem fengu þá greidd laun samkv. öðrum launataxta Dagsbrúnar, og fá þeir greitt samkv. þeim taxta enn i dag. Viðmiðun við menn þessa hélst allt launa- jöfnunartimabilið, og ef þessir menn fengu hækkun i launaflokk, vegna niðurskurðar neðsta eða neðstu taxta Dagsbrúnar fékk Sókn það einnig. Það mun hafa skeð a.m.k. einu sinni á launa- jöfnunartimabilinu. Hjálmar Vil- hjálmsson tjáir mér, að enginn á- greiningur hafi verið innan nefndarinnar um hvar i flokk Sókn skyldi skipað, og fengu Sóknarkonur sömu laun og við- miðunarstéttin allt fram til ársins 1970. Sóknarkonur vinna, sem kunnugt er, á sjúkrahúsum, elli- heimilum, barnaheimilum, heim- ilum fyrir vangefna, i heimilis- hjálp hjá Reykjavikurborg og viö fleiri slik störf, sem unnin eru jafnt á helgum dögum sem virk- um. Störf þeirra má þvi telja þýð- ingarmikil fyrir þjóðfélagið, auk þess sem þau eru erfið og erils- söm. Launajafnaðarnefnd virðist hafa haft þetta i huga og litið svo á, að sanngjarnt væri og enda nauðsynlegt að konur þessar fengju örlitið hærri laun, en þau allra lægstu, sem greidd eru i þjóðfélaginu hverju sinni, enda mun hafa verið komin hefð á að Sókn væri ekki með allra lægsta kvennakaupið i landinu. En Adam var ekki lengi i Paradis. Frá árinu 1970 hafa Sóknarkonur setið á bekk með lægst launaða vinnukrafti þessa lands. Með þessa þróun mála varð aö vonum megn óánægja innan félagsins, og afleiðingin varð aö tið skipti urðu á starfsstúlkum á vinnustöðum Sóknar og erfiðleikar með að fá fólk þangað. Sókn snéri sér nú til Hjálmars Vilhjálmssonar og spurði hann hvort hann teldi fé- laginu ekki stætt á að fara fram á það við atvinnurekendur, að þeir viðurkenndu rétt til hærri launa- taxtans, þess taxta er Sókn var á fram til ársins 1970, annars taxta Dagsbrúnar, og teldu sig eiga heimtingu á þvi samkv. launa- jöfnuninni. Taldi Hjálmar að Sóknarkonum bæri tvimælalaust lagaréttur til sömu launa og við- miðunarstéttin, þar eð launa- jöfnunarlögin hefðu ekki verið úr gildi numin, væri þvi sjálfsagt fyrir Sókn að fara fram á þessa hækkun og byggja kröfur sinar i haust á að þetta væri sá taxti, sem Sókn ætti að vera á. Að fengnum þeim úrskurði hjá fyrr- verandi formanni Launa- jafnaðarnefndar, skrifaði for- maður félagsins atvinnurekend- um svohljóðandi bréf og fór sjálf meö það til allra hinna stærstu: Eins og yöur er kunnugt var með lögum nr. 60/1961 um launa- jöfnuð kvenna og karla kveðið svo á, að á árunum 1962-1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf i al- mennri verkakvennavinnu, verk- smiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu. Hin árlega launahækkun skyldi ákveðin af launajafnaðarnefnd i samræmi við ákvæði laganna. Akvarðanir nefndarinnar skyldu vera fullnaðarákvaröanir. Eins og fram kemur af bréfi Hjálmars Vilhjálmssonar, for- manns launajafnaöarnefndar og tveim fylgiskjölum með þvi, sem fylgja hér með i ljósriti,var við- miðunarstétt sú sem laun Sóknar- kvenna skyldu jöfnuð við, verka- menn á oliustöðvum og pakkhús- menn hjá heildsölum, og hélst samræmi i launum þessara stétta þar til i kjarasamningum i júni 1970, en þá var samið um meiri hækkun fyrir viðmiðunarstéttina en Sóknarkonur, og hefur mis- ræmi i launum haldist siðan. Stjórn Sóknar telur að eftir gildis- töku laga nr. 37/ 1973 um jafn- launaráð, sé óheimilt að greiða Sóknarkonum lægri laun en við- miðunarstéttin nýtur, enda hafi mati Launajafnaðarnefndar á þvi að hér sé um jafnverðmæt störf að ræða ekki verið hnekkt. Stjórn Sóknar telur með tilliti til allra atvika og þó einkum þess að fé- lagið hefur e.t.v. ekki gætt réttar sins sem skyldi, rétt að leggja til að mál þetta verði leyst á þann hátt að frá 1. nóvember n.k. og þar til samningar verða undirrit- aðir verði grunnlaun Sóknar- kvenna sem hér segir (mánaðar- laun). Byrjunariaun kr. 18.229,00 Eftir 2 ár kr. 18. 958,00 Eftir 4 ár kr. 19.687,00 Eftir 6 ár kr. 20.416,00 en þar er um að ræða sömu laun og viömiðunarstéttin nýtur. Teljið þér yður ekki geta fallist á þetta er þess vænst að þér sam- þykkið að aðilar óski þess að Fé- lagsdömur fjalli um málið sem geröardómur og dæmi um rétt- mæti kröfu okkar. Væntum heiöraðs svars yðar við fyrsta tækifæri. f.h. Starfsstúlknafélagsins Sóknar Guftmunda Helgadóttir formaður Eins og framangreint bréf ber með sér fór Sókn aldrei fram á það við atvinnurekendur, að þeir felldu lagalegan dóm um kröfu félagsins, enda var það vart i þeirra verkahring. Eingöngu var farið fram á það, að þeir viður- kenndu rétt Sóknar i verki, með þvi að greiða Sóknarkonum sömu laun og viðmiðunarstéttinni frá 1. nóvember, þar eð þá voru samn- ingar félagsins við þá runnir út. Atvinnurekendur tóku bréfi þessu af skilningi og sanngirni og skil ég ekki hvað Morgunblaðið er að tala um úlfaþyt meðal þeirra i þessu sambandi. Þeir vissu það vel, að frá árunum 1967-1970 voru Sóknarkonur með sömu laun og viðmiðunarstéttin, og viður- kenndu að það sem farið væri fram á væri réttlætismál. Magnús Óskarsson talaði að visu um að ekki mætti gleyma „garminum honum Katli, atvinnurekandan- um, sem situr hinumegin við samningaborðið, það veröur svo leiðinlegtfyrir hann að hafa ekki um neitt að semja ef búið er að gera allt að landslögum”, sagði hann. (Hvortman núekki einhver eftir þvi þegar visitalan var af- numin á laun árið 1958, og þau rök borin á borð fyrir almenning, að það væri miklu heilbrigðara að launafólk semdi sjálft um hana, heldur en að hún væri staðfest með landslögum.) Guðmunda Helgadóttir gladdi Magnús með þvi, að eftir væri aö semja um sérkröfur Sóknar, þó að almenna kaupið fylgdi launum við- miðunarstéttarinnar, og yrði reynt að hafa þær svo fjölskrúð- ugar, að engum leiddist við samningaborðið. Hinsvegar varð ekki af orðum hans ráðiö þá, að hann væri andvigur kröfu félags- ins. Georg Lúðviksson tók fram- úrskarandi vel undir þessa kröfu, eins og hans er von og visa, og óskaði félaginu alls góðs við að fá þessu réttlætismáli framgengt. Lagði hann svo bréf Sóknar fyrir heilbrigðismálaráðuneytið og fékk þar heimild til að greiða laun samkvæmt þvi frá 1. nóvember. Það er þvi alrangt hjá Morgun- blaðinu, að við höfum aðeins munnleg svör frá ráðuneytinu. Svar þess var að sjálfsögðu til rikisspitala, en ekki Sóknar, enda þeir en ekki við, sem fóru fram á heimildina. Sókn mun siðan byggja kröfur sinar við samningaborðið i haust á þeim rétti sem hér hefur áunn- ist, þegar atvinnurekendur hafa hafið launagreiðslur samkvæmt þvi launajafnrétti, sem félaginu var tildæmt á sinum tima. Er vandséð hvað það kemur Fram- sókn við. Það er ekki vitað að þær hafi glatað neinu af þeim réttind- um sem þær fengu með launa- jöfnunarlögunum. Hitt kynni að vera ástæðan fyrir þvi, að Morgunblaðið rýkur upp út af þessu réttlætismáli, að viðsvegar i þessu þjóðfélagi eru konur, sem likt er ástatt með og konurnar i Sókn, að þær hafa glatað þvi launajafnrétti sem þeim var úr- skurðað með lögum, eða e.t.v. aldrei hlotið það i framkvæmd. Hinsvegar munu Sóknarkonur allar þakka formanni sinum, Guðmundu Helgadóttur, þetta framtak til að rétta hlut þeirra, og ekki siður þeir aðilar, sem dvelja um lengri eða skemmri tima á sjúkrahúsum, elliheimil- um og öðrum vinnustööum þar sem Sóknarstúlkur vinna og eiga mikið undir þvi, að þangað fáist gott fólk til starfa. Að siðustu vil ég hvetja Sóknar- konur til að fjölmenna á fund Sóknar, sem haldinn verður i Lindarbæ miðvikudaginn 21. nóvember, og þakka formanni sinum þetta einstæða afrek. Marla Þorsteinsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.