Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. nóvembcr 1973.
MOWIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
Á ÞAÐ VERÐUR AÐ REYNA
Það hefur ekki verið minnsti vafi á þvi,
að siðustu misserin hefur Alþýðubanda-
lagið verið sá stjórnmálaflokkur á Islandi
sem hefur verið i ótviræðastri sóknarað-
stöðu. Sú sókn er beint áframhald af kosn-
ingasigrinum 1970 og 1971, þegar Alþýðu-
bandalaginu tókst, eftir margra ára erfið-
leika, að brjótast út úr innri kreppu til
þess að verða stór og öflugur fjöldaflokkur
á nýjan leik. Til þess þurfti mikið átak og
glögga stjórnlist.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum,
nú siðustu dagana, að ýmsir telja að með
landhelgissamningunum við Breta hafi
staða Alþýðubandalagsins versnað til
muna og að sifelld aukning þess að valdi
og vaxandi viðgangur hafi nú loks verið
stöðvuð. Þeim óþjóðlegu öflum, sem helst
eru andstæðingar stefnumála Alþýðu-
bandalagsins, virðist allt slikt að sjálf-
sögðu mikið ánægjuefni — en Þjóðviljan-
um er skylt að benda á að Alþýðubanda-
lagið er enn i sókn, ekki i varnaraðstöðu,
— enda þótt þessi staðreynd hryggi áreið-
anlega marga forustumenn annarra
st jórnmálaflokka.
Þegar miðstjórn Alþýðubandalagsins
samþykkti að fela þingmönnum flokksins
að standa að fiskveiðisamningunum við
Breta var það gert með samhljóða at-
kvæðum miðstjórnarinnar og siðan öllum
atkvæðum þingflokksins. Forusta Alþýðu-
bandalagsins gerði þessa samþykkt i
fyrsta lagi vegna þess, að hótað hafði ver-
ið slitum stjórnarsamstarfsins almennt ef
þessir fiskveiðisamningar hefðu ekki ver-
ið samþykktir. Forusta Alþýðubandalags-
ins vildi ekki efla þann óvinafagnað ihalds
og NATO-sinna sem orðið hefði með falli
vinstri stjórnarinnar. Forusta Alþýðu-
bandalagsins var með allan málefna-
samninginn i huga, öll þau mörgu stórmál
sem rikisstjórnin vinnur að, þegar afstaða
var tekin til samninganna við Breta. Al-
þýðubandalagið hafði reynt til hins itrasta
að fá samningnum breytt, en án árangurs,
og fyrir lá að stjórnarslit hefðu orðið ef Al-
þýðubandalagið hefði ekki fallist á samn-
inginn. En, — á það vill Þjóðviijinn leggja
áherslu, — með samningunum við Breta
eru það þeir, sem, með þvi einu að gera
samninginn, viðurkenna i raun og veru
yfirráð okkar yfir svæðinu frá 12 að 50 mil-
um og alþingi hefur nú samþykkt lög, sem
staðfesta úrskurðarvald Islendinga á
þessu hafsvæði. Þannig eru Islendingar að
beygja bresku ofbeldisöflin. Þjóðviljinn
vill i öðru lagi leggja á það áherslu að hér
er aðeins um stuttan bráðabirgðasamning
að ræða; eftir að hann rennur út er réttar-
staða okkar jafnótviræð og nokkru sinni
hefur verið. 1 þriðja lagi vill Þjóðviljinn
minna á, að i þessum samningi er ekki um
neins konar réttindaafsal íslendinga að
ræða, eins og raunar var i samningunum
frá 1961.
Fullvist er að Alþýðubandalagið hefði
aldrei fallist á neinn samning af þeirri
tegund sem gerður var 1961, samning sem
i senn afsalaði landsréttindum til útlend-
inga og átti að vera óuppsegjanlegur.
Þetta veit þjóðin um afstöðu Alþýðu-
bandalagsins, og þjóðin veit lika að Al-
þýðubandalagið hafði reynt til hins itrasta
að fá samningsdrögunum breytt. En það
kom fyrir ekki. Við það var ekki komandi.
Og nú reynir á annað stórmál málefna-
samningsins, herstöðvamálið. Sósialist-
um bar skylda til þess að láta reyna til
hins itrasta á það mál áður en upp yrði
staðið.
Stefna ihaldsaflanna var sú að losna við
Alþýðubandalagið út úr islenskum stjórn-
málum. íhaldsöflin gerðu ráð fyrir að það
tækist með landhelgissamningnum við
Breta. Það tókst ekki, vegna þess að einn-
ig þar tókst Alþýðubandalaginu með á-
hrifum sinum að koma i veg fyrir undan-
sláttarsamning af þeirri tegund sem
ihaldið hafði krafist. Þess vegna er enn
sætt, og þess vegna verður þess enn freist-
að að tryggja að íslendingar fái efnd þau
fyrirheit, sem gefin hafa verið.
Mikill Ijáraiistur,
árangur
Eftirfaraudi ræðu flutti Guðrún
II c 1 g a d ó 11 i r , varafulltrúi
Alþýöuhandalaf'sins í borgar-
stjórn, á borf'arsljórnarfundi 15.
nóv. s.l. Flutti Guðrúu ræðu sina
er til umræöu var þriðja mál á
daj'skrá, scm var fundargcrð
borj'arráðs frá 6. nóv. A þeiin
fundi borgarráðs voru ineöal
annars teknar fyrir fundarf'erðir
Æskulýðsráðs frá 29. okt. ofi 2.
nóv.. en á siðarnefnda fundinum
voru j'reidd atkvæði uiu nýtingu
Fellaskólakjallara til æskulýðs-
slarfs. Greiddi Guðrún þar
atkvæði ineö umræddri nýtingu
kjallarans, en með sérbókun. —
Forseti, borgariulltrúar
Bókun sú, sem hér liggur fyrir
og ég lét gera með atkvæöi minu
um nýtingu Fellaskólakjallarans,
á sér langan aödraganda, og þaö
sem ég segi hér nú hef ég
oftsinnis rætt á fundum Æsku-
lýðsráðs. Efni þeirra umræðna er
i stuttu máli það, að störf
Æskulýðsráðs séu að mestu
heldur stefnulaus og fálmkennd
og árangur starfsins i litlu
samræmi við það fé, sem til þess
er varið. Ef viö litum á tölur
siðustu fjögurra ára, má sjá, að
hér er um engar smáupphæöir aö
ræða:
1970 kostaði rekstur ÆR kr.
7,722,114,00 og framkvæmdir kr.
1,466,673,00. Alis kr.
9,188,787,00.
1971 fóru i rekstur kr.
9,996,488,00 og framkvæmdir kr.
18.741,780,00. Alls kr.
28,738,268,00.
Þessi gifurlega hækkun er að
sögn framkvæmdastjóra greiðsla
á húsnæði Tónabæjar, sem keypt
var áriö 1968 af Þorvaldi
Guðmundssyni veitingamanni
fyrir 12 miljónir króna og siðan
lagfært til notkunar fyrir Æsku-
lýðsráð. Þaö eru sannarlega góðir
söluskilmálar að fá slika húseign
greidda út i hönd á 3 árum, ef satt
er, og væri gaman að fá skýringu
á þvi. Kaup þessi voru reyndar
hið mesta glapræði, húsið
ákaflega óhentugt og dýrt, enda
hala farið til þess miljónir i
viðgerðir og viðhald, og rekstur-
inn verið taprekstur svo
miljónum skiptir frá upphafi.
1972 er rekstur ÆR kr.
14.409,527,00 og framkvæmdir kr.
4.201,000,00, Alls kr. 18,610,527,00
1973 er áætlaður rekstur kr.
14,000,000,00 og áætlaðar fram-
kvæmdir kr. 9,000,000,00. Alls kr.
23.000,000,00
Og nú biðjum við um
50.000.000.00 i fjárhagsáætlun
lyrir 1974. Ogþegarsvoerkomið,
er ástæða til að spyrja sjálfan sig,
hvort þessu geysilega fé sé
þannig varið, að unglingar
bæjarins hafi af þvi verulegt
gagn. Skoðun minni er fljótlýst:
ég held, að svo sé þvi miður ekki.
Eg hef áður bent á þá augljósu
staðreynd, að fyrsta skilyröi fyrir
tómstundastarfsemier húsnæði til
að reka hana i, og þarf auðvitað
slikt húsnæði i hvert hverfi
borgarinnar. A þessu hafa fleiri
klifað um árabil. 1 skýrslu Æsku-
lýðsráðs árin 1964—67 segir svo.
Mjög aðkallandi er oröið
aö unnt sé að gera sér grein fyrir '
þörf húsnæöis fyrir æskulýðsstarf
i nýjum borgarhjutum; aö tekið
veröi fullt tillit til þessarar
starfsemi við skipulag nýrra
borgarhluta, og aö æskulýös-
starfsemin almennt verði staðsett
á sem hentugastan hátt i
borginni." Sú staðreynd blasir þó
við nú, að Æskulýðsráð á ekkert
afdrep i neinu hverfi borgarinnar,
ef undan er skilið Tónabæjar-
ævintýxiö, sem kostað hefur
töluvert á þriðja tug miljóna. *
Árbæjarhverfi og Breið-
holtshverfi hafa byggst og þangað
flutt þúsundir barnflestu
fjölskyldna borgarinnar. án þess
að annaö húsnæði sé.fyrir hendi
en auður blettur á kortum
arkitekta yfir Breiðholtshverfi.
Þegar svo i algjört óefni er komið
vegna erfiöleika unglinga i
þessum fjölmennu hverfum, er
gripið til þess ráðs að kasta
18.000.000 króa i kjallara
Fellaskóla, sem upphaflega átti
að vera skýli Breiðholtsbúa i
atómstyrjöld eða eldgosum.
1 borgarstjórn flutti ég fyrir 2
árum tillögu þess efnis, aö keypt
væri eða leigt ibúöarhúsnæði til
tómstundaiðju unglinga. Fyrir
þessar 18.000.000 króna gæti
borgin nú átt 6—7 ibúðir þar i
hverfi. Þessi tillaga var að
sjálfsögðu felld.
Hér harma ég ekki aðeins
stórkostlega eyðslu á fé, heldur
einnig þann misskilning, að
ekkert tómstundastarf fyrir
unglinga megi reka nema i gifur-
lega stóru húsnæði, þar sem
stúfað er saman hundruðum
unglinga i einu. Ef slikt starf á að
bera einhvern árangur, tel ég
miklu vitlegra að reka það i
smærri einingum, svo að
leiðbeinandinnn geti náð
persónulegum tengslum við
unglingana, sem staðina sækja.
Þvi er ekki að leyna, að svo sýnist
sem börn og unglingar losni i æ
meira mæli úr tengslum við
heimili sin, og liggja til þess
fjölmargar ástæður. Þjóðfélagið
hefur tekið örum breytingum,
mikil vinnukvöö hvilir á ungu
fólki, f jölskyldan hefur misst eina
kynslóð af heimilinu, og ekki hvað
sist hafa siöustu 30. ár orðið
islensku þjóöfélagi dýrkeypt siö-
ferðilega, og er óþarft að rekja þá
sögu ómerkilegrar auðsöfnunar á
kostnað samneyslu og
uppbyggingar manneskjulegs
þjóðfélags.
Með þessari uppflosnun heimil-
anna verður það æ nauðsynlegra
að búa börnum og unglingum sem
best uppeldisskilyrði i skóium og
æskulýðsheimilum. Þá er og
mikilsvert verkefni Æskulýðs-
ráös að reyna að ná samstarfi við
og hafa áhrif á foreldra barnanna
með fræðslu og samvinnu hvers
konar. Og ekki sist er það
verkefni Æskulýðsráðs aö styrkja
og efla starfsemi æskulýösfélaga
borgarinnar. Til þeirra er nú
áætlaðar kr. 1,928.000 á árinu 1974
af umræddum 50.000.000.
tslenskir ungtemplarar vöktu
almenna aðdáun með ágætri
kynningarherferð sinni nýlega: til
þeirra fóru kr. 110.000.- frá
Æskulýðsráði borgarinnar á
þessu ári. Þeir áttu betra skilið
fyrir ákaflega gott og myndarlegt
starf.
Bróðurparturinn af þessum
50.000.000, eða a.m.k. 2/5 eiga nú
að fara i að innrétta Fellaskóla-
kjallarann og annan kjallara,
sem er jafnvel enn vafasamara
fyrirtæki fyrir margra hluta
sakir, en það er kjallari undir
Bústaðakirkju. Þvi segi ég að það
sé enn vafasamara fyrirtæki, aö
þar er um að ræða innréttingu
fyrir 10.000.000,- á húsnæði, sem
borgin ekki á,og peninga sem
aðeins koma upp i leigu til 10-20
ára. Það skal þó tekið fram, að
um þá ákvörðun hefur ekki verið
endanlega fjallað i Æskulýðsráði.
Fátækir, en stórhuga söfnuðir
hafa boðið Æskulýösráði að
innrétta meira af sliku húsnæði,
en vafasamt, að sú þróun sé
heppileg.
Um þessi mál mætti ræða i
miklu lengra máli. Og vissulega
má ýmislegt gott segja um störf
Æskulýðsráðs þrátt fyrir allt, en
þvi miður allt of litið.
Siglingaklúbbur Æskulýösráðs er
rekinn með miklum og góðum
árangri fyrirótrúlega litið fé. Þar
voru aflóga skúrar frá borginni
settir niður og klúbbfélagar unnu
með miklum sóma að inn-
réttingum á vistlegu húsnæöi.
Þetta hefur kostað furöulitið og á
árinu 1974 eru einungis áætlaöar
kr. 1740.000 til framkvæmda og 2
miljónir i rekstur. Þar skilar sér
ágætlega þaö fé, sem i þetta starf
er lagt. Þá hefur töluvert starf
verið rekið innan skólanna, þó að
mikið skorti á, að skólamenn og
Æskulýösráö hafi unnið nógu vel
saman.
Það sem borgin þyrfti nú aö
einbeita sér aö i þessum efnum er
aðallega tvennt: aö útvega
hæfilega stórt húsnæði i hvert
hverfi borgarinnar og að gera
gangskör að þvi að styrkja fólk til
náms i leiðbeinendastörfum. Til
námsskeiöa fyrir leiöbeinendur
eru nú áætlaðar 300.000 kr. og sér
hver maður, hvaða gagn slik
upphæð gerir.
En þá er það, sem mestu máli
skiptir, starfið sjálft.
Okkur i Æskulýösráði er fullvel
ljóst, að stór hópur unglinga
þarfnast ekki skipulagðrar
tómstundastarfsemi; skólinn og
eigin áhugamál taka allan tima
þessa hóps. Við erum miklu
fremur að ná til þeirra, sem ekki
hafa fundið sér vettvang og
kunna þvi ekki önnur úrræði en
innihaldslausa hávaðatónleika til
að fylla upp i tómarúmið i lifi
sinu. Eg trúi bara ekki á þessa
lausn. ÆR á að gefa þessum
unglingum tækifæri til að iðka
eitthvað það i allt of mörgum
tómstundum, sem þeir eiga ekki
kost á annars staðar. Til þess þarf
aöstöðu og tæki. Siglingaklúbbur-
inn býður upp á þess háttar
aðstöðu, og þess vegna vekur
hann áhuga og umfram allt
hvetur til eigin framtaks. Margt
fleira mætti reyna. Þegar við
erum aö fjalla um 50.000.000, má
benda á, að vandaður útbúnaður
til kvikmyndatöku kostar tæpa
1/2 miljón. Tæki ljósmyndatæki
mætti kaupa: i sambandi við
radiótækni og elektrónik kosta
eitthvað álika. t þvi sambandi má
minna á, að tugir unglinga úr
Breiðholtshverfi skrifuðu
Æskul.r. i vor og báðu um aðstoö
viö stofnun tónlistarklúbbs, en
mér vitanlega hafa þeir ekkert
svar fengið. Ég vænti að þeir
fáinú aðstööu i Fellaskóla-
kjallaranum, þó aö ég telji að
fleiri og smærri húsnæðis-
eininingar henti betur farsælu
tómstundastarfi.
Aö lokum vil ég segja þetta: Ég
óska þess heils hugar, að
unglingar i Breiöholtshverfi hafi
gagn og gaman af Fellaskóla-
kjallaranum, sem ég hef með
semingi greitt atkvæði mitt. En
mér er til efs, að ekki hefði mátt
finna þeim afdrep i öðru húsnæöi
en þvi, þar sem flisalögn á gólf
kostar 2 miljónir, lampar 1
miljón, parket 560,000, léttir inn-
veggir 1,2 milj.,speglar 30.000,
flisalögn á veggi 338,000 svo aö
eitthvað sé nefnt.