Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.11.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Frá gjaldeyriseftirlitinu til ferðamanna Seðlabanki Islands vill vekja athygli ferðamanna á þvi, að samkvæmt gjald- eyrislöggjöfinni er óheimilt, án sérstaks fyrirframfengins leyfis að stofnatil gjald- eyrisskulda erlendis með útgáfu eða sam- þykki tékka, vixli eða annarra skulda- viðurkenninga. Bent skal sérstaklega á, að komi slik skuldaskjöl fram i islenskum bönkum, t.d. til innheimtu, verða þau ekki afgreidd, en endursend til útlanda á ábyrgð skuldu- nautar. Ileykjavik, 19. nóvember 1973. SEÐLABANKI ÍSLANDS. Gjaldeyriseftirlit. Rafmagnsverkfræðingur Rafmagnsveitur rikisins óska eftir raf- magnsverkfræðingi til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu starfsmannadeildar. Ilafmagnsveitur ríkisins Starfsmannadeild Laugave^i 1H> Ileykjavik Írálí tiíf wí’íj •"v. y TILKYNNING frá Vatnsveitu Kópavogs til húsbyggjenda i Kópavogi Athygli húsbyggjenda i Kópavogi er vakin á þvi,að ekki er heimilt að láta vatn si- renna. Þar sem vart verður við að þessi regla sé ekki haldin, verður umsvifalaust lokað fyrir vatn að húsinu. Rekstrarstjóri Kópavogsbæjar. Auglýsing um deiliskipulag i Njarðvikurhreppi Tillögur að Deiliskipulagi Hafnarsvæðisins i Ytri-Njarðvik voru samþykktar á fundi hreppsnefndar Njarðvikurhrepps 13. mars s.l. og i skipulagsstjórn rikisins 8. okt. s.i. Samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19. 21. mai 1964, liggja skipulagsuppdrættir frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Njarðvikurhrepps, F'itjum, i 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdum við tillöguna skal skilað til hrepps- nefndar Njarðvikurhrepps innan 8 vikna frá sama tima. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillögu þessa innan áðurgreinds frests, teljast hafa samþykkt til löguna. Njarðvik, 15. nóv. 1973* Sveitarstjórinn i Njarðvikurhreppi, Jón Ásgeirsson. Atvinna Kranamaður óskast Vanur kranamaður óskast strax. Loftorka s/f. Borgarnesi Upplýsingar i sima 83522. Ulfúð Framhald af bls. 16. — Morgunblaðið lætur alveg vera að skýra út á hvaða grund- velli Sókn fer fram á þessa leiðréttingu, sagöi Guðmunda um þessi skrif, en lætur að þvi liggja, að þetta sé i blóra viö önnur félög og almennu samningana. Er greinilegt, að þarna er verið með rangfærslum að etja verklýðs- félögum saman og skapa úlfúð þeirra á milli á sama tima og mest riður á að verklýðs- hreyfingin standi sem þéttast saman um kröfur sinar við kjara- samningana. -vh Leikleysa Framhald af x 1 siðu alla vega, 20 sóknarlotur sem ekki enduðu með skoti. Slikt nálg- ast einsdæmi i 1. deild. Og uuðvitað gat þetta ekki endað með öðru en sigri Þórs, og hann varð 13:11 eltir að Ármann hafði halt yfir i leikhléi, 8:7. Þór komst i 4:1 i byrjun, en þvi breyttu Ármenningar i 7:5 lyrir Ármann og siðan 8:7 i leikhléi. Þór komst svo i 10:9, 12:10 og 13:11 sem urðu lokatölur leiksins. Mörk Þórs: Sigtryggur 4 (3 viti) Árni 4, Þorbjörn 3, Benedikt og Aðalsteinn 1 mark hvor. Mörk Ármanns: Ilörður 4, Itagnar 3, Vilberg, Jón A. Björn J., Björn M. eitt mark hver. Leeds Framhald af 11 siöu Staðan er nú þannig i 1. deild: Leeds 16 12 4 0 32-8 28 Newcastle 16 9 3 4 27-17 21 Liverpool 16 9 3 4 20-13 21 Everton 16 8 5 3 21-14 21 Burnley 16 7 6 3 23-16 20 Ipswich 16 7 5 4 27-24 19 QPR 16 6 6 4 26-20 18 Southampt. 16 6 6 4 22-21 18 Derbv 17 7 4 6 19-19 18 Leicester 16 5 7 4 17-15 17 Sheff.Utd. 16 6 4 6 21-19 16 Manch.City 16 6 4 6 17-18 16 Tottenham 16 5 5 6 19-21 15 Arsenal 16 6 3 7 16-20 15 (’oventry 17 6 3 8 14-20 15 Stoke 16 4 6 6 22-20 14 Chelsea 16 5 4 7 24-22 14 Manch.Utd. 16 4 4 8 15-20 12 Wolves 16 3 4 9 15-26 10 Norwich 16 2 6 8 12-25 10 West Ham 16 1 7 8 14-26 9 Birntingham 16 1 5 10 14-32 7 Staöa efstu og neðstu liöa i 2. deild: M iddlesbro 17 11 5 1 21-8 27 Orient 17 7 8 2 27-16 22 Aslon Villa 17 7 7 3 23-15 21 Noll m.For. 17 7 6 4 25-13 20 Blackpool 17 8 4 5 23-17 20 Nolls.Co. 16 8 4 4 25-20 20 Sheff.Wed. 17 5 2 10 18-23 12 Bolton 16 5 2 9 12-19 12 (Ixford 17 3 6 8 13-23 12 Cardilf 15 2 6 i 17*27 10 Swindon 17 3 4 10 12-25 10 C.Palace 17 1 5 11 12-28 7 Hvítur galdur Framhald af bls. 7. en yfirleitt unnið verk sin i kyrr- þey. t nokkrum bókum hefur hann gert grein fyrir starfi sinu, reynslu og viðhorfum og ég er ekki frá þvi að i þeim sé að finna einhverja þá skýrustu greinar- gerð sem enn er að finna i riti um þessa merkilegu menningarhefð Islensku þjóðarinnar. Þessi sið- asta bók frá hans hendi er að nokkru leyti yfirlit og samantekt langrar reynslu og djúprar ihugunar.og er þvi fróðlegari öll- um þeim sem áhuga hafa á þess- um málum. Bókin Hinn hvit galdurer skrif- uð á þjálu alþýðlegu máli og af slikum sannfæringarkrafti og styrk, að vantrúaður lesandi mun reyna það aftur og aftur að um það er að velja að trúa frásögn þessa manns eins og þeir sem hafa mætt honum i lifsins rás og orðið vitni að alinættisverkum hans, eða loka bókinni ella. Ölaf- ur gerir hér grein fyrir lifsskoðun sinni. guðshugmynd sinni og f jall- ar um lif og dauða. en inn i er vaf- ið ýmsum frásögnum úr eigin lifi hans og starfi. Að vanda kemur Ólafur til dyranna eins og hann er klæddur, afhjúpar sig i fullkom- inni einlægni og talar i falslausum trúnaði. Og þvi merkilegri er þessi bók og kærkomnari ætti hún að vera öllum þeim, sem ein- hvern hug hafa á að kynnast hugsunarhætti og lffsviðhoríum ótalinna samlanda sinna, sem höfundurinn er i senn afburða- maður á þessu sviði, býr yfir ótrúlega mikilli reynslu og talar opinskátt og hispurslaust. Séra Arni Þórarinsson sagði að spiritismi væri óþarfur á tslandi, Islendingar hefðu verið anda- trúarmenn löngu áöur en spiri- tisminn varð til. ölafur Tryggva- son gengur lengra en séra Arni. Ölafur er ekki aðeins andatrúar- maður. í bókinni birtist hann sem dulhyggjumaður, mystlker, sem reisir skoðun sina á langri reynslu og ihugun og töluverðu bókviti. Dulhyggjan er ef til vill sterkasti þátturinn i lifsskoðun hans: Með þrotlausri þjálfun og linnulausri sjálfsögun og sjálfsaf- neitun getur maðurinn náð þvi að sameinast Guðdóminum, og Guð- dómurinn er það eina mið sem er þess vert að keppa eftir. Allt ann- að er hismi og hjóm andspænis samsömun mannssálarinnar við Almættið, unio mystica. Ef gera skal greinfyrir þvi ein- kennilega fyrirbrigði sem trúar- kennd tslendinga virðist i margra augum, þá fer ekki hjá þvi að rækilega verði að fjalla um þessa tvo menningarstrauma, andatrú og dulhyggju. Þvi miður eru þess engin tök að rekja sögu þeirra með þjóðinni fram á okkar daga, einfaldlega vegna þess aö efnið er að mestu leyti ókannað og skiln- ingur okkar á eigin arfleifð og menningu takmarkaöur að sama skapi. Þetta er þvi hörmulegara sem vitað er að sumir merkustu rithöfundar þjóðarinnar og skáld voru undir miklum áhrifum af annarri stefnunni, ef ekki báðum. Kannski er ekki ástæða til að undrast þetta þegar til þess er hugsað að jafnvel Passiusálmum sira Hallgrims er i islenskum skólum sinnt án þess að fyrir liggi nein almenn greinargerð tiltæki- leg um lúterska rétttrúnaðinn, en i anda hans voru sálmarnir þó kveðnir og meira að segja sem kennimannleg túlkun hans i skáldskap. Það gengur meira að segja svo langt að margir virðast telja að dulhyggja sé yfirleitt að- eins indverskrar ættar, og vist er um það að Indverjar hafa löngum verið miklir dulhyggjumenn og orðið mörgum fyrirmynd i þvi. Ahrif indverskra hugmynda á Ólaf Tryggvason eru til dæmis al- veg augljós, dulhyggja hans er fremur indversk en kristin. Sann- leikurinn er hins vegar sá að hin kristna dulhyggja. er einhver sterkasti trúarstraumurinn i krisininni og kirkjunni út allar miðaldir og löngum siðan og átti meöal annars mikinn þátt i mótun hugmynda og boðskapar Mar- teins Lúthers. — Hvað vitum við eiginlega um miðaladamystik á tslandi? Og hvað getum við sagt um Sólarljóðeða Lilju eða Ljóm- ur án þess að eitthvað liggi fyrir um sögu og einkenni islenskrar kristni i pápisku? Hvað um kristna dulhyggju hérlendis á siðari timum? Eru dulhyggja og andatrú á tslandi kannski fyrst og fremst 20. aldar fyrirbrigði, sprottin af áhrifum manna eins og Einars H. Kvarans og Haralds Nieissonar eftir að frjálslynd guðfræði og önnur nýmæli höfðu grafið undan tökum eldri trúar- kenninga i landinu? — Það sem fræðingarnir hafa skrifað um þessi efni er margt með slikum endemum að jafnvel fáfróðum lúteran eins og mér rennur kait vatn milli skinns og hörunds. Þannig má lengi halda áfram að spyrja áleitinna spurninga um islenska menningarsögu, og það er bók Ólafs Tryggvasonar, Hinn hviti galdur, sem vekur þessar spurningar út fyrir sitt eigið svið, um leið og hún svarar jafnmörg- um spurningum um það efni sem höfundurinn tekur til meðferðar og gerir skilvisa og ljósa grein fyrir. Hafi Ólafur þökk fyrir bók- ina sem og önnur verk sin. Jón Sigurðsson Lánamál Framhald af bls. 2. þeir látið reikna út hvað þessar hækkanir myndu nema miklu i krónum og er niðurstaðan sú að miðað við 88.5% lán þurfi heildar- upphæð lánanna að hækka um 62 miljónir króna, en um 128 miljón- ir miðað við 100% lán. t fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlag rikisins i lánasjóðinn verði 456.6 miljónir króna. Námsmenn benda á að stefna rikisstjórnarinnar i lánamálun- um stangist á við tvö mikilvæg at- riði heildarstefnu hennar sem eru jöfnun aðstöðu til náms og byggðastefna. Þaðhlýtur að vera grundvallarskilyröi fyrir þvi, að allir hafi sama rétt og sömu möguleika til námstað þeim sem ekki njóta fjárhagslegs stuðnings frá aðstandendum og ekki geta aflað fjár til að kosta sig til náms séu veitt lán sem brúa allt bilið milli eigin fjárafia og raunveru- legs námskostnaðar. Að öðrum kosti hljóta þeir sem verst eru staddir með tilliti til fjárhags og búsetu að hrekjast frá námi. Þvi telja námsmenn baráttu sina réttilega vera jafnréttisbar- áttu. Þvi til stuðnings má nefna breytingartillög, sem þeir hafa sett fram við væntanleg lög um námsaðstoð, um að námslán verði visitölubundin, en það er önnur saga sem þeir sem vilja geta kynnt sér i nýútkomnu Stú- dentablaði. -ÞH Leiðrétting Þjóðviljinn hefur verið beðinn að leiðrétta þaö, að fundur sá sem haldinn var i Grundarfirði á dögunum á vegum Alþýðubanda- lagsins, skemmtikvöld, hafi ekki verið á vegum Alþýðubandalags- , félaganna i öllu kjördæminu, eins og látið var að liggja i frá- sögninni, heldur á vegum Alþýðu- bandalagsfélaganna á Snæfells- nesi, það er i Snæfells- og Hnappadalssýslum. Þetta leiðréttist hér með. Konan mín SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR sem andaðist 15. þ.m. verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. nóv. kl. 3 e.h. Vinsamlegast minnist liknarstofnana I stað þess aö senda blóm. Egill Gislason M ANTON HÖGNASON leigubílstjóri andaðist 16. nóv. i Borgarspitalanum. Fyrir hönd barna hans og systkina, Edna Falkvad, Högni Högnason. Sonur minn og bróðir okkar BJARNIJÓHANNES KRÚGER Bátsmaður, Skólagerði 34, Kópavogi sem lést af slysförum 13. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. þ.m. kl. 3 e.h. Konkordia Kriiger og systkini.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.