Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐV1LJINN' Þriðjudagur 20. nóvcmber Úr ræðu Magnúsar Kjartanssonar á alþingi um nýja fóstureyðingalöggjöf Algildar siðareglur verða að taka mið af mannkyninu öllu Rétturinn til ákvarðana í samrœmi við siðgœðishugmyndir sínar er hluti af þeirri vegsemd og þeim vanda að lifa Það frumvarp, sem hér er lagt fram, á sér alllangan aðdrag- anda. Fyrrverandi landlæknir Sigurður Sigurösson, lagði til við þáverandi heilbrigðisráðherra, Eggert Þorsteinsson, með bréfi 13. nóv. 1969 að tekin yrði til endurskoðunar lög um fóstur- eyðingar, afkynjanir og vananir, þ.e.a.s. annars vegar lög nr. 38 frá 28. janúar 1935 og hins vegar lögnr. 16 frá 13. janúar 1938. Það var reynsla þáv. landlæknis af framkvæmd laganna, sem olli þvi að hann taldi slikrar endur- skoðunar þörf. Nefndarstörfin t samræmi við þetta skipaði ráðherra nefnd hinn 5. mars 1970 til endurskoðunar þessara laga og voru i nefndinni Pétur Jakobsson, prófessor, formaður, Tómas Helgason, prófessor og Sigurður Samúelsson, prófessor. 1 janúar 1971 óskaði Sigurður Samúelsson, prófessor, eftir þvi að verða leystur undan starfi i nefndinni og var þá skipuð i hans sæti Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður og haustið 1971 skipaði ég Vilborgu Harðar- dóttur, blaðamann, i nefndina þannig að jafnt yrði þar karla og kvenna. Svava Stefánsdóttir, félagsráð- gjafi, var ráðin ritari og starfs- maður nefndarinnar frá 1. janúar 1971. Nefndin vann starf sitt mjög rækilega, safnaði ýmsum gögn- um og lét starfsmann sinn fram- kvæma ýmsar athuganir á fram- kvæmd núgildandi löggjafar. Nefndin skilaði af sér störfum á siðastliðnu voru og lagði þá fram það frumvarp, sem hér liggur fyrir til heilbrigðisráöuneytisins, ásamt nefndaráliti og greinar- gerð, sem ráöuneytið gaf út i júni 1973 til almennrar kynningar. — Ráðherrann rakti siðan efni nú- gildandi laga um þessi efni, en þau voru sett 1935 og 1938. Siðan rakti ráðherrann efni þess frumvarps, er nú liggur fyrir og birtum við hér það sem Magnús sagði um 1. og 2. kafla þess sérstaklega: Frumvarpiö skiptist i fjóra kafla, en þeir eru: Ráðgjöf og fræðsla. Um fóstureyðingar. Um ófrjósemisaðgerðir. Og Almenn ákvæði. Ég mun nú ræða hvern kafla um sig litillega, og vik þá fyrst að ráðgjöf og fræðslu: Fræðsla og ráðgjöf grundvallaratriði Tillögur nefndarinnar byggjast á þeirri meginhugsun að hver ein- staklingur eigi að hafa næga þekkingu til þess að geta haft stjórn á viðkomu sinni. Hver ein- staklingur þurfi að vita og skilja hvernig þungun á sér stað og hon- um eigi að vera ljóst hvernig beita megi frjóvgunarvörnum. Fóstureyðing sé hins vegar nauð- vörn, sem tiltæk verði að vera, ef þungun hefur átt sér stað og framhaid meðgöngu eða barns- fæðing leiðir til vandræða, sem ekki verði úr bætt. Fræðsla og ráðgjöf eru i sam- ræmi við þetta sjónarmið aigert grundvallaratriði i frumvarpinu. Sú fræðsla, sem um er að ræða verður að byrja i skólum skyldu- fræðsiustigs og ber þar jafnt að fjalla um likamlega, siðfræðilega og félagslega þætti. Ábyrgð og hamingja foreldra- hlutverks þeirra einstaklinga, sem eru undir það búnir að geta annast börn, á að vera unglingum jafn ljós og þeir erfiðleikar, sem ótimabærar barneignir kalla yfir þá foreldra, sem eru þess van- búnir að sjá fyrir barni — og ekki siður erfiðleika þeirra barna, sem þannig eru i heiminn borin. t skólakerfi okkar eru nú engar ákveðnar reglur um fræðslu um kynferðismál. Námsskrá skyldunámsstigs, sem er frá 1960 leggur engar sér- stakar skyldur á herðar kennara i þessum efnum. Það er undir ein- stökum kennurum komið hve langt þeir kjósa að fara út i slik mál. Námsskráin ýtir siður en svo undir það viðhorf að fræðslan sé nauðsynleg og mikilvæg. Það er sagt að i 1. og 2. bekk unglinga- stigsskuli ræða við nemendur um nokkur atriði varðandi kyn- þroskaskeiðið, en tekið fram að ekki muni þörf á að eyða mörgum kennslustundum til þessarar fræðslu. Fræðsla um aðferðir til þess að koma i veg fyrir frjóvgun liggur yfirleitt ekki á lausu. Þar setja gildandi lög þær hömlur að lækn- um einum er heimilt að láta i té leiðbeiningar um takmörkun barneigna. 52% mæðra l(»-lí) ára Þessi takmörkun stuðlar aö þvi aö halda við hinni almennu og oft furöulegu fáfræði sem ríkir i þessum efnum, ekki sist meðal unglinga. Óræk sönnun fá- fræðinnar er sú staðreynd, sem kemur fram i könnun nefndarinn- ar, að 52% þeirra kvenna, sem fæddu börn hér á landi á árunum 1966-1970 voru 16-19 ára. Siðasta skýrsla Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar um fjölda fæðinga i Evrópu bendir einnig til þess að Islendingar beita frjóvgunarvörnum i furðu litlum mæli miðað við almenna menntun og viðhorf þjóðarinnar. Fæðingar á hverja 1000 ibúa voru hér samkvæmt skýrslunni 21 og aöeins hærri i Albaniu, lrlandi, Rúmeniu og Tyrklandi. Um hina nauðsynlegu fræðslu og ráðgjöf fjalla fyrstu 5 greinar frumvarpsins. Þessa ráðgjöf og fræðslu verður að veita undan- bragðalaust og búa m.a. svo um hnútana i framkvæmd að unglingar i framhaldsskólum mæti til viðtals hjá ráðgjafar- þjónustunni i upphafi skólagöngu. Með markvissri beitingu þeirr- ar fræðslu, sem hér um ræðir, á að vera hægt að fækka verulega þeim hópi, sem kemst á það stig að íhuga fóstureyðingu. En einnig þá á ráðgjöf og fræðsla um hugsanlegar aðrar og æskilegri leiðir að geta haft sin áhrif, en um þá fræðslu fjallar 6. grein frumvarpsins. Þau áhrif, sem hægt er að hafa á þessu stigi málsins takmarkast af þeim úrræðum, sem samfélag- ið i reynd býður einstæðum mæðrum eða hjónum, sem eru i félagslegum örðugleikum. Þau úrræði eru þvi miður alltof smá i sniðum enn sem komið er. Ráðgjafarþjónusta mun þó koma að gagni jafnvel miðað við óbreytta aðstoð samfélagsins, þvi að margir vita ekki um þá aðstoð. sem þrátt fyrir allt kann að reyn- ast tiltæk. Auk þessarar beinu einstak- lingsbundnu ráðgjafarþjónustu gerir frumvarpið i 7. grein ráð fyrir þvi að i skólum á skyldu- námsstigi verði komið fastri skip- an á fræðslu um kynlif, en sú fræðsla er nú gersamlega i molum eins og áður er sagt. Konan ráði, en verði áður frædd um rétt sinn Ég kem þá að þeim kafla frum- varpsins sem fjallar um fóstur- eyðingar, en það er sá kafli sem hingaö til hefur valdið mestum deilum i almennum umræðum hérlendis. Ég tel rétt að lesa upp I heild niundu greinina sem fjallar um þær forsendur sem geri fóstureyðingu heimila: 9. gr. Fóstureyðing er heimil: 1. að ósk konu.sem búsett er hér á landi eða hefur islenskan rikisborgararétt, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknis- fræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða i þjóð- félaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð, 2. aö læknisráöi og i viðeigandi tilfellum aö undangenginni félagslegri ráðgjöf: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, likamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhald- andi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæöast vanskapaö eða hald- iðalvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar i fóstur- lifi. c) Þegar sjúkdómur, likamleg- ur eða geðrænn, dregur alvar- lega úr getu konu eöa barns- föður til að annast og ala upp barn. d) Þegar ætla má, að þessi þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu erfið vegna félagslegra ástæðana, sem ekki verður ráðin bót á. e) Þegar konan getur ekki vegna æsku eða þroskaleysis, þegar þungun á sér stað, ann- ast barnið á fullnægjandi hátt. f) Ef konu hefur veriö nauðgað eða hún orðið þunguð sem af- leiðing af öðru refsiverðu at- ferli. 1 siðari hluta þessarar greinar eru skilgreindar nákvæmar en áður þær forsendur sem verið hafa i lögum á Islandi og þær aö nokkru auknar. Nýjungarnar felast i d. og e. lið þar sem heimilaðar eru félagslegar for- sendur einvörðungu, i fyrra til- vikinu ef ætla má að þungun og tilkoma barns verði konunni og aðstandendum hennar erfið vegna félagslegra aðstæðna sem ekki verður ráðin bót á — og i þvi siðara ef kona geti ekki vegna æsku eða þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt. Hins vegar hygg ég að fyrri hluti þessarar greinar sé sá sem mestum ágreiningi veldur, en hann gefur þungaðri konu endan- legt úrskurðarvald, eftir að upp- fyllt hafa verið þau skilyrði sem sett eru i greininni. Tvinnast hugmyndum manna um sigðgæði og trúmál. Um þessi deilumál langar mig að fara nokkrum almennum orð- um. Þetta eru ekki deilur sem einskorðaðar eru við Island held- ur eru þær alþjóðlegt viðfangs- efni, þær eiga sér mjög^djúpar sögulegar rætur og eru á órjúfan- legan hátt tvinnaðar hugmyndum manna um siðgæði og trúmál. Lögmáliðum getnað og fæðingu barns er eitt þeirra náttúrulög- Magnús Kjartansson mála sem eru forsenda að tilveru okkar á jörðinni, eitt af þeim lög- málum sem er jafnframt eilift undur hverri nýrri kynslóð. Ég hygg að ekkert náttúrulögmál sé jafn nákomið hverjum manni, vegna þess að það færir svo til hverjum einstaklingi persónulega reynslu sem þroskar hann og stækkar, flestum ljúfa reynslu sem betur fer, en sumum sára og myrka. Það er þetta einkenni náttúrulögmálsins sem hefur tengt það svo mjög siðgæðishug- mundum manna og trúarbrögð- um, ásamt félagslegum aðstæð- um i heiminum, ekki sist stöðu konunnar. Það er lengri og flókn- ari saga en svo að ég beri við að fara frekari oröum um hana. Kenningar kaþólskra stefna að ragnarökum Allir þekkja þær kenningar kaþólsku kirkjunnar að taka þetta náttúrulögmál út úr, telja þaö hafa guölegan upp- runa umfram önnur lögmál og banna öll viðbrögð manna við þvi, ekki aðeins fóstureyðingar heldur og allar getnaöarvarnir. Nú blas- ir það við öllu mannkyni hvert slik stefna mundi leiða. Ibúar jarðar eru hálfur fjórði miljarður eöa eitthvaö þar um bil. Haldi sama fólksfjölgun áfram og nú er, verða ibúar jarðar 7 miljarðar um næstu aldamót. Og vilji menn enn halda áfram að reikna þetta dæmi yrðu ibúar hnattarins 30 miljarðar árið 2075. Að þeirri tölu mundi þó aldrei koma, vegna þess aö löngu fyrr mundi mann- kynið hafa breytzt I frumskóg villidýra, þar sem hundruð mil- jóna manna brytust um og berð- ust um siðustu matarleifarnar. Hin óbilgjörnu náttúrulögmál, sem gera tiltekið jaínvægis- ástand óhjákvæmilegt, myndu þá grisja mannkynið af miskunnar- lausri hörku, stráfella þúsundir miljóna manna. Ég kann ekki að gera mér i hugarlund það mann- kyn sem lifði af slika eldraun. Hitt fæ ég ekki heldur skilið hvernig kaþólskir menn telja sig þjóna guði sinum með þvi að stefna að slikum ragnarökum vit- andi vits, eins og hver skyni bor- inn maður sér nú þegar fyrir. Sú helgi verður að vera ein og óskipt Trúlega eru ekki margir Is- lendingar sem aðhyllast kenning- ar kaþólsku kirkjunnar á þessu sviði. Þó fannst mér ég finna bergmál þeirra i ályktun sem is- lenska þjóðkirkjan sendi frá sér fyrir skömmu um þetta frum- varp. Þar var rætt um helgi mannlegs lifs, og undir það sjónarmiðget ég fullkomlega tek- ið. En sú helgi verður þá að vera ein og óskipt, henni lýkur ekki um leið og barn fæðist i heiminn. Það er ekki nema rúm öld liðin siðan barnadauði á Islandi komst upp i 70 af hundraði. Svona er enn ástatt hjá meirihluta mannkyns að sjö börn af hverjum tiu deyja og að meðalaldur er um 30 ár. Allt að þvi helmingur mannkyns þjá- ist af næringarskorti sem bitnar ekki sizt á börnum. A hverjum einasta degi deyja um tiu þúsund- ir manna af næringarskorti eða heilu hungri — fleiri en nokkru sinni fyrr i sögu mannkynsins. I Indlandi einú saman mun á næsta áratug deyja um 50 miljónir barna af hungri eða farsóttum. Allt stafar þetta af þeirri efna- hagslegu staðreynd að meirihluti mannkyns hefur meðaltekjur á mann sem jafngilda 50-60 dollur- um á ári.Þeir menn sem segja að ekki megi framkvæma fóstur- eyðingar af virðingu fyrir helgi mannlegs lifs hljóta að eiga við eitthvert annað lif en það sem mannkynið býr við um þessar mundir. Þeir verða einnig að muna eftir rétti og mannhelgi þeirra sjö barna af tiu sem deyja skömmu eftir fæðingu hjá meiri- hluta mannkyns. Þeir verða að muna eftir mannhelgi þeirra þjóða sem heyja svo grimmilega og vonlausa lifsbaráttu að meðal- aldur þeirra nær aðeins þrjátiu árum. Ég undrast siðgæðis- hroka þeirra manna Ýmsir óttast að einhverjar kon- ur muni nota réttinn til fóstur- eyðingar af léttúð, og það má svo sem vel vera, en þar sem ákvörðunarvaldið yfir þessum rétti er i fárra manna höndum, hefur þvi oft verið beitt af engu minni siðferðislegri léttúð þótt hún kunni að hafa verið annars háttar. Og hitt er ég sannfærður um að allur þorri islenskra kvenna mundi beita þessum rétti af mikilli siðferðilegri alvöru og eftir það hugarstriði sem ævin- lega er aðdragandi örðugra ákvarðana. Það eitt er i samræmi við hugmyndir minar um frelsi einstaldingsins, að persónu- bundnar ákvarðanir eins og þess- ar verði að vera hjá einstakling- unum sjálfum. Ég hef heyrt lækna og presta bjóða sig fram sem yfirdómara um slik mál, menn sem vilja velja, leyfa og banna, og ég undrast siðgæðis- hroka þeirra manna, sem telja sig þess umkomna að fara með þvilikt vald. Utanferðir til fóstureyðinga Ég hef hér tilgreint ýmsar al- mennar hugmyndir minar um grundvallarviðhorf i þessum efn- um. Hægt væri að tiunda mörg rök önnur en ég tel ekki ástæöu til aö endurtaka þau viðhorf sem fel- ast i greinargerðinni sjálfri, i riti nefndarinnar sem frumvarpið samdi, eða i þeim almennu um- ræðum sem fram hafa farið hér- lendis. Þó vil ég minna á eitt atriði sem ýmsir aðrir hafa bent á. 1 löndunum umhverfis okkur hefur réttur kvenna i þessu efni vfðast hvar verið tryggður með löggjöf á siðustu árum. Nú er ég ekki að halda þvi fram að við get- um ekki haft sérstöðu um löggjöf i samræmi við aðstæður okkar og viðhorf. En hver yrði afleiðingin ef löggjöf okkar yrði þrengri á þessu sviði en i nágrannalöndun- um? Hún yrði sú að konur mundu fara utan til fóstureyðinga i miklu rikara mæli en nú tiðkast, það yrði komið upp sérstökum fyrir- tækjum til að skipuleggja slikar ferðir i gróðaskyni, eins og raun- in var á i Sviþjóð árum saman meðan löggjöf þar var þrengri en t.a.m. i Póllandi. Þessa aðstöðu gætu þær konur hagnýtt sér sem hefðu fjárráð og sambönd. Hinar yrðu eftir sem fátækastar væru og umkomulausastar i þjóðfélag- inu, þær sem öðrum fremur þyrftu á hjálp að halda. Og við stæðum uppi i þjóðfélagi sem ein- kenndist af tvöföldu siðgæði, hræsnisfullum varajátningum en allt annarri framkvæmd i verki. Ég held að við þurfum á flestu öðru frekar að halda en að sið- gæðishugmyndir okkar sýkist meir en orðið er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.